Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin og mannréttindi fara bara ekki saman

Var að lesa frétt um það að bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt reglur um starfsemi dómstólanna sem eiga að dæma í málum fanganna í Guantanamo.

Í reglunum kemur m.a. fram: Við réttarhöldin megi styðjast við og nota óstaðfestan orðróm. Sem og að notast megi við upplýsingar sem fengnar eru með pyndingum. Eins má halda sönnunargögnum leyndum fyrir sakborningi.

Er þá hægt að kalla þetta réttarhöld? Væri ekki bara betra að lýsa því yfir að þeir ætli aldrei að sleppa þessu fólki hvort sem það er saklaust eða ekki?

Er ekki kominn tími til að Bandaríkin fari að taka til heima hjá sér og koma einhverjum til valda sem hafa snert af skynsemi og geta komið viti fyrir starfsmenn ráðuneyta þar.


Skoðanarkönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkana

Það hafa verið skrifuðu ófá blogg um hversu illa samfylkingin kemur út úr þessari könnun. En ég hef mínar efasemdir um hversu marktæk þessi könnun er:

Fyrir það fyrsta þá eru ekki nema svona um 450 sem gefa upp afstöðu sína. Sem þýðir að það er rétt rúmlega helmingur aðspurðra. Um 42,7% gefa ekki upp afstöðu sína sem er alveg merkilega mikið.

Eins finnst mér merkilegt hversu lítið er gert úr því að Framsókn er orðin minnsti flokkur landsins. Framsókn hefur tapað um 60% af fylgi sínu miðað við þetta. Síðan bendi ég á að hér til hliðar er skoðunarkönnun hjá mér á síðunni og ég held að hún gefi mun réttari mynd af stöðunni í dag. Hún er þó byggð á 970 atkvæðum. Fréttablaðið hefði líka átt að gera meira úr því hversu margir eru óákveðnir. Og geta um það hvort að svarhlutfall sé 100% eða hvort þetta er byggt á þeim sem svöruðu.

Annars bendi ég á bloggið hennar Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvernig hún lítur á stöðu Samfylkingar skv. þessari skoðanakönnun

Og svo var ég að lesa bloggið hans Árna Rúnars Þorvaldssonar forseta bæjarstjórnar á Hornafirði. EN þar segir hann m.a.

Um fátt er meira rætt nú um mundir í bloggheimum sem og öðrum heimum en meint fylgisleysi Samfylkingarinnar. Ótrúlega margir spekúlantar finna sig knúna til þess að útskýra stöðu Samfylkingarinnar. Flestir spekinganna virðast vera sammála um að kenna megi formanni flokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um slakt gengi flokksins.

Sömu spekinga vil ég minna á það að eitt sinn var fylgi Samfylkingarinnar undir stjórn Össurar Skarphéðinssonar komið niður í 11% og raddir urðu háværar um að skipta þyrfti um forystu í flokknum. En í stað þess hlaupa á eftir skoðanakönnunum flykktu menn sér á bak við formanninn sinn og studdu hann með ráðum og dáð. Upp úr fylgislægðinni vann flokkurinn sig svo í síðustu kosningunum með eftirminnilegum hætti.


Þessar fréttir segja sitt um ástandið í Palestínu

Alltaf þega heimurinn er farinn að halda að eitthvað sé að rofa til þarna þá koma upp svona mál hjá Ísraelsmönnum: Frétt af mbl.is Solana brugðið yfir útbreiðslu byggða gyðinga á Vesturbakkanum Erlent | mbl.is | 22.1.2007 | 8:58 Javier Solana, sem fer...

Þörf á breyttum áherslum við ofbeldi.

Mér ofbýður gjörsamlega allt þetta ofbeldi sem kemur orðið upp nær daglega hér á landi. Ég held að það sé full þörf á því að breyta áherslum í lögum og dómum varðandi þetta. Mér finnst að  ofbeldi þar sem fólk er slegið með áhöldum, þar sem fólk er kýlt...

Vaxtaokur íslenskra banka, okurverð á matvælum og ónýt króna

Var að horfa á Silfur Egils í kvöld og viðtal hans við Guðmund Ólafsson hagfræðing. Þetta var skemmtilegt viðtal og skýringar Guðmundar þannig að maður skildi þær. Nokkur atrið sem ég man sérstaklega eftir: Vaxtaokrið: Guðmundur sýndi fram á að bankarnir...

Bíddu Bjarni Ármannsson er þér farið að langa í Landsvirkjun?

Ég verð nú að segja að maður trúir þessu rétt mátulega þegar bankastjóri talar sem er nýbúinn að stofna með öðrum orkufyrirtæki eða fyrirtæki til að fjárfesta í orkugeiranum hér og erlendis.. Og fer svona tala um að það að einkavæða orkugeiran yrði til...

Ahyglisverðar kosningar framundan á suðurlandi.

Nú er framundan annsi skrautleg kosningabarátta á Suðurlandi. Hvað ætla suðurnesjamenn að kjósa. Þeir eiga ekki marga fulltrúa í sætum sem líkleg eru til að verða þingsæti.´ Með því að greiða Sjálfstæðismönnum atkvæði sitt þá hjálpa þeir Árna Johnsen inn...

Auðmenn koma til með að losna við RUV nefskattinn

Var að lesa frétt á visir.is að til að nýja frumvarpið um RUV gerir ráð fyrir að þeir sem hafa eingöngu tekjur í formi fjármagnstekna koma ekki til með að borga nefskattinn fyrirhugaða sem á að taka upp í tengslum við oHf væðingu RUV. Það er nú ekki hægt...

Þetta eru arabískir furstar og milljarðamæringar í Rússlandi að gera líka

Ég veit að þau hjónakornin voru að gefa milljarð í velgjörðarsjóð, en ég verð að segja að fólk sem hefur efni á að kaupa skemmtikraft í afmælisveislu upp á tugi ef ekki hundruð milljónir borgar ekki nóga skatta. Þar sem að hann er í fjárfestingum borgar...

Páll Vilhjálmsson er bara ekki alveg í lagi.

Ég var að lesa bloggið hans Páls Vilhjálmssonar um þessa frétt. Hann náttúrulega eins og aðrir hrósar þeim og ekkert með það því það gera  allir og ég líka. Frábært framtak hjá þeim. En síðan gengur hann bæði fram af mér og í raun aftur úr mér með...

Gunnar I Birgisson er dóni!!!!!!!!!!!!!!!!

Var að lesa Fréttablaðið áðan og rakst á grein um uppbyggingu á Glaðheimasvæðinu. Þar er verið að fjalla um áhyggjur Garðbæinga af umferðaraukningu og að Samfylkingin í Kópavogi telur að þau hafi verið leynd gögnum um athugsemdir Garðbæinga. En það er...

Ummæli vikunar

Fann eftirfarandi inn á www.morgunhaninn.is Ummæli dagsins 17.janúar 2007 - kl. 11:51 "Björn krefst þess jafnvel að fjölmiðlar stundi sjálfsritskoðun til að tryggja að einungis sjónarmið hans fái að koma fram og átelur þá harðlega sem hlíta því ekki....

Ja þarna fer gjöfult fólk

Það verður af þessu fólki tekið að það er göfult á peningana sína og þetta er til eftirbreytni. En það sem maður undrast er það hverstu hratt fólk hefur efnast hér á landi. Það að fólk geti lagt 1000.000.000 krónur fyrir í velferðarsjóð er alveg...

Útlendingar komnir í hóp þeirra fátæku hér á landi.

Var að lesa þessa frétt í Fréttablaðinu sem má sjá hér fyrir neðan. Þetta er náttúrulega ógurleg þróun. En ef við hugsum um þetta þá er þetta ekkert skrítið. Fólk er flutt hér til lands til að vinna allra verst borguðu störfin. Leiga hefur margfaldast...

Helstu talsmenn frjálshyggjunar á Íslandi eru á framfæri hins opinbera

Var að hlusta á Útvarp Sögu í morgun. Þar var verið að endurflytja spjall Sigurðar G Tómassonar og Guðmundur Ólafssonar. Þar kom fram svona í framhjáhlaupi setning sem vakti athygli mína: Allir helstu boðberar frjálshyggju á Íslandi eru á launum hins...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2007
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband