Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Halló Heimssýn! Voru þið ekki búin að taka Kýpur sem dæmi um hörmungar Evrunar!

Hef lesið á bloggi Heimssýnar um allar hörmungarnar sem Evran leiddi yfir Kýpur. M.a. lækkun launa um 10% og þar væru líka fjármagnshöft. En úps laun hér voru lækkuð með gengisfellingu og hér hafa verið fjármagnshöft í 5 ár en Kýpur er nú ári eftir að þeir settu höft að aflétta þeim að mestu.

Væri gott ef að einhver sem skrifaði eða talaði fyrir hönd Heimssýnar hefði eitthvað vit á því sem þeir ræða um fyrst áróður þeirra virkar svona vel á marga sem nenna ekki að kynna sér málin. 

Stjórnvöld á Kýpur vonast til að geta afnumið öll fjármagnshöftin í lok þessa árs takist að semja við alþjóðlega lánveitendur og endurheimta að fullu traust fjárfesta.

 

Búið að vera erfitt á Kýpur vissulega en þeir eru ekki með neina Snjóhengju eins og við. Þó bankar þar hafi lánað svo rosalega að þeir áttu ekki fyrir innistæðum. En semsagt engin innlendur gjaldmiðill sem þarf að loka inni. 


mbl.is Dregið úr fjármagnshöftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði Sigmundur Davíð fyrir kosningar

Fann viðtal við Sigmund Davíð frá því fyrir kosningar, af því menn eru að rífast um hvað hann sagði. Hann nefnir reyndar ekki 300 milljarða sjálfur heldur tekjur undir með spyrjendum þegar þeir nefna þessa upphæð og bætir jafnvel við hana sjálfur í lokin á þessum bút sem ég birti hér

 


 


Lánalækkun Bjara og Sigmundar enn á ný. (get bara ekki hætt)

Eftirfarandi útreikninga sá ég á facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar:

Ef það eru 125 þúsund heimili á Íslandi þá skiptast aðgerðir ríkisstjórnarinnar svona:

56.573 heimili fá ekkert
14.255 heimili fá að meðaltali 250.000 króna niðurfærslu
20.014 heimili fá að meðaltali 750.000 króna niðurfærslu
16.342 heimili fá að meðaltali 1.250.000 króna niðurfærslu
9.365 heimili fá að meðaltali 1.750.000 króna niðurfærslu
3.891 heimili fá að meðaltali 2.250.000 króna niðurfærslu
1.933 heimili fá að meðaltali 2.750.000 króna niðurfærslu
1.615 heimili fá að meðaltali 3.250.000 króna niðurfærslu
1.014 heimili fá að meðaltali 3.750.000 króna niðurfærslu

Ef við gerum ráð fyrir að kostnaðurinn vegna þess leggist jafnt á öll heimili þá verður nettóstaðan þessi:

56.573 heimili borga -628.094 krónur nettó
14.253 heimili borga -378.094 krónur nettó
20.014 heimili fá 121.906 krónur nettó
16.342 heimili fá 621.906 krónur nettó
9.365 heimili fá 1.121.906 krónur nettó
3.891 heimili fá 1.621.906 krónur nettó
1.933 heimili fá 2.121.906 krónur nettó
1.615 heimili fá 2.621.906 krónur nettó
1.014 heimili fá 3.121.906 krónur nettó

Samkvæmt þessu tapa tæp 71 þúsund heimili á aðgerðinni en rúm 54 þúsund fá eitthvað út úr þessu – en æði mismikið; tæp 18 þúsund heimili fá meira en milljón króna niðurfærslu höfuðstóls umfram það sem þau leggja til aðgerðanna en rúm 36 þúsund heimili minna en eina milljón í nettó niðurfærslu.

Niðurfærslan mun lækka mánaðargreiðslur af húsnæðislánum heimilanna sem hér segir:

Mánaðargreiðslur 56.573 heimila lækka um 0 krónur
Mánaðargreiðslur 14.253 heimila lækka um 1.520 krónur
Mánaðargreiðslur 20.014 heimila lækka um 4.560 krónur
Mánaðargreiðslur 16.342 heimila lækka um 7.600 krónur
Mánaðargreiðslur 9.365 heimila lækka um 10.640 krónur
Mánaðargreiðslur 3.891 heimila lækka um 13.680 krónur
Mánaðargreiðslur 1.933 heimila lækka um 16.720 krónur
Mánaðargreiðslur 1.615 heimila lækka um 19.760 krónur
Mánaðargreiðslur 1.014 heimila lækka um 22.800 krónur

Samkvæmt þessu mun þessi aðgerð bæta hag um 8.500 heimila um meira en 12 þúsund krónur á mánuði.

Það er kannski ekki að furða að þessi aðgerð skuli vera einstök og engum öðrum þjóðum hafi dottið í hug að fara þessa leið.


Það verða margir fyrir miklum vonbrigðum næstu mánuði held ég!

Var að kíkja á þessi frumvörp sem má skoða á althingi.is. Held að þetta verð enn minna en ég hélt. Þar má m.a. sjá:

 "Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 millj. kr. og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu 0,5–1,5 millj. kr. eins og sjá má á myndinni hér á eftir. Rúmlega fimm þúsund heimili sem skráð voru fyrir verðtryggðum fasteignalánum í árslok 2009 eiga ekki rétt á niðurfærslu samkvæmt fyrirliggjandi gögnum."

Hér með er svo stöplarit sem sýnir hverni lækkun skiptist á hópinn. Sýnist að 40 þúsund af 70 þúsund heimlum fái frá 0 upp í milljón. Og um 56 þúsund heimili fái frá 0 upp í 1,5 milljónir. Tæplega 10 þúsund fá 1,5 upp í 2 milljónir og svo framvegis. Þannig að um 70% heimla fá undir 1,5 milljón í lækkun.

Finnst þessi húrrahróp í dag vera byggð á litlu

lanalaekkun_eftir_heimlum.jpg

 


mbl.is „Svo fara hjólin að snúast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað er þetta málum blandið!

Það er eins og Guðlaugur Þór sé að lýsa öðrum fundi en sagt er frá á dv.is.  Sbr:

ESB sveigjanlegt í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum
„Engin spennutreyja“ fyrir aðildarríkin, segir fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar 

Thomas Hagleitner, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum sé ekki spennitreyja fyrir aðildarríkin 28. Ríkin sem tilheyra ESB séu mörg og mismunandi og aðildarsamningar jafnframt ólíkir.

Þetta kom fram á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB í Hörpu í dag eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að Ísland gengi í ESB án þess að undirgangast sameiginlega stefnu sambandsins á sviði landbúnaðar- og fiskveiða.

Hagleitner sagði að vissulega þyrfti Ísland að undirgangast stefnuna en lagði áherslu á að stefnan væri sveigjanleg og ýmsir möguleikar í stöðunni, enda væru aðstæður aðildarríkja ólíkar.

Þegar málið barst aftur í tal síðar á fundinum fullyrti Hagleitner að hann væri viss um að koma mætti til móts við kröfur Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum með einum eða öðrum hætti. En til þess þyrfti að leiða aðildarviðræðurnar til lykta og gefa þeim þann tíma sem nauðsynlegur er.

 


mbl.is Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér með lýsi ég því yfir að ég mun kanna rétt minn varðandi skuldalækkanir sem boðaðar eru!

Nú var ég að hlusta á frétti RUV áðan og þar var Tryggvin Herbertsson að lýsa því yfir að fyrstu aðilar gætu farið að fá lækkanir á lánum sínum í haust. Til þess verða notaðar skatttekjur sem ríkið fær af fjármálafyrirtækjum.  Í framhaldi af þessari frétt fór ég að hugsa:

Nú er ég með verðtryggð lán. Reyndar ekki mjög há en samt. Þau voru upprunalega tekin til að kaupa íbúð sem ég svo missti á verðbólgubáli þarna upp úr 1990 þ.e. þurfti að selja. En sat uppi með lífeyrislán og fleira sem ég tók svo annað lífeyrislán til að greiða upp allar minni skuldir.  

Þessi lán eru verðtryggð og hækkuðu alveg eins og lán þeirra sem voru að kaupa eða borga af íbúðum.  Ég bara get ekki séð að sem þar  ég fæ ekkert tækifæri á að fá þessi lán lækkuð um 13% eða megi borga þau niður með séreignarsparnaði, að farið sé að jafnræðisreglu. Þ.e. að skattfé sé ráðstafað til útvaldra hópa skuldara verðtryggðra lána. Held að það sé þó nokkur hópur sem er með verðtryggð lán sem ekki voru tekin til íbúakaupa. Þannig t.d. veit ég af eldra fólki sem tók verðtryggð lán til þess bara að komast af! Þetta er örugglega ekki stór hópur en er með nær algjörlega sömu tegundir af lífeyrislánum þó þau hafi ekki verið tekin til íbúðakaupa. Og lentu í alveg sama forsendubresti. 

Því er ég kominn að þeirri niðurstöðu að skoða með einhverjum sem þekkir til í lögfræði hvort ekki sé verið að mismuna mér og fleirum í minni stöðu. Ef að verið er að lækka verðtryggð lán einstaklinga er ekki hægt að sætta sig við að allir með sambærileg lán fái ekki sömu afgreiðslu. 


Hvað eru Ísland að gera gagnvart Grænlandi?

Helstu atriði sem móta skoðun fólks gagnvart ESB er hræðslan við að útlendingar komist hér inn í sjávarútvegin og fyrir því höfum við barist í gegnum EFTA og EES samninga og haft sigur.

En hvað erum við að gera í Grænlandi. Nú er komið í ljós að makrílsamningur var gerður án okkar því að við vildum semja um kvóta fyrir okkur og svo að við gætum samið við Grænland og veitt þar umframmagn. Nú eru útgerðir okkar að þyrpast til Grænlands að veiða kvóta þar. Fyrirgefið er það ekki akkúrat það sem við viljum ekki að aðrir geri hér við land. Erum við ekki meistarar í tvöfeldni. Sama erum við að gera við Afríku. Þ.e. í raun að arðræna þessar þjóðir. Við góða fólkið sem heimurinn er að níðast á og svo högum við okkur ekkert betur. 


Hvað eiga eftirfarandi sammerkt?

Rakst á þessa mynd á facebook og fór að hugsa:

 

stjorn_heimssynar.jpg
 
Og við þessa aðila má bæta
Björn Bjarnason
Styrmir Gunnarsson
Davíð Oddsson
Ragnar Arnalds
Og fleiri og fleiri.
 

Þau eiga það öll sammerkt að þau njóta í raun hvert og eitt þeirra lítils trausts, eru komin út úr stjórnmálum eða hefur verið bolað út úr þeim og/eða stjórnunarstöðum. Þetta fólk er samt á því stigi að móta hér skoðanir margra sem nenna ekki að hafa fyrir því að mynda sér sjálfstæða skoðun.  Og fólk er að gleypa upp úr þeim bullið sem á yfirleitt er ekki að finna nein raunveruleg rök fyrir.

  • Þarna er fólk sem heldur því fram að 28 þjóðir Evrópu um 500 milljónir manna eða meira séu svo vitlaus að þau viti ekki að þau séu í Sambandsríki þar sem búið er að svipta þau fullveldi og sjálfstæði! Enda er ekki það ekki satt. 
  • Þarna er fólk sem fer mikinn í umræðunni og hafa gert um árabil og þykjast vita svo mikið um ESB en vita ekki einu sinni hvaða lönd eru þar.
  • Þarna er fólk sem hefur barist á móti inngöngu í EFTA og EES og sagt að það myndi valda því að útlendingar myndu leggja undir sig Ísland! Allan fiskinn allar jarðir og öll fyrirtæki.

Það hefur ekki reyndist rétt frekar en allt annað. Þessu fólki er almenningur að trúa. 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostir við aðild að ESB yfirgnæfandi!

Eftirfarandi er bútur úr grein á Evrópublogg.is Þar er verið að vitna í grein sem birtist á Forbes þar sem fjallað er um Bretland og ESB og þá skoðun sumar Íhaldsmanna að Bretland eigi að ganga úr ESB. Þetta á ágætlega líka við um skoðanir ESB andstæðinga hér. En í þessari grein kemur m.a. fram:

Íhaldsmenn þurfa að endurskoða viðhorf sín til Evrópusambandsins og viðurkenna hið augljósa lykilhlutverk sambandsins í því að breiða út frelsi í álfunni,“ segir Forbes


Efnahagslegur ávinningur mun þyngri á metunum en regluverkið

„Efnahagslegur ávinningur af samstarfi Evrópuríkja innan ESB er augljóslega mun þyngri á metunum en sá kostnaður sem fylgir hinu evrópska regluverki. Í dag er Evrópa sameinaður 500 milljóna manna markaður sem byggir á frjálsum viðskiptum og frjálsum fjármagnsflutningum, auk þess sem landamæri eru opin.

Evrópusambandsaðild veitir tryggingu gegn mörgum af verstu birtingarmyndum fyrirgreiðslustjórnmálanna, til dæmis gegn verndarstefnu í viðskiptum. Tollar og kvótar eru óhugsandi innan ESB og það er óhemju erfitt og kostnaðarsamt fyrir áhrifaríka hagsmunahópa í einstökum löndum að þrýsta á um að koma á nýjum viðskiptahindrunum sem gilt geti á öllum innri markaðnum og bitnað á ríkjum utan sambandsins.

Aðild kostar innan við 1% af VLF

Kostnaðurinn við regluverkið og hættan á aukinni miðstýringu verður bókstaflega að engu andspænis ávinningnum af þessu mikla efnahagslega frelsi. Til dæmis meti hugveitan Open Europe [sem áður hefur verið fjallað um á Evrópublogginu] það svo að 100 helstu reglugerðir ESB kosti Bretland um 27 milljarða evra á ári. En ef Bretland gengur úr ESB mundi sá kostnaður ekki hverfa heldur flytjast að langmestu leyti yfir á breska ríkissjóðinn. Jafnvel þótt fallist yrði á vonir hinna bjartsýnustu í hópi breskra fjandmanna ESB um að lækka mætti þennan kostnað um helming er nettókostnaðurinn við það að taka þátt í starfinu innan ESB ekki nema innan við 1% af landsframleiðslu. 1% af landframleiðslu samræmist engan veginn þeirri mynd af stórríki illsku og ofurvalds sem breskir einangrunarsinnar reyni að draga upp í orðræðu sinni um ESB.

 


Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband