Leita í fréttum mbl.is

IceSave skuldin hefur lækkað um 18 milljarða

Hef verið að kíkja reglulega inn á www.iceslave.is og hef rekið augun í nokkuð sem ætti að geta gefið fólki aðeins von.

Í upphafi fyrir nokkrum vikum var skuldin skv. www.iceslave.isí um 756 milljörðum. En nú hefur gengi krónunnar aðeins styrkst gagnvart pundum og evrum og þó þetta séu bara smá styrking hefur heildar skuldin lækkað í 738 milljarða. Þ.e. örlítil styrking og við erum að tala um tugi milljarða.

iceslave5juli

Nú er bara að koma bönkunum í gang og vinna að því styrkja krónuna!


Svona hefði almennilegur seðlabankastjóri brugðist við

Ef að Davíð grunaði og vissi allt þetta um hrunið hér á landi er hér dæmi um hvað hann hefði getaða gert til að koma í veg fyrir það:

Vísir, 09. des. 2008 14:58

Líbanon, landið sem lenti ekki í fjármálakreppunni


Íbúar Beirut í Líbanon hlægja nú alla leiðina í banka sína. Landið er nær það eina í heiminum sem ekki hefur lent í fjármálakreppunni. Það geta Líbanonbúar þakkað útsjónarsömum og framsýnum seðlabankastjóra sínum, Riad Salameh að nafni.

Á meðan seðlabankar í öðrum löndum þurfa að tæma fjárhirslur sínar til að halda efnahagslífinu gangandi streyma peningarnir inn í hirslur Riad Salameh í stríðum straumum. Og bankar landsins skila metuppgjörum hverju á fætur öðrum.

Í frásögn af málinu á BBC kemur fram að Riad Salameh sá á síðasta ári að hverju stefndi.

  • Hann skipaði því bönkum landsins að losa sig úr öllum skuldbindingum sínum erlendis hvað sem það kostaði.
  • Jafnframt setti hann 30% bindiskyldu á bankana,
  • reglur um hve miklar skuldir þeirra mættu vera og bannaði þeim áhættufjárfestingar.
  • Jafnframt var veikburða bönkum skipað að sameinast stærri og betur settum bönkum.

Bankastjórar Líbanon ráku upp ramakvein þegar þetta gekk yfir þá í fyrra en í dag er Salameh guð í þeirra augum.

"Maður gæti haldið að hann hefði kristalkúlu sem virkar," segir Edward Gardner hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í samtali við BBC um Salameh.

Þetta hefði Davíð getað gert 2006 þegar hann var farinn að gruna að bankarnir væru að komast í vandræði. 2007 þega hann var næsta viss um það. Eða vorið 2008 þega hann var endanlega viss. 

 

Í stað þess gerði Davíð m.a. þetta

Á vefsíðu Seðlabankans þann 25. mars segir: „Í nýjum reglum um bindiskyldu er gert ráð fyrir því að skuldbindingar erlendra útibúa íslenskra banka myndi ekki grunn bindingar. Breyt­ingin tekur gildi þegar reglulegri upplýsingasöfnun um efnahagsliði erlendra útibúa íslenskra fjármálafyrirtækja hefur verið komið á.

Tilgangur breytingarinnar er að samræma reglurnar þeim sem gilda hjá Evrópska Seðlabankanum svo sem verða má. Þótt tölur liggi ekki fyrir má ætla að breytingin létti talsvert á bindiskyldu þeirra banka sem starfrækja útibú erlendis."

Segja má að á grundvelli þessarar breytingar á bindiskyldunni hafi Landsbankinn getað stóraukið við Icesave-reikninga sína og stofnað til þeirra í fleiri löndum en Bretlandi. Nefna má að Icesave í Hollandi var komið á í maí eftir að fyrrgreind breyting tók gildi. 

 


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf fallegt í Heiðmörk

...

Davíð búinn að gleyma að þegar hann fór frá í febrúar þá var ástandið ekk beisið.

Nú þegar maður les þessi orð Davíðs í þessari frétt og viðtalinu við hann þá skilur maður hvaðan Guðlaugur Þór og fleiri hafa fengið innlegg sitt í umræðurnar á Alþingi. Davíð alveg búinn að steingleyma að hann átti nú nokkra góða spretti að gera þetta...

Hræðslu-áróður?

Hef verið að hlust á Alþingi með hléum síðustu daga. Það er eitt sem furðar mig! En það er að stjórnarandstaðan sér í lagi framsóknarmenn ræða um að málflutningur stjórnarliða sé hræðsluáróður vegna IceSave. Jú stjórnarliðar hafa talað um að staðan gæti...

Og allir verða glaðir

Og hvað eigum við að semja um Þorgerður! Og hvað? Eigum við ein af ríkustu þjóðum heims að bera fyrir okkur hvað? Að okkur finnist að Bretar og Hollendingar þar sem þjóðartekjur á mann eru lægri en hjá okkur eigi bara að taka þetta á sig. "Af því að við...

Fyrir þá sem hengja sig í gallan í tilskipun ESB um innistæðutryggingar

Ég vill benda fólki á grein í Morgunblaðinu í dag eftir Pierre Mathijsen prófessor við háskólan í Brussel. Áður var hann framkvæmdarstjóri hja ESB Þar fer hann yfir tilgang og hugsun um innistæðutryggingar. Og málið er að þegar tilskipun um...

Vilhjálmur ætti kannski að tala við félagsmenn í SA

Það hafa verið sögusagnir og raunveruleg dæmi um að útflytjendur gera allt til þess að skila ekki gjaldeyri aftur til Íslands. Þeir eru að kaupa ódýrar krónur erlendis og valda því að gjaldeyrir skilar sér ekki hingað heim. Held að þeim sem kvarta yfir...

Auðvita er allir á móti samkomulaginu! - En við verðum að samþykkja það!

En við höfum ekki aðra kosti nema að hætta á að okkur verði kastað aftur í efnahagslegur tilliti um áratugi. Ég er virkilega orðinn þreyttur á draumórum Framsóknar um að við eigum möguleika á þessu og hinu án þess að borga. Nú í Kastljósi var Eygló...

Óvandaður fréttaflutningur!

Skv. upplýsingum á www.kjosa.is er fjöldinn nú klukkan 16:10 - 1.347 undirskriftir, Þannig að texti fréttariinar er heldur betur færður í stílinn. Þúsundir hafa skráð sig og tekið þátt í áskorun til forseta Íslands um að samþykkja ekki Icesavesamningana...

Enn er Vigdís Hauks að angra mig

Ég get bara ekki sætt mig við nánast neitt í málflutningin hennar. Hún og framsókn hafa farið hamförum yfir vöxtum á Icesave láninu sem er upp á 5,55% vöxtum. Nú er verið að semja við norðurlöndin sem hún veit að þurfa að taka lán til að lána okkur. Þau...

Stjórnarandstaðan alveg að missa sig núna

Var að hlusta á Sigmund í fréttum í kvöld. Nú vill hann standa við bakið á stjórninni ef að frumvarp hennar verður fellt. En ef það verði samþykkt á þinginu verði að fella stjórnina. Og rökin nú gegn Icesave ábyrgðinni er komin m.a yfir í Formenn og...

Hvernig samning vill fólk þá í staðinn?

Ég er bara ekki að skilja þessa umræðu í dag. Indefence hópurinn er búinn að breyta málflutningi sínum frá því að ekki eigi að semja og fara með málið fyrir dóm. Nú er það að: "auðvita stöndum við við skuldbindingar okkar" en bara ekki þennan samning. Nú...

Bara svona vangaveltur!

Elvira hefur borið saman Icesave-samninginn og samninga Evrópusambandsins undanfarin ár, en sambandið hefur veitt ríkjum í efnahagsþrengingum, jafnt innan sambandsins sem og utan þess, lánafyrirgreiðslu. Í þeim samningum hafi vextir verið um 3,5% en...

Hugmynd að því að komast hraðar út úr kreppunni.

Ég átti samtal við nokkra samstarfsfélaga í dag og hjá okkur kviknaði hugmynd að því hvernig við tæklum kreppuna helmingi hraðar: Málið er að horfa til tillögu sjálfstæðismanna um tímabundna innsköttun lífeyrissjóðsgreiðslna. Horfa í það að nú eru...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband