Leita í fréttum mbl.is

Frábært að hún skildi fá að vera í friði hér

Mér hefur fundist að hér væri tilhneiging í blöðum, fjölmiðlum og fólki almennt að stunda hér ofsóknir gagnvart þekktu fólki sem kemur hingað í einkaerindum. Minni á þegar að Paul McCartney kom hingað á sínum tíma og var eltur af paparazzi Wanabe um allt. Vildi að þetta væri almennt hér á landi að við látum þetta fólk bara í friði nema að það vilji láta vita af sér. Við hvort sem er heyrum yfirleitt ferðasögur þeirra seinna í erlendum fjölmiðlum þegar þau eru tilbúin að tala um þetta.
mbl.is Jodie Foster var í fríi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og afhverju liggur þá svo á að gera þetta að hlutafélagi?

Hálf skrítið að daginn sem að Björn Ingi kemur fram ásamt Vilhjálmi og segir að það sé bráðnauðsynlegt fyrir Orkuveituna að verða að hlutafélgi, þá skuli vera tilkynnt um 8,2 milljarða hagnað á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Held að það sem ég hef sagt áður um þetta sé rétt og þessi frétt styðji það. Núverandi stjórnendur og fjárfestar bíða eftir því að geta platað þetta fyrirtæki úr höndum Reykvíkinga og stórhagnast á því. Það er eins og með Símann, bankana, væntanlega Ruv og fleiri fyrirtæki. Þau eru "Há effuð" og látin fjárfesta mikið þannig að hagnaður dregst saman og á því augnabliki eru þau seld á  undirvirði.

Sé enga ástæðu fyrir Borgina að breyta rekstri sem er að skila 8 milljarða hagnaði nema eitthvað búi undir.


mbl.is 8,2 milljarða króna hagnaður af rekstri Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu hafa þeir stolið af okkur eins og hin olíufélögin!

Ekki nema von að N1 græði eins og þeir og önnur olíufélög eru dugleg við hækka eldsneyti þegar heimsmarkaðsverð hækkar en gleyma síðan öll að lækka það þega verð á heims-markaði lækkar eða krónan styrkist. Og við látum þá komast upp með að taka okkur í...

Jæja þá byrjar ballið!

Sjálfstæðismenn búnir að vera í rúmt ár við stjórnvölin í Reykjavík og nú á að hefjast handa við að einkavæða Orkuveituna. Þetta kjaftæði um að rekstrarformið henti ekki fyrirtækinu kaupi ég ekki. Þetta á jú að vera þjónustufyrirtæki við Reykvíkinga auk...

Vinnumálastofnun vanmáttug!

Var í kvöld að hlusta á viðtöl bæði á stöð 2 og RUV við Gissur forstjóra vinnumálastofnunar. Fannst lýsingar hans á eftirliti þeirra helvíti rýrt. Það felst aðallega í því að bera saman lista frá ýmsum stofnunum við tilkynningar frá atvinnuveitendum og...

Þessu á að taka hart á!

Finnst að fyrirtæki sem ekki sjá um að erlendir starfsmenn séu löglega skráðir í landið eigi án frekari málalenginga umsvifalaust að vera svipt rétti til starfsemi tímabundið eða til lengri tíma. Fyrirtæki nú hafa enga málsvörn þar sem að það hefur nú...

Hvað með útsvarið í Kópavogi?

Tek undir það sem aðrir hafa sagt við þessum fréttum. Ef að svona mikill hagnaður er af rekstri bæjarins þá er full ástæða til að skoða að lækka útsvarið. Ég er ekki sáttur við að góð staða Kópavogs verði notuð til að að byggja Óperuhús við...

Voru menn ekki að tala um erlendan fjárfesti í þessu sambandi.

Minnir að það hafi nú verið hér fyrr í vikunni verið að tala um að það væri fengur fyrir Straum Burðarás að fá erlendan sterkan fjárfesti í hluthafahópinn. Meira að segja forstjóri Straums - Burðaráss sagði þetta þegar gengið var eftir því af hverju...

Olíuhreinsunastöð umhverfisvæn?

Var að horfa á fréttir í Sjónvarpinu í kvöld og sá þá myndir af svona olíuhreinsunarstöð, Ég verð nú að segja að ég persónulega vildi ekki hafa svona mannvirki nálægt mér og helst ekki hér á landi. Þessi mannvirki í sjálfu sér eru menngun. Það þarf...

Enn ein vandræði hjá Gunnari Birgissyni?

Var að lesa inn á www.mannlif.is slúður um hesthúsabyggðina frægu sem að Gunnar keypti af eigendum og verktökum fyrir ofurverð hér um árið. t.d. 110 fm hesthús á 35 milljónir. En nú segir Mannlíf frá eftirfarandi: Enn vofa vandræði yfir Gunnari...

Þetta segir nokkuð um hversu tæpt gatnakerfi Kópavogs er.

Akkúrat þarna á þessum vegakafla þar sem Kársnesbraut og Nýbýlavegur mætast eru samtökin sem berjast gegn nýju skipulagi á Kársnesi að benda á að umferðin aukist um helming eða eitthvað svoleiðis. Og hvað segir þessi lokun og afleiðingar hennar okkur um...

Vangaveltur varðandi Grímseyjarferjuna

Fór allt í einu að velta fyrir mér í dag að ég hef ekki heyrt neinn minnast á að endingartími þessa skips sem var keypt hlýtur eðlilega að vera mun styttri en ef nýtt skip hefði verið keypt. t.d. varðandi vél og þessháttar. Er það reiknað inn í þegar...

Ætlar meirihlutinn í Kópavogi aldrei að læra?

Heldur Kópavogur að það hjálpi bænum í viðleitni hans við að skapa sér gott orðspor, að ráðast að félagi eins og Skógræktarfélagi Reykjavíkur? Halda bæjaryfirvöld að fyrst að það voru bara um 557 plöntur sem þeir eyðilögðu eða fjarlægðu séu þessar...

Gott mál og þó fyrr hefði verið!

Ég verð að hrósa Ráðherra fyrir þetta þarfaverk. Nú kannski verður það loksins ljóst hvaða gjaldtökur teljast eðlilegar. Þar inní eru öll þessi seðilgjöld sem eru að gera mann gjörsamlega brjálaðan. Maður borgar í gegnum greiðsluþjónustu en samt er maður...

Hafnfirðingar passið ykkur!

Að gefnu tilefni vil ég benda Hafnfirðingum að keyra um planið hjá Smáratorgi í Kópavogi þar sem verið er að byggja 20 hæða turn. Ég gerði það í gær í sólskyni og skugginn af þessu hús veldur því að yfir há daginn er skuggi á öllu bílaplaninu þar. Og...

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Ágúst 2007
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband