Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
Miðvikudagur, 30. apríl 2014
Finnst nú full bratt af stað farið hjá nýjum oddvita
Heyrði ekki annað í fréttum RUV að hún segði að Borgin ætti að sjá til þess að allir gætu fengið íbúð við hæfi á viðráðanlegu verði og það ætti að vera borgin sem skaffað þær eða sæi til þess. Því allir sem þyrftu nýjar íbúðir væru að flýja í nágranasveitarfélögin.
- Svona til að byrja með þá skil ég ekki hvernig Borgin á að gera það. Því eins og hún skýrði þetta út þá átti Borgin að skaffa eða fjármagna þetta og þetta væri fjárfesting til framtíðar. En hún var ekki viss um hvaðan peningarnir ættu að koma.
- Þá er vert að benda henni á t.d. að um leið og hún vill ekki byggja t.d á flugvallarsvæðinu þá er mun styttra úr t.d. Kópavogi niður í miðbæ Reykjavíkur en frá Grafarholti eða Úlfársdal! Og frá Úlfársdal er mun styttra í miðbæ Mosfellsbæjar en í miðbæ Reykjavíkur. Þannig að það er ljóst að fólk sem flytur þangað þarf að eiga helst 2 bíla nema að fjölskyldur vinni allar sama vinnutíma. Það eru nær engin vinnustaður þar nálægt. Það eru ekki aðrir stórir byggingareitir nær í Reykjavík nema flugvöllurinn. Og svo kemur á móti að iðnaðarfyrirtæki í Ártúnshöfða og þar hafa nær ekkert að fara nema þá nærri upp í Mosfellsbæ ef menn vilja fara að byggja Íbúðabyggðir þar.
- Skolli einfalt að ætla að selja kjósendum fullt af nýjum íbúðum á viðráðanlegu verði en vita ekkert hvernig á að fjármagna það, hvernig á byggja þær eða hver á að gera það. Og þetta allt korter fyrir kosningar.
Bjartsýn fyrir hönd framboðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. apríl 2014
Þetta er furðulegt!
Eins og fréttin hljómaði í morgun þá skildi ég vel að Framsókn hefði hafnað hugmyndum um að stækka framboðið með því að leggja áherslu á að bjóða flugvallarvinum aðkomu að framboðinu! En eins og þessi yfirlýsing formanns Kjördæmissambands Framsóknar hljómar voru þeir tilbúnir í allt sem Guðni stakk upp á.
Ég hefði betur ekki verið að hrósa þeim á facebook í morgun fyrir að láta Guðna ekki eftir einsdæmi um hverjir væru á listanum og eðli framboðsins. Nú kemur í ljós að þeir voru bara alveg tilbúnir í það. Hverskonar flokkur er það þar sem nokkrir menn taka ákvörðun um áherslumál flokksins og hverjir eiga að skipa framboð af hálfu hans.
Er Framsókn virkilega á því að fyrir fólk t.d. í Breiðholti eða Grafarholti sem er í umferðahnútum á morgnana og kvöldin, sé það aðalatriði að Reykjavíkurflugvöllur sé þar sem hann er óbreyttur. Ætli það séu ekki önnur mál sem brenna á þeim. Reykjavikurflugvöllur leggur sjálfan sig niður smátt og smátt. T.d. var ég að fatta að fyrir svona 30 árum flaug maður reglulega innanlands. En nú eru komin um 15 ár síðan ég flaug síðast. Því það er svo miklu betra að vera á bíl t.d. á Akureyri til að komast eitthvað um og það eru ekki nema hvað 3 eða 4 tíma sem maður er á leiðinni þangað. Eins er flugið svo dýrt nema að maður bóki það með löngum fyrirvara.
Var á ferðinni úr Grafarholti um daginn. Ég var um 30 mínútur um klukkan 9 að komast niður í Miðbæ. Fór um daginn upp á Keflavíkurflugvöll og var um 40 mínútur á leiðinni.
Flugvöllurinn verður áfram næstu árin það er vitað. Það er nefnd að fjalla um þetta mál. Þetta ætti ekki að vera kosningamál núna.
Höfnuðu ekki hugmynd Guðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. apríl 2014
Smá hugleiðingar um samfélagið á blog.is!
Nú hef ég bloggað svona nokkuð reglulega á blog.is í hvað um 8 ár. Fór að hugsa um þetta í dag þegar ég rakst á athugasemdir við blogg frá öðrum sem kvartar fyrir að vera ekkí í efstu sætum blog.is eða þeim lista sem reglulega birtist á mbl.is. Þar hafði ég einhverntíma lent og sést stundum þegar ég blogga! Veit ekkert hverning ég komst þangað. En sennilega var það á einhverjum tíma þegar ég fór hamförum í að blogga um eitthvað mál sem brann á mér.
En semsagt í athugsemdum sem ég las við þetta blogg í dag er einhver sem skrifar að hann skilji ekki af hverju blogg mitt birtist þar. Ég sé skv. þessum athugsemdum:
að ómerkingar eins og Magnús Helgi samfóisti fái stærðar pláss en ekki menn eins og kannski Guðmundur Jónas, Gunnar Heiðarsson og þú.
Og svo
Og svo bætir sami við:
Það að Magnús Helgi fljóti með lygunum (ekki síst lygaskuld okkar við Breta og Hollendinga) er sorglegt.
Svona velti í framhaldi af þessu hvaða fólk er eiginlega að stunda lestur á hér á blog.is. Fólk getur verið svo langt leitt í þessu að menn hafa klagað mig fyrir vinnuveitenda mínum, menn hafa gefið upp vinnustað minni, verið að vega að fjölskyldu og vinum. Hverskonar menn eru þetta eiginlega?
Ég hef oft verið kominn á það að hætta þessu bara og fá mér pláss annarstaðar. En hef gaman að geta sett inn athugasemdir við fréttir hér á mbl.is Og eins komið með mína skoðun. Og því losna menn ekki svona auðveldlega við mig.
Það er eins og menn séu margir hér á því að það sé bara ein rétt skoðun og allir aðrir eigi að þegja. Bara að benda mönnum á að ef allir væru sammála og sáttir þá mundum við enn búa í hellum og éta hrátt kjöt. Því að þá hefðu engir þorað að viðra sína skoðun um aðrar leiðir. Og því engar framfarir orðið.
Auðvita veit ég að hér í þessu umhverfi er ég í minnihluta og ég set inn blogg og athugasemdir þar sem ég er meinlegur en ég er yfirleitt ekki meiðandi við aðra bloggara en sumir eru það hreinlega. Þ.e. engin rök bara skætingur og leiðindi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 23. apríl 2014
Samfylkingin í Kópavogi
Ég skal fyrstur viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar að slitnaði upp úr samstarfi Samfylkingar, Vg, Næst bestaflokksins og Y lista í Kópavogi. Þau höfðu í raun unnið mjög gott starf í heild sinni á meðan þau voru í meirihluta. Og í raun svo gott starf að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ásamt Y lista hafa án mikilla átaka notið þess að taka til sín heiður af starfi sem þau unnu í raun ekki fyrir sjálf.
Síðan kom upp aftur vonbrigði með val á framboðslista nú í vetur. Þ.e. hvernig hann var unnin.
En nú hef ég verið að líta svona yfir landslagið í Kópavogi og sé ekki að við höfum betri kost í stöðunni og Samfylkingin í Kópavogi hefur verið að vinna heimavinnu sína síðustu mánuði. Nú hefur orðið algjör endurnýjun á framvarðarsveit flokksins fyrir næstu kosningar og vinna þessara nýju fulltrúa er m.a. að sýna sig á þessari vel uppsettu síðu http://betrikopavogur.is/
Eftir að hafa lesið yfir það helsta sé þarna góðar hugmyndir, raunhæfar hugmyndir og eitthvað sem virkilega nýtist okkur Kópavogsbúum. Ýmis atriði sem ég hefði viljað bæta við en margt þar sem vekur athygli eins og t.d. varðandi skólamál
- Skoða þann möguleika að taka börn inn í grunnskólann tvisvar á ári og tryggja þannig betri samfellu milli fæðingarorlofs, dagforeldra, leikskóla og grunnskóla.
Sem er náttúrulega leið til að losa um leiksskólapláss og um leið að nota skólahúsnæði grunnskólans betur.
Eins má nefna varðandi húsnæðismál:
- Vinna gegn félagslegum aðskilnaði með því að bjóða upp á fjölbreytt húsnæði í öllum hverfum Kópavogs.
- Leita leiða til að stofna hlutafélag í eigu Kópavogsbæjar sem heldur utan um félagslegt íbúðarhúsnæði bæjarins, húsnæði fyrir fatlaða og þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Rekstur íbúða í eigu Kópavogs verði því aðgreindur frá rekstri bæjarfélagsins en hlutverk Kópavogsbæjar verður eftirlit með gæðum þjónustunnar og aðhald í rekstri félagsins. Rekstur leiguíbúða verði sjálfbær.
- Vinna að framgangi hugmynda í anda þess sem ASÍ setti fram um uppbyggingu á nýju félagslegu húsnæðiskerfi fyrir einstaklinga sem ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn og hafa ekki aðgang að félagslega kerfinu. Þannig mun Kópavogur skapa úrræði fyrir ungt fólk, aldraða og tekjulága þannig að þeir geti leigt öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
- Taka þátt í að byggja upp traustan og hagstæðan leigumarkað meðal annars með því að auka samvinnu við húsnæðisfélög eins og Búseta og Félagsstofnun stúdenta.
Sýnist að ég komi til með að hafa meiri áhuga á mínum gamla flokki og kynna mér nýja frambjóðendur því að flokkurinn hefur unnið heimavinnuna síðan ég kíkti á hann síðast.
Enda hafa aðrir flokkar ekki höfðað til mín. Besti flokkurinn er safn af fólki sem t.d. skipaði Kópavogslistann, Sjálfstæðisflokkurinn búin að vera klofin síðustu misseri í Kópavogi. Framsókn hefur ekki heyrst nema varðandi óskir um að Kópavogur verið gerður að borg eða silungur í Kópavogslækinn. Vg er en dálítið óráðin þar sem hann er komin í samstarf við hóp úr Samfylkingu og Píratar eru óþekkt afl sem engin veit hvað standa fyrir varðandi Kópavog
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. apríl 2014
Þetta sagði Guðni um Reykjavíkurflugvöllinn 2007
Takið af www.vikurfrettir.is þar sem Guðni vann að því að ná í atkvæði frá kjósendum þar:
Stærstur hluti Íslendinga vilja hafa innanlandsflugið í Vatnsmýrinni, eða 60%.
Nú er það svo að Reykvíkingar deila mjög um þetta mál, það skapar óvissu. Fari svo að flugvöllurinn verði að víkja er lang líklegast og nánast einsýnt að innanlandsflugið fer til Keflavíkur. Hólmsheiði og Löngusker kosta einfaldlega alltof mikið. Hitt er svo ljóst að hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina.
Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri. Framsóknarflokkurinn hefur farið með og leitt þá sóknarstefnu sem nú ríkir í kringum flugvöllinn, eins og ég rakti í síðasta blaði Víkurfrétta. Með þeirri miklu aukningu ferðamanna sem blasir við, er líklegt að það henti betur fjarlægum byggðasvæðum ef ferðamenn geti gengið beint yfir í innanlandsflugið og flogið til Vestmannaeyja, Akureyrar, Ísafjarðar, Hornafjarðar og Egilsstaða frá Keflavík. Öll óvissa skaðar og það er ljóst að umræðan um Reykjavíkurflugvöll veldur óvissu. Því verða Reykvíkingar og stjórnvöld að eyða þessari óvissu sem fyrst.
Verði flugvöllurinn að víkja, styrkir fjórbreið Reykjanesbraut Keflavík sem miðstöð alls flugs á Íslandi. F-in fjögur eru stærstu tækifæri Suðurnesjamanna.
Mánudagur, 21. apríl 2014
Einhvern annan en Guðna takk!
Held að fólk sé farið að gleyma ýmsu varðandi Guðna. Því kannksi rétta að benda á þetta t.d.
Svo er rétt að fólk gleymi ekki t.d. þessu
Fjárlaganefnd Alþingis var líka einróma í skýrslu sinni um ríkisreikning 2010 þar sem í ljós kom að Guðni hafði gleymt að skila öllu andvirði á sölu lánasjóðs landbúnaðarins í ríkissjóð þegar sjóðurinn var seldur eins og annað góss í eigu ríkisins á þeim tíma. Peningana mun hann víst hafa notað sér og sínum til framdráttar eins og gengur og gerist á þeim bænum. (bvg.is )
Mánudagur, 21. apríl 2014
Framsókn og Sumardagurinn fyrsti!
Heyrði í Guðna Ágústssyni í fréttum Bylgjunar!
Þar var haldið áfram með leikritið sem verið hefur í gangi síðustu vikur eftir að þeir ráku Óskar Bergsson!
Guðni segist vera að hugsa málið og gefi svar á Sumardaginn fyrsta.
Ég verð að segja að mig óar við hvert Framsóknarflokkurinn stefnir. Þeir eru að velja þarna mann til forystu sem svo sannarlega er persónugervingur þjóðernisrembu, íhaldssemi og alls sem ég hélt að við værum vaxin upp úr. Hann er talsmaður landbúnaðarins og stendur í fylkingarbrjóst þeirra sem þar vilja engu breyta.
Nú allt í einu er hann orðin boðlegur fyrir Framsókn og allir búnir að gleyma því þegar hann hrökklaðist úr formannssætinu þar.
Ef að þetta verður raunin held ég að Framsókn fari að verða enn hættulegri flokkur sem boðar einangrun okkar, vörð um sérhagsmuni og komið verði aftur upp ástandi hér sem við höfum brennt okkur á aftur og aftur og síðast upp úr 2000 fram að hruni. Svona hugmyndafræði sem er mótuð af því að við séum klárust, ríkust og kunnum allt betur en aðrir. Sem síðar hrynur í andlitið á okkur.
Föstudagur, 18. apríl 2014
Leikritið Guðni sigrar Reykjavík
- Óskar fær að tilkynna að hann hafi dregið sig til baka úr oddvitasætinu. Og allir voða hissa innan framsóknar
- Lekið í fjölmiðla að Guðni sé eitt af nöfnunum sem séu í umræðunni
- Guðni segist koma af fjöllum en geti ekki annað en skoða málið.
- Vigdís sem er jú óvart mágkona hans segir að hann komi til með rífa fylgið upp og hún hafi rætt við hann.
- Guðni kemur í fjölmiðla og segist svara þessu fljótlega um eða eftir Páska.
- Nú koma fréttir að Sigmundur og Guðni hafi rætt saman.
Það þarf enginn að segja mér að þessi ákvörðun var tekin fyrir löngu og er núna í tilbúnum farvegi! Bara eitt að Guðni er útskrifaður úr pólitík. Hann er gegn meginhluta borgarbúa í mörgum málum. T.d. ESB málum, landbúnaðarmálum og fleira.
Hefur rætt við Sigmund um framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. apríl 2014
Sorglegur kafli um SP Kef
Örugglega ekki arfleið sem Steingrímur J Sigfússon vildi skilja eftir sig. En þarna koma náttúrulega margir sérfræðinga að! Svona eftir á er ljóst að þessum banka átti aldrei að reyna að bjarga og láta bara fara lóðrétt á hausinn. Kostaði okkur skattgreiðendur örugglega 19 milljarða til að verja þarna innistæðu upp á 37 milljarða sýndist mér svona í fljót heitum. En alveg ótrúlega lesning.
http://rna.is/sparisjodir/skyrsla-nefndarinnar/5-bindi/19-kafli/#k196
Mánudagur, 7. apríl 2014
Nei takk! Þetta fólk á ekki að taka ákvörðun fyrir mig.
Með fullri virðingu þá eru Vigdís Hauksdóttir og Páll Vilhjálmsson ekki fólk sem ég treysti til að ákveða hluti fyrir mig! Og þarna gleypir Vigdís eins og venjulega upp eitthvað sem fyrirspyrjandi nefndi á fundinum og svo gerir hún orð hans að sínum og veit ekkert um vinnu bak við skýrsluna.
Skýrslar styrkir okkur sem viljum klára viðræður og sjá hvaða samningum er hægt að ná. Enda með fullrivirðingu þá vita helstu andstæðingar viðræðna við ESB í raun ekkert um hvað þau eru að tala! Ég er ekki að halda því fram að ég viti meira en ég vill sjá samning á borðinnu því að eg er búinn að fá nóg af reglulegum hrunum hér á 10 ára fresti. Ég er þreyttur á háum vöxtum, verðbólgu og reglulegum verðbólguskotum. Ég er þreyttur á skorti á samkeppni, fákeppni og einokun sem hefur verið haldið hér við til að mylja undir nokkrar ættir hér. Ég er þreyttur á því að hér séu tollar á vörum sem við flytjum inn og innflutninghöft. Ég er þreyttur á að það sé tollur á fullunnum matvörum sem við seljum erlendis sem koma í veg fyrir að hér sé hægt að skapa fleiri störf. Því vill ég sá samning við ESB og hvort að hann gæti samrýmst markmiðum og skapað hér nýja framtíðarsýn. Ekki aftur 2006 eins og Heimssýn og ríkistjórnin stefnir nú á með gervigengi á krónu og svo að viðbættum höftum.
Skýrsla óþekkta embættismannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Hann er ómerkingur, hann sem dæmi laug blákaldur að ÞJÓÐARHEIÐUR, algerlega ópólitísk samtök, væri hægri-menn í grunninn. Það er ýmislegt eftir þessu.