Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015
Laugardagur, 13. júní 2015
Held að rök ríkisstjornar fyrir lögum á verkfall eigi eftir að bíta þau í rassinn!
Held að rök sem ráðherra keppast við að kynna nú fyrir þessum lögum sem væntanlega verða sett á þessar stéttir í dag eigi eftir að bíta þau hressilega.
Það er kyrfilega búið a segja okkur að störf þeirra snúist um líf og dauða fólks. Og þau verkföll þeirra skapi lífhættulega stöðu.
Nú þá verða stjórnvöld að viðurkenna mikilvægi þeirra og borga þeim laun skv. því. Ef að manna á þessar lífsnauðsynlegu störf þá verður að borga fólki laun í samræmi við það sem þau geta fengið annarstaðr! Nú annars skapast sama neyð aftur í haust þegar þau hætta! Þau hafa jú boðað að sætta sig ekki við kannski 3% hækkun á ári eins og mér skilst að ríkið sé tilbúið að bjóða! Þ.e. skv. samningum á almennamarkaðnum eru það hækkanir á töxtum yfir 300 þúsundum.
Stjórnvöld axli ábyrgð á stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. júní 2015
Nú er rétt að rifja þetta aðeins upp!
Fólk er kannski búið að gleyma afhverjur þessi óánægja heilbrigðisstétta í starfi hjá ríkinu hófst.
Jú ef minni mitt er rétt þá hófst þetta með að ríkið gerði samninga um verulegar hækkanir til sérfræðilækna sem reka eigin stofur víða um bæinn. Við það urðu lækanr í störfum hjá ríkinu brjálaðir og svo var samið við þá. Við það urðu hjúkrunarfræðingar brjálaðir sem og aðrar stéttir inn í heilbrigðiskerfinu. Þetta er náttúrulega mál sem sýnir að menn horfa aldrei í heildarmyndina áður en farið er af stað.
Held að við þurfum að hræðast það að þegar einkasrekin heilbrigðisþjónusta nær hér yfirhöndinni þá muni ríkið bakka út úr rekstri og einkaaðilar náð hér þeirri stöðu að geta rukkað eins og þeir vilja. Nú ef ríkið borgar ekki fyrir þig þá verður mismunirinn rukkaður beint af þér. Eins og jú er farið að gera óspart í dag. Við borgum jú um 30% af heilbrigðisþjónustunni beint úr eigin vasa nú þegar!
KÍ styrkir BHM um 15 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12. júní 2015
Svona smá orðsending til ríkisstjórnarinnar!
"Háttvirt" ríkisstjórn!
Þið sem þráið að vera elskuð! Jafnvel svo að þið leynið samningum sem þið eruð búin að gera til að geta haldið gríðarlega kynningu á því hvað þið eruð jú dugleg að berja á kröfuhöfum og ætlið sko að setja á þá skatt ef þeir semja ekki við ykkur!
Langar að benda ykkur á eftirfarandi:
Finnst ykkur skrítið að fólk krefjist verulega launahækkana þegar þið hafið verið í fjölmiðlum allt þetta kjörtímabil og sagt að framundan og nú sé í raun hafið gullaldarskeið hér á Íslandi. Kröfuhafar borgi milljarða hundraði í ríkiskassann ef ekki þúsundir milljarða.
Um leið þá lækkið tekjur ríkisins af sköttum t.d. með að afsala auðlegðargjaldinu, lækka veiðigjöld og boði enn meiri lækkanir skatta.
Þið semjið við lækna upp á tugi % Eðlilega af því að þeir væru annars ekki að koma til starfa eða myndu halda á braut.
Þið hlutuð að vita að læknar vinna á sama stað og geislafræðingar og Lífeindafræðingar sem og hjúkrunarfræðingar. Því getur það ekki komið ykkur á óvart að þau bera sig saman um laun og launakjör.
Hjúkrunarfræðingar eru örugglega jafn eftirsóttir starfskraftar víða um lönd og læknar. Og því hefur ykkur verið þetta ljóst frá því um áramót að þið þyrftuð að hækka þeirra laun til jafns við lækan eða í áttina að því.
En svo ég víki aftur að upphafinu. Það er til lítils að vera að reyna að kaupa ást þjóðarinnar á ykkur með því að gapa um alla velmegun og velsæld sem hér sé komin ef að fólk finnur hana ekki.
Það er nauðsynlegt fyrir ykkur að skoða það alvarlega að endurnýjun á hjúkrunarfræðingum er að verða alvarlegt vandamál því margar þeirra eru að nálgast eftirlaun og það eru ekki að koma inn nægur fjöldi af yngri og ný útskrifuðum í staðinn. Og því vantar stöðugt inn á sjúkrahúsin. Þá kjósa þær yngri að vinna ekki fulla vinnu heldur að vera í hlutastörfum svo þær geti m.a. tekið þátt í uppeldi barna sinna en sé ekki alltaf á kvöld og næturvöktum.
Þetta sama á við aðrar stéttir í heilbrigðiskerfinu.
Það er sagt að það muni allt að 25% á kjörum þeirra og sambærilegra stétta á almenna markaðnum og svo hafa þau bent á að greiðslur af námslánum nema nærri einum mánaðarlaunum á ári. Og fyrir þetta eru grunnlaun nýrra hjúkrunarfræðinga 304 þúsund.
Og sama á við Geislafræðinga og lífefnafræðinga nema að þeirra laun eru enn lægri.
Ríkisstjórn sem lækkar skatta á þá ríku hægri vinstri og efri millistétt auk þess að afsala sér ýmsum föstu tekjum áður en þessi mál voru kláruð, kaupir sér engar vinsældir og á enga vorkunn skilið. Aðilar á almennamarkaðnum gátu náð samningum en ríkið hefur haft lengri tíma en þeir til að ná niðurstöðu.
Af Austurvelli á þingpallana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12. júní 2015
Svona kannski rétta að benda fólki á nokkra hluti varðandi stöðu Þórunnar!
- Hjúkrunarfræðingar eru ekki í BHM. Þau eru sjálfstætt félag utan BHM og semja sér. Þórunn kemur ekkert að þeirra semningum.
- Fólk virðist alveg vera búið að gleyma að BHM er ekki einkafélag Þórunnar. Það eru 17 félög sem eiga í þessari deilu.
- Félögin í BHM voru komin í verkfall þegar að Þórunn var kjörinn formaður!
- Það væri nú skolli skrítinn formaður sambands stéttarfélaga sem væri glaður með að lög væru sett á deilur félagana.
- Þórunn var vissulega þingmaður á þessum tíma og þá var Eyjarfjallagosið í fullum gangi, hrunið ófrágengið og Ísland stóð á tæpasta vaði. Og til stóð að stoppa alla flugumferð til og frá landinu.
- Þórunn hefur ekkert með það að gera hvaða tilboði viðkomandi stéttarfélög eru tilbúin að samþykkja.
Þetta bull í fólki að rugla saman fyrri störfum hennar og núverandi eru út í hött. BHM eru samtök háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins. Félögin er ólík og hvert þeirra með sína eigin stjórn og trúnaðarmannaráð. Þó þau hafi falið sameiginlegri samninganefnd að semja fyrir síg. Þá ræður viðkomandi samninganefnd ekki kröfugerð. Og þessvegna er alltaf verið að segja að samninganefndin þurfi að leita til baklandsins.
Studdi lagasetningu fyrir 5 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. júní 2015
Þegar ég sé myndir af ráðherrabílunum þá dettur mér þetta í hug!
Nú fyrir nokkrum dögum var birt svar við fyrirspurn á Alþingi varðandi bílakaup vegna ráðherra. Þá kom í ljós að keyptir höfðu verið 3 bílar Bens Landcruiser og Landrover fyrir samtals um 36 milljónir! Þessi upphæð hefði dugað í að borga 50 þúsund króna hækkun fyrir um 60 hjúkrunafræðinga í eitt ár.
Lög verði sett á verkföllin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. júní 2015
Um leið og ríkisstjórnin vélar um lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðingar er vert að velta fyrir eftirfarandi!
Er ekki kominn timi til að þjóðin fari að velta fyrir sér mati á störfum hér:
Hér má sjá launaseðil hjúkrunarfræðings. Halda menn að sjúrahús væri almennilega rekin án þeirra eða vildi fólk leggjast inn á sjúkra hús þar sem þeir væru ekki til staðar. Halda menn að fólk álmennt leggi á sig 4 til 5 ára hjúkrunarnám fyrir mánaðarlaun upp á 342 þúsund eins og þarna kemur fram. Sér í lagi þar sem verið var að semja um að lágmarkslaun í landinu yrðu 300 þúsund eftir hvað 3 ár.
Geislafræðingar og lifefnafræðingar eru með enn lægri mánaðrlaun. Vildu menn vera á sjúkrahúsum þar þeir væru ekki til staðar eða sætta sig við að engar rannsóknir færu fram á sýnum úr blóði þeirra ef þeir yrðu veikir. Halda menn að fólk komi til með að þyrpast í nám sem borgar undir 300 þúsund í grunnlaun?
Eins er rétt að spurja með allar aðrar stéttir sem nú er verið að taka verkfallsréttinn af. Eins er hægt að segja að ríkið hefur verið í samningaviðræðum við margar stéttir BHM lengur en aðilar almenna markaðsins og fram á síðustu vikur var ríið að bjóða hæst 3,5% hækkun. Og ekkert reynt til að ná samkomulagi. Á meðan hefur ríkið kerfisbundið eytt peningum í annað, lækkað skatta og afsalað sér tekjum og segist nú ekki hafa neitt svigrúm til að ganga til samninga. Er þetta gáfulegt!
Ég spái því að hjúkrunarfræðingar fari að segja upp í hópum enda bjóðast þeim mánaðarlaun sín með því að vinna í 10 daga í Noregi + ferðir + fæði og uppihald. Um 20 til 30 geislafræðingar eru búnir að segja upp og held að aðrir hópar geri það líka.
Held stundum þegar fólk talar um afætunar sem séu opinberir starfmenn þá viti þeir ekki um hverja þeir eru að tala. Rakst á þetta á facebook:
Opinberir starfsmenn taka á móti okkur í heiminn, skrá nafnið okkar, fylgjast með heilsufarinu og gæta okkar í hvívetna. Þeir passa okkur, kenna okkur, annast okkur í veikindum eða þegar erfiðleikar steðja að, fylgjast með veðrinu, hafa gætur á náttúrunni og varðveita sameiginlegan arf okkar á hverju því formi sem tjáir að nefna. Þeir hafa svæft okkur, vakið okkur, gegnumlýst, rannsakað, þjálfað, nært, staðið vörð um lög og rétt. Kennt okkur að lesa ljóð, spila á hljóðfæri, fara eftir umferðarreglum, sýnt okkur leikrit, spilað tónlist. Passað upp á gögn, haldið skikk á tölum, talið fiskana í sjónum og grösin á heiðum, reiknað laun,innheimt skatta, borgað laun. Þeir stuðla að því að við séum öll virkir þjóðfélagsþegnar,eflum andlegt og líkamlegt atgervi og fótum okkur í lífsins ólgusjó. Þeir styðja okkur frá vöggu til grafar. Hvað er hægt að biðja um meira? Mér dettur eitt í hug. Það er hægt að biðja um að framlag þeirra sé metið að verðleikum. Menntun þeirra sé viðurkennd og metin til launa.Tryggja þarf mönnun opinberrar þjónustu til framtíðar! ‪
Hjúkrunarfræðingar íhuga að fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 8. júní 2015
Auðvita hljóta allir að fagna þessu!
Sýnist að í höfuðatriðum sé farið að þeirri línu sem Már hefur kynnt síðustu ár sem skynsamlega leið! Þannig að farið sé eftir línu sem lögð var 2011, Nú hljóta allir að vinna saman að því að klára þessi lög og fara yfir hugsanlega vankannta og koma þessu í gegn.
Nokkur atrið sem þó er vert að skoða:
- Arion og Íslandsbanki koma þá væntanlega í eigu okkar aftur. Það verður að gæta að því að fyrri eigendur eða t.d. MP banki nái ekki þeim bönkum aftur á einhverri útsölu! Helst verður að selja þá til erlendra fjárfesta. VIð viljum ekki aftur svona bankabólu.
- Þá finnst manni skrýtið ef að talað hefur verið um að önnur hvor lögfræðistofa landsins hafi verið að vinna fyrir kröfuhafa. Og svo virðist sem þeir séu búnir að samþykkja öll skilyrði stjórnvalda. Hefði búist einhverjum látum.
- Þá verður að passa að það verði engir sérvaldir sem moki inn á þeim eignum sem ríkið fær í hendur við þessa samninga.
En annars leit þessi kynning á aðgerðum bara vel út og stjórn og stjórnarandstaða ætti að geta unnið í sameiningu að því að klára þetta.
Tillögurnar í samræmi við skilyrðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. júní 2015
Launakjör á Íslandi - Hugmynd fyrir blaðamenn!
Nú erum við sífellt meira og meira að bera okkur saman við önnur nágranalönd eðlilega. Hvernig væri að blaðamenn eyddu nokkrum tímum í að kanna eftir farandi:
Hvaða laun eru hinar ólíku stéttir með á Íslandi í samanburði t.d. við öll hin Norðurlönd?
Nú hef ég t.d. heyrt að stéttir sem hér eru láglaunastéttir séu mun hærra í launapíramídum annarra landa. T.d heilbrigðisstéttir, kennarar og fleiri. Þannig séu láglauna háskólastéttir hér hærra launaðar miðað við aðra á Norðurlöndum
Hvernig væri nú ef að þjóðin er yfirleitt að stefna að Norræna módelinu að fólk skoði þá um hvað hin löndin hafa sæst á. Þar er mat á störfum örugglega nauðsynlegt.
Hef t.d. heyrt að bankamenn séu hlutfallslega mun hærri hér miðað við aðrar séttir heldur en í löndunum í kring um okkur. Eins með aðra stjórnendur !
Lögbundin heimild til að valda skaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson