Leita í fréttum mbl.is

Svona að velta fyrir mér hvað yrði um landið ef að 2000 milljarðar af krónum kæmu hér á markaðin?

Er ekki talað um að eignir gömlu bankana séu um 2000 milljarðar í erlendum eignum og svo um 800 milljarðar í krónueignum sem m.a. eru báðir bankarnir. En er svona að velta fyrir mér hvað þessi dómur þýðir. Er verið að tala um þessa 800 milljarða sem við vissum öll að væru í krónum? Eða er verið að tala um allan pakkan?

Eins þá væri gaman að vita hvað ríkisstjórnin ætlar að gera til að koma í veg fyrir verðbólgu ef við segjum að við fáum um 3 til 400 milljarða af krónueignum beint eða óbeint inn í hagkerfið snögglega. Síðast þegar það gerðist var þegar Kárahnjúkar voru byggðir og lán tekin fyrir því. Það fylgdi því einmitt verðbólguskot sem stóð nærri til 2008.


mbl.is Hvati fyrir kröfuhafa að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætu þetta verið ástæður fyrir erfiðri stöðu okkar.

Þetta er grein eftir Jón Steinsson á eyjunni i kvöld:

Láglaunalandið Ísland

Í dag er Ísland láglaunaland í samanburði við nágrannalöndin. Tímakaup á Íslandi er svipað og í Slóveníu. Héðan streyma læknar stríðum straumum með þeim afleiðingum að það ríkir „neyðarástand“ á lyflækningasviði Landsspítalans. Í Noregi er staðan allt önnur. Þar eru laun svo há að ódýra vinnuaflið kemur meðal annars frá Svíþjóð (og Íslandi). Velmegun Noregs byggir að miklu leyti á nýtingu náttúruauðlinda. En við Íslendingar búum líka yfir miklum náttúruauðlindum. Raun búum við líklega yfir verðmætari náttúruauðlindum per íbúa en Norðmenn. Hvað er eiginlega að á Íslandi?

Einn stór munur á Íslandi og Noregi er að á Íslandi nýtur almenningur ekki góðs af nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar nema að litlu leyti. Við seljum til dæmis stærstan hluta af þeirri raforku sem við framleiðum til nokkurra álvera á tombóluverði (um 30 bandaríkjadali á Mwstund). Til samanburðar eru stjórnvöld í Bretlandi tilbúin að kaupa endurnýjanlega orku á sex til átta sinnum hærra verði. Lagning sæstrengs til Bretlands gæti skilað þjóðinni tugum milljarða í hreinan hagnað og farið langleiðina með að gera okkur ríkari en Norðmenn.

Svipaða sögu er að segja í sjávarútvegi. Þar fá eigendur útgerðarfyrirtækja nýtingarrétt yfir sjávarauðlindinni án þess að þurfa að greiða nema lítið brot af raunverulegu markaðsvirði þessara réttinda. Um er að ræða tugi milljarða sem gætu runnið til almennings í formi lægri skatta eða bættrar þjónustu. Fyrir afsláttinn sem útgerðarmenn fá af eðlilegu leiguverði af auðlindinni væri unnt að leysa vanda Landsspítalans og gott betur. Hvaða vit er í því að útgerðarmönnum sem hagnast um tugi milljarða árlega sé veittur 80% afsláttur af nýtingarrétti yfir sjávarauðlindinni á meðan 6 deildarlæknar sinna 25 stöðugildum á Landsspítalanum? (Hvaða vit er í því yfirleitt.)

Varðhundar núverandi ástands hafa teflt fram ótal falsrökum gegn því að þjóðin njóti arðsins af auðlindunum: Rafmagnsreikningur heimila mun hækka. (En einungis um brotabrot af ágóðanum af sölu orkunnar.) Hvað með störfin sem ekki skapast? (En hvað er hægt að búa til mörg störf fyrir þá tugi milljarða sem við myndum hagnast?) Fyrirtæki í sjávarútvegi munu fara á hausin. (Einstaka lítil fyrirtæki sem eru með allt niðrum sig frá því fyrir hrun.)

Við megum ekki láta minni hagsmuni verða meiri hagsmunum yfirsterkari. Og við megum ekki láta varðhunda núverandi ástands drekkja okkur í smjörklípum af þessu tagi. Ísland er láglaunaland að verulegu leyti vegna þess að við kjósum að gefa frá okkur verðmætustu náttúruauðlindir þjóðarinnar. En þetta þarf ekki að vera svona.

Sjá hér

 


mbl.is Fjárlögin ástæða uppsagnarinnar
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Er það þetta sem menn kalla hið íslenska fullveldi?

Á hrakhólum í eigin landi Á meðan forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekkert til ESB að sækja eru kaupmáttamiklir ESB borgarar ólmir að komast til Íslands og spranga um í fínustu og dýrustu íbúðum og sumarhúsum landsins með láglauna Íslendinga...

Nokkuð ljóst að það liggur fiskur þarna undir steini!

Ljóst er að einhverjir hagsmunaaðilar hafa hag af því að gömlu náttúruverndarlögin haldi gildi sínu. Nú er það vinna fyrir fróða menn að skoða hverjir það eru sem græða á því að gömlu lögin veirð látin gilda áfram næstu ári. Því annar tilgangur getur...

Hvað á ráðherrann við?

Í fréttinni segir: „En burtséð frá stöðu ríkissjóðs þá eigum við að vera opin fyrir aðkomu annarra en ríkisins að uppbyggingu innviða í landinu, hvort sem það er við uppbyggingu vega, flugsamgangna eða hafnarmannvirkja. Sko ég get skilið að aðrir...

Skúbb varðandi samskipti við kröfuhafa?

Var að vafra um netið og rakst á pistil eftir Vilhjálm Birgisson sérlegan vin Framsóknar, sérfræðing í afnámi verðtryggingar og verkalýðsleiðtoga á Akranesi. Hann segir í pistli frá því gær hluti sem ég er hissa á að engin fjölmiðill hafi kannað nánar....

Sko hvernig á maður að skilja þessa ræðu!

Nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki góður í "framsóknsku" en ég gat ekki skilið Sigmund öðruvísi en að í nánustu framtíð sennilega á næst ári yrðum við skattlaus, skuldlaus og með gríðarlaun! Og ég veit ekki hvað. Sé fyrir mér að kröfuhafar eigi...

Hefur verið reynt oft áður og rýmar illa við yfirlýsingar annarra ráðherra

Stjórn sem boðar frekar afnám reglna og eftirlits kemur nú til með að eiga erfitt með þetta. Það hafa áður verið gerðar aðgerðir í þessa átt sem ekki hafa skilað miklu til lengda. Og á meðan að hún segir þetta þá boða aðrir ráðherrar að hér eigi að...

Ekki er þetta nú traust verðugur fyrirlesari sem Heimssýn náði í

Af Silfri Egils: Flokkur fyrir bullur? Marta Andreasen, Evrópuþingmaðurinn sem hélt fyrirlestur hjá Heimssýn í gær, er skrautleg kona. Andreasen var í Ukip, breska sjálfstæðisflokknum, en er nú komin í raðir Íhaldsmanna. Viðskilnaður hennar við Nigel...

54% vilja klára viðræður við ESB 35% slíta þeim

Skv. nýrri könnun: Úr frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld

Bíddu eigum við að rifja upp það sem Sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn sögðu fyrir kosningar!

Nú stendur til að loka skurðstofum í Vestmannaeyjum 1 október n.k. Þetta er spaugilegt í ljósi yfirlýsinga frá bæði Framsókn og Sjálfstæðismönnum fyrir kosningar og á síðasta kjörtímabil um að alllt of langt væri gengið í sparnaði á sjúkrastofnunum út á...

Er bara ekki að ná þessu sorry!

Sko nú er sagt að allir sem tóku lán fyrir hrun fái leiðréttingu á lánum sínum. Jú allt í lagi. En Sigmundur Davíð segir nú að þó fólk sé búið að selja þá fái það leiðréttingarnar samt. En það er ég ekki að skilja sér í lagi þegar hann segir fyrir viku...

Þá vitum við það! - Ályktanir Alþingis hafa enga merkingu

Skv. þessu ályti lögfræðinga utanríkisráðuneytis eru Ályktanir Alþingis marklausar og því tilgangslausar! Sbr. Í bréfi til utanríkismálanefndar sem fylgir álitsgerðinni segir utanríkisráðherra að ályktun sú sem vísað sé til hafi verið samþykkt af öðrum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband