Leita í fréttum mbl.is

Jæja! Á meðan að fylgjendur stjórnarflokkana hafa verið önnum kafnir að berja á Samfylkingunni!

Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst og m.a. stofnaður nýr hægri flokkur sem á held ég eftir að laska bæði Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og fleiri flokka. Það er Viðreisn.  En þar er kominn flokkur með nútímalegri áherslur og ekki eins forpokaður og hinir hundraðára gömlu afturhaldsflokkar. En menn bæði hér á blogginu og almennt í umræðunni hafa bara verið fókuseraðir á hatur sitt á Samfylkinunni. Jafnvel látið Vg nær alveg í friði þó hann mælist helminigi stærri en Samfylkingin. Og á meðan hefur þetta gerst:

Af eyjan.is

Með því að öflugir, hægrisinnaðir liðsmenn hafi gengið til liðs við Viðreisn aukast líkurnar á því að flokkurinn taki til sín kjósendur sem hingað til hafa lýst yfir stuðningi við Pírata. Gagnrýnt hefur verið síðustu vikur að framboðslistar Pírata, sem hafa verið að birtast kjósendum, séu skipaðir fremur vinstrisinnuðu fólki og fæli þar með frá sér kjósendur af hægri vængnum.

Þessi umræða hefur meðal annars sést frá Ernu Ýr Öldudóttur, fyrrum formanni framkvæmdaráðs Pírata. Erna Ýr tók þátt í prófkjöri Pírata í Reykjavík en hafði ekki erindi sem erfiði og hvarf við svo búið á braut úr flokknum. Hún hefur þó ekki legið á skoðunum sínum og bent á að mikil vinstrisvipur sé á framboðslistum flokksins.

Í gær bárust þau tíðindi úr herbúðum Viðreisnar að þeir Pawel Bartoszek stærðfræðingur og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefðu gengið til liðs við Viðreisn. Egill Helgason segir í pistli hér á Eyjunni að þeir Pawel og Þorsteinn séu báðir afburðaklárir hægri menn. Koma þeirra til liðs við Viðreisn muni styrkja flokkinn, bæði gegn Pírötu en einnig gegn Sjálfstæðisflokkunum. Þeir Pawel og Þorsteinn séu markaðssinnaðir og alþjóðasinnaðir.

Það er í þessum tveimur atriðum sem skilur helst milli þeirra og Sjálfstæðisflokksins eins og hann er nú um stundir. Það hefur verið talað um Viðreisn sem einhvers konar miðjuflokk, en þarna hallast hann til hægri. Með þessa menn í forystu er hann skeinuhættari Sjálfstæðisflokknum en manni hefur virst, en ólíklegri til að skaða Samfylkinguna. En hún á náttúrlega nóg með að verjast ógninni frá Pírötum.

 


Þið litla hrædda fólk! Ég vorkenni ykkur!

Svona eftir lestur blogga, facebook t.d. hjá þjóðfylkingunni og ýmsar síður þá sé ég að það er hópur fólks hér á landi sem á verulega bágt!

Það hlýtur að vera erfitt að lifa við það að vera skít hrædd við allt og alla. Fólk er hrætt við múslima af því að það eru einhverjir öfgamenn þar sem hafa framið hryllileg morð. En fólk er ekkert hrætt við Bandaríkjamenn þar sem fjöldi manna er drepinn á hverjum degi í árásum.

Fólk er hrætt við að útlendingar taki af þeim störfin. Þó er vitað að hér gæti ekkert fyrirtæki stækkað við sig þar sem hér er ekkert atvinnuleysi og því er okkur nauðsyn að fá fólk hingað til að vinna.

Það er hrætt við múslima og vill banna þeim að koma hingað. En svona þeim til upplýsingar þá búa örugglega einhverjar milljónr múslima i Evrópu og njóta því þeirra réttinda að þau geta komið hingað ef þau svo kjósa.

Þá er líka ljóst að hér hafa múslimar búið um áratugi án nokkurra vandamála.

Þetta sama fólk dreifir bulli um að krakkar á leikskólum sé svikið um að borða svínakjöt af því að þar séu múslimar sem er bull. Alveg eins og krakkar með hnetuofnæmi er séð fyrir annarri fæðu þá fá múslimar bara val um annað.

Þetta sama fólk lét svona þegar hingað fluttu Víetnamar, Ungverjar, frá fyrrum Júgóslaviu, Palestínu og svo framvegis. Þá átti bara allt að fara hér til fjandans í hvert skipti. En úps það hefur ekki skeð. hér væru varla byggði öll þessi hús ef hingað kæmi ekki vinnuafl til að byggja þau. Það væru hér engir að þrífa og hreinsa í kring um okkur m.a. á sjúkrahúsum ef að við gætum ekki náð í vinnuafl erlendis bæði innan og utan EES.

En alltaf þarf þessi sami hópur að standa á kassa og boða enda Íslands. Hvernig væri nú að hætta að búa til vandamál fyrirfram.

Held að fólki hljóti að líða illa að byrja hvern dag í að leita á netinu að einhverju sem rökstyður þessa órökstyðjanlegu hræðslu fólks. Og reyna svo að trorða hræðslunni yfir á aðra á netinu.


En hvað með kristna Filippseyinga? Ætla menn að beita sér gegn þeim.

Nú eru frægar krossfestingar fólks í Fillipseyjum. Þar sem fólk lætur krossfesta sig til að sanna trú sína. Nú haf verið síðustu ár að berast fréttir þar af hriðjuverkamönnum eins af gríðarlegum manndrápum stjórnvala. Alveg spurning hvort að Íslenska...

Bíddu eigum við að banna fólki að flytja hingað sem eru kristnir mexíkóar?

Held að morð, fjöldamorð og gælpir í Mexikó séu örugglega meiri en í flestum múslimaríkjum. Hef ekki heyrt að hér á landi séu uppi hópar og einstaklingar að banna Mexikóum að flytja hingað eða iðka sína trú. En í þessari frétt segir Lík átta manns sem...

Ert þú rasisti?

Margir hér á blogginu og samfélagsmiðlum móðgast rosalega þegar orð þeirra eru sögð vera rasísk. Svona t.d. "Mér er ekki illa við útlendinga þ.e. ef þeir eru eins og ég haga sér eins og ég og tala Íslensku. Annars geta þeir bara verið heima hjá sér."...

Sýnist að hér sé kominn félagsskapur þar sem margir bloggarar á blog.is smell passa í.

"Hreyfingin segist hafa það að markmiði að skapa sjálfbært norrænt ríki með sameiginlegum her, gjaldmiðli og miðstýrðum banka, koma í veg fyrir að útlendingar flytjist til Norðurlanda og vill banna fjölmiðla sem vinna gegn norrænu fólki." Ætla ekki að...

Hvernig væri nú að fréttmenn köfuðu almennilega niður í þetta verðtryggingarmál.

Eins og ég skil þetta með verðtrygginguna þá er aðalvandamálið með afnám hennar þetta. Með afnámi verðtryggingar þá stæðust aðeins þeir sem eru með há laun greiðslumat. Þar sem afborganir af óverðtryggðum lánum eru mun hærri fyrirhluta lánstímans. Óvissa...

Til þeirra sem ala á ótta við múslima og vitna oft í stöðuna í Svíþjóð!

Fyrir það fyrsta ættuð þið að skoða hvaðan þið fáið upplýsingarnar sem þið eruð að dreifa t.d. mikið á facebook og hér á blogginu. Þessar heimildir eru oft áróðurssíður sem haldið er úti frá Ísrael og Bandaríkjunum. Síður sem ekki hika við að hagræða...

Svona kannski var lánalækkun Sigmundar raunverulega fjármögnuð.

Var að lesa Fréttatíman og þá sérstaklega þessa grein http://www.frettatiminn.is/einstaed-modir-missir-halfa-milljon-i-vaxtabaetur/ Þar segir m.a. og er einnig sínt í athyglsiverðum töflum um tekjur hennar. „Ég fékk 500 þúsund í vaxtabætur árið...

Ætli það séu að koma kosningar? Sýnist það!

Bjarni ný búinn að leggja fram fjármálaáætlun fyrir næstu 4 árin þar sem ekki var áæstla fyrir nokkurri aukingu á útgjöldum til heilbrigðiskerfisins næstu árin. En nú allt í einu er hann að átta sig á að það þurfi að setja þau mál í forgang. Kæmi mér...

Það hafa fallið mörg orð um fylgi Samfylkingarinnar síðustu misseri. En er ekki komið að framsókn núna?

Skv. þessari könnu mælist Framsókn nú með 6,4& fylgi og hefu held ég aldrei mælst með minna fylgi. Þeir fengu jú hvað 24% í kosningum. Skrítið að sjá ekki bloggið ekki loga af bloggum um að Framsókn sé að þurrkast úr

Finnst þessi maður fyndinn!

http://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/ Hann heldur úti ógurlegum hræðsluáróðri og skítkasti frá Svíþjóð um ESB og svo einstaklinga hér á landi. Þeir eru fleiri bloggarar sem kjósa jú að búa í ESB en berjast þaðan fyrir því sem gerist á...

Norðmenn vara Breta við að ganga úr ESB !

Norski forsætisráðherran vara Breta við að þeir verði í sömu ömurlegu aðstöðu eins og Noregur ef þeir ganga úr ESB. Af eyjan.is Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Bretum muni ekki líka að standa utan við ESB ef þeir kjósa að yfirgefa...

Smá fróðleikur um Icesave

Friðrik Jónsson á eyjan.is birtir þetta blogg í kvöld 16.júní og setur Icesave í rétt ljós fyrir þá sem vilja reyna að skilja það. Icesave: Rétt að semja og sluppum með skrekkinn Það er sannarlega athyglisvert að lesa endurskoðað svar Vísindavefsins um...

Furðulegar hugmyndir sem margir hafa um fjölda flóttamanna og hælisleitenda hér á landi

Á síðstar ári voru þeir sem fengu hér hæli eftirfarandi. Athugið að þeir voru ekki þúsundir eða tugþúsundir eins og menn láta bæði hér á netinu og á Útvarpi Sögu Þarna sést að 45 hafa fengið tímabundið dvalarleyfi vegna hættu heima fyrir og 21 viðbótar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband