Leita í fréttum mbl.is

Hefði ekki verið svona ágætt að senda formann fjárlaganefndar með?

Finnst þetta við skoðun reyndar furðulegt að Guðbjartur Hannesson  formaður fjárlaganefndar hafi ekki farið í þessa ferð! Sér í lagi ef að markmiðið er að leggja línur um breytingar á fyrirliggjandi samningi. Veit að þetta mál er í höndum fjármálaráðherra og líkur á að markmið þessarar ferðar sé að sýna Bjarna og Sigmundi fram á takmarkaða möguleika okkar. En í ljósi þess að Samfylkingin er stærsti flokkurinn á þingi og hefur formannssæti fjárlaganefndar sem fer með vinnu Alþingis í þessu máli þá hefði það verið þess virði að hafa hann með.  Sér í lagi ef einhverja ákvarðanir verði teknar þarna úti.
mbl.is Utan til funda vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri nú að snúa þessu við Sigmundur?

Svona væri nú allt í lagi að heyra eitthvað annað en þetta.

Á hverjum einasta fundi er vonast til þess að fyrir næsta fund verði komnar einhverjar meiri upplýsingar að utan. En svo koma þær aldrei,“ segir Sigmundur Davíð.

„Þá segi ég alltaf: Hvernig dettur mönnum í hug að Bretar og Hollendingar fari að sýna einhvern vilja til að semja um breytta niðurstöðu þegar ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru alltaf að segja að það eigi bara að halda við gildandi samning og hann sé það eina rétta?“

Hvernig væri nú að heyra t.d. hvað það er sem að Sigmundur vill láta breyta í þessum samning? Hvernig á að fá Breta og  Hollendinga til að samþykkja það? Og hvernig hefði verið að fá óháða stofnun til að rökstyðja með almennilegum rökum að okkur beri ekki að greiða þetta? Ekki svona menn sem halda því fram að af því að Bretar lána sínum innistæðutryggingarsjóð með 1,5% vöxtum þá eigi það við hjá okkur líka. Finnst það furðuleg rök. T.d. held ég að við mundum ekki lána örðum þjóum með 1,5% vöxtum sér í lagi ef að það væri ekki verðtryggt og verðbólga í því landi væri kannski að meðaltali um 2 til 3%. Og hvaða rök væru það gegn Hollendingum að nota vaxtakjör innan Breska stjórnkerfisins ætti að eiga við samninga við Holland?

Hvernig ætlast stjórnarandstaðan til þess að koma á sátt sem öll á að ganga út á að ríkisstjórnin lýsi því yfir að allt sem hún geri sé vitleysa, þrátt fyrir að byggt sé á ráðum alþjóðlegra stofnana, fyrirtækja og öllum sérfræðingum Seðlabankans og ráðuneyta? Ef að sáttin á að ganga út á að stjórnin gefi slíkar yfirlýsingar þá verður engin sátt.


mbl.is Til í að fresta skýrslunni fram yfir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það held ég að myndi syngja í fólki hér ef farið væri eftir þessu

Svona miðað við að þessi maður er í stjórn seðlabankans og í góðum tengslum við "miðjuflokka" á norðurlöndum og þar á meðal framsókn, finnst mér hann ekki alveg átta sig á stöðunni hér. Hvernig heldur hann að fólk mundi bregðast hér við ef gert yrði eins...

Þjóðréttarlegar skuldbindingar okkar vegna yfirlýsinga tendar Icesave

Fyrir þá sem misstu af fréttum klukkan 19:00 er rétt að benda á þennan kafla sem hér er tengil á að neðan. Þar kemur m.a. fram að hefð er fyrir því í heiminum að yfirlýsingar ríkisstjórna eru taldar bindandi fyrir ríki. Sem og að vegna þess að við...

Af hverju ekki að kalla hlutina eins og þeir eru? ÁRÓÐUR

Herferðin verður farin í þeim tilgangi að fræða landsmenn um efni Icesave-samningsins sem liggur til grundvallar Icesave-lögunum um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir áramót. Skyldu...

Hvað á þetta að þýða?

Ég er bara alls ekki sáttur við það að erlendir fjölmiðlar fái svona fréttir á undan okkur. Þetta minnir á í upphafi hruns þegar að stjórnvöld hér upplýstu erlenda fjölmiðla betur um málin heldur en Íslenska. Annað hvort eru þeir Íslensku svona lélegir...

Nú hvað höfðu þau þá í huga?

Í fréttinni segir: Borgarahreyfingin rétt að skoða atburðarásina og framferði mótmælendanna sem tæpast höfðu í huga að taka Alþingi í gíslingu eða valda mönnum tjóni, enda engin vopn höfð um hönd,“ segir í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni. Hvað...

Hvað eiga þau við? Málflutningurinn orðin algjör klisja!

Ég er kannski svona tregur en ég skil ekki svona orðalag eins og allir gleypa nú hver eftir öðrum: Í tilkynningu frá Nýja Íslandi segir að ekki hafi tekið nema 15 mínútur að bjarga fjármagnseigendum í hruninu. Hins vegar hafi fólkið sem byggir landið...

Það gengur aldrei að ná samstöðu á Þingi um þetta mál nema að Höskuldur sé útilokaður

Og reyndar má bæta við þessa fyrirsögn þeim Vigdísi og hugsanlega Sigmundi Davíð. Það er ljóst að að minnstakosti Höskuldur og Vigdís lifa ekki í raunveruleikanum og þeim verður að halda utan við þetta. Eftirfarandi er haft eftir Höskuldi á www.visir.is...

Æ æ æ æ nú eru margir búnir að eyða nokkrum kílóbætum í vitleysu!

Smá mistök í fréttaflutningi og bloggarar og allir fréttamiðlar gleypa það upp og sletta þessu á netið sem tómu svindli og spillingu og svo er þetta ekki neitt. Enda ef fólk hugsaði málið og tók með í reikninginn sem m.a. Hagsmunasamtök heimilanna hafa...

Er fólk alveg að missa sig?

Fólk hlýtur að gera sér grein fyrir að svona mál ef mun auðveldara í rannsókn en mál fjármálabrjálæðingana. Og svo virðist fólk gleyma því að þarna voru starfsmenn og lögregluþjónar bitnir, konu kastað á ofn og fleira. Einn starfsmaður er með 8%...

Þetta eru nú bara afleiðingar sem allir áttu að geta séð fyrir

Ég hef sagt þetta áður og segi það aftur! Það eru líkur á að Ísland fari nú fyrst að finna fyrir hruninu fyrir alvöru í kjölfara ákvörðunar Forsetans. Það hlaut öllum að vera það ljóst haustið 2008 að hér þyrfti að grípa til aðgerða sem þjóðin væri ekki...

Alveg er það furðulegt að hafa ekkert heyrt um þennan mann áður.

Alveg merkilegt hvað hagfræðingar eru orðnir miklir sérfræðingar í lagalegum útskýringum! Það væri líka gaman að vita hvaða aðgerðir Hollendinga gegn okkur hafi verið ólöglegar. Því í þessum texta hér á mbl.is stendur Kregel segir aðspurður aðgerðir...

Nú bíðum við eftir stjórnarandstöðunni!

Það er til lítils að fara fram á formlegar samningaviðræður og senda þverpólitíska nefnd ef að samningsmarkmiðin eru ekki á hreinu. Hvaða þjóð heldur fólk að vilji semja við okkur í þriðjaskipti ef að aðilar eru ekki sammála um niðurstöðu sem og að...

Úps þar fóru rök álitsgjafa og hliðholla greinarhöfunda okkar fyrir lítið

Ein lítil stutt grein og öll rök farinn varðandi ábyrgð Hollendinga á Icesave. Þar sem að FT.com er að gera kröfur til fólks að skrá sig til að lesa meira enn eina grein á mánuði þá læt ég hana fylgja með hér Sir, Robert H. Wade’s argument...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband