Leita í fréttum mbl.is

Vissulega héldu Framsóknarmenn uppi að ekki ætti að semja um Icesave. En.....

Það er nokkuð ljóst að Framsóknarmenn héldu því nær allan tíman fram að ekki ætti að semja um Icesave. Þó held ég ef maður skoðar ræður Sigmundar Davíðs í fyrstu Icesave umræðunum þá hafi hann reyndar alltaf talað um betri samninga en ekki um að semja ekki. Hann talað um að nokkuð víst væri að þetta myndi kosta okkur 1000 milljarða því ekkert væri í þrotabúum Landsbankans.  Finnst of mikð gert úr þessum þætti Framsóknar. Þeir höfðu vissulega þessa skoðun en hún var undir í öllum atkvæðagreiðslum þannig að þeir sem flokkur stoppuðu ekki neitt. 

Svo er nokkuð ljóst að Framsókn sjálf skipti minnstu máli hvernig Icesave fór. Því nokkuð skýrt var haldið fram að Indefence væru ekki flokkspólitísk. Framsókn talað sem að þeir ættu ekki aðild að Indefence. Og þar voru menn úr öðrum flokkum.  Og Alþingi afgreiddi Icesave samning a.m.k. 2 sama hvað Framsókn sagði þannig að ef forsetinn hefði ekki synjað samningum þá væru áhrfi framsóknar á þetta ferli engin. 


mbl.is Icesave mælikvarði á staðfestuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

367 atkvæði er það góð þátttaka í formannskjöri?

„Ég skynja eins og þið öll hversu gríðarlegur kraftur er á þessu flokksþingi og bjartsýni,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann lagði á áherslu á mikilvægi þess að Framsóknarflokkurinn kæmist til valda til þess að gera lífið betra í þessu landi. Hann sagði flokkinn hafa lausnirnar, kraftinn og að það eina sem þyrfti væri að fá umboðið til þess

Svona í ljósi umræðunar um Landsfund Samfylkingar þar sem ég var hef ég nú efasamemdir um að þessi orð standist. Þarna er Sigmundur Davíð kjörinn með um 368 atkvæðum sem voru um 97.6% greiddra atkvæða. Og alls greiddu um 380 manns atkvæði. Þetta er nú ekki stór hópur ef maður miðar við að í Framsókn er held ég skráðir um 13.000 félagar. Og maður sér ekki að tímamótavinna skili sér af þessum fundi.

P.s. skv. frétt á smugan.is voru um 770 sem höfðu kosningarétt í þessu kjöri en aðeins um 380 greiddu atkvæði.  Þannig að meintur kraftur í starfi er því enn aumkunarverðari fyrir vikið. 


mbl.is „Framsókn Íslands að hefjast á ný“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg fréttamennska!

Ég heyrði viðtalið við Katrínu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að það væri ekki um meiri peninga að ræða vegna þess að nú væri búið að afgreiðs fjárlagafrumvarpið . Og það með halla upp á 3,7 milljarða sem þýðir jú auknar lántökur sem því nemur....

Ætlaði að tjá mig um þessa frétt um ræðu Vigdísar en held að ég hafi það stutt

Hvaða bull er þetta: „Þarna ætluðu stórveldi, nýlenduþjóðir, að kúga smáþjóð til uppgjafar. Láta smáþjóðina gefa upp fullveldisrétt sinn og komast síðan óhindrað inn í náttúruauðlindir okkar,“ Og hvaða bull er þetta: „Það leiðir hugann...

Ein tillaga Framsóknar er alveg skoðandi!

En það var tillaga sem Sigmundur Davíð sagði frá í ræðunni í dag: Að það yrði skipuð nefnd um nauðsynlegan undirbúning að því að afnema verðtryggingu sem ætti að ljúka störfum fyrir árslok 2013 og þá með útfærða aðgerðaráætlun um það skildist mér frekar...

Hann gleymdi nokkum atriðum!

Hann talar í ræðunni sinni um að við hefðum getað keypt hér allar kröfur á bankana á hrakvirði. Hvernig í ósköpunum reiknar hann með að bankar og fjármálafyrirtæki hefði selt Íslenska ríkinu skuldir sem þeir áttu hér á landi fyrir hrakvirði. Hann talar...

Verð að segja að ég man ekki eftir neinu sem Siguður Ingi hefur haft til málana að leggja nema...

Ég kannski hef ekkert sérstaklega fylgst með málflutningi Sigurður Inga nema að ég man að á löngum köflum hefur mér bara fundist hann ræða virkjanir hér og virkjanir þar. Hef stundum hugsað hvort að hann og fleiri haldi að virkjanir sem slíkar bjargi...

Evrópusambandið mun veita eftirgjöf í sjávarútvegsmálum

Skildi Mogginn eitthvað fjalla um þetta Frétt af www.dv.is i Evrópusambandið mun veita eftirgjöf í sjávarútvegsmálum Ísland mun fá sérlausnir - þó ekki kynntar fyrr en ESB sér fyrir endann á viðræðum Annas Sigmundsson as@dv.is 09:30 › 7. febrúar...

Er Heimssýn búin að skipta um skoðun varðandi ESB?

Hef í dag verið að sjá mynd frá umræðufundi Heimssýnar um ESB aðildarvirðræður. Þar kom einn stjórnarmaður Heimssýnar með skriflega athugasemd á fundinn. Þar stendur "ESB svikari talar" Og þessi orð viðhafði hann þegar að Árni Páll talaði. Ef meður pælir...

Svona virkar krónan - Kafli 7

Af eyjan.is Viðskipti Miðvikudagur 06.02.2013 - 13:58 Sér ekki mun á gjaldmiðli EVE Online og íslensku krónunni: „Gerviveröld“ „[Þ]að er hræðilegt til þess að hugsa að það er ekkert sem bendir til þess að þau færi á næstunni,“...

Flott grein um fullt af undanþágum sem Bjarni Ben og Sigmundur Davíð vita sennlega ekki um

Á eyjan.is í dag má lesa blogg eftir Sigurlaugu Önnu Jóhannsdóttur sem kynnir sig þannig að hún sé: Evrópusinni, Sjálfstæðiskona, stjórnmálafræðingur og Garðbæingur búsett í Hafnarfirði. Hún segir: Ég sat fund í hádeginu í gær þar sem Sigmundi Davíð...

Varð hugsað til Sjálfstæðisflokks við lestur þessarar fréttar.

Bresk kona á áttræðisaldri sem var skilin eftir án lyfja, matar eða drykkjar í níu daga á heimili sínu lést á sjúkrahúsi. Fyrirtæki sem sinnti heimahjúkrun var lokað fyrr í þessum mánuði og enginn sinnt þörfum konunnar. Þetta kerfi er einmitt eingetin...

OK segjum það að þjóðin mundi segja Já og vildi halda þessum viðræðum áfram og klára samniginn.

Hvað ætla Sjálfstæðisflokkur, Vg og Framsókn að gera. Ætla þessir flokkar sem yfirlýstir andstæðingar að vinna áfram að samningum gegn sínum vilja? Hvaða samningaðstaða væri það. Hverjir halda þeir að semji við Stjórnvöld sem eru yfirlýst á móti...

Svona í tilefni af umræðu um stöðu Árna Páls utan ríkisstjórnar.

Held að alir hugsandi menn viti að með kosningum okkar í Samfylkingunni nú um helgina á Landsfundi þá vorum við að kjósa okkur formann! Og formaður er eins og orðið segir æðsti maður flokksins. Jóhanna er þar með hætt sem formaður Samfylkingar en er enn...

Ræða Árna Páls í heild

Stefnuræða Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, á Landsfundi, 3. febrúar 2013. Talað mál gildir. Kæru vinir og samherjar Ég vil byrja á að segja ykkur litla sögu. Amma mín í móðurætt var mér afar kær. Hún fæddist utan hjónabands, móður sem...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband