Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Algjörlega nýjar fréttir af forsetaframboðum!

Furðulegt að allir fjölmiðlar þegja um þetta sem og allir bloggarar hér á blog.is sem þykjast samt vera svo inn í öllum hlutum. En þá verð ég bara að taka að mér að opinbera hvað er verið að tala um:

Næsta sunnudag mun Davíð Oddsson tilkynna framboð sitt til forseta! Þetta eru fréttir sem ég hef úr nokkrum áttum.

Eins er að það liggur í loftinu að á næstu dögum eða vikum þá muni Ólafur Ragnar draga framboð sitt til baka.

Svona þar hafið þið það! Þetta er sögur sem ég tel nokkuð ábyggilegar. M.a. heyrt að Davíð sé búinn að safna undirskriftum. En þetta er þó bara sögur þar til að þær verða staðfestar.


Stolnar fjaðrir?

Skv. mínum heimildum eru þessar tölur byggðar á niðurstöðum úr skattframtölum fyrir árið 2014 með tekjum og skuldum  fyrir árið 2013 Að minnsta kosti eru heimildir frá Hagstofu sem þetta byggist á frá því tímabili. Finnst bara rétt að benda þetta.

P.s. búið að leiðrétta þetta:

Frétt um tekjujöfnuð á Íslandi sem birt var á síðu forsætisráðuneytisins í dag byggði á röngum forsendum. Þar sagði að nýjar tölur frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sýni að ekkert Evrópuríki búi við jafnmikinn tekjujöfnuð og Ísland. „Samanburður Eurostat er byggður á upplýsingum um tekjur á árinu 2014,“sagði í frétt ráðuneytisins. Það er hins vegar ekki rétt, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Tölurnar sem Eurostat notar byggja á Evrópsku lífskjararannsókninni og endurspegla tekjumælingar ársins á undan, það er upplýsingar fyrir árið 2013.

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var liðurinn Meiri tekjujöfnuður á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum á dagskránni. Í kjölfarið, skömmu fyrir hádegi, var send út fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinu sem var samhljóða fréttinni sem birt er á síðu ráðuneytisins.

Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag dreift frétt forsætisráðuneytisins, eða fréttum fjölmiðla byggðum á henni,  af nokkrum móð. Meðal annars gerð Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, það og einnig Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði slíkt hið sama og Karl Garðarsson, samflokksmaður hans, gerði fréttina að umtalsefni í þingræðu á Alþingi. Má greina á málflutningi þingmannanna að þeir telji að frammistaða sitjandi ríkisstjórnar eigi þarna mikinn hlut að máli.

Tilfellið er hins vegar að umræddar tölur taka til síðasta árs ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Lífskjarakönnunin er framkvæmd á vormánuðum hvert ár og tölurnar fyrir árið 2014 endurspegla tekjudreifingu fyrir árið 2013. Upplýsingar um lágtekjumörk og tekjudreifingu ársins 2014 liggja hins vegar ekki enn fyrir, samkvæmt upplýsingum sem Eyjan fékk frá Hagstofu Íslands. Eurostat hefur því engar slíkar tölur í höndunum.

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði í samtali við Eyjuna að um mistök hafi verið að ræða. Rétt sé að upplýsingarnar sem um ræði nái til tekna fyrir árið 2013 en ekki 2014. Til standi að senda út leiðréttingu vegna þessa nú á næstunni. eyjan.is

 

mbl.is Tekjujöfnuður mestur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgangur okkar ekki ríkisstjórninni að þakka!

Jón Daníelsson segir hér að það sé fyrst og fremst fordæmislaus fjölgun ferðamanna sem hafi hjálpað okkur!


« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband