Leita í fréttum mbl.is

Auðmenn koma til með að losna við RUV nefskattinn

Var að lesa frétt á visir.is að til að nýja frumvarpið um RUV gerir ráð fyrir að þeir sem hafa eingöngu 163nefskatturtekjur í formi fjármagnstekna koma ekki til með að borga nefskattinn fyrirhugaða sem á að taka upp í tengslum við oHf væðingu RUV. Það er nú ekki hægt að láta þá borga of mikið. Þeir gætu flutt úr landi.

Fréttablaðið, 21. jan. 2007 05:15

Auðmenn borga ekki nefskatt


Fólk sem eingöngu hefur fjármagnstekjur verður undanþegið nefskattinum sem greiddur verður til Ríkisútvarpsins, samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra um RÚV ohf. Í því er aðeins gert ráð fyrir að greiðendur tekjuskatts borgi nefskattinn.
Um 2.200 manns töldu aðeins fram fjármagnstekjur samkvæmt skattskrám frá síðastliðnum ágústmánuði.
Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni benti á þetta í umræðum um Ríkisútvarpsfrumvarpið og hefur staðfestingu nefndasviðs Alþingis á þessum skilningi. „Mér finnst þetta skelfilega óréttlátt. Enn einu sinni er verið að ýta undir ójöfnuðinn í samfélaginu og hygla auðmönnum," segir Jóhanna og bendir á að hinir sömu 2.200 séu einnig undanþegnir greiðslum í Framkvæmdasjóð aldraðra sem nema um sex þúsund krónum á ári.
Miðað er við að nefskatturinn verði rúmar 14.500 krónur á ári. Samtals eru þetta því um 20 þúsund krónur á ári.
Skattleysismörk eru um 90 þúsund krónur og segir Jóhanna að þeir sem hafi örlítið hærri tekjur, til dæmis 95 þúsund á mánuði, þurfi að greiða RÚV-skattinn sem og í Framkvæmdasjóðinn af fullu. Í þessu felist fullkomið óréttlæti. „Fyrir þetta þarf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að svara áður en umræðum lýkur," segir Jóhanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband