Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Danska húsnæðiskerfið lausn fyrir okkur? - Varla!

Así hefur talað fyrir Danska kerfinu varðandi húsnæðislán. Bjarni Ben minntist á það í dag í þættinum Á Sprengisandi. En úps það er eins og annað hér þetta er kannski ekki fullskoðað:

Húsnæðiskreppan í Danmörku er sú versta í 30 ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur dönsk stjórnvöld til að afnema lán sem gefa almenningi kost á að fresta afborgunum og greiða einungis vexti af lánum.

Lítil verðbólga er helsta ástæða þess að Danir eiga nú í verstu húsnæðiskreppu síðan í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Húsnæðislánakerfi Danmerkur er 200 ára gamalt og því hefur verið hrósað af alþjóðlegum fjármálstofnunum sem afar hagstæðu og góðu kerfi fyrir almenning.

Alþýðusamband Íslands hefur kynnt danska kerfið fyrir stjórnvöldum og hvatt þau til að taka upp sambærilegt kerfi hér á landi. Það hefur hins vegar aukist mikið á síðustu árum að Danir velji lán þar sem ekki þarf að greiða af húsnæðislánunum um langt árabil. Aðeins eru greiddir vextir mánaðarlega.

Þetta þýðir í góðu árferði að Danir greiða aðeins vexti, verðmæti fasteignar og kaupmáttur vex og því reynist þeim auðvelt að stækka við sig þegar þarf.

En nú er öldin önnur. Verðbólga er lítil, hagvöxtur lítill og fasteignaverð hefur lækkað mikið. Þetta þýðir í raun að mjög margir Danir eru fastir í húsnæði sínu og geta sig hvergi hreyft. Danskir sérfræðingar á fasteignamarkaði segja að um 20 prósent Dana séu í raun í greiðsluþroti vegna þess að þeir skuldi meira í húsnæði sínu en hægt sé að fá fyrir það á markaði.

Danski seðlabankinn spáir því að 180 þúsund Danir muni lenda í greiðsluerfiðleikum fram til 2020. 56 prósent af öllum húsnæðisskuldum Dana eru bundin í þessum afborgunarlausu lánum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur Dani til að afnema þessa tegund lána og segir að þau séu bönnuð í mörgum löndum.

Danski seðlabankinn og Standard og Poors hafa áður varað við þessari þróun. Standard og Poors segja að þessi lán geti haldið útgjöldum vegna húsnæðis niðri en þau séu hins vegar jarðvegur fyrir mikla skuldasöfnun sem sýni sig í því að Danir eigi það vafasama heimsmet að skulda 322 prósent af ráðstöfunartekjum sínum. ruv.is

 


Nú ættu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur að upplýsa hvenær kosningaloforð þeirra koma til framkvæmda.

  • Hvenær munu þeir lækka öll lánin okkar og hvað mikið? Dagsetningu Takk! Það þýðir ekkert að humma þetta af sér út nær allt kjörtímabilið. Það hlýtur að verða nú í síðasta lagi í lok þessa árs.
  • Hvenær lækka skattar á okkur almenning? Mér er nákvæmlega sama um lækkanir á fyrirtæki. Það gerir ekkert fyrir mig. Ég vill fá að vita hvenær og hversu mikið tekjuskatturinn minn lækkar sem og vörugjödl og virðisauki. Það þýðir ekkert að að draga þetta út kjörtímabilið.
  • Hvenær og hversu mikið ætla þeir að hækka kaupmátt? Þeir eru búnir að lofa því og það verður ekki hægt að bíða út kjörtímabilið.
  • Hvar ætla þeir að virkja og til hvers? Hver kemur til með að kaupa orkuna og á hvaða verði?
  • Hvað ætla þeir að gera við eignir ríkisins? Það gengur ekki að flokksbundnir menn í þeirra flokki fái eina einustu krónu af ríkiseignum í ljósi einkavinavæðingu fyrri ára. 
  • Og hvernig tryggja þeir að landið fari ekki lóðrétt við þetta í næstu kreppu og jafnvel hrun.

Og svo væri gott að vita hvernig þeir ætla að framkvæma þetta. T.d. hvar ætla þeir að fá peninga. T.d. má benda á að sögur þeirra um vonda hrægammasjóðir eru nú ekki allskostar rétt því að um 30 til 40% af kröfuhöfum eru upprunalegir lánveitendur sem hafa þá eðlilega ekki grætt á þessum kröfum heldur tapað um 7 af hverri 10 krónum sem þeir lánuðu. 

Nú þegar ljóst er að þessir flokkar eru búnir að selja fólki þessar skýjaborgir þá verður að rukka þá um það og það fljót eftir kosningar. Þeir hafa talað um að þetta sé ekkert mál. Og því býst ég við um 3% lækkun á tekjuskatti eftir næstu áramót. Ég býst við lækkun skulda heimilisins um c.a. 3 milljónir á samatíma auk þess sem ég geti breytt þeim í óverðtryggt lán með 3 til 4% vöxtum.  Get beðið til 1 janúar 2014 en ekki lengur.  

Leiðir núverandi stjórnarflokka finnst mér skynsamlegri en fyrst að aðrir flokkar með aðrar áherslur og þær verða rukkaðar inn.  Þeir hafa jú sagt að þetta sé ekkert mál. Og eru að ná völdum út á það hjá fólki sem kaupir svona rugl. En sem sagt ef þeir fá hér völd þá vill ég minn hluta af ágóðanum. 


Það er eitt sem Framsókn og Sjálfstæðismenn ættu að athuga.

Nú þegar þeir eru líklegir til að taka við sem stjórnarflokkar næsta kjörtímabil. Og þeir hafa talað um að taka upp hin ýmsu lög sem sett hafa verið á þessu kjörtímabili. T.d. Rammaáætlun, skattlög og veiðigjöld ásamt einhverjum fleirum málum.

En þeir ættu manna best að vita það að nú er komið í gang ákvæði stjórnarskráarinnar um að Forseti neiti að skrifa undir lög og þeim vísað í þjóðarakvæði í kjölfarið. Og ég held að þessu ákvæði verði beitt óspart ef að þeir ætla að fara velta t.d. yfir náttúrunna og fara að gera vel við útgerðarmenn. Þá verður í hvelli safnað um 30 þúsund undirskriftum og Ólafur Ragnar verður að í ljósi fordæma að verða við beiðni svo mikils fjölda.  Það verður engin elsku mamma í þessu. 


Svona koma tillögur framsóknar út eftir tekjum

tekjufimmtungarsmallest.png

Úr skýrslu Seðlabanka um þessar tillögu. 

Vilhjálmu Þorsteinsson sem birti þessa mynd segir:

(Við metum áhrif hugsanlegrar 20% niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána og komumst að því að um 75% niðurfellinganna myndu falla í skaut heimila sem eiga ekki í vanda. Tveir þriðju heimila í vanda myndu ekki komast út úr honum þrátt fyrir svo víðtæka aðgerð.)

Ég endurtek: 75% niðurfellingarinnar fer til heimila sem þurfa hana ekki. 2/3 þeirra sem eru í vanda myndu hins vegar vera áfram í vanda eftir slíka niðurfærslu." Sjá hér

 

 
 

Erlendir blaðamenn undrast fylgistap stjónarflokkana í ljósi árangurs hennar.

Af Silfur Egils:

Erlendir fjölmiðlar eru farnir að fylgjast með kosningunum í næstu viku. Fjölmiðlamenn að utan eru farnir að koma hingað – aðrir hafa samband með tölvupósti eða síma.

Í ljósi atburða síðustu ára þykja þetta þetta merkilegar kosningar.

Það er eitt sem fjölmiðlamennirnir útlendu er standandi hissa á – það eru óvinsældir ríkisstjórnarinnar.

Að skuli stefna í afhroð hjá henni sem nálgast að vera met í vestrænu ríki.

Því þeir koma að kosningunum með þá hugmynd að stjórnin hafi staðið sig vel – með lítið atvinnuleysi, lítinn ríkissjóðshalla og nokkurn efnahagsbata.

 


Framsókn og Sjálfstæðisflokkur farin að ræða stjórnarmyndun!

Las þetta áðan:

Nú er ég búinn að fá það staðfest úr tveimur áttum að viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokksins og  Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru að sjálfsögðu óformlegar viðræður, “menn talast við” eru svörin.
Menn telja það mikilvægt að stóru ágreiningsmálin í efnahagsmálum verði leyst eða leiðir til lausnar ræddar. Framsóknarmaddömunni liggur á í brúðarsængina.(sjá hér)

 

 


Aðeins um kosnngalofoð Sigmundar Davíðs og co.

Hélt að ég ætti aldrei eftir að vitna í Andríki en nú eru þeir/þau einmitt að tala um sömu hluti og ég og ég hendi bara stórum hluta úr einum pistil þaðan hér  hér inn. :

Í vikunni birtist hins vegar mjög skýr blaðagrein eftir Eirík Elís Þorláksson lögfræðing. Þar segir meðal annars:

En hvaða líkur eru nú á því að samningar um efnið hafi yfir höfuð eitthvert gildi? Framsóknarmenn segjast ætla að gera þetta allt saman með „samningum“. „Hrægammarnir“ eigi hér að vísu mikið fé en það fé hafi verið tekið í gíslingu og verði ekki sleppt nema með „samningum“ um að „hrægammarnir“ taki að sér að borga kosningaloforð Framsóknarflokksins á útleiðinni. Ef „hrægammarnir“ vilji ekki semja, þá verði féð bara fast hér áfram og höftin föst í sessi. En hvaða gildi hefði slíkur „samningur“? Allir lögfræðingar þekkja svokallaða ógildingarreglu samningaréttarins, sem á fræðimáli heitir 36. grein laga 7/1936 um samningsgerð umboð og ógilda löggerninga. Þar segir að samningi megi „víkja til hliðar í heild eða hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig.“ Við mat á þessu skuli líta til „efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til“. Það er augljóst að samningur, sem menn skrifa undir með byssuhlaup við gagnaugað, hefur ekkert gildi fyrir dómi. Þegar annar samningsaðilinn, íslenska ríkið, hefur öll ráð hins í hendi sér með löggjafarvaldinu, og heldur eigum gagnaðilans föstum árum saman, til þess að knýja hann til samningsgerðar er augljóst ójafnræði með þeim. Hvaða gildi mun slíkur samningur hafa fyrir dómi? Þar dugir ekki að kalla gagnaðilann bara „hrægamm“ eins og gefst víst vel í kosningabaráttu. Hversu líklegt er, að þeir „samningar“ sem Framsóknarflokkurinn segist ætla að gera við ónafngreinda „hrægamma“, og borga þannig hæstu kosningaloforð Íslandssögunnar, muni hafa mikið gildi þegar þeir koma fyrir dómstóla? Varla heldur neinn að gagnaðilarnir láti ekki reyna á gildi samninganna. Sjálfir hrægammarnir.

Er ekki rétt að framsóknarmenn svari þessum atriðum og svari því einnig hvernig þeir hyggist efna kosningaloforðin, ef „hrægamma“-leiðin reynist ekki fær?

Hefur X-B eitthvert plan B?  (Tekið héðan)

 


mbl.is Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treystu okkur

treystu okkur

Ljóst að ESB viðræður ættu ekki að þvælast fyrir að flokkar geti unnið með Samfylkingunni.

Skv. könnun er mikill meirihluti fyrir því að klára viðræður við ESB. Því ætti næstu ríkisstjórn að vera í lófa lagið að halda bara þjóðarakvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og það yrði samþykkt með miklum meirihluta og því ættu viðræður að geta haldið áfram af fullum krafti.  Þ.e. ef að næsta ríkisstjórn vill fara að vilja þjóðarinnar.

Heimssýn og aðrir afturhaldseggir tala ekki fyrir þjóðina varðandi ESB viðræður. - Augljóst skv. þessu

bilde?Site=XZ&Date=20130418&Category=FRETTIR01&ArtNo=130419035&Ref=AR&MaxW=420&MaxH=420&NoBorder=1
 

Og í raun talar Framsókn og Sjálfstæðismenn ekki heldur sama máli og þjóðinn. Því væri gaman ef að Heimssýn og Framsókn og Sjálfstæðismenn hættu að tala eins og þeir séu að túlka vilja þjóðarinnar. Hún er bara ekkert að hugsa eins og þeir.  Svo þið sem boðið slit á viðræðum: Vinsamlegast hættið að tala eins og þið hafið höndlað vilja þjóðarinnar. Svona pent: Haldið kjafti. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband