Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015
Mánudagur, 29. júní 2015
Bendi á ágæta grein um stöðna í Grikkalandi á mannamáli.
Eg vísa í grein af eyjan.is þar sem að rakið er í nokkrum tölusettum liðum af hverju Grikkir eru í þessum vandræðum sem þeir eru í dag.
Þarna segir m.a.
1. Skúrkarnir í málinu eru þeir stjórnmálamenn (og þau sem kusu þá) sem skuldsettu gríska ríkið svo gríðarlega sem raun ber vitni. Að hluta til var sú skuldsetning uppi á yfirborðinu og afleiðing viðvarandi fjárlagahalla, en að hluta var hún falin og utan efnahagsreiknings.
2. Í samningum árið 2012 náðu Grikkir, með aðstoð Íslandsvinarins Lee Buchheit, að semja um verulega afskrift (~75%) þeirra skulda sinna sem einkaaðilar áttu. Að því loknu voru lánardrottnar Grikkja nánast eingöngu AGS og sjóðir ESB.
Og svo neðar í greininni:
5. Tillögur Eurogroup um leiðir til að ná umræddum frumafgangi hljóma alls ekki frjálshyggjulega eða óskynsamlega fyrir utanaðkomandi; þar er m.a. gert ráð fyrir hækkun tekjuskatta á fyrirtæki úr 26% í 28%, framhaldi hátekjuskatts og lúxus-skatts á skemmtibáta og snekkjur, að loka ýmsum skattundanþágum, að hækka VSK á hótelgistingu (sem væri upplagt á Íslandi líka), að herða mjög skatteftirlit, og raunar að hækka eftirlaunaaldur í skrefum í 67 ár (eða 62 ár eftir 40 ár í starfi).
Sjá hér greinina í heild
Nokkur grundvallaratriði um Grikkland
Spurningin er: evra eða drakma? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. júní 2015
Kópavogsbúar athugið!
Það er ýmislegt sem er að gerast í bænum ykkar sem vert er að skoða!
Mér er efst í huga að allt í einu núna í júní á að rjúka í að versla 3 hæðir í Norðurturninum sem hefur verið öllum til ama frá því að byggingin hófst.
En það sem vekur mér furðu er leyndin sem hefur verið á bak við þessa vinnu. Lætin sem voru á síðasta bæjarstjórnafundi m.a. að okkur var ekkert kynntir neinir valkosti sem og að engin bæjarbúi var spurður.
Og af því að bæjarstjórn frestaði að taka ákvörðun um þetta mál á síðasta fundi þá tók bæjarstjóri sig til og sleppti því að bæjarstjórn fengi sumarfrí eins og hefur alltaf verið.
Þetta offors í honum vekur grunsemdir að málið sé komið lengra en hann sagði, að eitthvað búi að baki annað en hagsmunir bæjarins. Maður fær svona ónotatilfinningu.
Á vef bæjarins er hægt að lesa skýrslu Mannvits sem var unnin fyrir bæinn og vekur það furðu að þar telur Mannvit sig geta áætlað söluverð Fannborgar upp á rúmar 1.100 milljónir og svo kaupverð í Norðurturni upp á 1450 milljónir. Sem líka er skrítið þar sem að bæjarstjóri sagði að hann væri að óska eftir leyfi bæjarstjórnar til að ganga til samninga um kaupin. Þetta eru óvenju nákvæmar tölur í ljósi þess að hann sagðist ekki vita hvað verðið yrði og heldur um söluvirði Fannborgar.
Eins eru í skýrslunni rök sem halda varla vatni í ljósi þess að Ármann sagði að ekki yrði ljóst hvað yrði byggt í Fannborg. En í máli Ármanns kom fram að væntur ávinningu af því að fólk mundi flytja í Fannborg í íbúðir þar væru upp undir 2 milljarðar. Því þar mundi flytja fólk sem borgaði útsvar og bætti nýtingu á skólum og götum bæjarins. Þetta er náttúrulega út í hött! Nema að hann sé sérstaklega búinn að semja við einhvern sem kemur til með að fá Fannborg.
Ef fólk veit það ekki var Félagsheimili Kópavogs í Fannborg og Kópavogbíó var í á sínum tíma byggt fyrir fé sem bæjarbúa söfnuðu fyrir á sínum tíma. Þetta hús var byggt um 1960. Mér sýnist að menn tali nú um að rífa það skv. þessu. Helst röksemd fyrir nýju húsnæði er að það gæti kostað 2 til 300 milljónir að gera það upp núna. M.a. efsta hæðin úr sér gengin.
Það er líka furðulegt að nú telur bærin sig geta komist af með 1000 fm. minna húsnæði en það notar í dag. Þá er ákaft vísað í nýju tískuna að hafa opin rími þar sem starfsfólki er raðað á bása eða starfsstöðvar í opnu rími. Sem ég held að sér stórlega ofmetin hugmynd þó að sumstaðar eigi hún við í smærri hópum.
Þá vekur furðu að bærinn skuli ætla sér í turn í verslunarmiðstöð þar sem óskyld starfssemi verður á 12 hæðum en bærin með 3 hæðir og því erfitt um að stækka við sig ef að útreikningar um stærðarþörf standast ekki og eins til að mæta aukinni þjónustu þegar bæjarbúum fjölgar.
Þá kemur fram í þessari skýrslu að umtalsvert pláss megi spara með minni geymslum. Bíddu í hvað hafa þær þá verið notaðar.
Þá er athyglisvert að lögð er rík áhersla á að starfsfólk fái sturtur og búningsklefa svo það geti hjólað í vinnuna. Og svo heppilega vill til að það er í Norðturninum í einhverjum kjallara.
Nú svo er jú Kópavogur með skuldugustu sveitarfélögum landsins og ef það er satt að engir leynisamninga um sölu bygginga í Fannborg séu á borðinu þá veit bærinn ekki hvort að þær seljast eða hvað fæst fyrir þær. Í þessari tillögu sem var frestað á síðasta bæjarstjórnafundi var verið að biðja um heimild til að gefa út skuldabréf upp á 1,5 milljarð til þessar kaupa. Sem er svo aftur furðulegt ef að bærinn reiknar á sama tíma að fá nærri 1,2 milljarða fyrir Fannborg.
Maður hefur nú síðustu daga heyrt gróusögur um hugsanlegar skýringar á þessum kaupum!
En aðallega fer það í tugarnar á mér að okkur er ekkert kynnt þetta mál. Og annar fulltrúi Bjartrar Framtíðar talaði á bæjarstjórnafundi að þetta mál væri aðallega milli meirihlutans og bæjarstarfsmanna! Almenningi í Kópavogi kæmi þetta bara ekkert við.
Það eru 3 möguleikar í stöðunni. Gera upp þessi 3 hús sem bæjarskrifstofur eru í! Það gæti kostað skildinginn en hugsanlega hægt að gera það í ákveðnum skrefum. Nú eða byggja nýtt húsnæði sem væri þá klæðskera sniðið fyrir bæinn. Nú eða kaupa húsnæði! Og hugsanlega í þessum turni en þá þarf að tryggja að þetta sé ekki eitt enn leynimakk milli sjálfstæðismanna og einhverja vina þeirra. Það ganga einhverjar grousögur en þær eru óstaðfestar og ekki víst að það sé fótur fyrir þeim.
Eins vekur það furðu ef að meirihlut bæjarstjórnar ætlar að ákveða hvað á að koma í staðinn í Fannborg án þess að spyrja Kópavogsbúa sjálfa að því.
En aðallega vill ég svona hugmyndir séu kynntar okkur almennilega kostir þeirra og gallar og svona sé ekki látið leka í litla frétt í Kópavogsblaðið í febrúar og það sé bara látið duga.
Skýrsluna frá Mannviti má sjá hér
Hér er hægt að sjá upplýsinga um Norðurturnin í Smáralindinni
Þriðjudagur, 23. júní 2015
Maður veltir stundum fyrir sér!
Nú eru menn skv. fréttum hugsanlega að ná saman! En maður spyr sig: Hvversvegna í ósköpum láta menn deilur ganga svona langt þegar öllum aðilum er örugglega ljóst strax eftir nokkarar viðræður ljóst nokkurnvegnin hvaða niðustað fæst. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona fer. En kannski í þetta skipti þurfti að bíða eftir að iðnaðarmenn og fleiri kláruðu sína samninga. En samt er þetta pirrandi.
Vona að samningar náist við hjúkrunarfræðinga þannig að fólk fari að sækjast enn meira aftir að mennta sig og starfa sem slíkir.
Fundu grundvöll til að byggja á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. júní 2015
Hvað er þetta með Kópavog? - Bæjarskrifstofur í verslunarmiðstöð?
Nú berast fréttir af því að flytja eigi bæjarskrifstofur Kópavogs í Turninn vandræðalega sem er að klárast loks við Smáralind.
Þar á að kaupa 2 hæðir. Heyrði þetta fyrir einhverjum mánuðum eða misseri en trúði því ekki. Hvaða bæjarfélag setur skrifstofur sínar í klasa með öðurm skrifstofum og verslunum. Væntanlega fer t.d. þangað barnavernd og fleiri og ekki víst að þeir sem þangað þurfa að sækja vilji sækja á svona svæði.
Eins vekur furðu að flytja sig úr húsnæði upp á 4500 fm yfir í húsnæði sem er um 1000 fm minna. Vona að ekki eigi að vera þarna með opið vinnurími þar sem allir eru í sama salnum því að fólk sem þarf að vinna í samskiptum við fólk kvartar stíft yfir þannig vinnuaðstöðu því þar er ekkert næði. T.d. heyrt það hjá fólki sem vinnur hjá Reykjavíkurborg.
Þá eru þarna væntanlega viðkvæmar stofnanir eins og félagasmálastofnun og barnavernd.
Svo fer það í taugarnar á mér að m.a. sé verið að bjarga byggingar aðilum þar á meðal BYGG um trygga kaupendur til að geta selt restina. BYGG var jú að byggja þennan turn þegar allt fór á hausinn og svo núna fá þeir þá hagnað af kaupum bæjarins af þessu.
Svo finnst mér bara út i hött að bæjarskrifstofur séu á kannski 4 til 6 hæð í Norðurturni Smáralindar. Auk þess væri gaman að vita hvar bæjarstjórnarsalurinn verður og ýmislegt mjög óljóst. Ekkert verið talað um þetta.
Sem minnir mig á að ég hef alltaf ætlað að tala um að Björt framtíð í Kópavogi og eins í Hafnafirði koma út sem mjög ólýðræðislegur flokkur þar sem þau eru í bæjarstjórnum. Það er ekkert borið undir bæjarbúa sem þar búa. Heldur bara sett undir sig hausinn og gert eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. júní 2015
Sannleikurinn um tilboð ríkisins til hjúkrunarfræðinga!
Skv. mínum upplýsingum var tilboðið þetta:
- Samningur til 4 ára
- 17,5% hækkun
- Sem gerir um 4,35% hækkun á ári á samningatíma að meðaltali
- Samningur sem er víst lakari en framhaldskólakennarar fengu og engar kynbundnarleiðréttingar á launum hjúkrunafræðinga gagnvart öðrum stéttum í boði.
En það sem Bjarni gerði líka í þessu viðtali var að hann rauf trúnað sem aðilar í samningaviðræðunum eru bundnir. Og ef menn gera það er nú betra að fara rétt með tölur.
Hann er greinilega að námunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. júní 2015
Hvað á þetta eiginlega að þýða?!!!!!!
Að hanga á netinu þegara svona gott veður er uti. Ég er að minnstakosti farinn út! Þið lesið bara önnur blogg á meðan.
Enda lekur spekin í stríðum straumum frá mönnum sem setja þar inn hinn endanlega sannleik dag eftir dag. Um hvað við Íslendingar eru lang best, mest og ættum að ráða heiminum. Hvað krónan er góð og hafi bjargað okkur í gegnum síðustu 100 ár frá harðindum og vosbúð og sé í raun besti gjaldeyrir í heimi! Þið getið lesið um hvað flóttamenn séu ömurlegir og kristinn trú sé hin allra besta. Um það að ef múslimar fá a byggja sér hús þá nái þeir hér öllum völdum. Það sé miklu öruggara að þeir kaupi bara hús sem við höfum byggt því þá verði þeir bara góðir.
Nei bara að grínast! Hætti nú á netinu og skreppið út í sólina. Þó það sé bara út á svalir eða út í garð.
Ég ætla út með hundinn eitthvað út fyrir þéttustu byggðina og leyfa honum að hlaupa um leið og ég nýt þess að fá smá lit á andlitið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. júní 2015
Hvar er skýrslan um framkvæmd lánalækkunarinnar (leiðréttingarinnar)?
Síðasta vetur í nóvember var Bjarni Ben spurður á Alþingi út í hvernig framkvæmd lánalækkunar hefði farið fram. Hvernig lækkun hefði dreifst á tekjuhópa, miðað við aldur og fleira.
Bjarni kaus að bíða með það svar fram í mars þegar hann sagðist mundi leggja fram skýrslu um þetta allt. Kjarninn hefur verið að spyrja um skýrsluna og fengið sífellt svör um að hún væri alveg á leiðinni og í maí svar þeim sagt að nú væri bara unnið að lokafrágangi. En hún er bara ekki komin fram enn. Af hverju skildi þetta vera? Er það kannski rétt að þar komi fram að þeir sem aðallega nutu lækkana voru þeir sem síst þurftu þ.e. fólk sem réð vel við lánin sín og höfðu góðar tekjur. En þeir sem höfðu lægri tekjur fengið mun minna en talað var um
Sjá hér sögu fyrirspurna Kjarnans og Alþingismanna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. júní 2015
Nú fagna öfga hægrimenn hér á landi ógurlega!
Held að menn sem eru að sleppa sér í gleði yfir velgegni Þjóðarflokksins í Danmörku og boðaðri hörku í málefnum innflytjenda ættu að hugsa um eftirfarandi.
- Mikið af bloggurum og Framsóknarmönnum gefa sig út fyrir að vera kristnir. En þeir ala á hatri gagnvart fólki sem er annarra trúar eða líta öðruvísi út. Held að fólk ætti nú að fylgjast með hvaða áhrif slíkt getur haft. Við sjáum það reglulega í Bandaríkjunum og nú síðast fyrir nokkrum dögum þegar ungur maður sem vill berjast fyrir aðskilnaðir hvítra frá öðrum litarháttum gerði sér ferð í kirkju og drap það 9 manns og særði fleiri. Þetta er á svæði í Bandaríkjunum þer sem fána Suðruríkjanna er enn flaggað og sú hugsun að blökkumenn séu aðskotahlutir og réttdræpir er enn grasserandi.
- Held að fólk sem berst á móti innflytjendum ætti líka að athuga það að öll velmegunarríki eru að lenda í því að þar sem barneignir hafa dregist svo mjög saman þá sjá ríki eins og Svíþjóð og fleiri sér auk mannúðra að þar fást um leið vinnufúsar hendur sem þarf ef að hagvöxtur á að haldast áfram. Þetta er nú skýrast í Þýskalandi þar sem að Tyrkir hafa verið fluttir ínn í milljónum því annars væri ekki nóg vinnuafl og þjóðverjum mundi fækka.
- Það er engin að segja að innflytjendur eigi rétt á að breyta þeim samfélögum sem þeir búa í, enda gerist það ekki. En auðvita eigi þeir að fá að halda sinni menningu á meðan að hún skarast ekki á við lög, reglur og siðvenjur í löndum sem þeir kjósa að búi í. Sögur um að þeir séu að taka völdin t.d. í Danmörku,Frakklandi eða Bretlandi eru hlægilegar enda hafa þær flestar verið hraktar.
En sem sagt! Held að fólk ætti að skoða hvernig málin standa hér á landi. Um 15% vinnumarkaðsins er skipaður erlendur fólk eða fólki sem fætt er annarstaðar en á Íslandi. Held t.d. að það sé að verða leitun að fólki sem sér um þrif sem ekki eru erlendir ríkisborgarar eða innfluttir. Eins stór hluti fiskvinnslufólks fætt utan Íslands, öll sláturhús eru mönnuð fólki frá útlöndum, mikið af fólki í byggingariðnaði eru af erlendu bergi brotið. Ef þau væru ekki hér þá værum við í stökustu vandræðum því þá mundi vanta hér tugþusundir manna til að þjóðfélagið gengi upp og engar vinnufúsar hendur til að taka þátt í auka hagvöxtinn. T.d. hvar fengjum við fólk á öll nýju hótelin?
Þjóðarflokkurinn sigurvegari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 19. júní 2015
Það er ýmislegt óunnið varðandi jafnrétti!
Svona í ljósi þess að nú er haldið upp á að hundrað ár eru síðan konur fengu kosningarétt var mér hugsað til annars sem tengist baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Og sú umræða hefur ekki farið nógu hátt.
Fyrir nokkrum mánuðum heyrði ég viðtal við Helga Pétursson úr RÍÓ TRÍÓ. Hann var að tala um að hann hefði ungur starfað sem kennari. Þá hafi laun hans verið næstum jöfn og laun Alþingismanna. Finnst það athyglisvert að í jöfnu hlutfalli og konur bættust í kennarastétt þá lækkuðu launin miðað við önnur laun í þjóðfélaginu! Þetta er bara ekki ásættanlegt.
Þetta kom upp í huga mér þegar ég nú er að auglýsa eftir deildarstjóra á vinnustað minn þá eru meirihluti umsókna um starfið sem komnar eru frá fólki sem er menntað sem kennarar. Og 2 starfsmenn hjá mér eru menntaðir grunnskólakennarar. Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Að ríkið sé að mennta í röðum fólk sem treystir sér ekki til að sinna kennslu barna okkar vegna álags og lélegra launa. Svona til skýringar þá vinn ég við að veita þroskahömluðu fólki aðstoð við að halda heimili.
Eins held ég að sé margar stéttir sérstaklega opinberra starfsmanna að eftir því sem konum fjölgar þar þá síga launin niður launapíramitan ! Og samt eru þessi störf sennilega þau nauðsynlegustu sem fyrir finnast.
Og nú tala ég af reynslu, hafa menntað mig og starað í kvennastétt sem hefur þurft síðustu áratugi að berjast fyrir leiðréttingum á launum sínum í hverjum samningum. Vissulega náð einhverjum árangri en því miður enn mun lægri en sambærileg störf bæði hér innanlands og langtum lægri en bjóðast annarstaðar.
Ein gegn Jafnréttissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. júní 2015
Píratar komnir með meira fylgi en báðir ríkisstjórnaflokkarnir til samans.
Á meðan að bloggarar hægri flokkanna eru gjörsamlega fixeraðir í hatri sínu á Samfylkingu, þá hafa kjósendur sífellt meira og meira gefið sig upp á Pírata og nú skv. könnu MMR. Það er allt í lagi að berjast fyrir málstað sínum en held að bæði flokksmenn og fylgismenn hægriflokkana fari fram með þeim málflutningi að þeir nái ekki fylgi fyrir sína flokka heldur skjóti rótum undir flokka sem eru að koma nýjir á markaðinn.
Ég er ekkert frá því að ef pírötum tekst að manna lista sína almennilega í næstu kosningum þá komi þeir til með að jafnvel að vinna kosningasigur og ólíkt þvi´sem ég hræddist virðast þeirra áherslur vera meira nær miðju og vinstri en ég hélt.Og því ætti félagshyggjuflokkunum að reynast vel mögulegt að vinna saman.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson