Leita í fréttum mbl.is

Niðurstöður stjórnarmyndunarviðræðna - Spá

Ég hef lagt í töluverða íhugun og lestur frétta og tel að niðurstaðan verði þó erfitt sé að trúa því að það verði Framsókn og Sjálfstæðismenn myndi næstu ríkisstjórn. Veit að fólk er hissa á þessu og trúir þessari spá minni illa

 

En ég sé líka fyrir mér að þeim verði erfitt að ná samstöðu hjá þjóðinni og það verði erfitt að uppfylla öll þau loforð sem þessir flokkar hafa boðað og kjósendur ætlast til.

  • Peningar frá kröfuhöfum: "Vefur Financial Times segir að erlendu kröfuhafarnir setji líklega fram þá kröfu að ekki eigi að vera veittur neinn afsláttur af þeirra kröfum. Þeir geri sér þó grein fyrir því að „íslenskir stjórnmálamenn hafi lofað slíkum afslætti í nýafstaðinni kosningabaráttu.“ Financial Times segir að þessar viðræður eigi vafalítið eftir að verða eitt erfiðasta verkefnið sem ný ríkisstjórn standi frammi fyrir." ruv.is
  • Það verði erfitt að lækka bara skuldir ákveðins hóps en gera ekkert fyrir aðra: "

    Þar eru samt bara sumir taldir verðugir en ekki aðrir. Sumum þeirra sem tekið höfðu peningalán fyrir hrunið skulu greiddar tjónsbætur en ekki öðrum sem urðu fyrir fjártjóni við þessa dapurlegu atburði í þjóðlífi Íslendinga. Meðal annars munu þeir ekki teljast verðskulda bætur sem „bara“ misstu atvinnuna og heldur ekki þeir sem misstu eignir af ýmsum toga. Í þessum fyrirætlunum felst að þeir fá mest sem tóku mestu áhættuna í persónulegum fjármálum sínum en þeir minnst sem sýndu ráðdeild og varfærni.

    Jón Steinar segir að í nýafstöðnum kosningum hafi stjórnmálaflokkar farið fram með loforð um bætur sem þessar. Það skilaði atkvæðum og þeir fengu flest atkvæði sem mest buðu.

    Þegar loforðamenn voru spurðir hvaðan þeir hygðust afla fjár til að standa straum af kostnaði við skaðabótagreiðslurnar gáfu þeir óljós svör um að hafa mætti fé af nafnlausum erlendum kröfuhöfum Íslendinga sem gjarnan voru þá uppnefndir svolítið í leiðinni, kallaðir hrægammar eða eitthvað ámóta hugljúft. Lítið var þá gefið fyrir þá staðreynd að „hrægammar“ njóta lögverndar hér á landi fyrir eignarréttindi sín rétt eins og heiðlóur.

  • Lækkun skatta. Í ljósi þess að ríkið er rekið með halla held ég að það skapi stjórnvöldum ekki trúverðugleika og líkur á að það verði aðeins lækkaðir skattar á auðmönnum og fyrirtækjum. 
  • Hækkun launa: Í ljósi frétta frá Landspítalanum í dag frá Geislafræðingum þar sem þeir segja að 6% hækkun sé eins og upp í nös á ketti held ég að stjórnvöld lendi í hremmingum með þetta mála og laun hækki ekki í neinu samhengi við væntingar. 
  • Náttúruverndarsinnar farnir að brýna mótmælavopnin.

Svona held ég að hægt væri telja upp atriði. Og að þeir flokkar sem nú töpuðu kosningum hlægi sig máttlaus alver fram að næstu kosningum á meðan að fylgið hrynur af verðandi stjórnarflokkum. 


Er þetta hugsanlegur möguleiki?

Þ.e. að mynduð sé stjórn B- Vg- A sem hefur 32 og síðan væri samningur við Samfylkingu um að verja þessa stjórn falli.

 

B + Vg + A með stuðningi S
Tekð af Facebook

 


mbl.is Munu hittast á fundi á eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að Eygló Harðar ætti nú að spara þessi orð nema að það sé innistæða fyrir þeim

„Ég vona svo sannarlega að fólk hafi verið að meina það og taki undir með okkur framsóknarmönnum um mikilvægi þess að menn ræði saman, en detti ekki niður í hefðbundna valdapólitík.“ Ef að allir fundirnir hafa svo verið jákvæðir en Framsókn...

Eru Íslenskir stjórnmálaflokkar nógu þroskaðir fyrir minnihlutastjórnir?

Sýndist það ekki vera á kjörtímabilinu sem var að líða. Og þar fór framsókn framarlega í að stoppa öll þau mál sem hægt var. Jafnvel gegn vilja meirihluta þing. En fráfarndi stjórn var jú minnihlutastjórn frá því um mitt kjörtímabil. En það væri kannski...

Þegar fólk talar um alla þá tugþúsundir sem fluttir eru til Noregs, þá fer fólk ekki með rétt mál

Tölur hagstofu segja að að þegar við erum búin að taka frá þá sem hafa flutt aftur heim lítur þetta svona út. Ekki alveg margir tugir þúsunda sem hafa flutt.

Til Samfylkingarfólks sem nú leitar að sökudólgum varðandi hrun í fylginu.

Af hverju ekki að taka hlutunum aðeins létt núna næstu vikur og sjá aðeins til Svo síðssumar þegar menn eru búnir að hugsa málið: Þ.e. Hvað var gert rangt? Hverjur þarf að breyta ? Hvernig breytum við því ? Hverjir gera það ? Og svo að tryggja að allir...

Hvað ætlar þú að gera við peningana sem herrann í Framsókn ætlar að gefa þér?

Nei úps þú keyptir ekki íbúð á bilinu 2005 til 2008. Svo þú bara heldur áfram að borga skattana svo við getum hjálpa einhverjum öðrum.

Eigum við að tala um pólitík?

Nei nenni því ekki. Er farinn út að eyða fyrirfram skattalækkunum sem ég hlýt að reikna með sem og hugsanlegum milljónum í lækkun lána.

Til hamingju félagshyggjufólk og vinstra fólk á Íslandi!

Nú hefur okkur tekist að koma helmingaskiptaflokkunum til valda á ný. Og nærri því án þess að þeir þyrftu að gera neitt. Þetta er árangur 4 ára þar sem að hver höndin hefur verið upp á móti annarri í þessum hóp. Þingmenn hafa jú farið þar fremstir í...

Er svona að velta fyrir mér í ljósi þessara kosninga og væntanlega nýrri B-D stjórn:

Er svona að velta fyrir mér hvað fólk kemur til með að hafa mikið langlundageð gagnvart nýju stjónrvöldum. Báðir stóru flokkarnir hafa boðað: - Lækkun lána fólks - Lækkun skatta - Afnám verðtrygginar - Lækkun óverðtryggðra vaxta - Hækkun bóta/ afnám...

Hamingja hjá Framsókn og Sjálfstæðismönnum.

Sýnist að þarna sé sönn ást á milli manna. Og grunar að milli þeirra sé fyrir löngu búið að skipa stjórn. Enda þarf að sækja ýmsa banka og fyrirtæki sem félagar þeirra og flokkseigendur hafa óvart misst úr höndunum síðustu...

Spá um þingmenn eftir flokkum

Hér er spáinn fyrir fyrir kvöldið. Byggð á minni yfirgripsmiklu þekkingu. Nú geta menn bara slökkt á sjónvarpinu og farið að sofa. Engin ástæða til að bíða eftir raunverulegum tölum.

Halló þjóð ætlið þið að kjósa þetta yfir okkur?

Í júlílok á síðsta ári sagði Bjarni Ben: Að það væri veruleikafyrring hjá Guðbjarti Velferðarráðherra að neita að skera meira niður í velferðaþjónustu. Hvernig heldur fólk að Sjálfstæðismenn ætli að sækja þá peninga sem tapast við alla skattafslættina...

Erlendir fjölmiðlar um kosningarnar!

Tekð af ruv.is Erlendir fjölmiðlar fylgjast grannt með Alþingiskosningunum á Íslandi. Þar velta menn vöngum yfir hugsanlegum ástæðum þess af hverju sú ríkisstjórn, sem komst til valda eftir hrun, gjaldi mögulega afhroð þegar úrslit liggja fyrir í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband