Leita í fréttum mbl.is

Mundi maður ekki segja að fylgistap Sjálfstæðismanna væri mest áberandi.

 Framsókn fer jú upp um um 2% rúmlega sýnist mér en Sjálfstæðisflokkur niður um hvað 4% og .þetta var fyrir Landsfund sem þessi könnun var gerð. Þ.e. 19 til 21 febrúar. En líka skrítið að þessi könnun var tilbúin fyrir Landsfundinn og furðurlegt að hún hafi ekki verið birt á föstudeginum. Að minnsta kosti hefði Bjarni Ben orðið að breyta ræðu sinni um alla nýju þingmennina sem væru að koma inn á þing fyrir flokkinn.  Um Samfylkinguna má segja að þetta er vonandi botninn. Eins er þess að geta að þetta er byggt á svörum um 800 manns sem er ekki mjög mikið og eins þá var þetta könnun þar sem er þráspurt um hvaða flokk óákveðnir eru myndu hugsanlega kjósa. Hef aldrei haft trú á þeirri aðferð. 

 

mmr.jpg

 

framsoknidag.jpg

 


mbl.is Framsókn bætir enn við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atriði varandi höftin og snjóhengjuna sem ég næ ekki!

  • Nú hefur verið talað um og nú siðast Bjarni Ben á Landsfundi að það þurfi að afskrifa megnið af snjóhengjunni sem eru bara krónueignir útlendinga hér.  En hvernig verður það gert um leið og við erum að reyna að fá fjárfesta hingað inn? Þ.e. meðan við erum með krónur.  Því gætu þeir ef þeir eru að hugsa um stórar fjárfestingar ekki hræðst að lenda í því að við eigum ekki gjaldeyrir þegar þeir vilja fara út síðar meir?
  • Nú segjum að þeir sem eiga þessar krónur sem vilja fara héðan út verði látnir afskrifa þær að mestu eða þær skattlagðar þá kostar það okkur samt einhvern hluta af gjaldeyrisvaraforða okkar sem við við erum eð mest að láni. En þá kemur spurningin.  Eigum við þá eftir gjaldeyrir til að borga fyrir fjárfestingarvörur t.d. vegna virkjana og stóriðju? Og eins til að borga af lánum og svo náttúrulega fyrir neysluvörum? Ekki getum við reiknað með að geta tekið frekar ilán til að byggja þann sjóð upp aftur?
  • Og er þá ekki líklegt að þó við næðum að vinna á snjóhengjunni þá værum við samt enn í þeim vanda að gjaldeyrir yrði enn dýrari og krónan enn veikari?
  • Sorry sé þetta ekki ganga upp með krónunni á næstu árum eða áratugum. 
  • Auk þess að harðar aðgerðir gegn fjárfestum og þeim sem eiga fé hér myndi að mínu mati fæla alla aðra frá. Nema að þeim verði gefinn orka og ódýrt vinnuafl. Eins og við höfum gert hingað til.  Og hverju skilar það okkur til lengdar? Nokkur hundruð störfum hver virkjun.  Og hún bara rétt sendur undir sér.

Vissuð þið þetta? Þetta eru blaðamenn hér ekki að upplýsa!

Já ég hlustaði í morgun aðeins á umræður um efnahags og viðskiptamál á netinu í dag frá Landsfundi Sjálfstæðismanna. Þar kom upp ræðumaður sem bað menn að fara varlega í breytingar. Hún Sigrún Þormar bjó/býr í Danmörku. Þar eru um 40% heimila með hærri...

Mikið var þetta stórmannlegt hjá konu sem boðar ný vinnubrögð í stjórnmálum.

Það er nú ekki eins og Hanna Birna hafi riðið feitu hrossi frá Borgarstjóraferli sínum í Reykjavík. Og það er ekki stórmannlegt hjá henni að byrja feril sinn í stjórnmálum á landsvísu að ráðast með frösum að núverandi stjórnvöldum. Svona merkingarlausir...

Missti af þessu fyrirspurnartíma! - En spurði einhver....

Spurði einhver Bjarna að: Nú talar hann um að okkur sé best að hafa krónuna áfram. Spurði einhver hann að því að hvort að hann hefði lausnir á því að nú er hagnaður af vöruskiptum við útlönd sem skapar hvað um 100 milljarða í gjaldeyrir sem því miður fer...

Bjarni ætti kannski að kynna sér málin betur!

I ræðu sinni í dag sagði Bjarni Ben: Fyrrverandi forsætisráðherra Finna var hér á landi fyrir nokkrum dögum á viðskiptaþingi. Hann sagði að það hefði hreinlega bjargað finnska velferðarkerfinu í kreppunni fyrir tuttugu árum að lækka og einfalda skatta á...

Bráðum kemur betir tíð og blóm í haga! - Eða ekki!

Sko það sem ég heyrði í ræðu Bjarna og viðtölum: Það á að lækka tekjuskatt og afnema þrepaskiptingu. Ef þá er væntanleg ekki verið að lækka á línuna. Þannig það þá hlýtur tekjuskattur að lækka á þeim sem hæst hafa launin og hækka á þeim sem minnst hafa....

Þessi staða er nú að hluta til í boði Bjartrar Framtíðar og stjórnarandstöðunar.

Alveg var það mér óskiljanlegt að Björt Framtíð skildi velja þetta þetta mál til að sýna fram á mátt sinn og megin og leggjast gegn ákvæði um frestun á gildistöku þessara laga fyrir Jól. Þeim var bent á þessar

Furðuleg vinnubrögð hjá Þor Saari.

Svona aðallega hvað heldur hann að hann græði á þessu. Nema að hann vilji bara alls ekki neinar breytingar á sjórnarskránni. Heldur hann virkilega að einhver græði á starfsstjórn allra flokka? Það myndi loga í deilum og hver ætti að leiða hana? Og svona...

Er ætlast til að fólk trúi svona kjaftæði?

Næ þessu ekki hjá Einari G. Þegar hann segir: „„Það er sorglegt af því að það hefði verið svo hægur vandi að vinna öll þessi stóru mál í miklu samlyndi. En ríkisstjórnin vill það ekki. Hún kýs ófriðinn þó friður sé í boði.“ Hvað á...

Svona virkar krónan - Kafli 12

Már Guðmundsson frétt af vb.is Seðlabankastjóri segir lítil myntsvæði um heim allan glíma við sama vanda. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir hættulegt að reka eigin gjaldmiðil og muni krónan ekki verða sett á flot á ný án nokkurra hafta. Már segir...

Svona virkar krónan - Kafli 11

Ragnar H Hall í Fréttablaðinu í dag. Ragnar Halldór Hall skrifar Vorið 1967 lauk ég verslunarprófi frá VÍ og fór að starfa hjá innflutningsfyrirtæki. Sölugengi Bandaríkjadollara var þá 43 krónur. Breytingar á gengi krónunnar voru alltíðar og ekki alltaf...

Held að það sé nú verið að búa til vandamál úr engu.

Sé ekki hvað ætti að vera sem Frakkar ættu að vera að verja í landbúnaði sem ekki er þegar varið þá í dag innan ESB. Nú held ég að Bandríks vín fari nú varla að yfirtaka markaðinn í Frakklandi. Til þess þyrftu þau að batna þó nokkuð. Held að þessi frétt...

Leiðrétt slagorð Landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2013?

Rakst á þessa mynd á netinu. Og í texta við myndina var verið að velta fyrir sér hvort að slagorðið fyrir landsfund hefði ekki farið vitlaust á netið. Hvort að það hefði ekki átta að vera svona: En eins og það er á heimsíðu þeirra er það...

Svona virkar krónan - Kafli 10

Silfuregils Íbúð á 4 milljarða króna Nú er tíu þúsund króna seðill að koma í umferð, með mynd af lóunni. Greyið hún. Tíu þúsund króna seðlar hafa ekki áður verið til á Íslandi. Það var alveg undir myntbreytingu árið 1980 – þá voru fjarlægð tvö núll...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband