Leita í fréttum mbl.is

Rökin fyrir beytingunni á veiðigjaldinu lygi?

Því hefur m.a. verið haldið fram að veiðigjaldið sérstaka bitni helst á litlum eða meðalstórum útgerðum. En skv. því sem maður sér eru það stærstu útgerðinar sem njóta lækkun þeirra mest.

Las þessa grein eftir Indriða H Þorlákssson. Þar fer hann yfir það hverjum gagnist lækkun veiðigjalda mest eins og verið er að útfæra hana nú. Hann segir:

 

Þau 7 fyrirtæki sem mestan kvóta hafa, hvert um sig yfir 12 – 35 þús. þorskígildistonn, munu fá lækkun sem nemur um 2 milljörðum króna. Næstu 12 fyrirtæki með yfir 4 þús tonn hvert munu fá um 1,2 milljarða króna. Næstu 28 fyrirtæki sem hafa yfir 1 þús. tonn hvert fá samtals um 800 milljónir króna. Tæplega 500 fyrirtæki sem þá eru eftir fá um 550 milljónir, en þar af var meira en helmingur þegar gjaldfrjáls þ.e. með minna en 30 tonna afla.

Það þarf brenglað sjónarhorn til að lesa út úr þessu sérstakan stuðning við meðalstór og lítil fyrirtæki. Stærstu 19 fyrirtækin fá 3,2 milljarða í lækkun sem er yfir 70% heildarinnar. Sama er að segja um þá fullyrðingu að þetta sé gert fyrir landsbyggðina. Veiðigjöldin greiðast af eigendum fyrirtækjanna og engum öðrum. Þessi stóru fyrirtæki eru í eigu fárra aðila á Suðvesturhorninu og fáum öðrum stöðum. Meðal stórra eigenda í þeim eru bankar, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og eignarhaldsfélög með óþekktu eignarhaldi. Þessum aðilum á að færa arðinn af fiskveiðiauðlindinni. Eiga þeir hann?


mbl.is „Hafa skapað sér sjálfskaparvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband