Leita í fréttum mbl.is

Kristinn "Sleggja" H Gunnarsson tjáir sig um samning HÍ og menntamálaráðuneytis

Kristinn bendir á það á pisli sínum sem er alveg rétt að menntamálaráðherra er nýbúinn að skrifa undir samning sem að ekki var gert ráðfyrir í fjárlögum þessa árs. Og skv. lögum hafa ráðherrar ekki leyfi til að skrifa undir samninga um umtalsverð fjárútlát án þess að leita samþykki Alþingis. Í pisli sínum segir hann m.a.

En ekki er allt sem sýnist. Samningurinn hefur ekki verið kynntur á Alþingi og þar liggur fjárveitingarvaldið. Einhverra hluta vegna varð viðbótarframlagið í fjálögunum fyrir 2007 aðeins 300 milljónir króna en ekki 640 milljónir króna. Hvers vegna var það? Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því. Þá er það spurningin hvernig efndir verði með þær 7600 milljónir sem lofaðar eru í samningnum næstu fjögur árin einmitt í ljósi afgreiðslu fjárlaga 2007.

Þegar samningurinn er skoðaður kemur nefnilega í ljós, það sem gleymdist alveg að segja frá í fréttatilkynningu og umfjöllum fjölmiðla, að hann er undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis um fjárveitingar á ári hverju. Það er lóðið. Ráðherra getur ekki samið fjárlög íslenska ríkisins næstu fjögur árin með einni undirskrift, fjárveitingarvaldið liggur hjá Alþingi. Samningurinn er þegar allt kemur til alls aðeins viljayfirlýsing. Pólitísk yfirlýsing ráðherrans og eftir atvikum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir eftir að umboði þeirra lýkur.

Slíkar yfirlýsingar eiga frekar heima í kosningastefnuskrá flokkanna og mér finnst það gagnrýnivert þegar ráðherrar leika þennan leik og blanda saman stöðu sinni sem ráðherrar og frambjóðendur. Umræddur samningur hefur hvorki verið kynntur né samþykktur í stjórnarflokkunum, svo mér sé kunnugt um. Vilji ráðherrann hrinda ákvæðum samningsins í framkvæmd á hann að snúa sér til Alþingis og leggja fram frumvarp. Geri hann það ekki er ekkert fast í hendi. Næsta ríkisstjórn er ekki skuldbundin.

Þær eru margar viljayfirlýsingarnar sem reynast lítils virði þegar á reynir, svo sem dæmin sanna. Jafnvel viljayfirlýsingar Alþingis sjálfs í formi vegaáætlunar voru þunnar í roðinu þegar til efndanna kom og nægir að minna á hina metnaðarfullu vegaáætlun sem samþykkt var fyrir síðustu Alþingiskosningar en var svo skorin sundur og saman eftir

Þetta er náttúrulega alveg rétt hjá honum


Eru menn að tala um að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin tali óskýrt?

Ég verð nú að segja að þetta finnst mér skýrara heldur enn að aðrir (nema VG sem er á móti skv. venju) sem hafa talað um evruna.

Framsókn þar eru hver höndin upp á móti annarri. Sjálfstæðismenn þar eru að verða kynslóðaskipti og hallarbylting. En við vitum að þegar að flokkseigendur (fyrirtækin) skipa þeim þá hlaupa þeir til og skipta um skoðun í ESB. Frjálslyndir vilja hafa allann varan á með útlendinga og samskipti við þá. En Ingibjörg tekur af allan vafa um vilja Samfylkingar um leið og hún viðurkennir að þetta geti tekið tíma:

Fréttablaðið, 14. jan. 2007 09:00

Segir hagstjórnina hafa verið óábyrga

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að hagstjórn ríkisstjórnarinnar hafi verið óábyrg á kjörtímabilinu. Hún vísar gagnrýni Geirs H. Haarde forsætisráðherra til föðurhúsanna.

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins á föstudag sagði Geir að tal þingmanna Samfylkingarinnar um upptöku evrunnar grafi undan krónunni.
„Ríkisstjórn Geirs ber ábyrgð á því ójafnvægi sem er hér á landi á mörgum sviðum. Íslenskur almenningur þarf að greiða hæstu vexti af lánum á vesturhveli jarðar, býr við hæsta matarverð sem þekkist á byggðu bóli. Hér eru verðtryggð lán á verðbólgutímum og krónan er afar óstöðug," segir Ingibjörg.

Helstu mistökin í hagstjórninni að mati Ingibjargar var tímasetningin á skattalækkunum og þær breytingar sem gerðar voru á Íbúðalánasjóði sem hún segir að hafi verið afar þensluhvetjandi.

Að hennar mati reyna íslensk fyrirtæki að leita sér skjóls í erlendum gjaldmiðlum til að losna undan afleiðingum hagstjórnar ríkisstjórnarinnar. „Íslenskur almenningur og smáfyrirtæki koma litlum vörnum við og þurfa að búa við þetta ástand. Geir H. Haarde á að líta sér nær og axla ábyrgð í stað þess að gagnrýna þá sem benda á hversu slæm hagstjórnin hefur verið. Hann getur ekki komið sér undan ábyrgð með því að nota Samfylkinguna sem blóraböggul," segir Ingibjörg.

Hún segir að til þess að viðhalda jafnvægi á Íslandi í framtíðinni þurfi Íslendingar að ganga í Evrópusambandið (ESB) sem er skilyrði fyrir því að evran verði tekin upp. Ingibjörg bendir hins vegar á að til þess þurfi hagstjórnin að batna. „Eins og er þá getur Ísland ekki orðið aðili að Myntbandalagi Evrópusambandsins því við uppfyllum ekki þau skilyrði sem gerð eru til aðildarþjóðanna vegna þeirrar stöðu sem er hér í efnahagsmálum.

Við þurfum að ná niður verðbólgunni, draga úr gengissveiflum og náum vöxtunum niður til þess að uppfylla þessar kröfur. Þess vegna þurfum við að byrja á að undirbúa inngöngu í ESB núna því það mun taka tíma að breyta þessum þáttum," segir Ingbjörg, og bætir því við ef farið verði út í allar þær stórframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru hér á landi, til dæmis byggingu álvers í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík muni þetta jafnvægi ekki nást því framkvæmdirnar muni auka þenslu.
Ingibjörg segir að ef Íslendingar setji sér það skýra stefnumið að verða aðili að Myntbandalaginu þá muni það aga hagstjórnina og veita stjórnvöldum aðhald.

Formaðurinn talar um að skapa þurfi víðtæka sátt um það í samfélaginu að ná jafnvægi í hagstjórnina og uppfylla skilyrði Myntbandalagsins. „Það þurfa allir að leggjast á árárnar til þetta markmið náist: stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin, bændasamtök og öflug almannasamtök. Þetta var gert með þjóðarsáttinni í lok níunda áratugarins sem kvað niður verðbólguna sem var hér á landi. Hún stuðlaði að jafnvægi í samfélaginu og það er hægt að endurtaka leikinn." 


Leiðinlegt þegar að menn eru að reyna að svindla í skoðunarkönnunum

Ég hef haft hérna á síðunni kannanir til gamans. Þar sem ég hef verið að spyrja fólk um hvað það ætlar að kjósa. Nú í nótt byrjaði einn snillingurinn að dæla inn atkvæðum. Þetta var auðsjáanlega sjálfstæðismaður og á móti ESB. Ég er með teljara á síðunni...

Hvað vilja kjósendur fá að vita um stefnu flokkanna í vor?

Nú þegar kosningar nálgast óðfluga þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvað það er sem við almennir kjósendur viljum fá að heyra um frá flokkunum áður en við tökum ákvarðanir um hvern við kjósum. Hér á eftir eru spurningar sem ég vill fá svör við:...

Þá er búið að taka þennan möguleika frá manni

OK þá er þetta ekki möguleiki í átakinu sem átti að byrja í Janúar. www.ruv.is Fyrst birt: 13.01.2007 18:59 Síðast uppfært: 13.01.2007 20:12 Tengsl Herbalife og lifrarbólgu skoðuð Sex hafa greinst með svæsna lifrarbólgu og verið lagðir inn á...

Við ættum að skammast okkar.

Hef verið að fylgjast með umfjöllun um málefni heyrnarlausra nú síðustu daga. Og þann hörmulega veruleika að um þriðjungur þeirra hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Þetta hefur aðalega gerst í þessum alræmdu heimavistarskólum sem börn voru send...

Ef hann er að auglýsa eftir tillögum þá eru hér nokkrar

 Bush er að auglýsa eftir tillögum um aðrar aðgerðir heldur en að fjölga Bandarískum hermönnum í Írak. Að Bandaríkin feli Sameinuðuþjóðunum yfirumsjón með aðgerðum þarna. Að Bandaríkjaher láti Írökum eftir að sjá um sín mál sjálfir.  Margir Írakar bent á...

Ætli 3 sætið hafi verið selt fyrir 2 milljónir

Ef að svo færi að Hallgrímur lenti þar væri framsókn endalega búin að kúka á sig. Og svo væri þess virði að skoða ef hann fengi ekki sætið, hvort hann fengi þá sæti í feitri nefnd.  Í framhaldi af því er þess virði að minna á orðróminn um að Kristinn H...

Fæðingarorlofssjóður á Hvammstanga

  Var að lesa um að Fæðingarorlofssjóður var að flytja til Vinnumálastofnunar og þá um leið til Hvammstanga. Um leið var sagt að þetta yrði ekki neinn munur fyrir fólk þar sem að Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar tækju að sér að þjónusta þá sem...

Afhverju þú ættir ekki að kjósa Framsókn

Bendi á ágætan pistil Össurar um framgöngu Framsóknar í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hvernig það birtist í málefnum RÚV og fleiru. Í pisli sínum sem heitir "Hugsjónir Framsóknar á útsölu" segir Össur m.a . Þegar Sjálfstæðisflokkurinn...

Nei nú segjum við stopp. Hann fær þetta ekki !

Erlent | mbl.is | 12.1.2007 | 15:30 Joseph Biden, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur varað Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við því að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi ekki heimild til að senda...

Brjóstastækkandi Bjór

Karlmenn í Evrópu streyma nú til Búlagríu til að kaupa "Brjósta stækkandi bjór" eftir að tollar á honum féllu niður vegna inngöngu Búlgaríu í ESB. Bjórinn er framleiddur úr gerjuðu hveiti selst eins og heitar lumur til veitingastaða og til verslana um...

Alveg er þetta dæmigert fyrir vini okkar í Vestri

Ekki að segja að menn eigi að vera kyssa alla út og suður en viðbrögðin við þessu eru kannski dæmigerð fyrir dóms og réttarkerfið þarna. Þetta fannst mér sérsaklega skemmtilegt: Segir Crozier að lögregla sem rannsaki málið hafi tjáð honum að þar sem...

Heimskustu kjósendur heims - Íslendingar.

Ég er oft skammaður fyrir að vitna í Jónas Kristjánsson en ég hef gaman af honum. Og oft ratast honum orð á síðu sem ég er alveg sammála. Og í dag er þetta eins og talað úr mínu hjarta: Af www.jonas.is   12.01.2007 Margfalt heimsmet Heimskustu kjósendur...

Vantar þig klósett sem gæti komið þér í Innlit /Útlit.? Þá ættir þú að skoða þetta!

Ert þú búinn að setja marmarann á allt inn á klósetti hjá þér?  Nudd og gufu í sturtuna? Hornbaðkar og krana hannaða af fremstu hönnuðum og ekkert getað breytt síðustu ár?. Þá er nú kjörið að fara á netið og panta sér það allra nýjasta en það er...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2007
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband