Leita í fréttum mbl.is

Þetta kom mér virkilega á óvart

Ég hafði ekki hugsað út í þetta. En Bjarni Ben telur að Forsetinn eigi ekki að taka fram fyrir hendur Alþingis:

 

bjarniben.jpgBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forseti Íslands eigi ekki að taka fram fyrir hendur Alþingis í málum sem þingið hefur leitt til lykta. Það gildi um Icesave-málið sem önnur mál.

Bjarni sagði að afstaða sín væri hin sama og áður hvað synjunarvald forsetans varðaði. Hann hefði verið andvígur synjun fjölmiðlalaganna árið 2004. Vandinn væri sá að forsetinn hefði sjálfur áritað eldri Icesave-lögin í sumarlok með skýrum fyrirvörum og skapað sér þann vanda sem hann væri nú í.

 Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

www.eyjan.is

Þá eru formenn 3 stærstu flokkana sem hafa c.a. 48 þingmenn á bakvið sig sem eru á því að forsetinn eigi að skrifa undir lögin.


mbl.is Stjórnin hefur ekki leyfi til að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú eitthvað annað en menn hafa verið að segja okkur.

Indefence og Sigmundur Davíð segir að það hafi engin áhrif að hafna Icesave. Það séu allir búnir að gleyma látunum sem vour í október 2008. En Alistair Dariling virðist ekki vera búinn að gleyma þessu:

Töfin fer illa í bresk stjórnvöld og segir Bloomberg fréttastofan að Darling hafi sagt við fréttamenn í London í morgun að ef Íslendingar standi ekki við Icesave-samkomulagið muni...

„...ástandið verða enn verra. Ég myndi segja við fólk á Íslandi að ég átti mig á að ástandið sé erfitt en þið verðið að átta ykkur á að bresk stjórnvöld urðu að grípa í taumana í mjög erfiðri stöðu sparifjáreigenda í íslenskum bönkum.“

 Og þeir segja að ekkert hafi verið unnið í því að tala við ráðamenn í þessum löndum en í þessari frétt stendur:

Við höfum varið mörgum mánuðum á mjög árangursríkum fundum með íslenskum stjórnvöldum til að tryggja að við fáum féð greitt til baka," sagði Darling.

Það er ekki að ástæðulausu sem maður hefur haldið því fram að þessir drengir þarna í Indefence og Sigumundur hafi í raun ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um.  Sem er ekki skrýtið því þeir hafa aldrei sjálfir staðið í samningum milli ríkja ekki einu sinni hafa þeir reynslu af samskiptum milli ríkja hvað þá annað. Þeir hafa fullyrt að þetta séu smámunir fyrir Hollendinga og Breta og þeir gleymi þessu fljótlega. (eða því sem næst) Þetta eru þó milli 10 til 20 þúsund á hvern landsmann í Bretlandi og Hollandi og við mundm held ég öskra ef að við ættum að borga svona innistæður í breskum banka hér.


mbl.is Icesave-samkomulag mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þessi kona ekki í framboði til Alþingis?

Er það ekki rétt hjá mér að Sigríður Ásthildur Andersen er últra hægrisinni sem bauð sig fram til Alþingis. Man að minnsta kosti eftir henni á prófkjöri. Mikið óskaplega er ég feginn að hún komst ekki á þing. Ef að manneskjan og vinir hennar meðhöndla...

Um hvað á að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Tók eftirfarandi bréf af siðu Egils Helgasonar : " Vegna umræðu um ISESAVE og hugsanlega synjun forseta er ég mjög efins um að allir geri sér grein fyrir um hvað þjóðin ætti að kjósa ef svo bæri undir. Mér sýnist að leggja yrði fyrir þjóðina spurningu um...

Ólafur Ragnar á að vera kominn með þetta mál á hreint.

Þessir samningar eru búnir að vera í gangi í 14 mánuði. 3 flokkar hafa komið að þessu máli. 3 stærstu flokkar landsins hafa komið að þessu. Allir okkar færustu embættismönnum hafa unnið að þessum samningum. Úr mörgum ráðuneytum og seðlabanka. 2 af 10...

Heyrðu þetta er ekki bjóðandi!

Heyrði reyndar leiðréttingu á þessu frá Ólafi talsmanni Indefence að það væru 3 stjórnarþingmenn á listanum. En er þetta boðlegt. Nú sitja allir þingmenn stjórnarmeirihlutans undir því að vera þarna á lista. Við vitum reyndar að Ásmundur Davíð ætlaði að...

Furðuleg þjóð sem fylgir mönnum í blindni!

Er alvarlega að hugsa um það að þessa þjóð er hægt að spila með eins og ég veit ekki hvað. Þarna fer 20 manna áhugamannahópur. Honum hefur tekist að telja fólk trú um að þjóðin þurfi ekki að borga icesave þó þeir sjálfir hafi viðurkennt að þeir telji að...

Bíddu er Sigmundur ekki alveg í lagi?

Er Sigmundur að halda því fram að Standard og Poor´s selji ríkjum greiðslumat. Er maðurinn ekki í lagi? Og af hverju ætti Ísland að láta bjóða sér að fá bara BB mat ef að Ísland er að borga fyrir matið. Og af hverju finnst honum skrýtið þegar að land er...

Þjóðaratkvæði? Þá er um að gera fyrir fólk að fara að byrja að lesa!

Ef að fólk heldur að það sé ekkert mál að greiða þjóðaratkvæði um þetta mál þá er eins gott fyrir fólk að fara að kynna sér það. Fyrir það fyrst er alveg ljóst að þó að þjóðin hafni þessu lögum um ríkisábyrgð, þá eru önnur lög frá því í ágúst enn í gildi...

Bíddu er þetta mögulegt!

Í fréttinni segir: "Synji forseti lagafrumvarpi staðfestingar fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu"...

Loksins - Loksins - Loksins!

Ömurlegu máli lokið með ömurlegri lausn. En þó var þessi lausn sú besta sem var í stöðunni. Á morgun verða þessi lög afhent Ólafi Ragnari væntanlega til undirskriftar. Vona að hann geri það samstundis. Þarna inni eru flestir fyrirvararnir sem hann...

Kannski rétt fyrir stjórnarandstöðuna að lesa þetta blað.

Það segir þarna allt sem menn þurfa að vita sem hafa talað fyrir dómstólaleiðinni: Aðdragandi málsins væri sá að allir á Ecofin fundinum hefðu verið hissa á þeirri lagalegu óvissu sem við hefðum talið málið vera í. Skýra þyrfti hina lagalegu stöðu...

Var reyndar búinn að blogga um þetta en þetta skjal er held ég á netinu!

Og það er búið að vera það síðan í sumar. http://www.island.is/media/frettir/MB_290309.pdf Össur kannast ekki við skýrslu.. Innlent - þriðjudagur, 7. júlí, 2009 - 18:17 Össur kannast ekki við skýrslu breskra lögmanna um Icesave. Var samin sérstaklega...

Ég heimta að eftirfarandi verði upplýst!

Í ljósi látanna á Þingi í kvöld. Þá heimta ég að eftirfarandi verið upplýst í þessu máli. Hversu oft fór Svavar Gestsson á klósett á meðan hann vann að samningum? Hversu margar lögfræðistofur eru í Bretlandi og af hverju var ekki talað við þær allar? Af...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband