Leita í fréttum mbl.is

Bíddu er þetta ekki ráðherra?

Ég hef nú ekki heyrt þessa háværu umræðu um innra öryggi ríkisins. Það sem ég hef heyrt er að fólk er að vara við stofnun Leyniþjónustu/greiningardeildar. Og einmitt bent á að það geti allt farið úr böndunum.  Maður hefði nú haldið að ráðherra væri betur að sér í þessu. Það er alveg ljóst að þessum hlerunum hefur verið misbeitt. Eins þá virðist mönnum hafa verið heimilt að fara með þessi gögn eins og þeir vilja sbr. brennur og fleira þar sem öllum málsgögnum hefur verið eitt. Þá nefni ég tregðu ríkisins til að rannsaka þessi mál m.t.t. að fá upplýsingar um þetta áður en það fólk sem tók þátt í þessu fellur frá.  Þarna á ég við  að Sannleiksnefnd og niðurfelling saka mundi skila okkur kannski einhverjum upplýsingum um þetta mál.

Frétt af mbl.is

  Telur ekki rétt að banna símhleranir
Innlent | mbl.is | 6.12.2006 | 13:45
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur ekki að banna eigi símhleranir þar sem upp geti komið tilvik þar sem þurfi að beita þeim. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins hafi verið hávær umræða um að svar við hryðjuverkaógn væri að auka innra öryggi ríkisins.


mbl.is Telur ekki rétt að banna símhleranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kampavínið hvarf í göngunum

Bíddu er svo mikill leki í göngunum að heilu flöskurnar af kampavíni hverfa?

 

Vísir, 06. des. 2006 12:30

Kampavínið hvarf í göngunum

Ekkert varð af því að þyrstir gestir gætu vætt kverkar sínar í kampavíni, til að fagna því að síðasta haftið í Kárahnjúkagöngum var rofið í gær, því kampavínið var horfið þegar til átti að taka.

Nokkrir tugir gesta höfðu þá aftur lagt á sig klukkustundar ferð á hörðum bekkjum í hastri jarðlest í raka og hita því þeir þurftu frá að hverfa í fyradag eftir að risaborinn, sem átti að ljúka verkinu þá, bilaði.

Í ljósi þeirrar reynslu var það að vonum að gestirnir biðu þess með enn meiri óþreyju en ella, að teiga kalt kampavínið áður en hossast yrði í lestinni til baka en þá fanst ekki dropi af víninu sem flutt hafði verið inn í göngin í fyrradag. Einu veigarnar sem fundust voru kók og appelsín en gestirnir fundu sig ekki í því að skála fyrir stórviðburði í viðlíka glundri, þannig að svipmót hátíðarhaldanna varð með nokkuð öðrum hætti en til stóð.

Með öllu er óljóst hvað gerðist þarna í iðrum jarðar, 150 metrum undir yfirborði Þrælahálsins, í fyrrinótt en lausasagnir herma að óvenju bjart hafi verið yfir bormönnnunum sem unnu alla nóttina við að rífa borinn sem lokið hafði hlutverki sínu en þeim megin haftsins var kampavínið geymt.


Úrskurður dómstóls: Nektardans er list

Já hver er eiginlega hæfur til að meta hvað er list og hvað er lyst. Þegar maður hefur fylgst með gjörningum, ýmsum útfærstum af danssýningum, leikritum og fleiru þá er ég viss um að Nektardans getur vel verið flokkað sem list. Nú er nektardans líka...

Kannski að Hong Kong búar ættu að fá sér betri Enskar orðabækur

Fann þetta á netinu. Þetta eru víst setningar úr raunverulegum enskum textum á myndum gerðum í Hong Kong ACTUAL ENGLISH SUBTITLES USED IN FILMS MADE IN HONG KONG 1. I am damn unsatisfied to be killed in this way. 2. Fatty, you with your thick face have...

Bara ef þið skilduð ekki hafa séð þetta-Næstmesta verðbólgan á Íslandi

Þetta rímar við færslunna mína hér aðeins neðar um viðskiptahallann Af www.visir.is Markaðurinn, 05. des. 2006 13:59 Næstmesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í...

Hert fita bönnuð í New York

Hvenær koma þessar reglur hingað? Við fylgjum jú oft vinum okkar í Vestri að málum: Af ruv.is Fyrst birt: 05.12.2006 21:59 Síðast uppfært: 05.12.2006 22:13 Hert fita bönnuð í New York Matargöt um allan heim háma í sig franskar kartöflur, djúpsteiktar...

Úps þetta getur ekki verið holt.

Ég er svo takmarkaður að ég hugsa alltaf rekstur ríkisins eins og heimili eða fyrirtæki. Því er dæmið þannig að það þarf að skapa verðmæti sem síðan eru seld. Fyrir það er síðan keypt eitthvað inn í staðinn. Því er ég á því að við svona mikinn...

Hverning getur tvöföldun Suðurlandsvegar verið 70% dýrari?

Var að hlust á vegamálastjóra sem sagði að 2+1 vegur kostaði eitthvað um 6 milljarða en 2+2 kostað um eitthvað um 11 milljarða eða meira. Mér er spurn hverning að að getur munað svona miklu nema ef menn ætluðu að hafa akgreinar svo þröngar að það væri...

Iðnaðarmenn athugið!

Reyndar væri hægt að beina þessu til unglings stráka líka. Þeir eru með líkt vandamál og iðnaðarmenn þessa dagana: Frétt af mbl.is Rassskoran mest pirrandi í fari iðnaðarmanna Veröld/Fólk | mbl.is | 5.12.2006 | 14:16 Hin alræmda rassskora iðnaðarmanna...

Og hvað þýðir það?

Er einhver ástæða til að reka sveitarfélag með dúndrandi hagnaði. Ef Reykjavíkur borg er að hækka gjöld á borgarana. 8,5% hækkun á baranfólk sem á börn í grunnskóla t.d. tilkynnt í dag. Eðlilegt líka að borgin síni einhvern hagnað þegar hún var að fá inn...

Var einhver að tala um jöfnuð

Svona er það sem margir frjálshyggjumenn villja sjá heiminn: Frétt af mbl.is 2% ríkustu manna heims eiga helming allra eigna á jörðinni Erlent | AFP | 5.12.2006 | 13:51 2% þeirra einstaklinga sem eiga mest í heiminum eiga um helming allra auðæfa heimsins...

Jæja þið sem kusuð sjálfstæðisflokkinn nú fáið þið að borga

Það er ekki hækkað um 1 eða 2% Nei nei það eru 8,5% hækkun Af visir.is   Vísir, 05. des. 2006 12:30 Gjaldskrár borgarinnar hækki um 8,5 prósent Fjármálasvið borgarinnar hefur lagt það til við öll svið borgarinnar að hækka gjaldskrár um 8,5 prósent til að...

Athyglisverð grein eftur Valgerði Bjarnadóttur

Rakst á þessa grein inn á visir.is og langar til að birta hérna hluta hennar. En í greininni er Valgerður að fjalla um lífeyrismál og skeriðingar TR. Og þetta borið við réttindi bæjarstjórans á Akureyri og svo svo loks efturlaunagreiðslur Alþingismanna....

Skrítið að þeir skildu ekki trúa honum

Alveg dáist ég að þessum manni. Hann er sko virkilega að reyna að redda sér út úr vandanum: ruv.is Fyrst birt: 04.12.2006 16:16 Síðast uppfært: 04.12.2006 16:20 Sveppaáhugamaður fær skilorðsbundið Hálffimmtugur karlmaður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í...

Þetta er neyðarlegt.

Láta fólk býða eftir þessu og svo gengur ekkert. Ætli borarnir sé kannski bara alls ekki að mætast?Kannski langt á mill? Hver veit? Frétt af mbl.is   Gegnumbroti frestað til morguns Innlent | mbl.is | 4.12.2006 | 20:56 Það varð ljóst um kl. 17 síðdegis...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2006
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband