Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú eitt dæmi um hysteriu sem stjórnarandstaðan hefur haldið úti.

Í síðustu viku fóru m.a. Framsóknarþingmenn hamförum um að skuldir ríkisins væru komnar yrir 250% og allt væri að fara til helvítis. Nú skv. þessu gætu skuldir jú farið upp í 240% ef að skuldir Landsvirkjunar, íbúðarlánasjóðs og fleiri fyrirtækja væri teknar með. En þannig talaði stjórnarandstaðan ekki. Heldur voru þau að reyna að halda því fram að skuldirnar yrðu miklu hærri ef skuldir fyrirtækja með ríkisábyrgði yrðu tekin með.

Síðan má ekki gleyma að nú þegar eru peningar á reikningum á móti hluta þessarar skuldar. Þ.e. lán frá AGS og fleirum.


mbl.is Erlendar skuldir á reiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræðingar Seðlabankans ættu kannski að kynna sér almennilega málið áður en þeir láta svon frá sér

Það er nú ekki beint að maður hafi traust til lögfræðinga Seðlabanka sem tekið hafa væntanlega þátt í því að samþykkja þau veð sem Seðlabankinn tók í vafasömum bréfum fyrir lánum til bankan fyrir hrunið. En samt sem áður þá leyfa þessir menn sér að koma fram með svona drög að ályktun. En fyrir þá væri kannski gott að lesa þennan pistil Eiríks Bergmann frá því í dag. Þar segir hann m.a.

Evrópusambandið setur lög með ýmsum hætti sem hafa mismunandi vægi. Rammalög (e. directives), - sem ranglega hafa verið þýdd sem tilskipanir á íslensku - eru viðamest. Löggjöfin um innistæðutryggingar er rammalöggjöf. Slík lög eru eru bindandi fyrir aðildarríkin en kveða ekki með beinum hætti á um ákveðnar aðgerðir heldur fela í sér markmið og er aðildarríkjunum í sjálfsvald sett hvernig eru uppfyllt heima fyrir. Sú skylda hvílir því á íslenskum stjórnvöldum að finna eigin leiðir til að tryggja þessar innistæður.

Þetta er til að mynda sá skilningur sem kemur fram í skýrslu franska seðlabankans undir stjórn núverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Jean Claude Trichet, þar sem segir að í tilvikum kerfishruns, þegar innistæðutryggingasjóðurinn dugi ekki til, komi til kasta annarra þátta öryggisnetsins, svo sem seðlabanka viðkomandi lands eða ríkisins. Þessi háttur er hafður á til að virða mismunandi hefðir og innri stjórnskipan í hverju landi fyrir sig.

Þess misskilnings hefur enn fremur gætt að hér sé á ferðinni lög Evrópusambandsins sem komi okkur ekki við. Staðreynd málsins er hins vegar sú að þessi löggjöf var á grundvelli EES-samningsins innleidd í íslensk lög eins og öll önnur lög sem Alþingi samþykkir. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf skilið málsmeðferðina þannig að samningurinn feli ekki í sér sjálfkrafa framsal á ákvarðanatöku til hins sameiginlega vettvangs í Brussel

Eiríkur er reynda á því að IceSave samningurinn sé ekki nógu góður en við þurfum að taka ábyrgð á innistæðutryggingum samt sem áður.

P.s. svo reynir Seðlabankinn að redda sér skv. annarri frétt með því að segja að lögfræðingarnir hafi ekki mætt sem fulltrúar Seðlabankans heldur sem einstaklingar. Þetta er nú ekki lagi.

Svavar Gestsson, sendiherra og formaður samninganefndar um Icesave-reikninganna, lýsti í gær undrun sinni á lögfræðiálitinu og sagði það koma mjög á óvart. Seðlabankinn hafi haft sinn fulltrúa í nefndinni sem starfaði með henni allan tímann.

Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar.

„Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

Hann segir málið lykta af pólitík.

„Er þetta ekki bara fólk sem er ennþá í vinnu hjá gamla seðlabankastjóranum? Maður veltir því fyrir sér,“ segir formaður utanríkismálanefndar.


mbl.is Seðlabanki gagnrýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Reyknesingar ekki að verða búnir að selja allt sem þeir eiga?

Er það misminni hjá mér eða eru þeir ekki búnir að selja allar byggingar sem sveitarfélagið átti í eitthvað fasteignafélag sem er stórskuldugt? Þar á meðal alla skóla fleira. Þeir eiga samt í þessu fyrirtæki þannig að í sjálfu sér var þetta kannski leið...

Til þeirra sem finnst að ESB hafi verið vont við okkur

Fyrir ykkur er þetta spakmæli sem vert er að skoða: „if you can't beat them , join them”

Hvað ætlar Ísland að verða þegar það er orðið fullorðið

Það má kannski segja að hrunið hér hjá okkur sé einn kafli í því að við förum að verða fullorðin þjóð! Fólk fer kannski að átta sig á því að við hérna um 320 þúsund manna þjóð þurfum að átta okkur á því að kerfið sem við höfum búið við gengur ekki upp....

Smá röksemdarvilla í tillögum Sjálfstæðismanna um 2 falda Þjóðaratkvæðagreiðslu

Var að hlusta á Alþingi áðan og þar var bent á röksemdarvillu í málflurningi Sjálfstæðismanna um Þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið er nefnilega að skv. stjórnarskrá og lögum er Þjóðaratkvæðagreiðsal eins og sú fyrri sem þeir vilja hafa er ekki bindandi. Þ.e....

Norðmenn voru 8 daga að undibúa umsókn að ESB

Þegar Norðmenn sóttu um ESB 1994 liðu 8 dagar frá því að Gro Harlem Brundtland flutti stefnuræðu sína á Stórþinginu og kynnt þennan vilja stjórnarinnar. Málið var rætt á þingi 3 dögum síðar og nokkrum dögum síðar var umsóknin send til ESB. Ef tir að...

Förnar sanfæringu sinni fyrir hvað?

Stjórnarandstöðunni bættist einn liðsmaður í dag. Þessi ungi Vg maður kemur í ræðustól og segir að hann fórnir sannfæringu sinni og lýsir yfir að honum hafi veri'ð bent á að undirskrift hans á breytingartillögu um 2 falda atkvæðagreiðslu gæti fellt...

Jæja styttist í stærsta skerf okkar í átt til breytinga hér á landi í áratugi!

Nú þegar hrunið hefur sýnt okkur fram á að nær allar framfarir hér á landi síðasta áratug voru markaðar því að þær voru teknar að láni lít ég svo á að innganga í ESB verði hvati að ýmsum breytingum hér á landi sem verða okkur til framdráttar til að vinna...

Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eyddu 30 mínútum í að gagnrýna frestun fundar

Horfði á þetta á þingi áðan. Þar eyddu þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðismanna 30 mínútum í að tala um þessa frestun. Og rök þeirra voru að með frestun fundar um einn og hálfan tíma þá væri tekin tími frá nauðsynlegum umræðum. En þeim fannst það að koma...

Það vita allir hvernig þetta IceSave mál fer!

Eftir "langar og strangar" umræður og "Skoðun" á Alþingi verður ríkisábyrgð samþykkt. EN þó verður hún skilyrt. Þannig að tryggt sé að þær greiðslur sem kunna að falla á ríkissjóð feli ekki í sér meiri greiðslubirgði en kannski 1% af landsframleiðslu á...

Hysteria er þetta!

Ef að fólk kynnir sér þetta skjal sem verið er að vitna til þá heitir það til að byrja með ekki „Skýrsla" heldur er þetta kynningarskjal þ.e. "Briefing paper" og inntakið í því er að lögfræðistofan hefur ekki haft tíma til að skoða þetta vel og var...

Jam er þetta nú alveg heiðarlegt hjá þeim?

Sem sagt helmingi hærra lán en á lægri vöxtum. Og borga öllum! Mér sýnist það í fljótu bragði vera um 1.293 milljarðar króna . Það væri dálítið erfitt að sjá það komast í gegnum þingið hér. EN þetta er kannski það sem stjórnarandstaðan vill. Og ofan á...

En bíddu hvað þýðir þetta þá?

Finnst þetta furðuleg skýring. Þetta a.m.k. breytir engu því í skýrslunni segir: Til þess þurfi að beita öðrum aðgerðum, sem hljóti að falla inn á verksvið annarra hluta „öryggisnetsins“, svo sem seðlabanka eða stjórnvalda viðkomandi ríkis....

Ekkert nýtt við þetta!

Það er eins og Mogginn hafi gleymt því að það hafa allir viðurkennt að lausn IceSave sé bæði lögformleg og pólitísk. Þannig að ég sé fátt nýtt í þessari skýrslu. Bendi líka á að hún segir ekkert um að okkur ber ekki að greiða þetta. Og okkur er því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband