Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Sé að menn eru gífurlega glaðir að Sigmundur Davíð ætlar að vera áfram í stjórnmálmum

Og Sigmundur Davíð telur upp afrekin sín á Facebook í tilefni þess að það séu 3 ár síðan hann tók við sem Forsætisráðherra. Þar haldur hann því fram að aldrei fyrr í sögunni hafi fólk hér haft það betra og heimili skuldi nánast ekki neitt og svo framvegis og svo framvegis. Þetta rímar illa við könnun lífskjarakönnu Gallup þar sem kemurm fram:

Meirihluti íslenskra heimila safnar skuldum eða nær endum saman með naumindum samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Fjárhagur heimila er aðeins skárri nú en fyrir þremur árum.

Einn af hverjum tíu sagðist safna skuldum. 11 af hundraði sögðust nota sparifé til að ná endum saman og 36 af hundraði sögðust ná endum saman með naumindum. Það eru því samtals 57 af hundraði á í erfiðleikum með fjárhaginn. 

35 af hundraði geta safnað svolitlu sparifé og sjö af hundraði sögðust geta safnað talsverðu sparifé.

Fleiri áttu í erfiðleikum fyrir þremur árum en í síðasta mánuði samkvæmt Þjóðarpúlsinum og enn fleiri í desember og júlí 2010, en í nóvember 2009 var ástandið svipað og fyrir þremur árum. Ekki var marktækur munur eftir kynjum.

Sá aldurshópur sem helst getur safnað sparifé er fólk á aldrinum 18 til 29 ára. 67 prósent þeirra getur safnað sparifé. Þetta fólk má þó búast við breytingum til hins verra þegar það kemst á fertugsaldur.

Fólk á fertugsaldri á nefnilega langerfiðast allra aldurshópa við að ná endum saman. Aðeins 31 prósent þeirra getur safnað sparifé, 47 prósent á erfitt með að ná endum saman og 22 prósent safnar skuldum eða gengur á sparifé sitt.

Þeir sem myndu kjósa Bjarta framtíð eða Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ólíklegri til að safna skuldum og líklegri til að ná að safna sparifé en þeir sem kysu aðra flokka. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru líklegri til að safna sparifé en hinir.

Fátækar fjölskyldur eru margar ef marka má þjóðarpúlsinn. Fjórir af hverjum tíu sögðu einhvern í nánustu fjölskyldu sinni búa við fátækt. Og það er meira en í fyrri þjóðarpúlsum. Árið 2007 var aðeins tæpur fjórðungur sem taldi einhvern í nánustu fjölskyldu sinni búa við fátækt. Hlutfallið var komið í 35 prósent árið 2011, í 37 prósent árið 2012 og 40 prósent í síðasta mánuði. ruv.is


Flott ef að leyndinni verði aflétt! En væri gott að það yrði gert áður!

Vigdís gjörn á að misskilja hluti og rasa um ráð fram. Væri betra að einhver annar gerði það. Get ekki séð hvaða meðgjöf hún talar um því það hefði væntanlega komið fram í fjárreiðum ríkisins sem og við eigum nú Íslandsbanka þannig að kröfuhafar hafa væntanlega ekki tekið neitt út úr nýju bönkunum. Og Landsbankann eigum við og höfum átt síðan í hruninu. Minni á að bankarnir nýju fengu vissulega meðgjöf en það var skildist manni til að tryggja innlendar innistæður. Mér er nákvæmlega sama þó sum að skuldsettu fyrirtækjunum hafi farið á hausinn og verið endurskipulögð. Ef þar var ekki um lögbrot að ræða. Get ekki með neinu móti séð af hverju að Steingrímur persónulega hefði átt að taka BM - Vallá af Viglundi. Og BM- Vallá síðan afhent einhverjum framsóknarmanni. Hvaða gróða hefði Steingrímur átt að hafa af því? Vona að Vigdís sé nú ekki að vinna þetta með Víglundi sjálfum. Og vona hennar vegna að hún standi þá fremst í að láta rannsaka einkavæðinguna 2002 eða 3


mbl.is Birtir gögn um seinni einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

-Gula hættan- og fleiri hættur sem hafa steðjað að okkur Íslendingum

Þegar ég var lítill að alast upp í Kópavogi fréttum við krakkarnir af manni sem stóð lönguum í fjörunni því hann vildi vera fyrstu til að vara okkur við þegar að Japanir mundu koma í skipsförmum að leggja landið undir sig. Því þá var sagan þannig að Japan væru mjög landlítil þjóð og því væri það bara árs spursmál hvenær þeir þyrftu að leggja undir sig önnur lönd bara til að búa á.

Áður en þetta var þá var varað mjög við að þeldökkir bandarískir hermenn fengju að fara út út herstöðinni því það yrði hræðilegt ef þeir myndu valda einhverjum skemmdum  á hinu hreina erfðaefni Íslendinga.

Í áratugi höfðu menn nær algjöra vissu fyrir þvía ð helsta markmið Sovétríkjana væri að leggja undir sig Ísland.

Fyrir hvað 30 árum voru menn að vara við að taka við flóttamönnum frá Vietnam því þeim mundu fylgja gríðarlegur fjöldi ættingja og óskyldra sem mundu leggja undir sig Ísland.

 

Fólk sem var á móti EES sagði að innan fárra ára yrðu Evrópumenn búnir að kaupa hér upp öll fyrirtæki og allar jarðir og við yrðuum bara leiguliðar.

Fyrir árum eða áratugum þá höfðu menn gríðarlegar áhyggjur af því að austur evrópubúar myndu leggja undir sig Ísland af því hér væri svo gott að búa. En staðeyndin er að við værum sennilega ekki að vinna allan þennan fisk, sum byggðarlög væru aflögð og ekki væri hægt að byggja allt þetta atvinnuhúsnæði og íbúðahúsnæði ef þeir kæmu ekki til.

Nú fyrir nokkrum árum voru menn vissir um að Kínaverjar ætluðu að leggja undir sig Ísland t.d. með því að kaupa Grímsstaði.

Og nú er það hræðsla við múslima sem þarf ekki að skýra.

Hvenær ætla menn að hætta að trúa þessu um að við Íslendingar  og Ísland séu svo eftirsóknarverð að allur heimurinn vilji helst af öllu flytja hingað?  Og hefur reynslan ekki sýnt okkur að þeir útlendingar sem hingað hafa flutt hafa bara komist nokkuð vel af? Og hræðslan við þetta hefur reynst bull.


Svona til upprifjunar vegna umræðu um Guðna Th og Icesave

Nú keppast allir við að reyna að klína einhverju á Guðna Th og fer Davíð Oddsson þar fremstur í flokki. En menn eru auðsjáanlega farnir að ruglast eitthvað í sögunni.

Fyrst um samningana:

  • Svavarssamningurinn var aldrei afgreiddur út úr Alþingi.
  • Þingmenn sátu yfir honum og settu inn allskonar fyrirvara sem síðan var afgreitt síðsumars samþykktur af Alþingi.
  • Olafur Ragnar skrifaði undir þau lög.
  • Bretar og Hollendingar samþykktu ekki þessa útfærslu og því var gengið aftur til samninga
  • Sá samningur sem náðist þá var samþykktur af Alþingi en forseti synjað þeim lögum samþykktar eftir undirskriftasöfnun.
  • Þá var enn og aftur reynt að semja og Lee Bucheit leiddi þá samninga og náði mjög ásættanlegum samningum skv því sem hann sagði. Alþingi samþykkti þá en forsetinn synjað þeim undirritunar eftir undirskriftasöfnun og þeir voru feldir í þjóðaratkvæðagreiðslu 60/40

Guðni Th var jú á þessum tíma sagnfræðingur og því bara almennur borgari. Hann kom ekkert að þessum samningum eins og við flest. Hann hefur sagt að hann greiddi atkvæði gegn Icesave 2 en sagði já vð Icesave 3 enda treysti hann á dómgreind manns sem var með þeim fremstu í heiminum í svona samningum.

Ég er svona að velta fyrir mér í vitleysis rausinu sem nú gengur að fólk sé bara ekki alveg í lagi. Ólafur neitaði að skrifa undir eftir að hafa fengi undirskriftir tugþúsunda manna. Hvað hefði Ólafur gert ef svo hefði ekki verið? Heldur fólk virkilega að Guðni hefði ekki gert slíkt hið sama ef hann hefði verið í stöðu Ólafs og fengi slíka áskorun?


Væri gaman að einhver benti Gunnari Braga á eftirfarandi:

Þegar hann talar um að aðrir þurfi ekki að borga fyrir að nýta aðrar auðlindir þjóðarinnar. Þetta er bara ekki sambærilegt. Ríki eða sveitarfélög eiga nær öll raforkufyrirtæki sem nýta vatnsaflið. Hagnaður af því fer því til almennings.  Það er talað um að setja skatt á þá sem eru að skoða nátturuperlur sem á að renna í ríkissjóð. Það er nær alveg sama hvar borið er niður menn eru að borga fyrir að nýta sér auðlindir í eigu þjóðarinnar.


mbl.is Veiðigjöld ekki sanngjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir þá sem kætast nú yfir löku gengi Samfylkingarinnar!

Það er margir þessa dagana sem gleðjast gríðarlega yfir slöku gengi Samfylkingarinnar. M.a. hér á blog.is. Gott og vel. Fyrir mér er ekkert höfuð atriði að Samfylkingin lifi eða hverfi svo lengi sem að Jafnaðarhugsjónin eigi sér einhvern farveg annan þá. Fólk skildi athuga að verkalýðishreyfingin og um leið jafnaðarmenn hafa staðið fyrir flestum þeim framförum í réttindum fólks og lífsgæðum sem fólk hefur öðlast síðustu 100 árin. Það er alveg sama hvar menn bera niður. Fólk getur bara byrjað á stöðunni eins og hún var upp úr aldamótunum 1900 og fram til dagsins í dag. Og enn er verk að vinna. Í raun eru flestir íslendingar jafnaðarmenn í raun en hafa látið telja sér trú um að aðrir flokkar og stefnur standi vörð um það líka en gleyma því að sérhagsmunalið okkar eins og stóreignamenn og handhafar auðlindana hafa þar gríðarleg ítök og koma til með að standa gegn öllum breytingum sem snerta stöðu þeirra eins og t.d. aukin völd til fólksins

Var að lesa grein eftir Valgerði Bjarnadóttur þar sem hún kemur einmitt inn á þau atriði sem enn þarf að laga.

Við eigum að vera óhrædd við að búa til samfélag þar sem öflugt atvinnulíf blómstrar. Það atvinnulíf á að borga starfsmönnum sínum kaup sem gerir þeim kleift að búa sér blómlegt líf.

Við eigum að vera óhrædd við að dreifa skattbyrðinni þannig að þeir fáu ríku greiði ríflega skatta. Þannig er hægt að létta skattbyrðinni á þeim sem minna hafa.

Við þurfum að sameinast um að arðurinn af þjóðarauðlindum renni til fólksins í landinu. Búið er að tala nógu lengi um það. Arðurinn af auðlindinni á að gera okkur kleift að standa undir öflugu velferðarkerfi .

Við þurfum nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem dregur úr pólitísku valdi stjórnmálaflokka og færir meira vald til fólksins. Stjórnarskrá sem tryggir jafnan atkvæðisrétt, tryggir aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds og tryggir meira gagnsæi í öllum stjórnarháttum.

Sérhagsmunaöflin í landinu eru sterk, það er ekki nýr sannleikur. Sérhagsmunaöflin vilja, eðli málsins samkvæmt, engar kerfisbreytingar. Þau vilja óbreytta stjórnarskrá, óbreytta stjórn á auðlindunum og fyrst og síðast óbreytta stöðu sína. Stöðu sem þau hafa notað og vilja nota áfram til að deila og drottna.

Áskorunin er að brjóta sérhagsmunaöflin á bak aftur. Um það verkefni þarf breiða samstöðu ef við ætlum ekki að hjakka áfram í sama farinu. Við megum ekki láta stjórnmálaflokka, sem stofnanir, byrgja okkur sýn. Við verðum að hugsa stórt. Við verðum að horfa lengra en nemur okkar eigin sérhagsmunum og sameinast um það meginverkefni að brjóta sérhagmunaöfl á bak aftur og hugsa um almannahag.

Eins þá skammast hún í samfylkingarfólk fyrir umræðuna sem setur flokkinn og tilveru hans umfram hugsjón um jöfnuð sem er eimitt málið. Stjórnmálaflokkur er ekki fótbolta lið. Hann er hópur fólks með sameiginleg lífsgildi og framtíðarsýn. Flokknum má fórna ef það verður til þess að vinna stefnunni brautargengi.


Sýnist að Guðni Th. Davíð, Andri og allir hinir geti hætt við.

Sá könnun sem er í gangi nú á utvarpsaga.is sem sumir bloggarar /t.d. Jón Valur) vitna óspart í segja örugga mælingu, að allir nema Sturla Jónsson geta nú bara hætt við framboð sitt og tekið þessu rólega því Sturla er búinn að busta þetta.

konnunutvarpsaga_1281880.jpg


mbl.is Framboð Davíðs kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyndirákvörðun Davíðs?

Hef bloggað um það fyrir mörgum dögum að þetta stæði til. Skylst að nú þegar sé búið að safna undirskriftum og um leið bendi ég á grein Hannesar Hólmsteins fyrir viku síðan. Þetta er alveg þaul skipulagt og var ákveðið fyrir löngu.


mbl.is Davíð býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði vera jákvæður í kvöld og fara fyrir árangur ráðherra þessarar ríkisstjórnar

Kom mér á óvart að það er erfitt að finna málefni hjá sumum ráðherrum sem hægt er að hrósa fyrir:

Ragnheiður Elín: Hvaða stóru mál hefur hún komið í gegn? Ekki komnar neinar almennilegar áætlanir ti framkvæmda um móttöku ferðamanna og stefnir í algört neyðarástand á næstu misserum.

Sigurður Ingi: Hvaða stórum málum hefur hann komið í gegn sem Sjávarútvegs og Landsbúnaðarráðherra? Jú lækka veiðigjöldin, rústa Fiskistofu, mein gallaðan Búvörusamning og fleira

Eygló: Hún hefur jú talað um gríðarlega þröf á ýmsum breytingum varðandi húsnæðismál en mjög litið er komið til framkvæmda eftir 3 ár.

Gunnar Bragi: Man ekki eftir neinu sérstöku.

Illugi: Hann hefur jú reynt að standa vörð um RUV að einhverju leiti. Hann náði í gegn styttingu á menntaskólunum sem við eigum eftir að sjá hvernig virkar. Hann er að láta vinna skerðingar á námslánum og mörg mál í hens ráðuneyti sem eru ókláruð.

Kristján: Hefur jú náð að kreista smá auka pening í heilbrigðiskerfið en vinnur nú að því að hækka lækniskosnað meirihluta Íslendinga og eins á að opna á einkavæðingu i heilbrigðiskerfinu.

Ólöf Norðbdal hefur engum stórmálum komið í gegn þó ég kunni að mörguleit vel við hennar vinnu. Hún hefur jú stytt biðtíma hælisleitenda og fyrir það ber að þakka. Og er með ýmismál í gangi. En ekki hefur henni gengi að ná í fjármagn t.d. til að bæta vegakerfið til að taka á móti aukinni umferð ferðamanna um landið.

Sigrún hefur um margt staðið sig vel sem umhverfisráðherra ennþá en byrjaði reynar seint þar sem að ríkisstjórnin taldi ekki þörf á að hafa umhverfisráðuneyti.

Bjarn hefur um margt staðið sig ágætlega sem fjármálaráðherra en þó hefur hann unnið kerfisbundið að því að létta skattbirgði af þeim hæst launuðu en látið skattbirgðina í staðin vera lítið breytta á þeim sem lægst hafa launin. Og svo hræðist maður næstu framtíð m.a. hvernig verður farið með allar þær eignir sem ríkið á í dag en verða seldar á næstunni.

Svo hröklaðist Hanna Birna og Sigmundur frá.

 

Veit það ekki en mér finnst skolli margir ráðherra hafi í raun ekki ráðið við verkefni sín. Að minnsta kosti er árangur þeirra ekki mikill eftir 3 ár í stjórn


Menn skildu átta sig á að nú stendur barátta yfir um framtíð Íslands!

Nú um þessar mundir ætti fólki að vera ljóst að það sendur barátta yfir um framtíð Íslands. Í öðrum hópnum stendur hópur og flokkar sem hafa það æðsta markmið að verja ákvaðna valdastéttir og ættir sem hafa um áratugaskeið notið hér forréttinda og verið hjálpað til að brjóta undir sig flestar þær eignir og auðlindir sem þjóðin á. Þessi hópur ætlar ekki að sleppa þessu taki sem þeir hafa haft án baráttu. Menn muna lætin hér út af veiðigjöldum, auðlegðarsköttum og gegn öllum þeim breytingum sem gætu svipt þau auði sínum. Þeir hafa beitt brögðum t.d. til að reyna að eyðileggja vinnu við nýja stjórnarskrá, koma í veg fyrir réttlátara skattakerfi og eins til að koma í veg fyrir að hingað gæti borist samkeppni frá útlöndum sem gæti lækkað hagnað þeirra.

Ef ekki hefði komið til öflug andspyrna þá væru þeir komnir enn lengra í þessari vinnu sinni að mylja allt undir sig. Í raun er Austurvöllur og samfélagsmiðlar búnir að sanna ágæti sitt með því að hræða þá flokka sem sinna þeim frá því ráðast í miklu stærri og verri verk. Það væri örugglega búið að tryggja þessum hóp aðgang að kaupum á nýju bönkunum, auðvelda þeim að koma með fjármagnið sitt sem þeir hafa geymt erlendis og fá að kaupa hér banka og fyrirtæki á afslætti.

Þessi hópar halda uppi gríðarlegri hagsmunagæslu. M.a. hika þeir ekki við að kaupa heilu dagblöðin til að standa í baráttu sinni. Þeir beita ýmsum hræðsluáróðri og versta er að allt of stór hluti almennings kaupir þetta.  Fólk fattar ekki að þessi hópur stendur fyrir óbreyttu Íslandi og engum framförum því það henntar þeim ekki. Þeir fá að valsa með sínar krónur og eignir erlendis og taka erlend lán á meðan að við erum hér með okkar kjör og krónu sem getur jú fallið við minnsta hnerra frá útlöndum. Við fáum að vera með Íslenska vexti og verðtryggingu á okkar lánum á meðan. Reynar er allt rólegt í augnablikinu af því að við erum höftum! En það verður ekki endalaust því það hentar ekki þeim ríku.

M.a. held ég að þeir eigi eftir að beita sér rosalega bæði nú í vali á forseta landsins og svo næsta haust þegar kosið verður til Alþingis.

Það er ljóst að ef fólk vill réttlátara samfélag þá verða að verða hér breytingar. Breytingar eru undirstaða þróunar. Og án þeirra verðum við bara sama gamla Ísland þar sem nokkur þúsund manns ráða hér í raun öllu. Og fá stærstan hluta af kökunni á meðan við almenningur borgum fyrir það.


Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband