Leita í fréttum mbl.is

Er nema von að sporin hræða!

Það má segja að helstu kollsteypur okkar hér síðustu áratugi hafa gerst vegna kosningaloforða framsóknar eða ákvarðana sem teknar hafa verið á þeirra vakt. Af reynst loforð sem framkvæmd voru án þess að þau væru full könnuð eða afleiðingarnar kannaðar.

Og í þessari skýrslu fá ákvarðanir þeirra á kjaftinn og eru að kosta okkur milljarða  hundruði. Eins kemur þarna fram alveg ótrúlegur klíkuskapur sem á ekki að líðast. Sbr:

Orðrétt segir í skýrslunni: „Árið 2004 ákváðu stjórnvöld að fara vissa vegferð með Íbúðalánasjóð. Hún fólst í breyttum útlánum og fjármögnun þeirra. Í fyrsta lagi var húsbréfakerfið lagt niður og íbúðabréfakerfið tekið upp með beinum peningalánum. Í öðru lagi var hámarkslánsfjárhæð hækkuð mikið og veðhlutfall almennra lána sjóðsins hækkað úr 65% í 90%. Þessi vegferð endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt.“

Og á eyjan.is segir t.d. 

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Skagafirði, sóttist hart eftir því að verða stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs. Rannsóknarnefnd um sjóðinn furðar sig á samningi sem gerður var við dótturfélag kaupfélagsins, en sá samningur fól í sér engan sjáanlegan ávinning fyrir sjóðinn.

Og einnig:

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), var og er áhrifamaður innan Framsóknarflokksins. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri ÍLS, var varaformaður Framsóknarflokksins áður en hann hætti þingmennsku og hóf störf í ÍLS. Félagsmálaráðherra á þessum tíma var Páll Pétursson Framsóknarflokki og sonur hans, Páll Gunnar Pálsson, var forstjóri Fjármálaeftirlitsins þegar eldri stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hólahrepps reyndu að standa gegn auknum áhrifum KS í Sparisjóði Hólahrepps og málið kom til kasta eftirlitsins.

Og svo les maður þetta:

Eiríkur tjáði okkur frá að daginn áður hafi hann verið skipaður í stjórn hins nýja Fjármálaeftirlits sem var að taka til starfa við sameiningu Bankaeftirlitsins sem hafði áður verið innan Seðlabankans og Tryggingaeftirlitsins. Við óskuðum honum til hamingju með skipunina og að það gætu verið spennandi tímar framundan með svona nýja stofnun. Eiríkur þakkaði fyrir og sagði svo þessi orð sem enn hafa ekki liðið mér úr minni. „Það sérkennilega er að skipunin var háð því skilyrði að ég væri sammála því að ráða son félagsmálaráðherra sem forstjóra stofnunarinnar.“

Það er að Eiríkur seðalbankastjóri var skipaður í stjórn FME þegar það var stofnað gegn því að að hann samþykkti að sonur Páls Péturssonar ráðherra yrði forstjóri þar. 


mbl.is Mistök sem kostað hafa tugi milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hvaða afleiðingar munu nýjustu kosningarloforðin hafa?

Úrsúla Jünemann, 3.7.2013 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband