Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Þetta nú bara ekkert svar!

Sko ef Sigmundur veit það ekki þá er Menntaskólinn í Reykjavík ríkisrekinn skóli. Þar starfar jú einhver bygginarnefnd um væntanlegar viðbætur eða ný hús við skólan. Hún hafði fengið samþykkt hjá Minjanefnd eða forvera hennar að viðkomandi hús yrði rifið. Borgin lagði að ráðuneyti að gera húsið upp. Svo kemur Forsætisráðherra blaðskellandi á facebook og gefur í skyn að það séu borgaryfirvöld í samstarfi við einhverja sem séu að leyfa þetta niðurrif. Sbr.

Ríkisstjórnin hefur engin áform um að láta rífa þetta hús, enda málið ekki hjá henni. Það er furðulegt hvað borgaryfirvöld eru allt í einu til í að leyfa niðurrif jafnvel friðaðra húsa til að troða inn nýjum stórhýsum þar sem þröngt er fyrir

Hefði nú ekki verið viturlegra hjá Forsætisráðherra að tala við sína eigin ráðherra og í framhaldi við fulltrúa í byggingarnefnd MR og stoppa þetta þar. Kynna sér aðeins málin eða er þetta hluti af herferð hans og Framsóknar gegn Samfylkingunni. Þar sem öllum aðferðum skal beitt og lygi og afvegafærsla mála er þar engin fyrirstaða.


mbl.is Sigmundur svarar Degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð bullar eins og venjulega! Ríkið vildi rífa húsið!

Sigmundur Davíð gerir eins og venjulega! Hann kynnir sér ekki málin. Málið er að Borginn hefur átti í stappi þar sem Ríkið (Sigmundur Davíð) hefur viljað rífa húsið og staðið farst á því.

Af facebooksíðu Dags B Eggertssonar:

Þarna hefði verið skynsamlegt fyrir ráðherra að kanna málið áður en hann settist við tölvuna eða hljóp í blöðin. Ríkið er nefnilega framkvæmdaaðilinn og hefur lagt ríka áherslu á að húsið víki. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar beinlínis beint því til ríkisins með sérstakri bókun 11. nóvember sl. að húsið verði gert upp í upprunalegri mynd, en mér að vitandi hefur ríkið ekki fallist á það, heldur viljað halda sínu striki. Og hver ætli sé nú hinn lögformlegi umsagnaraðili sem blessaði gjörninginn og lagði til að húsið yrði fært annað. Það er Minjastofnun, undirstofnun forsætisráðherra sjálfs,

Þetta er ekki fyrsta skipti sem Sigmundur Davíð leyfir sér svona vinnubrögð og virðist halda að hann komist upp með endalaust að ljúga upp á aðra.

P.s. og Dagur heldur áfram:

í umsögn sinni 8. október sl. Minjastofnun vísar til þess að hún sé bundin af eldri úrskurðum húsafriðunarnefndar ríkisins, sem er rétt. En þó blasir við að forsætisráðherra hefur það algerlega í hendi sér að endurgera friðaða húsið og láta það standa, í takt við tilmæli borgarinnar, enda bæði framkvæmdaaðili og umsagnaraðili í málinu. Hann þarf miklu frekar að reka deilur sínar við sjálfan sig eða önnur ráðuneyti, frekar en borgina í þessu máli.

 


mbl.is „Húsið er friðað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér leiðist svona léttvæg rök eins og Vilhjálmur notar!

Maðurinn ferlega barnalegur í sinni röksemdarfærslu. Hvað á hann t.d. við með IKEA? Nú ætti hann sem lögreglumaður fyrrverandi að vita að fólk má ekki fara með áfengi út af veitingastöðum. Og börn mega hvorki selja né kaupa áfengi. En held að í mörgum matvöruverslunum séu afgreiðslufólk sem er langt undir 20 ára aldri. Þau eru jafnvel að afgreiða sígarettur oft til einstaklinga sem eru félagar þeirra eða án þess að spyrja um skilríki. 

Ekki það að þetta kæmi til með að há mér að vín yrði til sölu út um allt. En held að margir gætu átt í erfiðleikum með það. Nokkur atriði:

  • - Vilhjálmur talar mikið um að nota eigi forvarnir til að draga úr hættu á aukningu á neyslu við þetta. Bendi á að árangur sem náðst hefur í t.d. tóbaki er einmitt að stórum hluta til fengin með að fela tóbak sem mest. Þannig má það ekki sjást. Það gæti orðið erfitt með áfengi út af því hvað fer mikið fyrir þeim pakkningum
  • - Vilhjámur virðist ekki gera sér grein fyrir því að stór hluti starfsmanna í verslunum er um eða undir 20 ára. Og af reynslu veit ég að þar geta krakkar keypt sér tóbak þó þau séu undir 18 ára aldri bæði af vinum og vegna þess að tóbakið er selt af krökkum sem eru ekki 20 ára og kunna ekki við að spyrja um skilríki. Eins held ég að búðir yrðu að hækka verð á matvöru ef þau þyrftu að tryggja að allir starfsmenn á kössum væru yfir 20 ára.
  • - Vilhjálmur talar stíft um að áfengi sé jú selt á veitingarhúsum. En skv. reglum má fólk ekki fara með það áfengi út af staðnum.
  • - Kári benti á að ef menn eru á móti því að ríkið reki ÁTVR þá sé þeim í lófalagið að selja það. Annað hvort einstakabúiðir eða í heilu lagi.
  • Svo talar hann um að áfram yrði bannað að auglýsa áfengi í búðum. Halló heldur hann að það yrði ekki farið framhjá því. Það er gert í dag og hvað heldur hann að verði þegar að eigendur verslana vilja eðlilega fá aukinn hagnað af vörum sem þeir selja.
  • - Það kom fram í máli Vilhjálms að þetta mál fyrir hann snýst helst um að hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um að vera ekki að reka fyrirtæki eins og Isavia, RUV, ATVR og fleiri og þetta sé fyrstu skrefin. Og þar með snýst þetta ekki um hag fólksins heldur hag fjárfesta!
  • - Kári sagðist hafa fyrir því heimildir að Hagar hefðu samið frumvarpið fyrir Vilhjálm og hafði m.a. alþingismenn fyrir þeim upplýsingum.

mbl.is „Fara alkóhólistar ekki í IKEA?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kemur Sigmundi Davíð þetta við?

Nú býr Sigmundur Davíð í Garðabæ og er með lögheimili fyrir austan á eyðibýli þar í Fljótsdalshéraði. Svo hvað kemur honum þetta við? Hef ekki heyrt að hann væri spurður út þá fyrirtætlan Kópavogs að selja félagsheimilið þar og flytja bæjarskrifstofur í turnin við Smáralind. Heldur ekki heyrt hann tala um skipulagsmál t.d. í Garðabæ sem er farinn að teygja sig óþægilega í átt að Heiðmörk. Nú eða bara skipulagasmál á öðrum stöðum en þarna í miðbænum sem honum kemur bara ekkert við. Hann hvorki borgar skatta né skildur til Reykjavíkur.


mbl.is Ósammála sýn forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki ljóst að innan allra trúarbragða leynist illska og skepnuskapur og hefur gert um aldir

Svona í anda þeirra sem tala um múslima og að við eigum að loka landamærum fyrir þeim "skríl" þá væri kannski rétta að spyrja: Eigum við ekki að banna hér Kaþólsku fólki að búa eða flytja hingað? Þau aðhyllast trúarbrögð sem hafa orðið vís að stöðugum kynferðisbrotum og öðru ofbeldi bæði hér og svo miklu meira erlendis!

Í dag má finna þessa frétt á ruv.is og ég minni á Landakotsskóla og óhæfuverkin þar og svo gætum við kíkt á Þjóðkirkjuna. Eins höfum við heyrt sögur frá Vottum Jehóva og fleira og fleira.

Að minnsta kosti 231 barn í einum frægasta og elsta barnakór heims, var beitt ofbeldi. Þetta kemur fram í áfangaskýrslu lögfræðings sem ráðinn hefur verið til að rannsaka ásakanir um ofbeldi innan kórsins og á heimavistarskóla honum tengdum. Sumir drengjanna voru barðir illa, aðrir sveltir og enn öðrum nauðgað. Flest brotin voru framin á seinni hluta áttunda áratugarins.

 Kórinn, Regensburger Domspatzen, á sér yfir þúsund ára langa sögu og er líklega þekktasti drengjakór Þýskalands.

Bróðir Benedikts páfa XIV, Georg Ratzinger, var kórstjóri Domspatzen í þrjá áratugi, frá 1964 til 1994. Það er á því tímabili sem meginhluti ofbeldisins átti sér stað, að því er fram kemur í fjölmiðlum. Ratzinger segir að meint kynferðisofbeldi hafi aldrei komið til umræðu, þann tíma sem hann stýrði kórnum.

Fyrrum nemandi í skólanum greindi frá því í viðtali við Der Spiegel, árið 2010, að í skólanum hafi tíðkast refsingar sem virtust tengjast kvalalosta. Fjölmörg hneykslismál hafa komið upp undanfarin ár innan kaþólsku kirkjunnar. Upplýst hefur verið um mikið og gróft kynferðisofbeldi af hálfu presta, meðal annars í jesúítaskóla í Berlín, á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Fátítt er að ofbeldismennirnir þurfi að svara til saka, þar sem glæpirnir eru oftast fyrndir. Háværar kröfur hafa verið uppi um að lögum verði breytt og að kirkjan greiði þolendum ofbeldisins bætur.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband