Leita í fréttum mbl.is

Svona virkar krónan - Kafli 9

Guðmundur Gunnarsson skrirfar í dag!

Ónýtur gjaldmiðill veldur óróleika á vinnumarkaði



Það eru ekki nema 2-3 áratugir síðan allar innistæður íslenskra sparifjáreigenda í bönkum og lífeyrissjóðum brunnu upp á verðbólgubáli. Þar lagðist á eitt, lélegur gjaldmiðill og sveiflukennd, ómarkviss peningastjórnun, sem er ekki trúverðug, enda erlendir fjárfestar tregir til þátttöku í rekstri á íslandi. Upptaka evru eða tenging krónunnar við Evruna með vikmörkum og baktryggingu Seðlabanka ESB eins og Danir og Færeyingar hafa gert mun gera okkur kleift að ná langþráðum stöðugleika.

Seðlabankinn áætlar að með upptöku evru sparist 5 til 15 milljarðar króna á ári í beinan viðskiptakostnað. Þá getur sjálfstæð mynt ein og sér virkað sem viðskiptahindrun. Beinn viðskiptakostnaður vegna sérstaks gjaldmiðils er kostnaður sem fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli yfir í annan, það er þegar evrur eru keyptar fyrir krónur og öfugt. Þessi kostnaður lendir bæði á fjármálafyrirtækjum sem eiga viðskipti sem erlendan gjaldeyri fyrir innlendan og einnig hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem þurfa að kaupa eða selja erlendan gjaldeyri til að greiða fyrir tiltekin viðskipti.

Einnig verður að benda á þann sparnað sem hlýst af því að þurfa ekki að halda úti stórum gjaldeyrisforða til að styðja við smáa mynt. Vaxtakostnaður vegna gjaldeyrisvarasjóðsins Íslands er um 33 milljarðar króna á ári og eins hærri vaxtakostnaðar vegna þeirra lánakjara sem Íslandi býðst með sinn ótrúverðuga gjaldmiðil.

Lækkun vaxta mun hafa gríðarleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Sem dæmi má nefna að samkvæmt nýlegum útreikningum Alþýðusambands Íslands getur árlegur sparnaður fyrir íslensk heimili numið um 15 milljörðum króna fyrir hverja prósentu í lægri vöxtum.

Óstöðugur gjaldmiðill veldur því að vextir hér á landi eru um 5% hærri en í nágrannalöndum okkar, þetta kostar heimilin og fyrirtækin í landinu gríðarlega mikið, eða með öðrum orðum íslensk heimili eru að greiða árlega 75 milljarða í vexti umfram það sem hér væri ef við værum með „eðlilegan“ gjaldmiðil.

Til þess að dreifa þessum gríðarlega vaxtakostnaði eru húsnæðislán á Íslandi 40 ár í stað 20 ára eins og er í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslensk fjölskylda greiðir 2,4 sinnum meira fyrir sína íbúð þegar upp er staðið. Til þess að geta það þarf íslenska fjölskyldan að skila um 10 klst. lengri vinnuviku en sú danska, ekki í 20 ár heldur 40 ár svo öllu sé til haga haldið. Ef við værum með lán á breytilegum vöxtum, þá koma reglulega tímabil þar sem engin ræður við vaxtagreiðslurnar. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð árið 1971 fóru vextir á tímabili upp í 49,5%. Til þess að ráða við þetta þá var tekin upp árið 1982 greiðsludreifing á vöxtum með því að færa hluta ofurvaxtanna með jafngreiðslukerfi yfir á seinni hluta 40 ára greiðslutímabils.

Andstæðingar þess að íslenskar fjölskyldur geti búið við sambærileg kjör og fjölskyldur í nágrannalöndum okkar segja að með því sem stefnt að afsali fullveldi þjóðarinnar. Öll þekkjum við mörg dæmi um sjálfstæðar þjóðir sem ekki telja brýna þörf að nota eigin mynt. Þar má t.d. nefna Lúxemborg með innan við hálfa milljón íbúa, eitt af stofnríkjum Evrópusambandsins og smáríkið Möltu með tæplega 400.000 íbúa. Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, sem fagna frelsi eftir langa ánauð, stefna inn í Evrópusambandið og eru að taka upp Evru, trúlega ekki með nýja áþján í huga. Finnar nota Evru og Danir eru með sinn gjaldmiðil fasttengdan við Evru, þannig mætti lengi telja. Eru leiðtogar þessara þjóða landráðamenn?

Íslenskum launamönnum er gert að búa í efnahagslegum þrælabúðum. Í könnunum kemur fram að íslenskir launamenn eru harðastir allra Evrópuþjóða í verkföllum og vinnudeilum. Það er ómögulegt að semja um laun þar sem efnahagsumhverfi er óstöðugt og verðbólgan og reglulegar gengisfellingar eyðileggja alla kjarabaráttu. Besti kostur krónunnar segja efnahagsráðunautar fyrrverandi ríkisstjórna er að „þá er blóðsúthellingalaust hægt að leiðrétta of góða kjarasamningar verkafólks með því að gengisfella krónuna.“

Sem dæmi má nefna að Rafiðnaðarsamband Íslands hefur frá árinu 1970 samið um launahækkanir sem nema um 3.500% launahækkunum, á sama tíma hefur Danska rafiðnaðarsambandið samið um 330% launahækkanir. Þetta segir reyndar allt sem þarf að segja um þetta mál.

Íslenskir rafiðnaðarmenn eru ekki 3.000% flinkari í kjarasamningum en Danir. Það blasir við þegar kaupmáttur okkar er borinn saman við Danina, þrátt fyrir að við látum 10 klst. lengri vinnuviku liggja milli hluta. Það er skattur sem íslenskur launamaður skilar til samfélagsins og útflutningsfyrirtækjanna til þess að standa undir því fullveldi að viðhalda íslenskri krónu. Veik króna stuðlar að verkföllum og óstöðugleika á vinnumarkaði. Það er verulegur ávinningur í því að nota mynt sem skipar traustan sess á alþjóðavettvangi, en upp á slíka stöðu býður Evran.
 
Við höfum undanfarnar vikur fylgst með óróleika meðal heilbrigðistétta, sú snjóhengja sem þar hefur safnast upp var ekki leist endanlega með samningum við  hjúkrunarfræðinga. Það vitum við öll.
 
Það að dæma verðtryggingu ólöglega leysir ekki lánavanda heimilanna, lánavandinn mun einfaldlega breytast og ekki endilega batna. Það vitum við öll.
 
Við verðum að ráðast að rót vandans.

Sko - Ég með minn takmarkaða skilning næ þessu ekki

  • Er verið að halda því fram að á neytendalánum(orð sem mér finnst ekki eiga við 40 ára lán til húsnæðiskaupa en látum það vera) en sem sagt er verði að halda því fram að þessi lán megi ekki vera með breytilegum vöxum, ekki með verðtryggingu og eiga afborganir að vera eins og þær eru skrifaðar á blaðið í upphafi.  Þ.e. fastir vextir og engar breytingar í 20 ár.
  • Nú er t.d. fyrst til þess að geta að krónan hér er eins og hún er. Króna í dag er 20x verðminni en þegar 2 núll voru tekin af henni um 1980. Þannig að ef ég hefði tekið 1 milljón þá þá jafngilti það 20 milljónum í dag. Hvernig í ósköpunum ætti þá að verða hér einhver lánamarkaður? Danska krónan var t.d. jöfn nýju krónunni en í dag kostar hún okkur um 20 Ísk. krónur.  Og svona yfirleitt í löndum þar sem eru sveiflur.
  • Nú eru breytilegir vextir ´öllum löndum. Og verðtrygging er í raun bara að fólk frestar ákveðnum hluta vaxta yfir restinna á lánstíma. Ef að breytilegir vextir eru löglegir af hverju ætti þá verðtrygging að vera ólögleg.
  • Þegar við gerðumst aðilar að EES þá vorum við með verðtryggingum. ESA hefur marg oft skoðað t.d. Íbúðalánasjóð. Á ég að trúa því að þeir hafi aldrei rekið augun í þetta.
  • Held að ef þetta reynist rétt þá fari annað hvort Íslenska ríkið á hausinn því það væri búið að borga um 20x þá of mikið af þessum lánum ef þetta gilti aftur í tíman frá því við gerðumst aðilar að EES. En ef þetta eru nýrri lög. Kannski frá 2009 sem er ártal sem ég man að einhver hafði talað um ný lög hjá ESB þá er spurning hvort við erum búin að fullgjilda það. Og  þá myndi þetta gilda til framtíðar.
  • En ég leyfi mér að efast um að verðtrygging sé ólögleg og hún verði áfram val. Annars verðum við hér með íbúðalán sem engin getur í raun tekið þar sem þau verða með svo háum vöxtum. Þ.e. ekki nema fyrir litlum hluta af kaupverði íbúðar. Nema að fólk sem með nógar tekjur.
  • Þarf að kanna þetta mál strax. Ómögulegt að hafa þessa umræðu yfir okkur í nokkur ár í viðbót..
  • Ljóst ef þett myndi allt reynast rétt sem er í þessari frétt þá er sjálf hætt með krónu. Því það er ljóst að engin myndi geyma peninga í bönkum eða á annan hátt sem myndi kannski rýrna í verðbólgu og rýrnun krónunar um helming á kannski 5 árum.  Og engnin myndi lána í krónum því að hann væri kannski að fá helming til bara vegna þess að krónan rýrnar stöðugt og verðbólga étur þetta upp. Nema þá á okurvöxtum til að tryggja verðgildi útlána. Vextir urðu hér yfir verðtryggingu jú um 30% sem þýðir að af kannski 10 milljóna láni þyrfti fólk að borga fyrst árið eftir að það tekur lánið um 3,5 milljónir í vexti. 

mbl.is Lánin álitin ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vigdís Hauksdóttir og stjórnmálaskýringar hennar.

Fyrir rælni datt ég inn á síðu Vigdísar þar sem hún birtir grein sem hún skrifaði 2011 í Moggann. Ég hef hlegið mikið við lesturinn. Alveg ótrúlegt að þetta skuli vera Alþingismaður sem er að skrifa og veit ekkert um stjórnmál skv. þessari grein. M.a....

Svona virkar krónan - Kafli 8

Tekið af vefsvæði Stefáns Ólafssonar Krónan – Evrópumet í kjaraskerðingu Hrunið á Íslandi var einstakt. Mörg met voru slegin. Stærsta bóluhagkerfi sögunnar brast og við tók stærsta fjármálahrun sögunnar, með nokkrum stærstu gjaldþrotum sögunnar...

Svo mælir Jón Steinsson dósent við Columbia háskólan i New York um leið Framsóknar

Framsóknarmenn vilja afnema verðtryggingu neytendalána. En á sama tíma vilja þeir halda í krónuna. Þeir vilja leiðrétta stökkbreytt lán. En á sama tíma vilja þeir lækka skuldir ríkisins. Það sem kemur mér helst á óvart er að þeir hafi ekki hreinlega...

Nokkriri valdir kaflar úr ágætri grein fyrrverandi formanns Framsóknar.

Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknar birtir flotta grein á pressan.is í dag. Þar fer hann yfir Icesave málið eins og það blasir við honum. Hann segir m.a. Réttmætt að reyna að semja Ýmislegt var ofsagt á sínum tíma, innan um eðlilegar viðvaranir, um...

Smá árás á flokkinn fyrst að Sigmundur Davíð var að óska eftir því

Spunring hvað hann metur sem kraft hann Sigmundur. Svona voru fyrstu tímarnir í gær. Og svona byrjaði dagurinn í dag

Hvað er þetta! Þetta er svona með Vigdísar Hauksdóttur orðalagi!

Heyrist í dag að þeir sem mótmæla einna mest um skert aðgengi skv. nýjum Náttúruverndarlögu sem eru til umræðu séu Jeppaeigendur og fjórhjóla. En hvað á þetta að þýða: Almannaréttur til umgengni um landið, annað en ræktarland, þarf að vera ríkur svo og...

Meintur kraftur í Framsókn - Bara loft?

Er kannski meintur kraftur sem Sigmundur Davið sagði í flokknum bara loftstífla. Og kannski aðeins að losna um loftið núna:

Ég hef alltaf verið á móti verðtryggingu! En fólk verður að athuga hvað afnám hennar fylgir

Fyrir það fyrst þá erum við með krónu. Þannig að óstöðugleiki hennar þýðir að í óverðtryggðu umhverfi verða hér alltaf háir vextir vegna þess að lánveitendur verða að hafa tryggingu fyrir því að sveiflur valdi því ekki að útlánin þeirra rýrni. Þar sem...

Allt í lagi Framsókn höfum krónuna!

Svona rétt að geta þess að Frosti Sigurjónsson var eða er stjórnarformaður í CCP en minnir að allir starfmenn þar hafi valið að fá laun sín í Evrum. Og þeir væntanlega græða hér fullt á því að krónan rýrnar. Þannig að það er allt í lagi að benda á það að...

Vissulega héldu Framsóknarmenn uppi að ekki ætti að semja um Icesave. En.....

Það er nokkuð ljóst að Framsóknarmenn héldu því nær allan tíman fram að ekki ætti að semja um Icesave. Þó held ég ef maður skoðar ræður Sigmundar Davíðs í fyrstu Icesave umræðunum þá hafi hann reyndar alltaf talað um betri samninga en ekki um að semja...

367 atkvæði er það góð þátttaka í formannskjöri?

„Ég skynja eins og þið öll hversu gríðarlegur kraftur er á þessu flokksþingi og bjartsýni,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann lagði á áherslu á mikilvægi þess að Framsóknarflokkurinn kæmist til valda til þess að gera lífið betra í þessu landi. Hann...

Ömurleg fréttamennska!

Ég heyrði viðtalið við Katrínu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að það væri ekki um meiri peninga að ræða vegna þess að nú væri búið að afgreiðs fjárlagafrumvarpið . Og það með halla upp á 3,7 milljarða sem þýðir jú auknar lántökur sem því nemur....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband