Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Sjálfstæðisflokkur stór er eitt, Framsóknarflokkur stór er annað- En báðir = Hætta

Skv. síðustu könnunum sýnist mér að 2 flokkar sem sannarlega hafa verið í gegnum tíðina einir mestu verndarar sérhagsmuna geti náð kannski 38 til 40 þingmönnum. Þá er ljóst að þeir verða óviðráðanlegir. Og hvað þýðir það. Jú ég geri ráð fyrir að veiðigjöld verið afnumin, Rammaáætlun verði afnumin og fullt af virkjunum bætt við í virkjanaflokk, auðlegðarskattur verður afnumin, þrepaskattur verður afnumin, eignir ríkisins verða aftur í boðið fyrir einkavini þeirra. Það verður tekið hér aftur upp helmingaskiptareglan við skipanir í nefndir og ráð ríkisins. Og ljóst að þeir sem fá að borga fyrir verða láglaunastéttir og millitekjuhóparnir. Þeir hafa alltaf gert þetta. Aflétt sköttum á fjárfestum, fyrirtækjum og þeim tekjumestu og lagt í staðin auknar birgðar á þá sem lægra standa. Sjáið t.d. hvernig þeir fóru með öryrkja síðast þegar þeir voru saman í stjórn.

Og þegar þeir hafa svona góðan meirihluta þá verða þeir ekki stoppaðir í að berja þetta í gegn. 

Gleymið ESB

Gleymið nýrri stjórnarskrá

Gleymið því að aðrir en einkavinir fái ríkiseignir t.d. eins og mér finnst líklegt að Landsbankinn verði seldur sbr orð manna á aðalfundi hans nú um daginn. Og það verða einhverjir S hópar og þannig lið sem fær þar forgang. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur Ríkisstjónarinnar - Bara af því að allir eru búnir að gleyma því.

Flott blogg á dv.is þar sem Jóhann Páll skrifar. Þar segir hann m.a.

Á síðustu fjórum árum hafa ýmis mistök verið gerð. En að mínu viti blikna þau í samanburði við þann árangur sem náðst hefur. Ég ætla að rifja upp nokkrar staðreyndir:


1. Ríkisstjórnin hefur náð fjárlagahallanum úr 216 milljörðum niður í 3,6 milljarða. 


2. Þegar stjórnin tók við nam atvinnuleysið 9,3 prósentum. Í dag er það 4,7 prósent.


3. Þegar ríkisstjórnin tók við var verðbólgan 18,6 prósent en í dag er hún um 4 prósent.


4. Seinni hluta kjörtímabilsins hefur hagvöxtur á Íslandi verið með því besta sem gerist í Evrópu.


5. Á útrásarárunum var Ísland í hópi þeirra þjóðfélaga sem bjuggu við mesta misskiptingu auðs og tekna. Í dag skipar Ísland sér í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður er mestur.


6. Líklega hefur engin ríkisstjórn barist jafn ötullega gegn kynbundnu ofbeldi og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Austurríska leiðin, sem veitir lögreglu heimild til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, hefur loksins verið lögfest. Kaup á vændi hafa verið bönnuð. Samningur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi hefur verið fullgiltur – og að sama skapi samningur Evrópuráðsins um baráttu gegn mansali. Þar að auki hefur verið gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynferðisofbeldi.


7. Fyrst nú hefur ríkið tekið að sér að niðurgreiða almennar tannlækningar barna. 


8. Ríkisstjórnin hefur hækkað veiðigjald til að tryggja almenningi aukna hlutdeild í gróðanum í sjávarútvegi. Áætlað er að veiðigjaldið skili ríkissjóði 15 milljörðum á þessu ári sem nýtast munu til fjárfestinga af ýmsu tagi. 


9. Bókhald ríkisins hefur verið gert opnara og gegnsærra en það var, meðal annars með nýjum upplýsingalögum.


10. Eftirlaunaforréttindi þingmanna ráðherra og æðstu embættismanna hafa verið afnumin.


11. Ríkisstjórnin „skipaði nýjan forstjóra Landsvirkjunar sem hefur gjörbreytt stefnu fyrirtækisins í þá átt að hámarka verðið (og þar með arðinn) sem við fáum fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun af einhverjum ástæðum að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju. Öll umræða um skynsemi stóriðjuframkvæmda var af þeim sökum út og suður. Þessu var strax breytt eftir að ný forysta tók við.“ (Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla: http://www.visir.is/nytur-rikisstjornin-sannmaelis-/article/2012709069963)


12. Davíð Oddsson var rekinn úr Seðlabankanum. 


13. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 niður í 8. 


14. Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sent Ísraelsríki fingurinn.


15. Fyrir hrun bjuggu Íslendingar við flatan tekjuskatt og eitt hægrisinnaðasta skattkerfi í Evrópu. „Á síðustu árum fyrir hrun var skattkerfið orðið þannig að þeir sem mestar tekjur höfðu greiddu lægra hlutfall tekna sinna í skatt en meðaljóninn. Þessu hefur núverandi ríkisstjórn breytt. Fyrir vikið hafa skatthlutföll lækkað hjá stærstum hluta þjóðarinnar,“ skrifar Jón. Ásakanir stjórnarandstöðunnar og hægrimanna um „skattpíningu vanhæfu vinstristjórnarinnar“ eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Tekjuskattar eru ennþá lægri hér en víðast hvar á Norðurlöndunum og fyrirtækjaskattur einn sá lægsti í heiminum. 


16. Útgjöld til þróunarmála hafa verið aukin til muna en á árum áður stóðum við samanburðarlöndum okkar langt að baki í þessum málaflokki. 


17. Fyrst nú hafa ein hjúskaparlög verið lögfest. 


18. Tekist hefur að hlífa heilbrigðis- og menntakerfinu í mun meira mæli en annars staðar í Evrópu. Samkvæmt einu virtasta tímariti heims um heilbrigðismál er Ísland gott dæmi um ríki sem tókst að skera rækilega niður í ríkisrekstri án þess að það kæmi verulega niður á heilbrigðiskerfinu. Í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafa framlög til tækjakaupa á Landspítalanum og fjórðungssjúkrahúsunum verið aukin.


19. Sótt hefur verið um aðild að Evrópusambandinu, enda bendir margt til þess að innganga í sambandið geti bætt lífskjör hér á landi. Aðildarsamningurinn verður borinn undir þjóðina þegar hann liggur fyrir.


20. Ríkisstjórnin hefur „staðið sem klettur gegn ævintýralegum þrýstingi um almenna skuldaniðurfellingu. Slík skuldaniðurfelling hefði haft afleitar afleiðingar,“ skrifar Jón. „Hún hefði kostað ríkið hundruð milljarða og því í raun þýtt miklu hærri skatta í áratugi.“ Þá hefði hún gagnast stóreignafólki mest og lágtekjufólki minnst. „Í stað almennrar niðurfellingar hefur ríkisstjórnin staðið fyrir aðgerðum sem beinast sérstaklega að þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda.“


21. Fyrst nú hefur barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verið lögfestur. 


22. Í stað þess að halda bönkunum í greipum ríkisins og stunda fyrirgreiðslupólitík á borð við þá sem tíðkaðist á Íslandi á árum áður, „einkavæddi þessi fyrsta vinstristjórn Íslandssögunnar tvo af bönkunum þremur á skömmum tíma án spillingar. Það verður að teljast talsvert afrek.“ 


23. Árið 2012 skipaði Ísland fyrsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða taka gildi á þessu ári og „hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum ríkisins hefur að fullu verið jafnaður.“ (Stjórnarráðið:  http://www.stjornarrad.is/rikisstjorn/frettir/nr/502)


24. Gerð hefur verið skýrsla um eflingu græna hagkerfisins og grænna starfa.

 Og svo fjallar hann um hvers við eigum að vænta af örðum flokkum sjá hér


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar upplýsingar um stöðu fjármála ríkisins og stefnu næstu árin

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman fróðleik um stöðu fjármála ríkisins. Efnið er sett fram í örkynningum, sem hægt er að nálgast á vefnum.

Markmiðið með örkynningunum er að almenningur hafi kost á aðgengilegu efni um stöðu ríkisfjármála. Í þeim er  farið yfir jöfnuð í ríkisfjármálum og þróun síðustu ára, tekjuöflun ríkissjóðs og skuldamál ríkisins. Ennfremur er fjallað um hagvöxt, skuldatryggingarálag og verðbólgu.

Markmið í ríkisfjármálum og þróun síðustu ára

Jöfnuður í ríkisfjármálum

Tekjuöflun ríkissjóðs

Hagvöxtur

Verðbólga

Skuldamál ríkisins

Skuldatryggingarálag


Tillögur Framsóknar upp á 740 milljarða skuldalækkun?

Svona miðað við að Framsóknarflokkuinn hefur boðað að þau séu með úthugsaðar tillögur um skuldalækkun heimilana og hvernig á að fjármagna þær sem og að gera Íslanda að tilraunalandi um nýtt peninga kerfi þá fær Gunnar Tómasson hagfræðingur það út að sennilega með því að hlusta á hvað frambjóðendur segja séu þeir að tala um 740 milljarða lækkun:

I. Fyrr á árinu sat ég fund í Reykjavík þar sem Sigmundur Davið útskýrði hvernig XB ætlaði að leiðrétta skuldastöðu heimilanna (segjum um 200 milljarða):

Í gegnum skattkerfið.

II. Í viðtali við í Silfri Egils 10. febrúar sl. benti Frosti Sigurjónsson á annan valkost ef Ísland innleiddi nýtt peningakerfi sem XB hefur til athugunar:

Seðlabanki Íslands gæti fjármagnað 250-300 milljarða.

III. Þann 27. apríl sl. birti Viðskiptablaðið viðtal við Frosta.

Aðspurður um fjármögnun á leiðréttingu húsnæðisskulda svaraði hann:

Skattlagning þrotabúa gömlu bankanna gæti skilað 240 milljörðum.

IV. Þann 5. apríl birti DV viðtal við Vigdísi Hauksdóttur.

Í samantekt DV á viðtalinu segir m.a.:

Aðspurð segir hún að sérstakt efnahagsteymi innan Framsóknarflokksins hafi farið yfir og mótað þær tillögur sem flokkurinn leggi nú fram í efnahagsmálum. Það sé því fjarstæða að tillögur flokksins séu óraunhæfar og settar fram án þess að hafa verið vel ígrundaðar, líkt og sumir hafa haldið fram að undanförnu. Að mati Vigdísar eru þetta því mjög vel útpældar og vel skoðaðar hugmyndir sem flokkurinn leggur nú fram.

Ofangreindir valkostir eru því vel ígrundaðir, vel útpældir og vel skoðaðir.

V. Það er því ekki allt sem sýnist með tal XB út og suður um fjármögnun afskrifta húsnæðisskulda.

Efnahagsteymi XB hefur augljóslega hannað vel ígrundað og vel útpælt trompspil XB í kosningabaráttunni:

Afskrift húsnæðisskulda um e.t.v. 200 + 300 + 240 = 740 milljarða.

Því enginn þriggja valkostanna útilokar hina tvo. (Greinin er hér)

Sé halveg hverning hann kemst að þessari niðurstöðu miðað við það sem Vigdís segir 

Aðspurð segir hún að sérstakt efnahagsteymi innan Framsóknarflokksins hafi farið yfir og mótað þær tillögur sem flokkurinn leggi nú fram í efnahagsmálum. Það sé því fjarstæða að tillögur flokksins séu óraunhæfar og settar fram án þess að hafa verið vel ígrundaðar, líkt og sumir hafa haldið fram að undanförnu.

 


Ritstjóri Viðskiptablaðsins um tillögur framsóknarmanna! Og annarra!

Leiðari Viðskiptablaðsins:

Þjóðnýting skulda


Tillögur Framsóknarflokksins ganga út á að þeir sem skulda mest og eiga verðmætustu eignirnar fái mest.


Það er fullkomlega ábyrgðarlaust að sjá ekki í gegnum kosningaloforð Framsóknarflokksins um almenna „skuldaleiðréttingu“ á húsnæðislánum. Í fyrsta lagi er ekkert fast í hendi varðandi ímyndaðan hagnað ríkissjóðs gangi nauðasamningar við kröfuhafa gömlu bankanna eftir. Í öðru lagi, ef hagstæðir samningar nást, er það forgangsatriði að greiða niður skuldir ríkissjóðs þannig að allir landsmenn og framtíðarkynslóðir njóti ávinningsins.

Tillögur Framsóknarflokksins ganga út á það að þeir sem skulda mest, og eiga verðmætustu eignirnar, fái mest í sinn hlut við lækkun skulda. Það er jafnvel fólk sem er ekki í greiðsluvandræðum þótt eiginfjárstaðan sé neikvæð. Fyrir þennan hóp fólks er farsælast, eins og fyrir alla landsmenn, að hagvöxtur hér aukist með almennum aðgerðum ríkisvaldsins þannig að verðmætasköpun aukist. Það er ekkert réttlæti fólgið í því að eignafólk fái stærstan hluta af takmörkuðu fé ríkissjóðs í sinn hlut til að lækka skuldir sínar. Almenn „skuldaleiðrétting“ tekur ekki á vanda þeirra sem verst standa.

Tillögur Framsóknarflokksins munu þar af leiðandi ýta undir skuldasöfnun ríkissjóðs og auka á verðbólgu. Það myndi koma sér illa fyrir þá sem annaðhvort eiga ekki neitt eða skulda ekki neitt. Þá má aldrei gleyma því að núverandi ráðamenn í dag bera líka ábyrgð á framtíðinni með ákvörðunum sínum. Það er óábyrgt og óásættanlegt að frambjóðendur kaupi sér stuðning til þingsetu á kostnað framtíðarinnar. Þegar þetta er sett í samhengi við skuldir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, ábyrgð á Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna er varla hægt að fjötra komandi kynslóðir í frekari skuldaklafa. Í Viðskiptablaðinu í dag kemur fram að heildarskuldir ríkissjóðs í byrjun þessa árs námu tæpum tvö þúsund milljörðum króna sem er um 119% af vergri landsframleiðslu.

Í byrjun árs 2008 námu skuldir ríkisins til samanburðar um 570 milljörðum króna eða 39% af landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkisins nemi um 88 milljörðum króna sem mætti nota til að reka Háskóla Íslands í tæp sex ár.

Þá kemur fram í Viðskiptablaðinu að heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélaga nemi um 261 milljarði króna. Óuppfyllt fjárþörf íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2013 nemur tæpum 4,7 milljörðum króna. Til að mæta því gati verður að hækka skatta og gjöld eða hætta við fjárfestingar sem annars þarf að ráðast í til að viðhalda innviðum í rekstri sveitarfélaga.

Þetta kerfi er ekki lengur sjálfbært og það verður að stöðva frekari skuldasöfnun og hefja niðurgreiðslu lána. Þetta þekkja allir sem reka heimili og rekstur hins opinbera er ekki mikið frábrugðinn nema stjórnmálamenn geta tekið sér það vald að taka peninga af fólki með valdi gangi reikningsdæmið ekki upp. Og það er auðvelt að eyða peningum sem er ekki sjálfsaflafé til að auka við fylgi sitt. Þess vegna er ábyrgðarlaust að styðja við þær hugmyndir sem Framsóknarflokkurinn hefur sett fram fyrir þessar kosningar.

Bæði Katrín Júlíusdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa talað með ábyrgari hætti um lækkun skulda ríkissjóðs og átta sig á þeirri stöðu sem ríkissjóður er kominn í. Vissulega eru leiðir og áherslur ólíkar á milli flokka en þó er virðingarvert að þær átti sig á samhengi hlutanna. Það hafa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins einnig gert og eru með ábyrgar tillögur þegar kemur að ríkisfjármálum og lækkun skulda. Það á ekki að refsa þeim framboðum sem leggja fram skýra stefnu. Stefna Framsóknarflokksins byggir á skýjaborgum sem blása verður á fyrir kjördag. Það á ekki að þjóðnýta einkaskuldir.


Ekki vill framsókn hjálpa þessum heimlum.

Hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir þig og börnin þín? „Það eru engir aðrir möguleikar. Það vantar sárlega úrræði fyrir fólk sem vill leigja. Eins og staðan er í dag, þá er eina leiðin fyrir þá sem vilja bjóða fjölskyldunni sinni öruggt húsaskjól, að kaupa íbúð. Það er enginn annar möguleiki, ekkert sem kom í staðinn fyrir Verkamannaíbúðakerfið sem var lagt niður. Það er ljóst að það þarf að gera eitthvað. Ég er ekki sú eina sem er í þessari stöðu.”
Man bara eftir því að Samfylking og Vg sem hafa verið að huga þessum hópum. Þetta er jafnstór hópur og sá sem keypti milli 2005 og 2008. Hér er þó stórnarflokkar búinir að tala um húsnæðisbótakerfi sem tryggir leigutökum og íbúðakaupendum sömu bætur. Eins er talað um að auka framboð leiguíbúða. En aðrir flokkar ekkert sinnt þessu og búnir að ráðstafa peningum í bara ákveðin hóp Íslendinga. 
mbl.is 70% ráðstöfunartekna í húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur síðustu 4 ára er þó nokkur

 

arangur_i_4_ar.jpg

 

 Mynd fengin héðan og nánari upplýsingar þar einnig

 

 

M.a. hægt að tiltaka þetta:

 

  • ·        Persónuafsláttur hefur hækkað um 45% frá árinu 2007 og verðtryggður frá 1. janúar 2012 svo hann missi ekki virði sitt gagnvart veikri krónu.

  • ·        Ísland allt árið – átak til eflingar vetrarferðaþjónustu. Samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila sem stendur út árið 2013. Áætlaður heildarkostnaður er 1,8 milljarðar króna, þar af koma 900 milljónir úr ríkissjóði. 300 milljónir á ári frá haustinu 2011. Árangurinn er metfjölgun vetrarferðamanna – sérstaklega utan háannartíma.

  • ·        Umgjörð um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna hefur verið gjörbreytt – niðurstaðan er ítarlegasta löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka í Evrópu.

  • ·        Varnarmálastofnun hefur verið var lögð niður og verkefnum hennar sem fram var haldið sinnt hjá Landhelgisgæslunni og Ríkislögreglustjóra.

  • ·        Ráðist var í markaðsátakið Inspired by Iceland í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli ásamt tugum fyrirtækja og varið til þess 700 milljónum króna. Forystumenn í ferðaþjónustu eru þess fullvissir að markaðsátakið ásamt Ísland allt árið hafi stuðlað að mikilli aukningu erlendra ferðamanna til landsins, ekki síst utan álagstímans yfir sumarmánuðina.

  • ·        Settar hafa verið reglur um hagsmunaskráningu Alþingismanna.

  • ·        Stýrivextir eru komnir í 6% úr 18%.
  • ·        Samstarfii Íslendinga við AGS lauk í ágúst 2011, aðeins tæpum þremur árum eftir hrun.

  • ·        Ábyrgri stefnu í fjármálum hins opinbera framfylgt sem tekið hefur verið eftir á alþjóðavettvangi.

  • ·        Sóknaráætlanir hafa verið gerðar fyrir hvern landshluta þar sem styrkleikar hvers svæðis og hvernig best verði staðið að atvinnuuppbyggingu eru metin. Heimamenn sjálfir forgangsraða verkefnum, ríkisstjórnin tryggir á þessu ári 400 milljónir til verkefnanna en þau eru alls 73 í átta landshlutum.

  • ·        Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða samþykkt í fyrsta sinn eftir áratuga vinnu.

  • ·        Fyrsta heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur farið fram á vettvangi þjóðfundar, stjórnlaganefndar og Stjórnlagaráðs. Stjórnlagaráð lagði fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Alþingi. Tekist hefur að tryggja endurskoðunarferlið fram á næsta kjörtímabil.

  • ·        Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið samþykkt.

  • ·        Þróunarsamvinnuáætlun hefur verið samþykkt í fyrsta sinn og byrjað er að framfylgja henni. Tímasett áætlun um að Ísland verji 0,7 prósentum af þjóðartekjum til þróunarmála.

  • ·        110% leiðin og endurútreikningur erlendra lána hafa gert að verkum að lán heimilanna hafa verið færð niður um 200 milljarða.

  • ·        Framkvæmdasjóðurferðamála hefur verið stóraukinn. Yfir 500 milljónir eru til ráðstöfunar árið 2013 á grundvelli fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar til viðbótar renna svo stórauknir fjármunir til uppbyggingar í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum gegnum umhverfis- og auðlindaráðuneytið eða 250 milljónir.

  • ·        Fimm fjárfestingarsamningar hafa verið gerðir við fyrirtæki sem eru með starfsemi á Suðurnesjum eða ætla sér að hefja þar starfsemi þar enda staðan í atvinnumálum hvað alvarlegust þar: gagnaver á Ásbrú, fiskeldi á Reykjanesi, fiskverkun í Sandgerði, kísilver í Helguvík og álver í Helguvík.

  • ·        Þróunarsamvinnuáætlun hefur verið samþykkt í fyrsta sinn og byrjað er að framfylgja henni. Tímasett áætlun um að Ísland verji 0,7 prósentum af þjóðartekjum til þróunarmála.

  • ·        Baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi og mansali hefur verið sett á oddinn.

  • ·        Ráðuneytum – og ráðherrum – hefur verið fækkað í 8 úr 12.

  • ·        Hlutur kvenna aldrei verið meiri í ríkisstjórnum – 40-50% á kjörtímabilinu, meðal ráðuneytisstjóra – 50% – eða meðal skrifstofustjóra í stjórnarráðinu. Hið sama á við um fjölda kvenna í stjórnum og ráðum á vegum ríkisins.

  • ·        Árósarsamningur – um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum – hefur verið fullgildur.

  • ·        Ein hjúskaparlög fyrir alla landsmenn hafa verið sett.

  • ·        Ráðherranefnd um jafnréttismál starfar í fyrsta skipti á lýðveldistímanum.

  • ·        Tekist hefur að jafna ráðstöfunartekjur heimila og verja þá tekjulægstu.

  • ·        Fjárlög ársins 2013 gera ráð fyrir 3.6 milljarða halla – um 0.3% af landsframleiðslu – og hallalausum fjárlögum 2014. Fjárlagahallinn nam 216 milljörðum – heilum 14% af landsframleiðslu – þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir tók við árið 2009.

  • ·        Aukið stuðning við ungar barnafjölskyldur – 11 milljarðar í barnabætur 2013, 30% meira en á síðsta ári.

  • ·        Máefni fatlaðra flutt yfir til sveitarfélaganna.

  Sjá nánar hér


Bara svona af gefnu tilefni: Ég er ekki talsmaður Samfylkingarinnar!

Hef tekið eftir því oft og iðulega að í athugasemdum hér við bloggið mitt og eins að facebook er fólk svo grunnhyggið að telja að ég sé að tala í nafni Samfylkingar eða sé að miðla einhverju sem mér er sagt að segja.  Mér er ljúft og skilt að benda á að þetta er algjört bull. Og þessi hugmynd fólks að fólk sem tekur afstöðu með einum flokk eða máli og talar fyrir því sé þá sérstakir útsendarar flokka. Ég hef aldrei verið beðinn um slíkt enda held ég að flokkar myndu biðja ritfærari mann en mig um það.  Hér tala hundruð bloggara gegn ESB en fæstir þeirra eru stimplaðir útsendarar eða talsmenn Heimssýnar, Framsóknarflokksins eða einhvers annars.

Nú hef ég ekki farið leynt með að ég styð ríkisstjórnina. Ég er flokksbundin Samfylkingarmaður en skrif mín hér og annarsstaðar eru bara mín innlegg í umræðunn. Ég hef aldrei farið leynt með að mér er illa við stefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins og því mótast mín skirf af því. En menn hafa bullað um:

  • Að ég sé á launum frá Samfylkingunni
  • Að ég sé i einhverrjum bloggher Samfylkingarinnar
  • Að ég sé að skrifa að beiðni einhverra

En ég verð að hryggja menn held að fæstir flokkar ef nokkrir séu með skipulagt lið bloggara. Held að flestir eins og ég bara tjái sig á eigin spýtur og standi með þeim málstaði sem þeir trúa á. Það má einstaka sinnum finna á netinu einhvern hóp manna sem hugsanlega vinna saman og nota blogg sem hluta af því að koma málstað sínum til skila en það er afar sjaldan og yfirleitt mjög augljóst.  Held að fólk geri stundum of mikði úr samsærum og skipulagðir bloggstarfsemi. Sem og fleiru sem bara stenst ekki rök.  T.d. vantar mig alltaf skýringar á því að Steingrímur og Jóhanna hafi átt að vera í einhverju samsæri gegn heimilum en með fjármagnseigendum.  Og hvaða hag þau hefðu átt að hafa af því . 


Að lofa ekki meiru en hægt er að standa við gengur ekki í kjósendur

Nú fyrir þessar kosningar tók Samfylkingin ákvörðun um að lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Engin loforð um peninga af himnum ofan eða eitthvað sem svo auðvelt er að svíkja eftir kosningar.

Formaðurinn boðaði ný vinnubrögð í stjórnmálum og auka samstarf og samvinnu við aðra flokka og fólkið í landinu. 

En það er ljóst að fólk vill eitthvað annað. Það vill loforð um peninga af himnum ofan og að fá áfram að trúa því að heimili í landinu almennt hafi það svo hræðilega illa eftir síðustu 4 ár að annað eins hafi aldrei komið upp hér á Íslandi. En úps lesið þessa grein.

Konráð Guðjónsson skrifar
Það er orðin viðurkennd hugmynd að heimili landsins séu öll svo þjökuð af skuldum eftir hrun að annað eins hafi ekki sést og nú sé því nauðsynlegt að ráðast í almennar niðurfærslur á húsnæðislánum heimilanna. Þetta á að gera í nafni réttlætis og svo að hér fari ekki allt í bál og brand.

Undirritaður er, svo vægt sé til orða tekið, fullur efasemda. Getur verið að þetta sé rangt og þessi hugmynd hafi orðið til út af múgæsingi, gegndarlausum áróðri, minnisleysi og því sem kallast peningaglýja (e. money illusion)? Margir hrista eflaust hausinn yfir slíkum vangaveltum, sem er skiljanlegt. Við nánari skoðun kemur þó annað í ljós.

1. Heimasíða Hagstofu Íslands hefur að geyma ýmsar athyglisverðar tölur um fjárhag heimila frá 2004 (http://hagstofa.is/pages/2495). Þar kemur meðal annars eftirfarandi fram:

- Hlutfall heimila í vanskilum vegna leigu eða lána árið 2004 var 9,4% sbr. 10,1% árið 2012. Með öðrum orðum var vandinn svipaður í góðæri, þegar kaupmáttur var þar að auki um 2% lægri en hann er í dag. Enginn talaði þá um slæmt ástand heimilanna og nauðsyn leiðréttingar.

- Húsnæðiskostnaður á Íslandi, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, virðist ekki vera langt frá því sem gengur og gerist í Evrópu og virðist ekki hafa hækkað frekar á Íslandi en annars staðar eftir hrun. Á árunum 2005-2010 hefur hann verið 16,4-18,7% sem er á bilinu 0,1-1,7% hærra en í Evrópusambandinu.

- Þeir sem leigja hafa frá 2004 þurft að glíma við meira íþyngjandi húsnæðiskostnað (skilgreining Hagstofu: Ef 40% eða meira af ráðstöfunartekjum fara í húsnæðiskostnað) en þeir sem búa í eigin húsnæði. Árið 2011 var hlutfall heimila í þessari stöðu í leiguhúsnæði 16,4%, en 10% þeirra sem búa í eigin húsnæði.

- Árið 2004 áttu 9,7% heimila mjög erfitt með að ná endum saman og 36,6% erfitt eða nokkuð erfitt með það. Árið 2012 voru þessar tölur nær þær sömu, eða 11,5% og 36,7%. Staðan 2004 og 2012 er því nánast sú sama.

- Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum meðalheimilis með húsnæðislán var 20,2% árið 2006, en 18,7% árið 2011.

- Árið 2007 áttu 28,4% heimila erfitt með að ná endum saman og 29,8% gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum, á toppi góðærisins.

- Í tölum Hagstofunnar er ekkert sem bendir til þess að staða heimilanna fari versnandi. Í raun lítur út fyrir að hún fari batnandi, t.d. með því að færri áttu erfitt með að ná endum saman árið 2012 heldur en 2011.

2. Á vef Hagstofunnar eru einnig tölur um verðbólgu og launaþróun sem styðja þetta. Þær styðja líka þann grun að ein lykilástæða þessara hugmynda sé peningaglýja:

- Verðlag hefur hækkað um 50,4% frá júlí 2007 til dagsins í dag, sem þýðir að verðtryggt lán, sem ekkert er greitt af, hefur hækkað um 50,4%. Á sama tíma hefur vísitala launa hækkað um 40,4%. Launaþróun hefur því að miklu leyti náð að bæta upp fyrir hækkun lánanna, þótt vissulega sé þarna munur.

- Til útskýringar, þá væru skuldug heimili að öllu óbreyttu að greiða jafn hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir og vexti af lánum sínum og 2007 ef laun og verðlag hefðu hækkað jafn mikið.

3. Mikið er talað um að vandinn sé forsendubrestur.

- Fólk skrifar sjálfviljugt undir lánasamning þar sem skilmálarnir eru skýrir – það veit það að lánið mun fylgja verðlagi. Það er eina forsendan fyrir utan aðra skilmála svo að fullyrðingar eins og „hér varð forsendubrestur“ eru býsna máttlaus rök.

- En þá er gjarnan sagt: „Fólk gerði ekki ráð fyrir svona mikilli verðbólgu.“ Stutta svarið er: Það var ekki skynsamlegt, þetta er Ísland. Verðbólgan árin 2008 og 2009 var um 12% hvort ár. Meðalverðbólga frá lýðveldisstofnun er hærri, eða um 15%. Þegar fólk tekur lán eða fjárfestir veit það að aðstæður geta breyst. Það kallast ekki forsendubrestur heldur óvissa og hún mun alltaf vera til staðar.

- Það var líka forsendubrestur samkvæmt þessari skilgreiningu að hlutabréfamarkaðurinn hrundi. Enginn hefur kallað eftir almennri leiðréttingu vegna taps í hlutabréfaviðskiptum.

4. Að lokum vil ég benda á hversu mikið virðist vera búið að rugla með réttlætishugtakið í umræðunni.

Ef ríkið getur framkvæmt almennar niðurfellingar, þá hefur það augljóslega fjármuni til þess og getur ráðið því hvernig þeim er ráðstafað. Nú vona margir að hægt verði að fá mikla fjármuni frá kröfuhöfum bankanna í almenna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána, samt er ekkert sem segir að ráðstafa þurfi þeim fjármunum þannig. Þessir fjármunir gætu til dæmis nýst til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og sparað þannig strax marga milljarða í vaxtagjöld. Það er eitthvað sem allir græða á – skuldarar, þeir sem leigja og komandi kynslóðir.

Hvernig er þá sanngjarnt að hampa sérstaklega þeim sem tóku verðtryggð lán, á kostnað annarra borgara? Hvernig er það réttlætanlegt gagnvart komandi kynslóðum að nýta ekki tækifærið til að minnka byrðarnar á þeim? Hvernig er réttlætanlegt að veita þeim sem skulda mest, þ.e.a.s. þeir sem eru að öllu jöfnu efnaðastir, langstærstu aðstoðina? Ef það á að veita aðstoð í húsnæðismálum, hvernig er þá réttlætanlegt að hjálpa þeim sem búa í eigin húsnæði en ekki þeim sem leigja og virðast hafa það verra?

Árið 2007 héldum við að við værum bestu bankamenn í heimi og fyrr á sama áratugi ætluðu allir að græða á Decode. Við trúðum því að fótanuddtæki væri algjör snilld og að hundurinn Lúkas hefði verið drepinn á hrottalegan hátt. Vissulega er staðan ekki góð – langt í frá. Drögum samt andann djúpt, hlustum ekki á órökstuddar upphrópanir og skoðum staðreyndirnar. Þegar það er gert blasir allt annar veruleiki við.

 sjá hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband