Leita í fréttum mbl.is

Er Guðlaugur loks orðinn glórulaus?

Er hann að halda því fram að þegar bankarnir okkar og Fjárfestingabankinn voru settir í fallegan gjafapakka og nokkrum mönnum gefnir bankarnir næstum því sé minna má en endurreisn bankana nú. Halló er maðurinn ekki í lagi? Það er jú bein tenging milli þess að bankarnir voru einkavæddir, öllum kvöðum aflétt af þeim og þeim gefið fullkomið frelsi og þess að hér hrundi allt.  Held að fólk sé mun meðvitaðra um endurreisn bankana nú. Ekki hafa verið svo lítlar umræður um það og greinar.  En við vitum jú að Guðlaugur lætur svona til að reyna að fela þátt Sjálfstæðismanna og frjáshyggjunar í þessu hruni sem hér var. Ég hef oft vitnað í landsfundarályktanir Sjálfstæðismanna frá 2007 þar sem þeir töluðu um að leggja hér af eftirlitsiðnað því fyrirtækin sæju orðið sjálf um þetta og það væri þeirra hagur að þar væri allt í lagi. En þeir gleymdu því að fyrirtæki eru jú ekki manneskjur og þeirra helsta markmið að skila eigendum arði hvernig sem farið er að því. Jafn vel ólöglegt ef að lýkur eru á að það komist ekki upp.
mbl.is Endurreisnin skoðuð aftur á bak og áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ábyggileg könnun?

Heyrði í fréttum áðan að þessi könnun sé byggð á svörum 180 manns sem náðist í á Facebook? Náttúrulega ekki til önnur könnun til að bera saman við þessa en finnst þetta bæði fáir þátttakendur og ég held að facebook sé nú ekki vísindlegt úrtak
mbl.is Færri hyggjast snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En þetta er bara ekki málið?

Reyndar held ég að Gunnar Tómasson sé ekki lögfræðilærður né sérfræðngur í Evrópulögum eða EFTA lögum. En skv. þessari frétt af grein hans þá finnst mér nokkuð ljost að hann sé ekki að fara alveg rétt í þetta. ESA er eftirlitsstofnun EFTA ríkjana. Þ.e....

Kominn tími til að einhver leiðrétti bullið í Heimssýn.

Heimssýn hefur heldið því fram að nær öll þjóðin vilji hætta þessum viðræðum. En úps þau byggja þetta á könnunum sem þau kaupa og nota leiðandi spurningar Af ruv.is Helmingur landsmanna vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram, en...

Er ekki kominn tími til að setja krónuna á eftirlaun?

Það er nokkuð ljóst að verðbólga nú er náttúrulega að mælast hærri vegna kauphækkana sl sumar. Þeim hefur að stórumhluta verið velt inn i verðlag síðustu mánuði síðasta árs. Sem og að vöruverð hefur hækkað vegna þess að krónan sígur stöðugt. Íslenska...

Nokkuð ljóst að með inngöngu í ESB myndi kaupmáttu almennings aukast.

Það er nokkuð ljóst að við það að gerasta aðili að ESB þá myndi vöruverð lækka. Um leið myndi þá verðbólga lækka og svo við upptöku evru þá fengjum við minni sveiflur sem og verðtrygging yrði óþörf þannig að verðbólguáhrif á lán almennings myndu hverfa...

Samfylking er búin að lýsa yfir að þau ætli að fylgjast að með Vg út kjörtímabilið

Það væri að ganga á bak orða sinna að byrja viðræður við sjálfstæðisflokkinn án Vg. Enda er líka mun sterkari staða fyrir Samfylkingu og Vg að leggja til 4 fulltrúa í meirihluta á móti 4 Sjálfstæðismönnum. Sé ekki annað en að Ólafur Þór sé líka...

Er einhver spuni i gangi núna?

Hef ekki heyrt bæjarfulltrúa Kópavogs tala svona, en aftur eru margir i baklandi þeirra ekki hrifnir af því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðismenn. Bæði í ljósi fyrri starfa þeirra og eins vegna persónulegrar óvildar Gunnars Birgissonar gagnvart...

Það myndi nær allt lenda á skattgreiðendum framtíðarinnar.

Stofnunin segir að þegar hafi verið gripið til margvíslegra aðgerða til þess að lina erfiðleika skuldara en þær leiðir, sem Hagsmunasamtök heimilanna fari fram á, feli í sér mikla höfuðstólslækkun lána til viðbótar við það sem þegar hafi verið gert....

Hvers vegna voru Listi Kópavogsbúa og Næst besti flokkurinn að bjóða sig fram í kosningum.

Nokkuð ljóst ef þetta verður niðurstaðan að þá er Gunnar Birgisson kominn aftur í oddastöðu í Kópavogi. Þá fer maður að velta fyrir sér tilgangi þessara nýju framboða. Og sér í lagi ef að eftirfarandi verður svo loka nðurstaðan: "Fram kom í Morgunblaðinu...

Ekki veitir af

Þegar heil samtök eru búin að fá að messa hér nær einráð í 3 ár!! Og aðal pretikarar hennar eru stráklingar og aflóga stjórnmálamenn sem láta stjórnast af heimóttalegri sérhagsmunagæslu og hræðslu við allt nýtt, er full þörf á að fá að heyra hina hliðina...

Smá orðsending til Næst besta og Lista Kópavogsbúa (eða ekki)

Gunnar Birgisson, Ármann Kr voru báðir bæjarfulltrúar meirihlutans og Gunnar meira að segja bæjastjóri þegar þið buðuð fram. Bæði framboðin voru fram komin þar sem ykkur ofbauð stjórnsýsla þeirra. Og hvað þá nákvæmlega eru þið að gera núna? Meiri...

Eru að koma kosningar hjá verkalýðsfélögunum?

Nú í fljótubragði man ég ekki eftir því að ríkisstjórnin hafi sagt að hún yrði búin að framkvæma allt sem var í áætlun hennar á þeim 5 eða 6 mánuðum frá því að samningarnir voru gerðir. Og þó skv. lista yfir málin eru flest þeirra loforða sem ekki er...

Menn í stéttarfélögu á almennamarkaðnum ætla ekki að hætta fyrr en þeir hafa náð að taka réttindin af opinberum starfsmönnum

Alveg makalaus þessi stöðuga árás manna á lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Og málflutningurinn svo vitlaus að það tekur engu tali. Þessir ágætu menn hljóta að átta sig á því að ef að opinberir starfsmenn eru með betri lífeyriskjör þá verður jöfnum...

Væri nú ágætt að stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélagsins á Akranesi töluðu skýrar

Hvaða atriði eru það sem ríkisstjórnin nákvæmlega hefur ekki staðið við? Veit að ríkisstjórnin fór þá leið að hækka bætur í júní meira en þeim bar og telja því að þau þurfi ekki að hækka bætur eins mikið nú um áramót. En hvað er það annað? Ekki sé ég að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband