Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Held að Hannes Hólmsteinn, Heimssýn og fleiri nagi sig í handarbökin!

Nú fyrir nokkrum dögum las ég á bloggi Hannesar á pressan.is:

Laugardaginn 5. apríl flytur einn helsti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum fyrirlestur í Háskóla Íslands, stofu 202, kl. 11–12 um evruna, sem hann telur vera að ganga af Evrópusambandinu dauðu. Ræðumaðurinn er François Heisbourg, sem var öryggisráðgjafi í franska utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður International Institute for Strategic Studies í Lundúnum og ráðgjafi franskra, enskra og svissneskra stofnana og ráða. Hann skrifaði nýlega bók, sem heitir La Fin du Rêve Européen, Endalok Evrópudraumsins. Hann heldur því fram, að Evrópusambandið verði að leggja evruna niður, eigi það að halda velli. Hefur þessi róttæka skoðun hans vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Heisbourg er fyrrverandi háembættismaður franskur og stuðningsmaður Evrópusambandsins.

Nú dag hélt þessi ágæti maður svon þeannan fyrirlestur og hann var í boði Alþjóðamálastofnunar HÍ og Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt. Samtakana  Þjóðráð og Heimssýn. 

Í ljós koma að hann hefur vissulega áhyggjur að evrunni eftir að ríki eins og Grikkland og fleiri komu þar inn og telur að undirbúningur hefði mátt vera betir en hann segir líka:

Heisberg segir ennfremur að hagsmunum Íslands væri betur borgið með að ganga í Evrópusambandið, án þess þó að taka upp evruna. Ísland gæti þannig verið í sömu stöðu og Svíþjóð. (ruv.is)

Við gætu þá t.d. bundið krónuna evru eins og Danmörk og hann ráðleggur okkur að ganga í ESB. Þetta held ég að sé ekki það sem RNH hans Hannesar Hólmsteins eða Heimssýn hefði viljað heyra.  En þetta verður held ég helsta fréttin af þessum fyrirlestri. 


Svona bara nokkrar spurningar?

  • Nú er ríkið rekið svona um það bil á núlli skv. fjálögum en við vitum að þau standast ekki alveg. Ef að lækka á skatta er það þá ekki á almenning? Því ég er að velta fyrir mér hvort að þá verði skattar hækkaðir á okkur og/eða þjónustugjöld hækkuð t.d. á heilbrigðisþjónustu!
  • Varðandir virðisaukaskattinn er það ekki þannig að það stendur til að hækka hann á upp á matvörur og nauðsynjar en lækka á lúxusvörur? Þ.e. að breyta yfir í eitt virðisaukaþrep upp á 20%?
  • Er kannski bara að verið að tala um skatta á auðmenn og fyrirtæki?
  • Hefur fólk fundið fyrir gríðarlegum breytingum varðandi meinta skattalækkun þeirra hingað til?
  • Hefur ríki sem er með gríðarlegar skuldir sem þarf að borga á næstu árum efni á að aflétta sköttum almennt og auka innflutingi þegar  það þyrfti frekar að vera að safna gjaldeyrir til að borga skuldir sínar erlendis.

mbl.is Bjarni Ben: „Skattar munu lækka frekar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra þjóð sem telur sig ekkert þurfa að vera í nánu samstarfi við Evrópu!


Var að hlusta á Guðna Th í útvarpinu. Vissuð þið að frá því í stríðinu og fram til 1960 voru nær allar stærri framkvæmdir hér fjármagnaðar eða studdar af Bandaríkjunum því landsframleiðsla okkar stóð ekki undir lífskjörum.
  • - Semenntverksmiðjan var styrkt af Bandaríkjunum
  • - Áburðaverksmiðjan var byggð fyrir Marhall aðstoðina.
  • - Fiskiskipaflotinn var að mestu endurnýjaður með Marshall aðstoðinni
  • - Fullt af öðrum framkvæmdum voru kostaðar af Bandaríkjum að hluta eða öllu leiti. T.d. flugvöllurinn eða kannski flugvellirnir ef við tökum Reykjavíkurflugvöll sem Bretar byggðu fyrir okkur. 
  • - Auk þess þá fengum við aðstoð Bandaríkjana við að fá hagstæð lán á öllum þessum tíma.

Menn tala alltaf eins og þetta hafi allt verið gert af okkur fyrir okkar eigið fé.  En við vorum eina þjóðinn sem græddi verulega á stríðinu og komumst svona inn í nútíman. Með því að hóta Bandaríkjunum sífellt að við þyrftum að leita til Sovétríkjana ef þeir vildu ekki hjálpa okkur.


Þegar við gengum í EFTA þá fengum við fjáhagsstuðning til að geta uppfyllt skilyrði okkar til að gerast aðilar að þeim samningi og hann kom frá öðrum EFTA ríkjunum.
Þegar við gerðumst aðilar að EES þurfum við að fá ýmsar undanþágur m.a. að kostnaðarþátttöku.
Held stundum að fólk sé ekki að fatta það að staða okkar í dag eftur að Bandaríkin þurfu ekki völlinn er þannig að hér verður ekki stórkoslegar framfarir nema að við göngum í nánara samstarf við Evrópu. Og getum gert það óhrædd því við höfum alltaf getað teflt fram trompinu að við séum örþjóð og því þurfi allir aðilar að vera góðir við okkur.


« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband