Leita í fréttum mbl.is

Uppgangur okkar ekki ríkisstjórninni að þakka!

Jón Daníelsson segir hér að það sé fyrst og fremst fordæmislaus fjölgun ferðamanna sem hafi hjálpað okkur!


Af hverju stofna menn félög á Tortóla?

Sko eins og sumir láta í fjölmiðlum og á netinu þá tala þeir eins og það sé bara ósköp eðlilegt að stofna félög á Tortóla. Svona svipað og stofna bankareikning í banka.  Það getur náttúrulega ekki verið.

  • Ef svo væri þá mundu menn einmitt gera það stofna reikninga eða kaupa skuldabréf hér á lendi enda eru þau með miklu hærri vöxtum en almennt gerist í heiminum.
  • Menn stofna náttúrulega til félaga á Tortóla til að græða á.
  • Þeir stofna félag en flytja þangað enga peninga heldur fjárfesta þeim annarstaðar m.a. á Íslandi. Sbr fyrir hrun þegar þeir "lánuðu bönkunum peninga í gegnum þessi félög.
  • Staðreyndin er að menn stofna fyrirtæki í Tortóla yfirleitt til að fela peninga. Eða til að græða á óstöðugleika krónunnar, eða hvorutveggja. Og þegar menn segjast borga hér skatta af þessu þá er það brandari. Ef menn væru ekki að fela þar arðinn sinn og upphæðir þá mundu þeir bara stofna reikninga í Noregi eða Bretlandi. Það er auðséð að menn eru að stofna þessi fyrirtæki í löndum þar sem reglur eru litlar sem engar og eftirlit lítið sem ekkert.

Svo nær allir sem hafa komið að stofnun fyrirtækja á Tortóla er að því til að þurfa ekki að borga skatta af þeim á Íslandi. Og bankarnir héldu þessu að fólki. Hér áður faldi fólk svona peninga í Sviss og færðu þá úr landi með því sem var kallað "hækkun í hafi".

Ég er ekki að segja að það þurfi að upplýsa um alla þessa aðila sem við vitum þó að eru einhver þúsund (bara 600 í þessum leka frá einni lögfræðiskrifstofu í Panama), en það á að tryggja að svona geti ekki gerst aftur?  Það er hægt að setja lög og reglur sem taka á því að menn komist ekki upp með þetta.

Svo er rétt að benda á að margir þessara aðila eru ekki einu sinni með lögheimili á Íslandi og borga því engan tekjuskatt og útsvar hér sjálfir. En búa samt hér og þyggja hér þjónustu sveitarfélaga. Held að allir stærstu fjárfestar svei mér þá hafi lögheimili utan landsins.  Þannig að menn þurfa ekki að taka Dorrit  sérstaklega fyrir (samt óheppilegt)

P.s. smá viðbót:

„Aflandsvæðingin hefur tvímælalaust haft mjög slæm áhrif. Það en nánast sama hvar drepið er niður fæti þá koma í ljós slæm áhrif. Auðvitað hafa menn fyrst og fremst horft á skattahliðina og þá staðreynd að svona félög eru í mjög mörgum tilfellum notuð til að komast hjá skattgreiðslum. Stundum beinlínis ólöglega en stundum með einhverjum flækjum sem standast nú ítrustu próf lögfræðinna þótt þau séu ekki siðleg. Það þýðir þá auðvitað bara að þeir sem eru með breiðustu bökin þeir eru þá ekki að borga sinn skerf við að halda samfélaginu uppi. Það er auðvitað afleitt. Þeir sem lenda í því að þurfa að borga, venjulegt launafólk sem getur ekki komið sínum tekjum undan skatti með svona trikkum finna auðvitað fyrir því.“ Sjá hér eða hlusta http://ruv.is/frett/aflandsvaeding-og-helsjukt-samfelag


Svona vinnubrögð ganga ekki og verður að stoppa!

Samkvæmt frétt RÚV verður félagið stofnað á næstu dögum, en þetta er gert á grundvelli laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sem Alþingi samþykkti þann 17. mars síðastliðinn . Samkvæmt því lagafrumvarpi sem upphaflega var lagt fram átti...

Til þingmanna allra flokkar: Þetta er einfallt!

Nú þegar kjörtímavili ykkar er að ljúka er krafa fólks að þið komið í veg fyrir að Íslendingar séu að: Geyma fé í skattaskjólum. Herðið lög og reglur og aukið gegnsæi. Að menn séu að gera það sem var tíðkað hér áður og hét "hækkanir í hafi" og síðan...

Varðandi auðlegðarskatt og bullið sem vellur út úr fólki sem gagnrýnir hann núna.

Miðar við fréttir virðist konan hafa átt 1.7 milljarð í skuldlausa eignir miðað við það að hún hafi þurft að borga 21,3 milljónir í auðlegðarskatt sem var 1.25%. Konan var 90 ára þegar skatturinn var lagður á. Það er furðulegt og sennilega einhver...

Eitt sem allir eru búnir að gleyma varðandi Ólaf Ragnar og Icesave

Það gleymist gjarnan að forseti undirritaði fyrsta Icesave-samninginn sem samþykktur var á Alþingi með fyrirvörum, og það varð happ hans og um leið þjóðarinnar, að Bretar og Hollendingar sættu sig ekki við þá fyrirvara sem þingið setti. Hefðu þeir gert...

Þetta gengur náttúrulega ekki lengur!

Heyrði þessa sögu um daginn frá manni sem heimsótti vinsælan ferðamannastað fyrir Norðan. Gestur: Rosalega er mikið af ferðamönnum hér. Þið hljótið að vera mjög ánægð! Heimamaður: Uss nei við vildum helst ekki sjá þetta. Það er vissulega fullt af...

Engu landi er það gott að höfðingi þess telji sig ómissandi

Ólafur Ragnar er náttúrulega í fullum rétti að bjóða sig fram aftur. Enda er stjórnarskrá okkar sem býður upp á það. En honum sem mjög fróðum manni ætti það að vera full ljóst að það er vís leið til stöðnunar ef einhverjir telja sig ómissandi og sitt...

Var greiningardeild í forsætisráðuneytinu?

Í þætti Sigurjóns M Egilssonar "Sprengisandi" kom fram í inngangi eða leiðara hans. Þar sagði hann frá því að hann hefði verið kallaður á teppið í ráðuneytinu og sagði síðan eftirfarandi: „Ráðherrann fyrrverandi hafði greiningardeild í sínu...

Á Tortóla

Ég bara varð að setja þetta hér inn

Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum

Sýnist að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að ræsa alla skítadreifara flokksins og þeir fara nú hamförum. Hallur Helgason, Hannes Hólmsetinn veggurinn.is einhver ömurlegur Sveinn á eyjan.is og fleiri og fleiri. Og nú skal fela stöðunna sem...

Punktar fyrir alþingismenn næstu mánuði.

Nú er orðið nokkuð ljóst að Alþingi starfar áfram án kosninga a.m.k. næstu mánuði. Því væri gott að þið kjörnir fulltrúar munduð huga að nokkrum atriðum: Atburðir síðustu vikna vekja enn upp nauðsyn þess að taka hér marga kafla upp í stjórnarskrá...

Hvernig gátu Bretar gert Páli Vilhjálmssyni þetta?

Páll Vilhjámsson búinn að skrifa margar greinar um að lætin hér á landi væru bara skipulögð aðför RUV að Sigmundi Davíð. Þetta væri ómerkilegt mál sem væri bara blásið upp og gert út á heimsku fólks með því að draga það á Austurvöll án nokkurar ástæðu....

Svona grínlaust finnst fólki þetta bara vera í lagi?

Finnst fólki það bara hafa verið og sé bara allt í lagi að hér séu stjórnmálmenn, fjárfestar og auðmenn sem geyma fé í skattaskjólum. Hef séð að þar séu jafnvel geymdir tugir eða hundruð milljarðar ef við teljum líka með lönd þar sem í gildi eru...

Eftir atburði síðustu daga vitum þetta!

Það er allt í lagi fyrir Íslendinga að geyma fé og fyrirtæki í skattaskjólum. Þ.e. ef við segjum skattinum frá því að við séu þar með fyrirtæki í felum og segjum skattinum að engin hagnaðru sé af þeim og þurfum því ekkert að borga frekar en við viljum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband