Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Gjörsamlega vanhæf Fjölmiðlanefnd!

Hef ekki skoðun á hvort að Mörður er hæfur eða vanhæfur til setu í Útvarpsráði. En þar sem hann hefur jú setið þar síðan í janúar. Það var vitað þá að hann væri varaþingmaður og hann sat á þingi í viku í sumar.

Það er náttúrulega furðulegt að þetta skuli koma til núna daginn eftir að hann gagnrýndi að aukaframlag Ríkisstjórnarinnar upp á 175 milljónir. Það væri bæði skilyrt framlag og mundi litlu skila.  Og þá úps fatta þau að hann sé vanhæftur til setu í Útvarpsráði.

Af hverju var ekkert gert í því í janúar þegar hann tók þar sæti? Af hverju var ekkert gert í sumar þegar hann sat sem varaþingmaður í viku.

Það er nú ekki eins og það séu margir fjölmiðlar sem þau þurfa að fylgjast með! Þetta lyktar eins og það hafi verið togað í einhverja spotta eða þá að þessi stofnun fjölmiðlanefnd með sína starfsmenn er ekki starfi sínu vaxin!


mbl.is Telja Mörð vanhæfan til stjórnarsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dálítið fyndið hvernig meirihlutin vinnur í fjárlaganefnd.

Skv. fangelsismálastjóra þarf sennilega að loka Kvíabryggju þar sem að það vantar um 80 milljónir til að reksturinn gangi upp óbreyttur.

En í kvöld var samþykkt að eyða um 75 milljónum í að undirbúa hönnun á húsi fyrir Alþingi byggt á 100 ára teikningum Guðjóns Samúelssonar.

Í kvöld kom Vigdís Hauks og talaði um skort á Dvalar- og hjúkrunarheimilum og þjónustu við aldraða í Reykjavík og sagði að svona ynnu flokkarnir sem eru í minnihluta á Alþingi. En úps blessuð konan sem er formaður Fjárlaganefndar og hlýtur að vita að allir skattgreiðendur borga jú í Framkvæmdarsjóð Aldraða vegna þess að það er á ábyrgð ríkisins og ríkiið er ábyrgt fyrir þjónustu við aldraða.

Vildi gjarnan að meirihlutinn sæi til þess að skipa í forystu þessarar nefndar sem ber jú mikla ábyrgð. Það gengur ekki að þar sé fólk sem veit ekkert um hvað það er að tala.


mbl.is Hart deilt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einavinareddingar í gangi ?

Það kom fram í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við  frumvarp til fjárlaga  að selja eigi Þjóðaskjalasafnið. Og flytja það í nýtt húsnæði sem verði keypt eða leigt.  Nú í fréttum í kvöld þá kom fram að þjóðskjalavörður hefur ekkert heyrt um þetta og telur að núverandi húsnæði dugi vel og það sé búið að fjárfesta þar fyrir hundruð milljóna til að varðveita skjölin sem best.  Skjölin eru þekja um 45 km af hillum og þegar var flutt inn í núverandi húsnæði tók um 13 ár að klára flutningana.

Nú þegar hafa félag skjalavarða mótmælt þessu, þjóðskjalavörur líka.

 

Það þarf engin að segja mér að þetta sé eitthvað plott fyrir einhverja einkavini meirihlutaflokkana. Svona var fréttin á ruv.is

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður segir að það hafi komið sér í opna skjöldu að selja eigi húsnæði Þjóðskjalasafnsins við Laugaveg 162 í Reykjavík. Meirihluti fjárlaganefndar leggur þetta til í breytingatillögu við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár.
 

Húsið hentar safninu ágætlega

Samkvæmt tillögunni á að kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir safnið. Eiríkur segir að húsnæðið í gamla Mjólkursamlagshúsinu henti safninu ágætlega. Þar hafi verið fjárfest fyrir hundruð milljóna króna undanfarin ár og safnið sé vel staðsett nálægt stjórnsýslu landsins. Hann segist vera leita sér upplýsinga.

Kom honum í opna skjöldu

„Ég hef sent erindi í ráðuneyti menntamála og óskað eftir upplýsingum um hvað sé á ferðinni. Þetta kemur mér gjörsamlega í opna skjöldu því fyrir liggur stefna ráðuneytisins og safnsins um að þetta sé framtíðarhúsnæði Þjóðskjalasafnsins"

Ótímabær tillaga

Eiríkur segist ekki hafa fengið neina  skýringu á því hvers vegna þessi tillaga kemur fram. „Ég las mér hins vegar til á vefmiðli Morgunblaðsins í síðustu viku að það væri skoðun á kreiki um að þetta væri hentugra undir verslanir, íbúðir eða einhverja aðra starfssemi. Það er ekkert lítið mál að flytja safnið og það liggur engin áætlun fyrir um það. Ef menn ætla að selja þessa lóð og húsin þá er að mínu viti nauðsynlegt að fyrir liggi áður en það er gerð einhver áætlun um hvort einhver þörf sé á að flytja safnið. Hvort það þjóni hagsmunum safnsins og samfélagsins að flytja safnið. Þá þarf að meta það á faglegum forsendum og finna því annan stað áður en farið er að selja."  Eiríkur segir að sér finnist tillagan ótímabær. Hann hafi ekki heyrt neitt frá ráðherra mennta- og menningarmála.

 

 


Ættum við að heimta að kaþólskum kirkjum hér verði lokað

Í Mið og Suður Ameríkur er Kaþólksa ríkjandi trúarbrögð! Og þar er komið fram við konur eins og ég veit ekki hvað. Hér er saga frá Amesty

Árið 2008 var Teodora del Carmen Vásquez dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði eftir að hafa fætt andvana barn á vinnustað sínum.

Teodora, sem átti 11 ára dreng fyrir, átti von á barni þegar hún fór að finna fyrir síauknum sársauka í vinnunni. Teodora kallaði á aðstoð og bað um að verða flutt á spítala en missti legvatnið skömmu síðar. Hún fékk fljótlega hríðir og var meðvitundarlaus þegar hún fæddi barnið. Þegar hún komst til meðvitundar blæddi henni mikið og í ljós kom að barnið var andvana fætt. Lögreglan kom fljótlega á vettvang, handjárnaði Teodoru og handtók hana vegna „gruns“ um morð. Að því loknu fór lögreglan loks með hana á spítala þar sem hún gekkst undir bráðameðferð.

Í El Salvador liggja konur og stúlkur iðulega undir grun um að hafa leitað sér fóstureyðingar þegar þær hafa misst fóstur eða fætt andvana barn. Fóstureyðing er glæpur í landinu, undir öllum kringumstæðum, jafnvel þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir eða þegar líf eða heilsa konu eða stúlku er í hættu. Af þessum sökum eru konur of óttaslegnar til að leita sér aðstoðar þegar alvarleg vandkvæði koma upp á meðgöngu sem leiðir óhjákvæmilega til dauðsfalla sem annars væri unnt að sporna við.

Réttarhöldin yfir Teodoru voru mjög gölluð. Eins og í svipuðum málum í El Salvador var gengið út frá því að Teodora væri sek, og þar eð hún er úr  fátækri fjölskyldu hafði hún ekki ráð á góðri lögfræðiþjónustu. Eina von hennar núna er að fara fram á áfrýjun dómsins svo hún verði tafarlaust leyst úr haldi.

Og svona má finna um alla Ameríku og jafnvel svipðu viðhorf í Bandaríkjunum


Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband