Leita í fréttum mbl.is

Við ættum að skammast okkar.

Hef verið að fylgjast með umfjöllun um málefni heyrnarlausra nú síðustu daga. Og þann hörmulega veruleika að um þriðjungur þeirra hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Þetta hefur aðalega gerst í þessum alræmdu heimavistarskólum sem börn voru send á frá 4 ára aldri til 18 ára. Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt. Að blessuð börnin fengu þá mynd að svona hegðun væri bara hluti af lífinu.  Bendi á bloggið hennar Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur /nokkrar færslur /þar sem hún fjallar um þetta mál. Þar segir hún m.a.

Þetta þreifst í skjóli þess að táknmál var bannað og talmálsstefna við líði.  Foreldrum ungra barna sem greinst höfuð heyrnarlaus var bannað að læra táknmál á forsendum þess að það væri börnunum ekkert til góðs, þá lærðu þau síður að tala, en hvernig læra börn að tala annars ef þau heyra ekki hvernig orðin hljóma?  Þessu var haldið fram fyrir mörgum árum síðan og í 100 ár var táknmál bannað, það var ákveðið á svokölluðum Mílanófundi árið 1880 þegar kennarar heyrnarlausra hittust og ákváðu að vera samstíga í því að kenna heyrnarlausum að tala og því yrði ekkert táknmál viðhaft við kennslu heyrnarlausra framar.  Þann dag sem þetta var ákveðið upphófst svokallað einangrunartímabil og talmálsstefnan hafði yfirhöndina í allri kennslu heyrnarlausra um gjörvalla Evrópu og íslendingar aðhylltust henni líka. Og afleiðingarnar blasa við nú.  Ég ætla nú varla að fara að rekja upp söguna hérna, en sem betur fer vita menn betur í dag og táknmál er  fullgilt mál..

En í dag eru líka fréttir af þeim hörmungum sem Sigurlín sjálf lenti í gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Þar sem að hún fékk ekki blóðprufu til að mæla blóðsykur. Og svo hélt þessi saga áfram á mörgum stöðum . m.a. heilsugæslunni, læknavaktinni og á fleiri stöðum.

Sbr: mbl.is

LANDLÆKNIR hefur skrifað Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um mál Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, varaþingmanns Frjálslynda flokksins og táknmálsþulu. Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sagði Sigurlín, sem hefur greinst sykursjúk, að hún hefði ekki fengið að vita niðurstöðu blóðprufu sem hún fór í á bráðamóttöku LSH. Niðurstaðan sýndi mjög há blóðsykursgildi eins og Sigurlín komst síðar að.

"Sé rétt eftir haft, sem ég dreg ekki í efa að óreyndu, hefur eitthvað brugðist," segir Matthías Halldórsson landlæknir. "Ég hef sérstaklega óskað eftir að þeir [LSH] geri grein fyrir verkferlinu þegar fram kemur afbrigðilegt prófsvar þótt skoðun kunni að vera eðlileg og sé ákveðið verkferli til, hvað þá hafi farið úrskeiðis."

Yfirlæknir ætlar að kalla Sigurlín á sinn fund

Sigurlín hafði áður verið neitað um blóðsykursmælingu á Heilsugæslustöðinni í Garðabæ á þeirri forsendu að læknir yrði að fyrirskipa slíka mælingu. Þurfti hún að bíða í 12 daga eftir tíma hjá lækni. Matthías segir yfirlækni heilsugæslunnar hafa tilkynnt landlæknisembættinu nýverið að lokað yrði fyrir nýskráningar á stöðina tímabundið vegna mikils álags en ekki hafi verið annars getið en að þeim sem þegar væru skráðir yrði sinnt.

 

"Í kjölfar fréttar um mál Sigurlínar ræddi ég við yfirlækninn," segir Matthías. "Hann sagði að þegar skráður sjúklingur hringdi og teldi sig þurfa tíma fljótlega og ekki væru lausir tímar hjá lækni, þá fengi viðkomandi símtal við hjúkrunarfræðing sem mæti þörfina. Þar kynni því að hafa komið upp misskilningur varðandi Sigurlín og talið að einungis væri spurning um blóðprufu, sem þá væri ekki sérstaklega aðkallandi. Þeir ætla hins vegar að fara ofan í málið, kalla Sigurlín á sinn fund með túlki og sjá hvort rétt sé að þetta sé skýringin. Þeir munu síðan senda mér skýrslu um sína niðurstöðu og ég mun kanna hvort hún telji þetta rétt eftir haft."

Við þurfum hið snarasta að gera bragarbót og tryggja heyrnarlausum þá þjónustu sem þeir þurfa þegar þeir þurfa.


mbl.is Tillögur um aukna ráðgjöf fyrir heyrnarlausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já Þrymur þetta minnti mig líka á það að í Kastljósi held ég fyrir 1 eða 2 árum var fjallað um aðstöðuna þarna á þessum heimavistarskóla. Það fannst manni ömurlegt og svo bætist þetta við um hvað var svo að gerast þarna innan dyra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.1.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband