Leita í fréttum mbl.is

Nokkur smá vandamál á þessari tillögu!

Nú boða Framsóknarmenn að slíta eigi viðræðum við ESB. Og um leið eru landbúnaður hér rekin á undanþágum miðað við alla viðskiptasamninga okkar erlendis. Ljóst að það yrði aldrei samþykkt að hér væru háir tolla á innflutning á landabúnaðarvörum og um leið háir ríkisstyrkir á framleiðslu Landbúnaðarvara ef að Framsókn dreymir um stórkostlegan útflutning. Því að það myndi skekkja samkeppnisstöðu annarra þjóða.

Með inngöngu í ESB myndu framleiðslustyrkir breytast í byggðastyrki og þar með væri þeirri mismunun aflétt. En án þess að ganga í ESB þá mundum við aldrei getað haldið því til lengdar að selja á markaði þar sem aðrar þjóðir væru að selja á og halda þessum styrkjum til bænda óbreyttum sem og háum tollum og banni við innflutning á landbúnaðarvörum.  Svo hægt að benda á að Kína á enn gríðarlegt svæði sem þeir gætu ræktað á þannig að þetta er bara ekki rétt hjá Framsókn. 

Þetta er kosningabragð til að reyna að mjólka aðeins fleiri atkvæði af landsbyggðinni. Svoan svipað og eiturlyfjalaust Ísland árið 2002

 

387545_10151442920967086_1219412073_n.jpg

 


mbl.is Vilja stóraukna matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín skoðun

Hef verið á því í nokkra mánuði í ljósi þess að stjónarandstaðan getur tafið út í það óendanlega að afgreiða stjórnarskrár málið og fellt það eftir kosningar þar sem að það þarf að samþykkja á 2 þingum að skynsamlegast sé að semja um að afgreiða nú það sem flestir geta samþykkt. Og um leið að gera lagalega bindandi samþykkt um tímasetta áætlun á næsta kjörtímabili um afgreiðslu á restinni sem ekki næst samkomulag um nú.

Annars eru líkur á að engu verði breytt. 

Þannig að ég deili ekki á Árna Pál fyrir orð hans í dag.


mbl.is Klárast ekki á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá vangavelta varðandi verðtryggð krónulán vs. óverðtryggð krónulán.

Smá dæmi: Ef við segjum að verðtryggð lán hefðu öll verið afnumin nú um áramót og þeim öllum hefði verið breytt í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Fyrir nokkrum dögum fréttum við að verðbólga væri rokin upp. Seðlabanka væri ætlaða að stöðva það og...

Er þetta ekki dæmigert. Eygló þessi vandaða manneskja lögst í bullið

Svona til að byrja með erum við að tala um að körfuhafar ekki ríkið nema að miklum minnihluta vilja selja bankana. Þegar hún talar um allan þennan meinta gróða þá væri gott að hún sýndi okkur þá útreikninga. Upprunalega voru körfur á þessa banka um 7000...

Svo segja menn að ekkert sé verið að gera varðandi kröfuhafa og snjóhengjurnar.

Af visir.is Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings stefna að því að selja Íslandsbanka og Arion banka fyrir nærri 150 milljarða króna. Hlutur íslenska ríkisins í bönkunum er samkvæmt því mati um 14 milljarða króna virði. Viðræður milli stjórnvalda,...

Skattatillögur Sjálfstæðismanna

Var svona aðeins að velta fyrir mér tillögu Sjálfstæðismanna um eitt skattþrep. Fólki lýst kannski ágætlega á það en ég er að velta fyrir mér eftirfarandi: 37,32% af tekjum 0 - 241.475 kr. 40,22% af tekjum 241.476 - 739.509 kr. 46,22% af tekjum yfir...

Svona svona að gefnu tilefni.

Þó ég ólíkt flestum sem blogga viðurkenni að ég fylgi Samfylkingunni að málum um flesta hluti þá er rétt að geta þess að þetta er mitt persónulega blogg. Hér segi ég mínar persónulegu skoðanir! Þær eru ekki skoðanir Samfylkingar og klárt að ég blogga...

Óvönduð frásögn af könnun á fylgi flokkana

Ef ég heyrði rétt í fréttum á Bylgunni í hádeginu. Þá kom í endan á fréttinni eitthvað á þessa leið: Rétt er þó að geta þess að 42% neituðu að svara eða voru óákveðnir. Þar með er þessi könnun byggð á svörum um 500 af 800 sem náðist í. Það er bara allt...

Svona í ljósi framboðslista Framsóknar - Hvaða snillingar í hverju kjördæmi skaffa þetta fylgi?

Hef verið að kíkja á lista Framsóknar um landið og leita á hvaða snillinga fólk sér að komi til með að bæta hér stöðu landsins næsta kjörtímabil. Reykjavíkurkjördæmi suður 1. Vigdís Hauksdóttir Hún er þá væntanlega sú sem fólk sér að komi til með að...

Málflutningur Sigmundar Davíðs gengur ekki upp!

Mér svona datt það að þegar fólk er að hlusta á Sigmund Davíð tala um gríðalegt tækifæri að lækka lán heimila á kostnað vogunarsjóða sem eiga kröfur á bankana, - af hverju spyr engin hvernig það megi vera þegar að verðtryggð lán skiptast svona:...

Fólk er farið að gleyma heldur betur! Það eins og sumir trúi því í dag að hér hafi ekki verið neitt hrun.

Flott samantekt hjá Illuga Jökulssyni. Takið sérstaklega eftir því að menn eru að reyna að færa hér allt í gamla horfið fyrir hrun. Sömu mennirnir og sömu flokarnir vilja komast í völdin( tók hann í heild sinni af eyjan.is: Það sem slagurinn stendur um...

Ágæt úttekt á kosningarloforðum Sjálfstæðis-, Framsóknar- og fleiri flokka.

Fannst þessi facebook færsla ná þessu svo gjörsamlega að ég stal henni og birti hér:

Óttalegt bull er þetta í manninum!

Þetta er svona eins og að segja að ef að nú væri kosið um stofnun lýðveldisins 1944 þá hefði það verið annað. Það þýðir ekkert að fást við það að meirihluti fundarmanna í Vg ákvað þetta með kosningum. Alveg ljóst og þeir sem fóru eða komu ekki á fundin...

Nei nei höfum bara krónuna áfram og komum í veg fyrir alla hugsanlega samkeppni.

Nei nei verum bara með krónuna áfram. Og alls ekki reyna að komast í stöðugra og stærra efnahagsumhverfi og samstarf. Bara alls ekki þetta er svo fínt. Afnemum bara verðtryggingu og staðgreiðum þetta allt í óverðtryggðu vöxtunum okkar. Kom um í veg fyrir...

Narta í hælana!

Alveg ljóst öllum sem villast hingað inn að ég fylgi Samfylkingunni að málum. Ekki það að ég sé svo heilagur í trúnni á að allt sem Samfylkingin leggur til sé bestu lausnir en í höfuð atriðum er ég sammála þeim leiðum sem Samfylking leggur til. Og þar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband