Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar eru og verða umhverfissóðar og vanhugsandi tækifærissinnar!

Svona í framhaldi af grein alþingismannsins Unnar B Konráðsdóttur varð mér hugsað til þess hversu kærulaus við erum. Og í raun ekki furðua að við séum komin í þessa stöðu.

Málið er að hún er í grein sinni í mogganum að skamma umhverfisráðherra fyrir að krefjast þess að orku og línulagnir varðandi Helguvík séu skoðaðar í samhengi. Verið er að tala um línulagnir sem eiga að bætast við þær línur sem fyrir eru um allt Reykjanes og nágreni. Hefur fólk t.d. ferðast hér í nágreni við Reykjavík. T.d. Heiðmörk þar sem að 2 svona línur liggja í gegn um einn fegursta stað Höfðaborgarsvæðis og Reykjanes. Það er náttúrulega algjörlega ótækt að leyfa byggingu álvers og svo þegar það er komið af stað eigi að fara að skoða lagningu lína til þess. Held að það gætu orðið ógurlegar skemmdir. Því fólk gerir sér ekki grein fyrir að svona línum fylgja vegir sem verða liggja samsíða þeim til að geta byggt möstrin sem og að halda þessu línum við. Svona mál verður að skoða algjörlega í botn. Og kreppa á ekki að vera afsökun fyrir því að fremja umhverfisspjöll sem kannski eru óafturkræf og á ómetanlegri náttúru.

Þetta er eins og þegar menn vilja gegn leiðbeiningum fræðimanna fara nú að veiða miklu meira en ráðlagt er. Ef það verður gert og fiskistofnar minnka, þá er þetta eins og að pissa í skóinn sinn. Það reddar okkur kannski í þetta ár en veldur svo því að við þurfum að lifa við minni veiði sem þessu nemur í 10 ár. En það er einmitt eins og að pissa í skóinn sinn. Manni verður heitt fyrst en svo verður það miklu kaldara.


Buðum við Svíþjóð. Noregi eða Finnlandi aðstoð þegar bankarnir þeirra hrundu um 1990?

Ég fór allt í einu að velta þessu fyrir mér í kjölfar þess að allir eru að tala um að Norðurlöndin hafi ekki staðið með okkur og veitt okkur skilyrðislaus lán núna. Ég man ekki til þess að við höfum boðið þeim aðstoð okkar!
mbl.is Steingrímur fundar með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaráð! Það á ekki að hlusta á ykkur

Man eftir því að í umræðunni á síðasta ári voru forsvarsmenn Viðskiptaráðs voru að hrósa sér fyrir alla frjálshyggjuna og einkavæðinguna sem hefði orðið hér. Og afléttingu alls aðhalds og eftirlists. Þeir töluðu um að Ríkið hefði tekið upp um og yfir 90%...

Þetta er eins og ég hef sagt! Málin eru að þokast í rétta átt!

Var að hlusta á Evu Joly og þvert á það sem bloggarar hafa verið að segja þá eru málin á réttri leið skv. henn. Hún boðar að fólk þurfi að sýna þolinmæði um leið og hún boðar að hún reikni með ákærum um eða fyrir áramót. Og eins og ég hef sagt sagði hún...

Til þeirra sem eru á móti þeirri leið sem stjórnvöld eru að fara í IceSave!

Svona nokkrir punktar fyrir ykkur að skoða: Hvort haldið þið að séu í betri aðstöðu ef við viljum að nýju hefja átök við Holland og Bretland. Bæði Bretar og Hollendingar þurfa ekkert að flýta sér. Þeir geta hugsanlega lifað með þessu máli ófrágegnu eins...

Ég hélt að ég ætti ekki eftir að styðja tillögur Tryggva Þórs og Sjálfstæðismanna

En er ekki þess virði að skoða tillögur þeirra um innsköttun lífeyrisgreiðslna a.m.k. tímabundið næstu 5 til 7 árin. Ég geri mér grein fyrir að flestir ráðleggja okkur að ná niður fjárlagahallanum sem fyrst. Þ.E að taka stærsta skellinn strax því þá...

Flumbrugangur í framsókn

Það fer nú að safnast saman í pokann hjá framsókn vanhugsuðu málin. Alveg ótrúleg upphlaup þeirra. Við gætum byrjað á kosningaloforðum þeirra fyrr á árum eins og 90% húsnæðislánin eða milljarðinn sem þeir ætluðu að nota til að gera Ísland fíkniefnalaust...

Ekki þarf nú mikið til að breyta skoðun Lilju

Orð eins þingmanns og það þingmanns Verkamannaflokksins í Bretlandi og Lilja skiptir um skoðun! Og furðulegt að hún skuli undra sig á því að þingmenn innan ESB skuli tengja saman vilja okkar til aðildarviðræðna við ESB og að við þurfum að leysa deilur...

Var Steingrímur ekki búinn að kanna þetta áður?

Veit ekki betur en fyrir rúmum mánuði hafi fjármálaráðherra og forsetisráðherra Noregs einmitt verið að segja að þeir biðu eftir lánum frá AGS áður en þeir veittu okkur lán. Steingrímur fór þarna út m.a. áður en fór í ríkisstjórn. Eins hafa þeir marg oft...

Furðulegir stjórnmálamenn!

Ef að það er rétt að nærri eina sem stendur út af varðandi Icesave málið sé hvað eigi að gera við eftirstöðvarnar árið 2024 þá finnst manni þessi læti nú alveg út í hött! Eins og fyrirvarinn um ríkisábyrgð var kynntur frá Alþingi var að ef það yrðu...

Furðuleg fréttaskýring

Svona miðað við allt og allt er 2,8% landsmanna er nú bara held ég um 7 til 8 þúsund manns. Og miðað við að það fæðast hér um 5 þúsund á ári þá finnst manni þetta nú bara ágætt. Og um 18 þúsund manns reikna með að kaupa bíl hér á landi á næsta ári. Þetta...

Ekki skrýtið að erlendir aðilar efist um greind okkar og sér í lagi eignarfólk hér á landi.

Er það furða þó að fólk um allan heim furði sig á þeirri ráðstöfun að ráða mann sem almennt um allan heim er talin einn af helstu gerendum í hruninu. Mann sem að mótmælendur í janúar reyndu að bera út úr Seðlabankanum. En svo eftir að hann hættir þar þá...

Einhver ekki verið sáttur við að vera á listanum!

Einum og opin stjórnsýsla fyrir einhvern?

Menn eru kannski að gleyma einu atriði þegar þeir deila á vandræðaganginn í þessu máli.

Það sem menn þyrftu að átta sig á er eftirfarandi: Við höfum ekki að gang að fjármagni á kjörum sem gera virkjunarframkvæmdir arðbærar Því virðist það stefna í það að þær virkjanir sem verða hér á landi á næstunni verði í formi þess að um þær verða...

Andskotist nú til að klára þetta.

Við erum að tala um eftirstöðvar lánsins árið 2024. Við höfum 15 ár til að finna á þessu lausn! Alþingi verður að setjast niður hið snarasta og taka upp fyrirvarana og bæta við 10 ára ábyrgð í viðbót. Það gegnur ekki að hér sé allt í frosti lengur og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband