Leita í fréttum mbl.is

Er nema von að sporin hræða!

Það má segja að helstu kollsteypur okkar hér síðustu áratugi hafa gerst vegna kosningaloforða framsóknar eða ákvarðana sem teknar hafa verið á þeirra vakt. Af reynst loforð sem framkvæmd voru án þess að þau væru full könnuð eða afleiðingarnar kannaðar.

Og í þessari skýrslu fá ákvarðanir þeirra á kjaftinn og eru að kosta okkur milljarða  hundruði. Eins kemur þarna fram alveg ótrúlegur klíkuskapur sem á ekki að líðast. Sbr:

Orðrétt segir í skýrslunni: „Árið 2004 ákváðu stjórnvöld að fara vissa vegferð með Íbúðalánasjóð. Hún fólst í breyttum útlánum og fjármögnun þeirra. Í fyrsta lagi var húsbréfakerfið lagt niður og íbúðabréfakerfið tekið upp með beinum peningalánum. Í öðru lagi var hámarkslánsfjárhæð hækkuð mikið og veðhlutfall almennra lána sjóðsins hækkað úr 65% í 90%. Þessi vegferð endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt.“

Og á eyjan.is segir t.d. 

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Skagafirði, sóttist hart eftir því að verða stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs. Rannsóknarnefnd um sjóðinn furðar sig á samningi sem gerður var við dótturfélag kaupfélagsins, en sá samningur fól í sér engan sjáanlegan ávinning fyrir sjóðinn.

Og einnig:

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), var og er áhrifamaður innan Framsóknarflokksins. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri ÍLS, var varaformaður Framsóknarflokksins áður en hann hætti þingmennsku og hóf störf í ÍLS. Félagsmálaráðherra á þessum tíma var Páll Pétursson Framsóknarflokki og sonur hans, Páll Gunnar Pálsson, var forstjóri Fjármálaeftirlitsins þegar eldri stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hólahrepps reyndu að standa gegn auknum áhrifum KS í Sparisjóði Hólahrepps og málið kom til kasta eftirlitsins.

Og svo les maður þetta:

Eiríkur tjáði okkur frá að daginn áður hafi hann verið skipaður í stjórn hins nýja Fjármálaeftirlits sem var að taka til starfa við sameiningu Bankaeftirlitsins sem hafði áður verið innan Seðlabankans og Tryggingaeftirlitsins. Við óskuðum honum til hamingju með skipunina og að það gætu verið spennandi tímar framundan með svona nýja stofnun. Eiríkur þakkaði fyrir og sagði svo þessi orð sem enn hafa ekki liðið mér úr minni. „Það sérkennilega er að skipunin var háð því skilyrði að ég væri sammála því að ráða son félagsmálaráðherra sem forstjóra stofnunarinnar.“

Það er að Eiríkur seðalbankastjóri var skipaður í stjórn FME þegar það var stofnað gegn því að að hann samþykkti að sonur Páls Péturssonar ráðherra yrði forstjóri þar. 


mbl.is Mistök sem kostað hafa tugi milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökin fyrir beytingunni á veiðigjaldinu lygi?

Því hefur m.a. verið haldið fram að veiðigjaldið sérstaka bitni helst á litlum eða meðalstórum útgerðum. En skv. því sem maður sér eru það stærstu útgerðinar sem njóta lækkun þeirra mest.

Las þessa grein eftir Indriða H Þorlákssson. Þar fer hann yfir það hverjum gagnist lækkun veiðigjalda mest eins og verið er að útfæra hana nú. Hann segir:

 

Þau 7 fyrirtæki sem mestan kvóta hafa, hvert um sig yfir 12 – 35 þús. þorskígildistonn, munu fá lækkun sem nemur um 2 milljörðum króna. Næstu 12 fyrirtæki með yfir 4 þús tonn hvert munu fá um 1,2 milljarða króna. Næstu 28 fyrirtæki sem hafa yfir 1 þús. tonn hvert fá samtals um 800 milljónir króna. Tæplega 500 fyrirtæki sem þá eru eftir fá um 550 milljónir, en þar af var meira en helmingur þegar gjaldfrjáls þ.e. með minna en 30 tonna afla.

Það þarf brenglað sjónarhorn til að lesa út úr þessu sérstakan stuðning við meðalstór og lítil fyrirtæki. Stærstu 19 fyrirtækin fá 3,2 milljarða í lækkun sem er yfir 70% heildarinnar. Sama er að segja um þá fullyrðingu að þetta sé gert fyrir landsbyggðina. Veiðigjöldin greiðast af eigendum fyrirtækjanna og engum öðrum. Þessi stóru fyrirtæki eru í eigu fárra aðila á Suðvesturhorninu og fáum öðrum stöðum. Meðal stórra eigenda í þeim eru bankar, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og eignarhaldsfélög með óþekktu eignarhaldi. Þessum aðilum á að færa arðinn af fiskveiðiauðlindinni. Eiga þeir hann?


mbl.is „Hafa skapað sér sjálfskaparvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað mundi ríkisstjórnin gera þá?

Segjum að ríkisstjórninni taksist að koma á þessari almennulækkun lána. Sem gengur nú orðið reyndar út á að lækkunin verði mismunandi eftir því hvenær fólk keypti. En segjum að það tækist. En í kjölfarið af því að og því að það fara einhverjar...

Enginn sérfræðingur sammála ríkisstjón varðandi skuldamál heimila.

En eins og venjulega veit Sigmundur Davíð betur. OECD segir skv. þessari frétt: Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) telur þá flötu lækkun lána sem boðuð hefur verið ekki ráðlega og tekur undir þá gagnrýni Seðlabankans að slík lækkun myndi að mestu...

Þegar menn lofa öllu fyrir alla, þá verða menn að taka afleiðingu þess!

Sko ríkisstjórn sem er mynduð af flokkum sem lofuðu öllu fyrir alla fyrir kosningar geta bara ekki kvartað yfir því að allir bæði þeir sem lentu í minni hluta á Alþingi og allir hinir rukki þá um allt fyrir alla og helst meira. Þannig að nú vill fólk:...

Ekki var þetta eins mikið og maður hélt.

Það er sagt að þetta snerti um 7000 aldraðra en skv. því sem ég best sé að vef hagstofnuna eru fólk yfir 67 ára um 34.800. Hvaða stöðu eru þau 28 þúsund sem ekki fá neinar leiðréttingar?

veidigjald.is

Finnst lágmark að ríkisstjórnin tryggi að upphæð sérsaksveiðigjalds verð ekki minni en áætlað var í þeim lögum sem nú eru í gildi og hvort sem núverandi lög verða löguð eða ný lög taka gildi. Og því skrifaði ég hér undir

Markverðast sem hefur gerst á mánuði nýrrar ríkisstjórnar:

TÍMALÍNA 22. maí Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar kynnt 23. maí Ný ríkisstjórn tekur við 28. maí Mótmæli umhverfisvernarsinna við stjórnarráðið 6. júní Alþingi sett 10. júní Forsætisráðherra kynnir skipan nefnda um skuldaniðurfellingu í stefnuræðu...

En Framsókn veit þetta svo miklu betur.

Íbúðalánsjóður: Sé litið til neyslukönnunar Hagstofunnar og reglna um greiðslumat þá hefur ákveðinn hluti landsins ekki efni á því að kaupa sér þak yfir höfuðið og líklega ekki heldur efni á því að leigja sér húsnæði. Verði eingöngu boðið upp á...

Framsóknarleiðin ófær?

Hér setur Gunnar Tómasson fram athugasemdir sínar varðandi leið Framsóknar að ná í fullt af peningum til kröfuhafa og deila þeim á fólk sem keypti íbúðir fyrir 2008. Hann sýnir fram á að við eigum nú ekki á vísan að róa og engir ókeypis peningar þar....

Er Sigurðu Ingi uppvís að lygum?

Úr frétt á ruv.is um þessar alvarlegu athugasemdir sem 2 sveitarfélög áttu að hafa komið með: Í Morgunútvarpinu á Rás tvö kom fram að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, hafi frestað friðlýsingu Þjórsárvera. Hann sagði alvarlegar...

Nú er að verða liðnir 2 mánuðir frá kosningum og hvað hefur breyst?

Svona miðað við væntingar og loforð hefði maður haldið að nú væru hafnar hér á landi stórkostlegar breytingar. En nei ósköp lítið hefur enn gerst. Sigmundur Davíð eyddi jú drjúgum tíma til að mynda nýja stórn. Niðurstaðan var jú eins og allir reikuðu með...

Gætu menn verið meiri klaufar?

Að hætta við undirskrift samninga um friðlandið í Þjórsárverum daginn sem átti að undirskrifa þá er náttúrulega bara kaufagangur í hæstu hæðum. Og að tala um Landsvirkjun sem eitthvað batterí sem ríkið hafi ekkert með að gera er náttúrulega furðulegt....

Nokkur ummæli núverandi stjórnarþingmanna og ráðherra um undirskriftasafnanir.

Sá þetta á facebook áðan. Verður gaman að sjá hvort að þessir aðilar hér fyrir neðan hafa breytt um skoðun á t.d. að svona þátttaka eins og er þeirri sem er í gangi á veidigjald.is sýni gjá milli Stjónvalda og fólksins í landinu. "Það er verið að safna...

Ekki er þetta Viðskiptablaðinu til framdráttar

´Svona vinna menn með fjölmiðla. Ekki til framdráttar hægri fjölmiðli eins og Viðskiptablaðið er að vera að mylja undir Sigmund Davíð með því að sverta Jóhönnu með einhverri tilbúinni sögu. „Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband