Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Hefur þessi ríkisstjórn staðið sig vel?

Fylgjendur þessarar ríkisstjórnar hafa held ég látið mata sig dálítið af meintum  árangiri hennar.

Það nægir að benda á nokkra hluti. 

Finnst engum skrítið að 99% kröfuhafa samþykktu stöðugleikaskilyrðin við uppgjör gömlu bankana? Held að helsta skýringin sé sú að þetta mjög í samræmi við þau tilboð sem þau höfðu gert ríkinu um uppgjör fyrir löngu. Þ.e. að afhenda ríkinu íslenskar krónueignir sínar eins og Íslandsbanka og fleiri.Auk þess sem ekkert gekk að selja bankana erlendum aðilum fyrir gjaldeyri. Kröfuhafar höfðu vitað frá 2011 eftir neyðarlög að þæir færu ekki út með allar krónueignir sína.

Eins er ríkisstjónin bara að lifa á tímum heppni Íslands. Það var fyrri ríkisstjórn sem setti í gang herferð til að draga að ferðamenn sem heldur betur sló í gegn eftir Eyjafallagosið. Makríll streymdi hingað allt í einu. Olíuverð hrapaði á heimsmarkaði og fleira.

Hér á eftir er listi yfir ýmis mál og ekki endanlegur. Rakst á hann á netinu og langað að sýna ykkur lista yfir mál sem sannarlega eru ekki velheppnuð.

Ríkisstjórinin sem:
1: Lækkaði skatta á ríka fólkið
2: Lækkaði auðlindagjald á útgerðina (kallað til sumarþings vegna þess)
3: Millifærði 80 miljarða af skattfé til þeirra sem áttu íbúð og urði fyrir tímabundum skakkaföllum vegna hrunsins. Ríkissjóður borgar. Ekki "hrægammar". . . Leigendur fé ekkert.
4: Trassaði heilbrigðiskerfið sem er komið af fótum fram. Forsætisráðherra þvælist fyrir öllu með furðu-hugmyndum um staðsetningu spítalans
5: Einkennist af spillingarmálum. Innanríkismálaráðherrann Hanna Birna neyddist til að segja af sér vegna þess að hún lak upplýsingum um skjólstæðinga sina til fjölmiðla.
6: Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er í vasanum á auðmanni í jarðhitabransanum.
7: Fjármálaráðherra er með sparnaðinn sinn utna skattamæra Íslands .Ómögulegt er að sannreyna stæðhæfingar um upphæðir, tilgnag osfr.
8: Forsætisráðherra sömuleiðis. Ómögulegt er að sannreyna stæðhæfingar um upphæðir, tilgnag osfr.
9: Forsætisráðherra þorir ekki að veita viðtöl í ríkisfjölmiðlinum, sennilega vegna þess að hann er hræddur við almennilegar spurningar.
10: Fullkomð klúður vegna ferðamanna mála. Allt stefnir í óefni og við munum horfa upp á stórslys í sumar.


mbl.is „Það getur orðið ljótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ágætt að sjáfstæðismenn áttuðu sig á nokkrum atriðum

Þetta fer að verða þreytandi. Vilhjámur Þorsteinsson er fjárfestir. Það er hans starf. Hann er jafnaðarmaður. Það kom fram að hann hefði fjárfest m.a. í félagi í Luxemborg og hugsanlega með einhver tengsl við Kýpur. Eftir að um þetta var fjallað þá sagði hann af sér sem gjaldkeri Samfylkingar. Það sem Árni var að segja er að þegar fólk hefur sagt af sér þá er væntanlega ekki að halda þessu áfram nema hann hafi gert eitthvað ólöglegt.

Hann var ekki kjörinn fulltrúi þjóðarinnar og ekki í neinni þeirra stöðu að geta mulið undir sig og sína.  Hann sagði af sér samt stöðu gjaldkera Samfylkingarinnar. Nú bíðum við eftir að Framkvæmdastjóri Framsóknar segi af sér og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem og að við bíðum náttúrulega eftir að Sigmundur Davíð segi af sér. Jafnvel Bjarni Ben vegna Vafnings og aflandsfélaga sinna Og allir hinir sem hugsanlega eru í þessari stöðu.


mbl.is Vill að Vilhjálmur njóti friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er nú ekki viss um að þetta sé heilbrigt

Ég veit ekki hvað aðrir segja en ég leyfi mér að efast um að Sigmundur Davíð hafi sigrað kröfuhafana einn og óstuddur. Og tengin við fjármuni konunar sinnar í þessu svari er út úr kú:

Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða stjórnarandstöðunni núna. Þau þvældust fyrir í hverju skrefi með hjálp PR leiðtoga, vogunarsjóðanna sem allir meira og minna eru nátengdir Samfylkingunni og svo leyfir þetta fólk sér að koma núna og halda því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við það að ég hafi verið tilbúinn til að fórna miklu af eignum eiginkonu minnar til að bjarga þessu samfélagi

visir.is

 


« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband