Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Í sambandi við þessi skrif Björns Inga!

Í kjölfar þessara skrifa hef ég lesið athugsemdir þar sem fólk tengir þessi mótmæli við Samfylkingu og Vinstri græna. Nú er inn á ýmsum hópum Samfylkingar og get upplyst að hvorki Samfylkingin né einstakir hóppar þar komu að boðun þessara mótmæla. Enda ef fólk skoðar fréttamyndir þá sjást þar menn og konur sem hafa ekkert með þessa flokka að gera. Ég sá þarna fólk sem var m.a. í Borgarahreyfingunni, fólk sem var hinum ýmsu hópum/félögum m.a. þeir sem berjast fyrir nýrri stjórnarskrá.

Einu skiptin sem ég hef fengið upp á facebook boð á mótmæli hefur verið þegar Alþingi hefur verið að fjalla um ESB umsóknina.Enda væri það skrítið ef við vildum ekki láta vita hug okkar þar.

Ég mætti ekki þarna og fannst eftir að hafa séð þetta í sjónvarpi að það hefði mátt sleppa þessum köllum og látum a.m.k meðan að kórarnir sungu og fjallkonan flutti ljóðið og jafnvel á meðan að stúdentar lögðu blómsveig að styttu Jóns. En ræðu forsætisráðherra gátu allir séð í fjölmiðlum strax og hann flutti hana. Og við hann átti þetta fólk erindi.

En það að kenna Samfylkingu og Vg um öll mótmæli er bara út í hött. Í þessu hóp mótmælenda er fólk sem eru m.a. öryrkjar, lífeyrisþegar, fólk sem er á móti kvótanum, fólk sem vill nýja stjórnarskrá. Þarna eru t.d. Píratar í hópum.  En hægri menn í framsókn og sjallar eru svo blindir í hatri sínu á Samfylkingunni að þeir kenna henni um allt. Það verður hægt að hlægja að þeim á næstu árum þegar þeir fatta í að heilögu stríði þeirra við Samfylkinguna líta þeir algjörlega fram á að nýir flokkar eru að ná að koma sér fyrir og koma til með að ná mögulega af þeim völdunum sem er þeim heilagra enn allt. 

Þess vegna er þeim svo ummunað að hygla okkur millitekjufólkinu af því að þeim finnst þeir sem hafa það verst í þjóðfélaginu ekki nógu stór markhópur og ekki nógu vís atkvæði til að nenna að gera nokkuð fyrir þau. Og það er þau sem láta mest í sér heyra þegar það er mótmælt.


mbl.is Mótmælendur hafi skemmt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2009 fannst mörgum sen nú gagnrýna mótmælin sambærileg mótmæli allt í lagi.

Í frétt af mbl.is frá 17.júní 2009 segir:

Nokkr­ir mót­mæl­end­ur mættu með skilti niður á Aust­ur­völl í morg­un. Trufluðu þeir nokkuð ræðu for­sæt­is­ráðherra með hróp­um og köll­um. Lög­regla seg­ir þó allt fara vel fram.

Lög­regl­an hafði und­ir­búið sig fyr­ir mót­mæli og var Aust­ur­völl­ur vel mannaður. Stóð lög­regl­an allt í kring­um aðalsvæði vall­ar­ins og hafði vak­andi auga með öllu. Sagði hún að fólk hefði hagað sér vel og eng­inn hefði verið læti þótt eitt­hvað hefði verið um framíköll.

Og þá skrifuðu bloggarar á blog.is m.a.

Það var vel til fallið að íslenzkir föðurlandssinnar mótmæltu icesave nauðungasamningunum og áformum ríkisstjórnarinnar um umsókn Íslands að ESB á Austurvelli í morgunn.  Undir ræðu þess stjórnmála- manns sem leynt og ljóst vinnur að því að koma Íslandi undir erlend  yfirráð valdhafa sinna í Brussel, ásamt því að ganga að einum mesta  fjárkúgunarsamningi  sem sögur fara af.  Allt til að fullkoma áformin  um aðildina að Stórríki Evrópu. (zumann.blog.is)

Og Jón Valur mætti þangað líka og birti margar færslur þar sem hann hvattir fólk til að mæta m.a.

"Vér mótmælum allir" – man það einhver? Mótmælum á þessum 17. júnímorgni, mótmælum Icesave-svikasamningi, mótmælum Esb-skósveinum á Alþingi!

Hvað hafa þeir að fela, sem vilja ekki birta þjóð og þingi skilmála og forsendur Icesave-samnings Svavars og félaga? Er það sæmandi að ýta af sér þeirri ábyrgð með því að skýla sér á bak við Breta og Hollendinga? Þetta er ekki samningur þjóðarinnar, heldur þeirra sem svíkja hana. Hengslumst ekki lengur heima eða í léttvægu skvaldri, heldur notum raust okkar þegar og þar sem á þarf að halda. Innfjálg hyggst Jóhanna halda ræðu við styttu Jóns Sigurðssonar fyrir hádegi þennan 17. júní. Það er hneisa af þeirri manneskju sem vill láta troða okkur í það Evrópubandalag, sem tæki sér æðsta löggjafarvald yfir landi okkar (og ég er ekki að skrökva þessu, svo hjálpi mér Guð). Ekki seinna en nú á þessum degi ber okkur að hefjast handa við að láta raddir okkar heyrast gegn svikastefnu stjórnvalda.

Gjör rétt – þol ei órétt !         Enga leynilega svikasamninga !

ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ESB ! 

Bara 2 dæmi frá þessum degi frá mönnum sem nú ná ekki upp í nefið á sér fyrir frekju í fólki sem er að mótmæla!


mbl.is „Gagnrýnin byggð á misskilningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En og aftur til ríkisstjórnarinnar - Smá ráðleggingar!

Ef þið viljið koma á jákvæðara andrúmslofti er það auðvelt!

  • Hugið sérstaklega að þeim sem verst standa í þjóðfélaginu. Ráðið til starfa t.d. Öryrkja sem ráðgjafa um hvað þurfi að bæta. Drífið af að auka starfsendurhæfingu og önnur úrræði sem koma öryrkjum í vinnu við hæfi. Það að geta bara notað einn putta ætti að gera manneskju hæfa til að vinna starf sem er við hæfi.
  • Hugið að hag lægst launaða fólksins sem er með laun langt undir því sem dugar til að framfæra sér.
  • Ekki afsala ykkur skatttekjum fyrr en þið hafið leyst þessi vandamál
  • Drífið af að auka félagsleg úrræði í búsetumálum. Einfaldið byggingarreglugerðir þannig að það sé hægt að byggja í stórum stíl ódýrara húsnæði sem fólk getur keypt og leigt.
  • Bjóði upp á lengri lánstíma þannig að fleiri geti keypt án þess að það komi verulega niður á framfærslu fólk. Bjóðið tekjutengingar varðandi vaxtakjör þannig að þeir sem sannarlega eru með lægstu launin geti fengið lengri lánstíma, lægri vexti eða auka vaxtabætur.
  • Hugið að velferða- og heilbrigðiskerfinu áður en þið lækkið skatta.
  • Hugið að þvi að opna betur á aukið lýðræði og fáið erlenda sérfræðinga til að fara yfir drög að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti og kannið hvort að henni má ekki koma á nú á næstu 2 árum með hugsanlegum lagfræðingum.
  • Hugið a því að einhverjir útvaldir fái ekki að mjólka auðlindir okkar án þess að borga markaðs verð fyrir
  • Ekkiloka neinum möguleikum varðandi hugsanlega samvinnu við önnur ríki og varðandi hugsanlega breytingu á gjaldmiðli okkar.

Það eru þessir hlutir sem eru að valda fólki áhyggjum leiða og reiði.  Þá held ég að hlutirnir fari að verða jákvæðari hér. Fólk er eki að kaupa þessa stöðu allt út frá stöðu mála að meðaltali. Þeir sem verst standa finna ekkert jákvætt við að vita hversu langt þau eru frá meðaltalinu.


mbl.is Þjóðhátíðarmótmælin í myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá ábending til ríkisstjórnarinnar og meirihlutans

Fólk hefur verið að kvarta yfir að fólk ætli að mótmæla á Austurvelli á 17 júní! Ætla að segja ykkur leyndarmál sem ég sem vinstri maður ætti kannski að þegja um!

Fólkið sem er að mótmæla er fæst fólk sem við mundum flokka sem millitekjufólk eða hátekjufólk. Þetta eru lágtekjuhóparnir mest. Sem og elli- og örorkuþegar. Þetta eru upp til hópa leigjendur. Ef að það væri eitthvað milli eyrna á meirihlutanum þá hefðu þau sett í forgang að bæta lífsskilyrði þessara hópa. Þetta er hópur sem er búinn að læra að láta í sér heyra og er gjörsamlega búinn að fá nóg. Þetta er ekki gríðarstór hópur en þrátt fyrir hávaða, skrif og mótmæli þá hefur hann setið verulega eftir.  Held að hlutfallslega væri það ekki svo dýrt að koma með aðgerðir sem hjálpa þeim. Þau t.d. sættust að nokkru á síðasta kjörtímabili við það að þáverandi ríkisstjórn varði þau að hluta fyrir mögulegum niðurskurði á bótum þó að hann væri samt bítandi. Og lofaði að kjör þeirra yrðu löguð þegar að Ísland kæmist almennilega á fætur.

En við það hafa núverandi stjórnvöld ekki staðið almennilega! Heldur hefur áherslan verið á miklar umbætur við okkur millitekjufólkið og hátekjuhópa. Það vissulega hjálpar sumum að hafa það enn betra en um leið og við lýsum því yfir hvað allir hafa það gott á Íslandi og ríkidæmi þá lifir þetta fólk með 170 krónur eða minna á mánuði og á ekki fyrir mat.

Aðgerðir í þessu núna og áhersla á þær mundi laga ýmislegt fyrir núverandi stjórnvöld en þau hafa kannski ekkert áhuga á því .


Hækka lágmarkslaun ekki um 32%

Svona upp undir 20% þýðir væntanlega eitthvað um 6% á ári þessi 3 ár sem samningarnir standa. Það er náttúrulega varla ásættanlegt ef að lægstu laun á markaðnum eru að hækka um 32% þ.e. upp í 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingar eru skv. því sem ég hef lesið með 304 þúsund í byrjunarlaun. Nú 6% þýrði þá um 18 þúsund krónu hækkun þ.a. að byrjunarlaun færu úr 304 þúsund upp í 322 þúsund á mánuði á fyrsta ári.  Og á 3 árum myndu launin hækka um 66 þúsund. Og verða um 370 þúsund í lokin. Sem þýddi að hjúkrunarfræðingar væru að fá kannski 70 þúsund meira í mánaðarlaun en fólk á lægstu launum á almennamarkaðnum. Það þarf að bjóða þeim betur takk.


mbl.is Var boðin 20% hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sagði Sigmundur Davíð um stöðu hjúkrunarfræðinga árið 2012

Hjúkrunarfræðingar standa nú frammi fyrir grafalvarlegri stöðu. Þrátt fyrir að kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra (sem nær til 2000 hjúkrunarfræðinga) hafi verið undirritaður 4. júní 2011 kveði á um að stofnanasamningar séu hluti af kjarasamningi hafa stofnanasamningar FÍH á stofnunum ríkisins ekki verið endurnýjaðir á samningstímabilinu. Staða hjúkrunarfræðinga á Landsspítala (LSH) er enn verri, en þar hefur stofnanasamningur ekki verið endurnýjaður frá árinu 2007.

Hjúkrunarfræðingum er gefin sú skýring að vegna fjárskorts stofnana og LSH sé ekki hægt að endurnýja stofnanasamninga.

Mannekla í hjúkrun er yfirvofandi
Þetta er ótæk staða. Ljóst er að sá niðurskurður sem heilbrigðisstofnanir á öllu landinu hafa þurft að þola undanfarin ár er hluti af þessum vanda. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár er mjög mikilvægt tekið verði tillit til þessa vanda og heilbrigðisstofnunum verði tryggt fjármagn til að endurnýja stofnanasamninga.

Ef þetta ástand heldur áfram óbreytt er ljóst að í óefni stefnir á heilbrigðisstofnunum, sérstaklega á Landsspítalanum. Hjúkrunarfræðingar eru gríðarmikilvæg grunnstétt í heilbrigðisþjónustu. Ef ekki verður gripið til aðgerða nú við afgreiðslu fjárlaga er ljóst að stór hætta verður á að fjölmargir hjúkrunarfræðingar segi upp störfum sínum og leiti betri kjara annars staðar.

Slíkt myndi setja heilbrigðisþjónustu hér á landi í uppnám þar sem skortur á hjúkrunarfræðingum er nú viðvarandi vandamál og frekari skortur er yfirvofandi á næstu árum. Sem dæmi um það má nefna að fram til ársins 2020 er áætlað að um 950 hjúkrunarfræðingar fari á eftirlaun en aðeins tæplega 900 komi nýir til starfa á sama tíma. Mannekla í hjúkrun er því yfirvofandi.

Allir íslenskir hjúkrunarfræðingar geta fengið störf í Noregi
Nú þegar er orðið töluvert um að íslenskir hjúkrunarfræðingar séu í hlutastörfum í Noregi til að drýgja tekjurnar með því að afla þar norskra króna sem eru verðmætur gjaldeyrir á Íslandi. Það er ljóst að fleiri hjúkrunarfræðingar munu horfa til Noregs á næstunni ef stofnanir ríkisins fá ekki nauðsynlegt fjármagn til að endurnýja stofnanasamninga eins og kjarasamningar hjúkrunarfræðinga mæla fyrir um.

Í Noregi er skortur á hjúkrunarfræðingum svo mikill að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar, um 2800 talsins, gætu fengið þar störf. Störf sem almennt eru mun betur launuð en hér á landi. Undanfarið hefur verið mjög virk eftirspurn eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum til starfa í Noregi og ljóst að ef ekkert er gert til að bæta ástandið hér á landi munu nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sem og reynslumikið fólk sem nú starfar á stofnunum ríkisins, horfa alvarlega til þeirra kosta.

Nú þegar þykir líklegt að uppsagnir hjúkrunarfræðinga hefjist á Landsspítalanum um næstu mánaðarmót ef ekkert verður að gert. Reynslan sýnir að stór hluti þeirra sem taka þá ákvörðun að segja starfi sínu lausu skilar sér ekki aftur til baka þó að ástandið batni síðar.

Það er sanngjörn krafa að kjarasamningar séu virtir
Grunndagvinnulaun nýútskrifaðs hjúkrunarfræðings á Landsspítalanum eru nú 280 þúsund. Það er viðurkennd staðreynd að álag á hjúkrunarfræðinga og aðra opinbera starfsmenn hefur stóraukist undanfarin ár. Það er sanngjörn krafa að stofnanasamningar hjúkrunarfræðinga verði endurnýjaðir eins og mælt er fyrir um í kjarasamningum þeirra. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu má ekki verða til þess að við missum fleira hæft fólk úr þessum mikilvægu störfum. sjá hér

Og hér er fjallað um opinbera starsmenn

Fólk í opinberri þjónustu hefur frá hruni tekið faglega á auknu álagi og í raun sýnt ótrúlega þolinmæði gagnvart sífellt erfiðari starfsaðstæðum. En allir hafa sín þolmörk. Það verður að vera eitt af forgangsverkefnum næstu ríkisstjórnar að snúa þessari þróun við. Annars er stórhætta á því að fólk hrökklist úr þessum mikilvægu störfum og leiti betri lífskjara annarsstaðar. Og í raun er ekki hægt að bíða kosninga og nýrrar ríkisstjórnar. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Því að þessi þróun er því miður þegar hafin. Sjá hér

Eitthvað hefur hann breytt um skoðunn karlinn!


Held að fólk verði að gera sér grein fyrir eftirfarandi

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og fylgismenn þeirra koma til með að bíta á rassinn á þeim

  1. Þeir hafa gert þær stéttir sem voru í samningaviðræðum og verkföllum ösku reið.
  2. Það kemur sennilega til með að valda fjölda uppsögnum á næstunni
  3. Sennilega mun stjórarmeirihlutinn rjúka til áður en þetta fer í gerðardóm. Eftir rúmar 2 vikur og reyna að koma loks með almennilegt tilboð.
  4. Það mun sennilega kosta ríkið sennilega meira að semja við þessar stéttir eftir þessa helgi en það hefði komist af með fyrir þessa lagasetningu. Því nú er fólki misboðið og tekjur ekki hvaða tilboði sem er.
  5. Að láta þessar verkfallsaðgerir malla í 10 vikjur án þess að reyna almennilega að ná samnngum kostar ríkið sennilega gríðarlega í yfirvinnu og auka fjölda af starfsmönnum vegna biðlista sem hafa safnast upp. Gæti á endanum verið dýrara.
  6. Algjörlega viss um að hægt hefði verið að leiðrétta kaup þessar stétta bæði í gegnum stofnanasamninga og aðrar aðgerðir t.d. jöfnun á kjörum án þess að rugga samningum á almenna markaðnum Nú eða semja til styttri tíma og klára þessa samninga t.d. eftir 1 ár en hækka laun saæmilega þangað til

mbl.is Ástæða til að láta reyna á málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin hagað sér eins og vitleysingjar í heilbrigðismálum síðustu mánuði.

Minnir að Jón Þór Pírati hafi bent á að honum siljist að samningar við hjúkrunarfræðinga hefðu kostað ríkið um 4 milljarða! Þá er væntanlega miðað við ýtrustu kröfur. Nú segjum að samningsaðilar heðfu mæst a rúmlega helming af kröfum hjúkrunarfræðinga þá værum vð að tala um kannski 2,5 milljarða. Nú er verið að tala um kosnaðinn af verkfallinnu. Verður fróðlegt að vita hvað það komi til með að kosta sem og aukavaktir vegna þeirra sem hugsanlega hætta alveg að starfa á Landsspítala.


mbl.is Málið ekki leyst nema í sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur fuðurleg atrið varðandi þessi lög á verkföllinn

  1. Þorsteinn Sæmundsson og fleiri stjórnarþingmenn eru svo heilaþvegnir að hann gaf upp rök sín fyrir að samþykkja lög á verkföllin sem að þau bitnuðu á þriðja aðila. Getur eeinhver sagt mér hvaða verföll bitna ekki á þriðja aðila. Verslunarfólk í verkfalli og það bitnar á öllum sem þurfa að kaupa inn. Fiskverkafólk í verkfalli og það bitnar á kaupendum, flutingis aðilum og fleirum, Kennarar í verkfall og það bitnar á nemendum og fjölskyldum þeirra og svo framvegis.
  2. Ráðherra, ríkisstjórn og stjórnarþingmenn eiga þá ósk heitasta að aðilar noti nú tíman vel næstu 2 vikur og semji áður en til gerðardóms kemur. Sorry en Ríkisstjórnin er jú annar aðilinn og sá sem hefur ekki gefið samninganefnd sinni neitt leyfi til að semja. Þ.e. hún hefur ekki komið með nein raunhæf tilboð. Það þýðir ekki fyrir ríkisstjórn að tala eins og þetta séu samningar við milli BHM, hjúkrunarfræðinga og svo einhvers aðila út í bæ. Það eru óvart ríkisstarfsmenn sem eru að semja við vinnuveitendur sína sem er jú undir stjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben og þeir hafa ekki boðið upp á ásættanleg tilboð fram til þessa.
  3. Síðan er furðulegt í lögunum að Gerðardómur er skilyrtur til að geta bara boðið upp á samninga sem gerðir hafa verið eftir 1 maí síðast liðinn. Sér í lagi þar sem þarna eru hópar sem vinna jú við hlið lækna sem sömdu jú í janúar á þessu ári. En það má ekki miða við þá. Nú eða við sérfræðilækna utan sjúkrahúsa sem samið var við í 2013 upp á 25% hækkun.
  4. Þá er furðulegt að Gerðardómur getur bundið ákvörðun sína í eins mörg ár og hann kýs og þar með bundið kjör þessara hópa kannski í 10 ár.
  5. Þá var furðulegt að ég sá ekki forsætisráðherra greiða atkvæði áðan.
  6. Þá er líka furðulegt að menn líti á þetta sem allsherjarlausn því að í ágúst á gerðardómur að skila af sér og þá gætu fyrir alvöru byrjað vandræði ef það er ekki ásættanleg niðurstaða því þá fer fólk að segja upp og það er ekki hægt að setja lög á það.
  7. Hvernig hefði verið ef ríkisstjórnin hefði sett kraft í þessa samninga og samið t.d. um 1 árs samning og um leið sett inn vinnu við að klára þetta á þeim tíma. Borðið kannski 8% hækkun á þeim tíma og síðan hefðu samninga verið unnir áfram. Hún hefði getað boðið betir kjör við endurgreiðslur af námslánum, nú eða styttingu vinnu tíma. Ýmislegt hægt að semja um sem ekki hefði ruggað efnahagsstöðuleika. En það var sennilega löngu ákveðið að berja þessar stéttir niður og nota landlækni og smá undirróður til að að fólk missti samúð með þessum verkföllum.

mbl.is Verkfallslögin samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég heimta að vera upplýstur um hvað ríkið hefur verið að bjóða þessum félögum fram til þessa!

Ég vill fá að sjá % og upphæðir og hversu miklu hefur munað á kröfum BHM og Félags Hjúkrunarfræðinga og svo tilboða Ríkisins.

Ef ég skil málið rétt og fara eigi eftir samningum á almennum markaði þá erum við að tala um að ríkið sé eð bjóða svona um 3% hækkun á mánuði sbr. að laun á almennamarkaðnum eiga að hækka um 3% á ári á launum umfram 300 þúsund krónur. Svo er fyrirtækjum frjálst náttúrulega að borga umfram taxta. En það tíðkast ekki hjá opinberum starfsmönnum.

Það er nauðsynlegt að vita hvað kennarar og læknar fengu í hækkun því að margar af þessum stéttum eru að vinna á sama vinnustað og læknar.

Það hefur nú tekist að fá sambærilegar upplýsingar eða jafnvel viðkvæmari áður. Og furðulegt að engin blaðamaður hafi enn birt þetta.


mbl.is Verkfallsfrumvarp afgreitt úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband