Leita í fréttum mbl.is

Klúður í Árborg

Þó svo ég sé feginn að minn flokkur sé aftur kominn að stjórn Árborgar verð ég að segja að þetta er klúður:

ruv.is

Þrír bæjarstjórar á launum í Árborg

Sérkennileg staða er komin upp í Árborg því að þrír einstaklingar þiggja laun sem bæjarstjórarí desember. Ragnheiður Hergeirsdóttir er nýr bæjarstjóri og tekur við af Stefaníu Katrínu Karlsdóttur. Hún rétt á tólf mánaða biðlaunum.

Þriðji bæjarstjórinn á launum er síðan Einar Njálsson. Hann gegndi stöðu bæjarstjóra fyrir kosningar í vor og starfaði síðan í mánuð að loknum kosningum til að koma Stefaníu inn í starfið. Hann átti rétt á sex mánaða biðlaunum og verður því á launum til áramóta. Líklega eru fá dæmi þess að svo margir bæjarstjórar séu á launum á sama tíma.

Reyndar virðist mikill hiti í mönnum eftir að nýr meirihluti var myndaður. Ásakanir ganga á báða bóga og hyggjast sjálfstæðismenn boða til borgarafundar á Hótel Selfossi á fimmtudagskvöld. Þar á meðal annars að ræða ásakanir sem komið hafa fram um það að sjálfstæðismenn hafi gengið erinda Eyþórs Arnalds vegna afgreiðslu tillagna í skipulagsnefnd bæjarins.

En það er allt hægt í Árborg. Manni skilst að uppúr hafi slitnað vegna mismunandi viðskiptahagsmuna varðandi lóðir í miðbæ Árborgar. Við slíku hlítur maður að segja oj bara. Þið fólk sem eruð að bjóða ykkur fram til þjónustu fyrir bæjarbúa hafið engan rétt til að vera að s"kara að eigin köku."

En það er skrítin pólitík á Suðurlandi sbr. brandaran sem gekk hér fyrir nokkrum vikum:

Nýtt leikrit sem enginn má missa af

Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt verk sem gerist á Suðurlandi og nefnist "Glæpagengið" eftir Davíð Oddson.

Leikritið fjallar um hóp manna sem fer rænandi og ruplandi um héruð, og kenna síðan öðrum um ef upp kemst.

Leikarar eru Árni Johnsen, Guðjón Hjörleifsson, Gunnar Örlygsson og gestaleikari er enginn annar en Eggert Haukdal.

Góða skemmtun (ps. sætaferðir frá Tuborg, bílstjóri er Eyþór Arnalds).

Athugið !

Vegna tæknilegra mistaka vantar nokkrar gangstéttarhellur við inngang Þjóðleikhússins ...


SMS er þarfaþing

Þetta fer að verða algengasta leiðin við sambandsslit.

Frétt af mbl.is

  Vanhanen sagði kærustunni upp með sms-skilaboðum
Erlent | mbl.is | 4.12.2006 | 11:00
Geir Haarde forsætisráðherra heilsar Matti Vanhanen,... Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands sem jafnan er kallaður kynþokkafyllsti maður Finnlands, sagði upp fyrrverandi kærustu sinni, Susan Kuronen, með sms-skilaboðum. Vanhanen kynntist henni á netinu. Kuronen segir frá þessu í finnskir útgáfu bandaríska tímaritsins Us Women.


mbl.is Vanhanen sagði kærustunni upp með sms-skilaboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð vinnubrögð

Ég er alveg gáttaður á því hvað mikið er farið að bera á því að frumvörp frá ráðuneytum eru övönduð. Hér fyrir neðan er frétta af visir.is um frumvarpið um Ríkisútvarpið. Síðan má nefna Áfengislögin, Breytinga á vaxtabótum og margt fleira. Þetta eru að...

Vinnumiðlunin Framsókn

Varð bara að setja þetta hér inn frá www.jonas.is . Þetta er snildar lýsing á miðstjórnarfundinum þeirra. Endurfæðing Þung var orðin staðan hjá vinnumiðluninni, þegar formaðurinn hóf ræðuna. Í einu vetfangi braust sólin fram úr skýjum. Gamlir menn gripu...

Hvað þarf fólk að ræða svona lengi?

Hefði einhvernvegin haldið að flokkar sem voru búnir að ræða saman í vor, væru nokkurnvegin með á hreinu hvað þyrfit til að þeir gætu starfað saman. Vona fyrir þeirra hönd að það séu ekki laun og vegtillur sem draga viðræður á langin. Einhvernvegin...

Borgarastríð í Írak

Var að lesa eftirfarandi á www.visir.is Vísir, 03. des. 2006 17:48 Það geisar borgarastríð í Írak -Kofi Annan Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það geisi borgarastríð í Írak og að Írakar séu verr settir núna en þeir voru undir stjórn Saddams...

Hvenær er nóg komið?

Ég hef hér áður talað um skrítna forgangsröðunn í samgöngumálum okkar íslendinga. Það er verið í óða önn að borga í gegnum fjöll hér um allt land nema á SV horninu. Þar hafðist eftir áratugabaráttu að fara í tvöföldum Reykjanesbrautar og fer nú að sjá...

50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir

Þetta er nú bara sniðugt: Vísir, 03. des. 2006 10:41 50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir Í Cheyenne fjalli í Kólóradó, í Bandaríkjunum, er stjórnstöð bandaríska flughersins. Þaðan er auðvitað mikið um fjarskipti og meðal annars hefur herinn sérstaka...

Hvað er eiginlega að gerast?

Ég hef nú aldrei skilið hversvegna sumt fólk er að drekka. Menn sem eiga þetta til að rjúka upp í reiði og rugl ættu nú bara að láta það vera að drekka. Það hlýtur að vera leiðinlegt að vakna upp í fangaklefa og vera síðan mynntur á að áður en menn...

Simma í Idol boðið öruggt þingsæti

Mér finnst þetta síðasta sort. Ef þetta er algengt þá skilur maður áhugaleysi sumra þingmanna sem bara aldrei sjást. AÐ draga menn í framboð sem hafa bara ekki ætlað sér það. Og um leið að drulla yfir alla þá sem hafa unnið á fullu um áraraðir í...

Chelsea traktórar

Væri þetta ekki sniðugt kerfi hér. Væri hægt að nota tekjurnar til að lækka gjöld á þá sem nota almenningssamgöngur: Vísir, 02. des. 2006 20:07 Dýrt að fara í vinnuna á Range Rover Breska samgönguráðuneytið íhugar að hækka gjöld á þá sem aka bílum sínum...

Bandaríkin að verða eins og Austur Þýskaland?

Var að lesa eftirfarandi frétt á ruv.is. Ég held að það fari að verða fá ríki sem fylgjast eins mikið með bæði borgurum sínum og gestum eins og USA. Þá hef ég lesið einhverstaðar að hlustunar og hlerunarkerfi þeirra sé því líkt að tölvur sem notaðar eru...

Landsvirkjun ekki hagkvæm fyrir okkur eigendur hennar.

Hef verið að hugsa um það að við sem eigum Landsvirkjun fáum lítinn aðrð af öllum þeim framkvæmdum sem hún stendur í. Við almenningur notum brota brot af allri þeirri orku sem framleidd er og um 90% fer til stóriðju sem skaffar svona 3 til 4000 manns...

Í tilefni "Rauðanefsdagsins"

Ég mannaði mig upp í kvöld og gerðist "Heimsforeldri". Hafði lengi hugsað mér að gera það en hef ekki komið því í verk hingað til. Í framhaldi af þessu kvöldi þá fór ég að hugsa um eftirfarandi: Ef að þjóðir heims færu nú almennt að taka við sér og færu...

Smokkur sem er spreyjað á

Það er þá eins gott að menn séu ekki að paufast við þetta í myrkinu. Og ég sem er með 10 tumalputta gæti lent í vandræðum. Má varla við fleiri mistökum! Svona "Tæknileg mistök" Vísir, 01. des. 2006 22:00 Smokkur sem er spreyjað á Þýskir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2006
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband