Leita í fréttum mbl.is

Stjórnvöld vilji helst þjóðnýta allar eignir erlendra vogunarsjóða en það komi ekki til greina

Úr frétt á ruv.is byggð á frétt af Bloomberg

Þjóðnýting krafna komi ekki til greina

Rætt er við Andrew Jent, stjórnarformann vogunarsjóðsins Hayman Capital Management, sem er með aðsetur í Texas í Bandaríkjunum. Sjóðurinn keypti kröfur á Glitni um mitt árið í fyrra og Jent segir í samtali við blaðamann Bloomberg að hann geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem íslensk stjórnvöld séu í gagnvart kjósendum. Stjórnvöld vilji helst þjóðnýta allar eignir erlendra vogunarsjóða en það komi ekki til greina; hvorki samkvæmt landslögum né alþjóðalögum. Jent segist efast um að Íslendingar vilji lenda í sömu stöðu og Argentínumenn sem hafi farið þessa leið, þeir eigi í dag erfitt með að laða að erlenda fjárfestingu.

Og

Títtnefndur Andrew Jent segir hins vegar að það flæki málið hve ósamstíga stjórnarflokkarnir virðist vera í málinu. Forsætisráðherrann hafi sagt að bankarnir fái enga sérmeðferð en fjármálaráðherra hafi sagt mögulegt að aflétta gjaldeyrishöftum innan árs. 

Svona líta útlendir kröfuhafar á málið auk þess sem þeir virðast tilbúnir að biíða því þeir reikna með jafnvel að gjaldeyrishöftin geti verið hér í jafnvel í 6 ár.  Þetta rímar illa við það sem sérfræðingurinn Sigmundur Davíð sagði fyrir kosningar. Að þetta væri ekkert mál því öllum væri svon mikið mál að komast héðan að þær væru tilbúnir að gefa okkur helming eigna sinna. 


Ný stjórn skipuð á næstunni í Landsvirkjun!

Var að lesa DV þar segir frá því að fjármálaráðherra ætlar að drífa af að skipta um stjróna í Landsvirkjun. Það verður fylgst með því hverjir verða skipaðir og hvort að til standi að gefa fleiri stóriðjum okruna okkar:

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst skipta um stjórn Landsvirkjunar núna þrátt fyrir að mánuður sé eftir af skipunartíma núverandi stjórnar. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, bar fram fyrirspurn á Alþingi rétt í þessu til Bjarna um málið. „Það er mikilvægt að hann segi okkur hér á Alþingi hvers vegna honum liggur svona á að breyta stjórnum þessara fyrirtækja,“ spurði Katrín.

Stjórnarskiptin munu eiga sér stað í þar næstu viku. Bjarni mun líka ætla að skipa nýjar stjórnir yfir RARIK, Isavia og Íslandspósti. Spurði Katrín hvort þessi breyting sé í einhverju samhengi við ummæli iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, á haustfundi Landsvirkjunar í gær þar sem hún sagðist vera orðin óþreyjufull eftir að tiltekin verkefni komist í framkvæmd og nefndi í því samhengi álversframkvæmd í Helguvík.

Bjarni svaraði Katrínu á Alþingi þar sem hann benti á að einhver hefði nú sagt að honum lægi greinilega ekki á fyrst hann hefði ekki enn skipað nýja stjórn í þessum fyrirtækjum hálfu ári eftir að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við stjórnartaumum í landinu. Sagði hann alls ekki óeðlilegt að skipt sé um stjórnir þegar nýr meirihluti er myndaður

 


Hvað þarf hver framsóknarráðherra marga aðstoðarmenn?

Nú 9 því þeir þeir geta bara notað einn putta á lyklaborðið og ef hann hefur 9 þá hafa þeir 10 putta til að slá inn! Finnst þetta hláleg niðurstaða hjá fólki sem boðar hagræðingu. Finnst auðsjáanlega fyrirséð að ekkert sé að gera á Alþingi og því geti...

Auðsjáanleg ekkert að gera hjá þingmönnum Framsóknar!

Sigmundur Davíð ræður öllu og því þarf enga almenna þingmenn. Spurning hvort að þeir sem kusu hann á þing séu glaðir með þetta! Furðuleg ráðstöfun en sennilega undanfari á því að hann verði ráðherra. Hélt reyndar að Alþingismenn mættu ekki vera í öðru...

Svona fá útvaldir nú gefins makrílinn!

Virðulegur forseti. Það hefði verið eðlilegt að spyrja hæstv. sjávarútvegsráðherra þessara spurninga en ég skal taka að mér að svara þótt málefnið sé á sviði annars ráðherra. Eins og hv. þm. Árni Páll Árnason veit stendur til og er vinna þegar hafin við...

Er hreinlega ekki viss um að Sigmundur Davíð valdi verkefnum sínum.

Virðulegur forseti. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að tímasetningar muni standast í þessu efni. Hv. þingmanni er óhætt að gera ráð fyrir því. Það kann líka vel að vera að menn vilji setja hv. þingmann og aðra hv. þingmenn inn í málið áður en það...

Alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við óveður! !

Megi hún dvelja þarna sem lengst!

Vigdís Hauksdóttir um Sæstreng til Bretlands.

Vigdís sem er með ESB á heilanum færir hér sín furðulegu rök um að rafstrengur til Bretlands gæti verið hluti af leynimakki varðandi ESB umsóknina! „Ein af ástæðum þess að hagkvæmt kann að þykja að leggja rafstreng milli Íslands og Bretlands er að...

Nokkur atriði úr fréttum

Fleiri starfa í nefndum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur stofnað til að leysa skuldavanda heimilanna en þeir sem búa í Súðavík. www.dv.is Eygló Harðardóttir ítrekaði að Framsókn lofaði almennum lækkunum höfðustóls verðtryggðra lána...

Svona má eyða tíma ráðuneyta af þingkonu sem vill skera þar niður alveg hægri og vinstri.

Rakst á þessa fyrirspurn á althingi.is sem var svarað í dag: Fyrirspurnin hljóðar svo: Hefur verið skoðað að innheimta hærri gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu af þeim sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins? Þeir sem eru búsettir utan Evrópska...

Hvað gerir Gunnar Birgisson núna?

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson sem skipuðu 2 efstu sæti Samfylkingar í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram. Nú hlýtur Gunnar Birgisson að geta hætt líka því manni fannst á tímabili að hans helst hlutverk væri orðið að hefna sín...

Svona kannski rétt að einhver benti Vigdísi á að kynna sér málin almennilega áður en hún talar.

Ég hef verið opinberstarfsmaður nú um áratugaskeið. Skv. því sem ég best fæ skilið er það í lögum um opinbera starfsmenn að þegar störf þeirra eru lögð niður a.m.k. hjá þeim sem hafa unnið lengi - þá ber að skaffa þeim sambærilegt starf eða að þeir eiga...

Verður lækkun verðtryggðra lána kannski 5%?

Úr þættinum Á Sprengisandi í dag: Guðmundur Steingrímsson: Kannski ætla menn að skoða launavísitöluna líka og hvað hún hefur hækkað miðað við verðlagsvísitölu frá hruni. Þá fá menn kannski allt aðra prósentutölu. Þá eru þetta kannski 70 milljarðar...

Ímyndað samtal ríkisstjórnarinnar við kröfuhafa

Af bloggi Gísla Baldvinssonar á eyjan.is Fimmtudagur 31.10.2013 - 19:25 - FB ummæli ( 0 ) Viðtal ríkisstjórnar við kröfuhafa, I hluti Status frá Guðmundi Löve sem skilur ríkisstjórnina betur en hún skilur sjálfa sig: Ímyndað samtal ríkisstjórnarinnar við...

Valið stendur á milli ESB aðildar og evru eða vogunarsjóða og haftakrónu

Af síðu Andra Geirs Krónan og vogunarsjóðir Valið stendur á milli ESB aðildar og evru eða vogunarsjóða og haftakrónu. Án ESB aðildar verða vogunarsjóðir í lykilaðstöðu til að skammta og stýra erlendu fjármagni til Íslands. Völd þeirra munu aukast og þeir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband