Leita í fréttum mbl.is

Bankaskatturinn óinnheimtanlegur?

Rakst á þetta á vb.is:

Laganefnd Lögmannafélags Íslands segir að fjármálaráðherra muni ekki geta innheimt bankaskatt með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í tekjuöflunarfrumvarpi sem fylgir fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn sem Laganefndin sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þann 29. október siðastliðinn. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður og formaður Laganefndar ritar undir umsögnina. 

Síðar kemur fram að hugsanlega sé hægt að innhemita þennan skatt með því að leggja hann fram sem kröfu í búin. En sorry þá kemur hann ekki fyrr en búið er að leyfa skipti á þrotabúunum. 


Varla eru þetta bort á rammasamningi!

Nú er svo að Rammasamningurinn var milli ESB og lands í aðildarviðræðum. En nú höfum við hætt þeim. Það er ekki sama og segja upp rammasamningi hefði ég haldið. Sé fyrir mér að rammasamning hefði verið hægt að segja upp og gera nýjan á meðan við vorum ekki búin að setja allt í bið. Held að Vigdís Hauks hefði orðið reið ef við værum í ESB og ESB væri að eyða milljörðum í landi þar sem stjórnvöld væru  ítekað búin að lýsa því yfir að ESB væri fulltrúi andskotans og þangað færum við aldrei með þau réðu en þau myndu þyggja alla peninga sem ESB vildi gefa þeim.
mbl.is ESB brýtur gegn samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hverju bjuggust menn.

IPA styrkir eru til að hjálpa löndum í aðildarviðræðum að uppfæra hjá sér hin ýmsu kerfi til að standast kröfur ESB. Gunnar Bragi hefur farið hamförum í því að tilkynna að Ísland mun ekki í hans tíð sem ráðherra halda áfram viðræðum. Held að það hefði...

Heimsmet í lánalækkunum og aðgerðum fyrir heimili?

Undirrituðum barst póstur sem er ljúft að birta í ljósi viðbragða hér við fyrri færslum mínum: Skuldir voru færðar niður um 211 milljarða á síðasta kjörtímabili. ● 74 milljarðar króna voru greiddar í vaxtabætur. Á kjörtímabilinu 2009 til 2013...

Aðgerðir þá og nú!

Svona kannski rétt að benda fólki á að á síðasta kjörtímabili var um 56 milljörðum varið í 110% leiðréttingar . Og eins að það var varðið einhverjum tugum milljörðum í sérstakar vaxtabætur. Mér telst til að þær aðgerðir hafi hugsanlega kostað um 70 til...

Ok svona lítur dæmið þá út eins og ég skil það

Stefnt er að því að allir fái lækkun á höfuðstól upp á 13% en þó aldrei hærra en 4 milljónir. Þeir sem hafa fengið 110% leiðréttingu og annað eiga bara rétt á mismuni þess sem þeir fengju skv. 13% leiðréttingu og svo því sem þeir ættu að fá skv. þessum...

Dagur Feita Tékkans!

Á síðstarkjörtímabili minnir mig að kostað hafi verið um 50 til 60 milljörðum í það sem var nefnt 110% leiðin. Auk þess um 60 milljörðum held ég í sérstakar vaxtabætur. Verður það toppað í dag?

Lánalækkanir með ríkisábyrgð?!!!!!

Af vb.is Fullyrt er í eyru Týs að framsóknarmenn hafi viljað ríkisábyrgð á sjóði sem fjármagnar skuldaniðurfellingar bankanna. Forsætisráðherra mun kynna uppreisnaráætlun millistéttarinnar í góðærishöllinni Hörpu á morgun. Áætlun sem er sögð eiga að...

Kominn í smá frí

Á skilið að taka mér bloggfrí í næstu vikur enda orðinn þreyttur í höndunum eftir að hafa hamast á músinni til að ná þessari tölu. Þannig að öllum sem leiðist að lesa það sem ég skrifa geta nú slakað á þar til að ég er búinn að fá upplýsingar um hversu...

Skuldalækkun væntanleg upp á 200 milljarða!

Las einhverstaðar á Facebooki í morgun færslu þar sem Framsóknarmaður hefur eftir Vilhjálmi Birgissyni helsta sérfræðing Framsóknar um verðtryggingu og lánalækkanir að skuldalækkun væntanlega komi tilm eð að kosta tæpa 200 milljarða og Sigmundur Davíð...

Var að fara yfir fjáhagstöðuna hjá mér! Og í ljósi aumrar stöðu nú fyrir Jólin datt mér í hug:

Kæri Framsóknarflokkur! Fyrst að þið eruð viss um að það sé ekkert mál að stofna lánalækkunarsjóð sem kostar okkur skattgreiðendur ekki neitt [skil það reyndar ekki en þið ráðið núna] væri ekki vit í að taka bara öll lán heimila inn í þennan pakka og...

Sigumudur Davíð og Gunnar Bragi um aðstoðarmenn 2011

Það er fyndið í ljósi frétta um aðstoðarmenn að skoða ummæli t.d. Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga um þessi lög 2011 Þetta sagði Sigmundur Davíð 2011: "„Er þá eðlilegt að setja 120 milljónir í að fjölga pólitískum aðstoðarmönnum ráðherra á sama...

Hér sjáið stefnu Sjálfstæðiflokksins í framkvæmd

Hversu oft hefur þú ekki heyrt Sjálfstæðismenn og reyndar Framsóknarmenn tala um að það væri hægt að ná ótrúlegri hagræðingu með að úthýsa verkefnum og fela einkaframtakinu að reka ýmsa nauðssynlega þjóonustu. Hér er dæmi frá Noregi um hversu frábært...

Svona í ljósi væntnalegar stjórnarskipta í Landsvirkjun

Tvennt sem maður hefur áhyggjur af í ljósi þess að Bjarni Ben boðar skipti á stjórn Landsvirkjunar! Nú voru ýmsir Sjálfstæðismenn sem nefndu það fyrir kosningar að selja mætti hluta af Landsvirkjunar til einkaaðila eða Lífeyrissjóða. Þar óttast maður...

En samt hafa lánin heimila í Hollandi ekki hækkar og greiðslubirgði lækkað. Þeir eru jú með Evru!

En svoleiðis má sko ekki skoða hér. Hér var tekin upp króna 1920. Hún hefur síðan stöðugt tapað verðgildi sínu og verðbólga verið hér viðvarandi ásamt háum vöxtum. Sem og að hér hafa verið gjaldeyrishöft sennilega í 70 af 90 ára sögu krónunar. Og í 20...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband