Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarandstaðan á flugi.

Hér aðeins fyrir neðan var ég að fjalla um að það væri lítið mark takandi á skoðunarkönnunum Blaðsins. Ég held að þessi könnun Gallup sýni það.

Niðurstöður Capacent Gallup fyrir Moggan og ruv eru eftirfarandi:


 

Kosn 2003

7.feb

1.mar

9.mar


 

%

menn

%

%

%

D-listi

34

22

37

36

35

B-listi

18

12

9

10

9

F-listi

7

4

9

7

6

S-listi

31

20

22

23

22

V-listi

9

5

21

24

28

Þetta sýnir að stjórnarandstaðan er á miklu flugi. Og fyrir mig sem Samfylkingarmaður er þetta gleðilegt. Því að þrátt fyrir að ég sé í Samfylkingunni þá er ég fyrst og fremst vinstrimaður. Mínar skoðanir liggja reyndar nær miðju en Vg en þegar ég hugsa til samstarfs flokkanna þá geri ég ráð fyrir að þeir komi sér saman um stefnu sem liggur nær miðju en Vg stendur fyrir. Ég undrast samt að það skuli vera allt í einu svo stór hópur sem liggu svo mikið til vinstri og held að margri eigi eftir að færa sig milli þess að kjósa Vg og Samfylkingu eftir því sem líður að kosningum. Það verður farið að horfa á fleira en bara umhverfismál. Enda Samfylking komin með góða stefnu í umhverfismálum líka.


mbl.is VG bætir enn við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun forstjóra Kaupþings sett í samhengi sem við skiljum betur.

Fann þetta inn á www.mannlif.is .

Meira af ofurlaunum

8 mar. 2007

 

Í pistli hér fyrir skömmu var farið ofan í saumana á gríðarlega háum launum og bónusum sem bankastjórar Kaupþings banka þáðu á síðasta ári en þau námu ríflega 800 milljónum fyrir þá Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson. Þar sem flestir eru orðnir ónæmir fyrir sífelldu milljarðatali íslenskra fjölmiðla er réttast að snúa þessum tölum aðeins yfir á mannamál. Sé reiknað út tímakaup af þeim 844 milljónum sem Sigurður hafði í fyrra þá má segja að hann sé með um 300.000 krónur á tímann ef hann vinnur 8 stunda vinnudag 365 daga ársins. Fyrir þessa peninga gæti hann keypt og gefið góðum viðskiptavinum bankans 556 Toyota Yaris og að auki haldið einum fyrir sjálfan sig. Ef veikindi bæri að garði gæti kappinn hæglega ráðið sér eigin sjúkraliða til að annast sig eða reyndar gæti hann haft 528 stykki á launum allt árið um kring. Svona mætti lengi halda áfram að reikna út hvernig hann gæti varið aurunum sínum en líklegast verður að teljast að hann haldi bara áfram að láta þá ávaxta sig enn meir ...


mbl.is Glitnir hækkar verðmatsgengi á Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur þá ferðu bara með þetta út.

Þoli ekki þessar duldu og jafnvel óduldu hótanir nýríku aðilanna hér á Íslandi. Ef einhverjum reglum eða lögum er breytt svo það henti þeim ekki þá er allaf víðkvæðið: "Þá verðu við að athuga með að fytja okkur erlendis. Ég er næsta viss um að ef það...

Þjóðareign?

Horfði á kastljós í kvöld og hef svona aðeins gluggað í þetta mál. Skv. því sem maður heyrir frá Sjálfstæðisflokknum er tryggt að þetta hefur engin áhrif þar sem að um atvinnuréttindi og annað gildi 72 grein stjórnarskráinnar. Og skv. örðum þá er...

Helvíti eru þessi bátar orðnir fullkomnir.

Báturinn kallaði bara eftir aðstoð. Skv. fréttinni viðist mér þetta hafa verið sjálfvirkur mannlaus bátur. Hann kallaði eftir aðstoð þegar vélin í honum gekk skrikkjótt. Frétt af mbl.is   Bátur óskaði aðstoðar og var færður að Ísafjarðarhöfn Innlent |...

Jæja þá er á hreinu hvaðan velmegun okkar kemur. Hún er tekin að láni.

Það liggur nokkuð ljóst að hækkuðu fasteignaverði og dýrari bílum hefur almenningur mætt með auknum lántökum. Lántakan hefur aukist um 241 milljarð sem segir okkur að heildarlán heimilina hjá bönkum og skildum stofnunum er þá um 1100 milljarðar. Úr...

Úps þetta er bara fyndið!

Fyrir þá sem eru hættir að lesa bloggið hans Steingríms Sævarrs eftir að hann flutti sig er hér einn góður frá honum “Uppákoma” í Laugum 8. mars 2007 | Rita ummæli Gestir í líkamsræktarstöðinni Laugum í Laugardal urðu vitni að óvæntri...

Ekki byrjar nýr meirihluti vel.

Árið 2005 hagnaðist Orkuveitan um 4,4 milljarða en tapar svo 1,8 milljarði fyrsta ár sem nýr meirihluti er við stjórn. Þetta er aðallega skrifað vegna þeirra sem eru að segja að þetta sé skuldahali R listans. Málið er náttúrulega að OR stendur í miklum...

Ég held að fólk ætti nú ekki að fara á hliðina yfir þessari könnun

Mér finnst að fólk ætti að bíða rólegt eftir næstu könnun Moggans og Rúv því þessar kannanir Blaðsins eru út í hött. t.d. finnst manni óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hoppi allt í einu upp í 43% og fleira. Held líka að könnun þar sem aðeins um 500 af...

Fyrrum framsóknarmaður um þetta mál: Leikrit!

Las eftirfarandi inn á www.kristinn.is En niðurstaðan varð sem sé að málið skildi liggja og framsókn sætti sig við það. Þess vegna er þetta sjónarspil nú. Leikurinn er sá að fá almenning til þess að halda að framsókn hafi viljað efna loforðið en...

"Bæjarstjóri klagar fréttamann"

Var að lesa þetta á www.mannlif.is Bæjarstjóri klagar fréttamann 7 mar. 2007 Hermt er að Halldór Halldórsson , bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, bíði þess í ofvæni að 1. apríl renni upp. Ástæðan mun vera sú að þá hættir Finnbogi Hermannsson , forstöðumaður...

Eru þetta skynsamlegar ráðstafanir? Eða þurfa þeir að arðræna okkur vegna aukins kosnaðar erlendis?

Það er alveg augljóst að bankarnir eiga erfitt með allt þetta fé sem streymir til þeirra. Þeir verða að koma því út í ávöxtun og hverjir eru betri til þess en kaupóðir Íslendingar. Sama hversu dýrt húsnæðið er það er bara tekið 100% lán. Síðan er annað...

Alveg er þetta ömurlegt.

Afi barns er að gera barnabarni sínu þetta og gerir sér ekki einusinni grein fyrir því að hann sé að gera eitthvað rangt. Þetta er bara sorglegt. En eitt vekur spurningu hjá mér óháð þessu máli. Þ.e. þegar börn fá greiddar bætur fyrir svona , afhverju...

Þetta er nú hræsni!

Mér finnst þetta nú alveg dæmigert. Í frétttinni stendur: Blaðið segir að í drögum af niðurstöðum nefndarstarfsins, sem stýrt er af Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, komi fram að engar líkur séu á því að samist geti um milli Íslands og ESB, að 200 mílna...

Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?

Við vinnufélgarnir vorum að ræða um þessi Jöklabréf og Krónubréf. Við getum með engu móti skilið hversvegna að ríki og stór fyrirtæki erlendis eru að gefa út skuldabréf með 13,5% vöxtum í íslenskum krónum. Hver er hagur t.d. Austurríkis af þessum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband