Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Til jafnaðarmanna um land allt!


Fékk þetta lánað af facebook og geri þessi orð að mínum:

Fríar tannlækningar, hækkun vaxtabóta, barnabóta, jafngreiðsla námslána, efling fæðingarorlofssjóðs, hækkun persónuaflsáttar og verðtrygging hans ... og í hnotskurn ... ábyrg fjármálastjórn.

Frá sérhagsmunum að almannahagsmunum .... er einhverjum betur treystandi en jafnaðarmönnum til að standa við slík loforð?

Kjósum jafnaðarmenn fyrir allt það góða sem þeir ætla að gera og sem þeir hafa gert - förum ekki í fýlu og kjósum einhverja aðra vegna einhvers sem jafnaðarmenn gerðu ekki á þeim stutta tíma sem þeir hafa haldið um stjórnartaumana.

Til að breyta samfélagi þarf meira en fjögur ár, vegferðin er hafin en henni er ekki lokið.

 

Nýtum tækifærin from Samfylkingin XS on Vimeo.


Skuldaleiðrétting úr vasa heimilanna - Segir Gunnar Tómasson Hagfræðingur

Skuldaleiðrétting úr vasa heimilanna

Tveir pennar á eyjan.is, þau Stefán Ólafsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, deila um hugmyndir XB um leiðréttingu á skuldastöðu heimilanna með krónueignum úr vasa erlendra kröfuhafa í þrotabú Glitnis og Kaupþings.

Þar sem ég tel hugmyndir XB vera RUGL þá vil ég leggja orð í belg og útskýra þær peningafræðilegu forsendur sem endurspeglast óbeint í umsögn minni, en ættu að vera ljósar öllum sem hafa hugleitt málið.

Forsendurnar má setja fram í stuttu máli sem hér segir:

  1. Allar krónueignir kröfuhafanna eru bókhaldsstærðir en ekki raunstærðir (t.d. gull).
  2. Í bókhaldsstærðunum býr óvirkur kaupmáttur en ekkert raunvirði.
  3. Krónueign kröfuhafanna er 400 ma. af ríkisskuldabréfum og reiðufé.
  4. Framsal til ríkisins á 300 ma. myndi lækka hreina skuldastöðu ríkisins um 300 ma.
  5. Heimilisskuldir eru bókhaldsstærðir hjá lánastofnunum.
  6. Lækkun heimilisskulda um 300 ma. fer fram með millifærslu af bókhaldsstærðum.
  7. Við millifærsluna hækkar hrein skuldastaða ríkisins um 300 ma.
  8. Í bókhaldi lánastofnana verður engin breyting á hreinni eignastöðu við millifærsluna.
  9. Millifærslan gerir óvirkan kaupmátt virkan til hagsbóta fyrir skuldsett heimili.
  10. En ríkið er jafn skuldsett eftir sem áður.
  11. Að öllu öðru óbreyttu hefur virkur kaupmáttur lánastofnana aukist um 300 ma.
  12. Aukning virks kaupmáttar (peninga í umferð) um 300 ma. er verðbólguhvati.
  13. Aukning virks kaupmáttar um 300 ma. yfir 20 ár dreifir verðbólguhvatanum.
  14. Dreifingin verður í mynd 300 milljarða ríkisskuldabréfs sem greiðist á 20 árum.
  15. Almenningur ber kostnaðinn af leiðréttingu heimilisskulda í báðum tilfellum.

Hugmyndir XB um leiðréttingu heimilisskulda með krónueignum úr vasa erlendra kröfuhafa samræmist ekki niðurstöðunni í lið 15.


mbl.is Nánast jafnstórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæriskenning (en hef ekkert fyrir mér)!

Nú síðustu daga haf ég verið að velta fyrir mér allir þessari umræðu sem er um krónueignir þrotabúaana. Og þá pressu sem menn eru að setja á að fara nú í að klára þetta í hvelli.  Svona í ljósi þess að fyrir t.d. hópnum um snjóhengiuna sem auglýsir nú grimt eins og þeir haldi að aðrir en Framsókn ætli að láta þetta bara framhjá sér fara án þess að nýta möguleika á samningum við Kröfuhafa.  Og þá komum við að samsæriskenningu sem er að grafa um sig hjá mér:

  • Nú er ljóst að um helmingu af þessum krönueignum eru nýju bankarni 2 Arion og Íslandsbanki.
  • Þessir bankar eiga auk þess eignarhluti í ýmsum stórum fyrirtækjum t.d. HB Granda og fleira
  • Þar að auki eiga þeir kröfur á nærri öll stærstu fyrirtæki Íslands.

Þessir bankar sem yrðu þá eftir hér á hjá okkur ef að erlendur aðilarnir myndu semja um að fá erlendar eignir kröfubúa gömulu bankana og láta þar við sitja . Nú um helmingur þessara 800 milljarða er í allskonar innlánum, ríkisskuldabréfum og fleira.  En aftur að bönkunum.

  • Gæti verið að hópur Íslenskra fjárfesta gætu hafa komið undan töluverðu fé sem þeir geyma erlendis?
  • Gæti verið að þeir sjái sér leik á borði að í öllu þessu púsli gætu þeir fengið bankana og eingnir þeirra á hrakvirði sem þó almenningur gæti litið á sem stóra upphæð?
  • Gæti verið að inn í þessum hugmyndurm þeirra um allt að 800 milljarða sé ekki bara velvilji fyrir Ísland heldur að þeir ætli sér að hagnast á því á kostnað okkur. Þ.e. fá verðlaun fyrir að berjast fyrir þessari lausn?
  • Gæti verið að þetta séu kannski undir niðri þar sem við sjáum ekki sama fólkið og fór hér hamförum í útrásini? 

Ef að þessar viltu getgátur mína væru réttar vildi fólk að þessir menn fengju bankana og meðfylgjandi fyrirtæki á smánarverði og færu svo fljótlega að fara sömu leið aftur?

Af hverju urðu allir svona brjálaðir þegar að lífeyrissjóðirnir voru að skoða þessa banka?  Þá allt í einu kveiknuðu viðvörunarbjöllur hjá mér.

Svo held ég að stjórnvöld hafi örugglega vitað af þessari leið að semja við kröfuhafa fyrir löngu. Róbert Westmann kynnt þessar hugmyndir fyrir 2 árum og um þær var fjallað.Nú er talað um eins og þetta sé alveg nýtt. Því skil ég ekki umræðurnar nú rétt fyrir kosningar. Það er margt t.d. hjá Framsókn sem minnir mig á gömlu góðu útrásarvikingana sem svöruðu allir gagnrýni með að fólk skldi bara ekki Íslensku leiðinna og svo hrundi hún eins og spilaborg. Allir voru að græða en engin innistæða fyrir því. Þetta snjóhengjumál minnir mig dálítið á það. 


mbl.is Kosningaloforðin almennt dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti vill klára viðræður við ESB.

Áróður andstæðinga ESB gerir að verkum að minnihluti vill ganga í ESB. En meirihlutinn vill klára viðræðurnar. Og svo held ég að flestir móti sér endanlega skoðun þegar þeir sjá niðurstöður samningsins.
mbl.is Meirihluti á móti inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira bullið í þessum flokkum

Það fer að verða dagamunur á því sem þeir segja. Einn daginn er það að slíta viðræðum og hefja þær ekki fyrr en einhverntíma í framtíðinni og þá að undangenginni þjóðarakvæðagreiðslu.

Nú er það að akvæðagreiðsla fari fram á fyrrihluta næsta kjördæmabils hjá Bjarna. En eitthvað bull hjá Sigmundi að það fari eftir tímasetningu. Hvað þýðir það. 

Endalaust djöfulsins bull.  Segja bara það sem gæti hugsanlega platað til sín einhver atkvæði sem þeir ætla svo að svikja þetta starx. 

Hvað er þetta með "tímasetningu"

Og ef að viðræðum er slitið þá ákveðum við ekkert einhliða í þjóðarakvæðagreiðslu hvort að við sækjum aftur um aðild. Það er óvart nærri alfarið í höndum ESB hvort að þau verða nokkurntíma tilbúin í þessar viðræður aftur og sér í lagi við ríkisstjórn sem er skipuð 2 flokkum sem eru á móti aðild.

 


mbl.is Þjóðaratkvæði fer eftir tímasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að tala um krónuna einu sinni enn?

„Frá 2003 hefur launavísitalan hér á landi hækkað um 80% og kaupmátturinn um 3% en á sama tíma hefur launavísitala í löndum á borð við Svíþjóð og Danmörku hækkað um einhver 25 til 30% en kaupmátturinn um 12 til 14%,“ segir hann.

Hvað heldur fólk að sé einn stærsti þátturinn í þessu? Þ.e. að krónan er látin síga eða sígur sjálf til að éta upp launahækkanir. Og t.d. er llíklegt að aðgerðir framsóknar auki hér krónumagn í umferð sem aftur eykur verðbólgu og verðbóga er kerfisbundin rýrnun krónunar.


mbl.is 80% launahækkun jók kaupmátt um 3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þegar eru um 3000 búnir að skrifa undir. Endilega skrifa!

Klárum dæmið



Ein mikilvægasta spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort aðild að ESB yrði okkur til góðs eða ekki. Verði sú spurning ekki útkljáð af þjóðinni sjálfri má gera ráð fyrir þrotlausum deilum um málið næstu ár og áratugi.

Aðildarviðræðum við ESB mun væntanlega ljúka innan árs. Við undirrituð viljum ljúka samningum við ESB, svo við getum sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild hentar okkar eða ekki. Við viljum ekki treysta þingmönnum einum fyrir því.

Við erum alls ekki öll sannfærð um að aðild að ESB henti okkur. En við viljum að þjóðin fái að ráða ferðinni. Við viljum klára dæmið.

 Undirskrftalistinn er hér


mbl.is Vilja ljúka viðræðunum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband