Færsluflokkur: Kópavogur
Miðvikudagur, 21. maí 2014
Halló Kópavogur! - Það eru að koma kosningar!
Finnst alveg makalaust hvað kosningabarátta og umræða í Kópavogi fer hljótt. Reyndar á svo við með flest stærstu sveitarfélögin!
Held að kjósendur í Kópavogi ættu að líta til Reykjavíkur varðandi val sitt í næstu kosningum! Í Reykjavík er að koma í ljós að ný úthverfi, flugvöllur og fleira er ekki það sem fólk er að hugsa um. það er að hugsa um þjónustur við fólkið í bænum, börnin, og þjónustu við aldraða. Fólk í Reykjavík sér eins og eðlilegt er að hugsanleg ný byggingarlönd marga kílómetra frá þjónustu og vinnu er eitthvað sem núverandi borgarbúar hafa hvorki hag af né óska sér.
Eins er þetta í Kópavogi. Er ekki helstu málin hvort að bærinn sér að veita börnum, barnafólki og öldruðum þá bestu þjónustu sem völ er á. Fólk sem þegar býr í bænum er ekki að flytja á hverju ári og þurfa því ekki sífellt nýtt húsnæði. Auðvita þarf að vera framboð af húsnæði en það brjálæði sem gekk yfir bæinn okkar fyrir hrun á eftir að greiða niður á næstu áratugum og bærinn teygst í langleiðina upp á Hellisheiði án þess að við bæjarbúar höfum notið þess í neinu nema flottum Íþróttahúsum!
Er ekki kominn tími til að einbeita sér að því að Kópavogur verið fyrirmyndarbær þar sem hugað er að fólkinu sem þar býr og aðstoða alla við að lifa mannsæmandi lífi. Gera vel við börnin, gera vel við aldraða og gera manneskjulegri.
Til þess þarf að kjósa rétt. Það er komin áratugareynsla af sumum flokkum. Ég hvet fólk til að vanda valið! Það hafa lengst af nú verið við völd verktakaflokkar sem sé ekki framfarir nema verið sé að byggja. Innviðir bæjarins og þjónusta hefur stundum verið neðar í forgangi.
Hér áður var bærinn þekktur af því að láta velferð fólks hafa algjöran forgang. Þannig bæ vill ég aftur auk þess að þennan bæ þarf nauðsynlega að skipuleggja þannig að hann verði ekki svefnbær fyrir fólk sem svo lifir og starfar annarstaðar.
Ég persónulega treysti Samfylkingunni í Kópavogi til að vinna að þessu! Hvað með ykkur?
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. maí 2014
Kosningar í Kópavogi! Hvað á að kjósa?
Nú þegar kosningar nálgast óðfluga er eðlilegt að fólk skoði hvað það á að kjósa og þetta á við okkur Kópavogsbúa sérstaklega. Hér eru nú í boði hvað um 8 framboð! Held að þau hafi sjaldan verið fleiri.
Og það vekur mig til umhugsunar! Þarna erum við að tala um valdaflokkana Framsókn og Sjálfstæðisflokk sem hafa farið með völd hér í Kópavogi nær óslitið frá tíundaáratug síðustu aldar (fyrir utan tæp 2 ár eftir hrun þar sem aðrir tóku til eftir þá)
Nú er fólk örugglega ekki sammála mér en ég vil benda á nokkra punktar sem kjósendur ættu að horfa í áður en þeir taka ákvarðanir.
- Sjálfstæðisflokkur hefur staðið fyrir hér í Kópavogi eins og víðar ógurlegri áherslu á lóðasölu og fjölgun íbúa. Ég sem Kópavogsbúi til áratuga velti því stöðugt fyrir mér hvað það er sérstaklega sem við við höfum grætt á þessari útþenslu. Veit ekki betur en að bæjarfélagið hafi skuldsett sig upp úr öllu valdi til að kaupa lönd og skipuleggja byggð. Ekki er áberandi lægri gjöld hér í bænum svo ég spyr alltaf hvað erum við bæjarbúar að græða á þessari æsilegu uppbyggingu nema skuldir næstu árin.
- Framsókn hefur nær öll árin fylgt með Sjálfstæðisflokki í stjórn! Og verið þar þæga hækjan sem hefur gert það sem þeim er sagt nema rétt fyrir kosningar að maður heyrir í þeim.
- Píratar: Ungur spennandi flokkur en þar eru ungir frambjóðendur sem varla hafa þurft að hafa fyrir lífinu og félagsskapur sem saman stendur af nokkrum aðilum! Efast um reynslu og þekkingu þeirra og því tel ég það bjóða upp á mistök ef þeir fengju mikil völd strax!
- Dögun: Um það framboð veit ég lítið en það hefur ekki fengið hljómgrunn í fyrri kosningum!
- Næstbestiflokkurinn. Það er ágætur maður þar Hjálmar og vinnusamur. En hann sýndi í meirihlutasamstarfi ógurlega skammsýni og varð m.a. til meirihlutinn sprakk.
- Björt framtíð í Kópavogi er að uppistöðu blanda af m.a. Lista Kópavogbúa og framganga þeirra í núverandi og fyrrverandi meirihluta veldur því að mér finnst sá flokkur komi ekki til greina.
- Vg og félagshyggjufólk. Þarna er á ferðinni framboð sem virkilega er hægt að skoða. Þarna er m.a. hópur fólks sem hefur starfað með Samfylkingunni en fékk ekki framgang þar hjá vali. Vg og Samfylking hafa starfað mjög vel saman.
- Eins og allir vita þá er ég flokksbundin í Samfylkingunni! Og hún hefur það fram yfir flest öll framboðin a.m.k. þau nýju að þetta er mjög virkt félag í Kópavogi þar sem haldnir eru opnir félagsfundir allan veturinn hvern einasta mánudag. þar hef m.a. ég getað farið og rætt við mína bæjarbúa þegar eitthvað brennur á mér. Þarna mæta vikulega 30 til 60 manns og ræða málefni bæjarins. Eins hef ég séð þar að nauðsyn þess að í flokkum sér reynslumikið fólk sem þekkir leikreglur, skipulag og ferla innan bæjarins hjálpa við að flokkurinn þarf ekki að leggjast í margra mánaða vinnu eftir kosningar að setja nýja fulltrúa inn í störfin í öllum nefndum og ráðum bæjarins. Eins tryggir svona virkur félagsskapur að þarna myndast ekki klíka nokkurra einstaklinga sem ná kjöri og vina þeirra sem svo þurfa ekki að hlusta á kjósendur næstu árin. Samfylkingin sýndi það ásamt fleirum að flokkurinn var ekki hræddur við að taka á erfiðum málum hér eftir síðustu kosningar og ef ekki hefði verið fyrir reynsluleysi og óstöðugleika annarra í þeim meirihluta þá væru Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Kópavogslistinn ekki að skreyta sig núna með stolnum fjöðrum.
Ekki lengur með meirihluta í bæjarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 18. júlí 2009
Kópavogur Bærinn minn
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. júní 2009
Svo ætlar hann blessaður bara að koma aftur eftir leyfið!
Skrifað grein um þetta sem birtist í gær í Morgunblaðinu!
Allt tortryggilegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kópavogur | Breytt 18.7.2009 kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Gunnar er og hugsar eins og einræðisherra!
Alveg er þetta dæmigert fyrir Gunnar. Nú hafa forsjárhyggjuöflin og valdboðið náð yfirhendinni," þetta er dæmigerð túlkun manns sem vill ráða einn og valtar yfir alla. Nú er hann að berjast fyrir þvi að fá að byggja inn á vatnsverndarsvæði við Elliðavatn og skilur ekki að umhverfisráðuneyti sé á móti því. Hann vill byggja turna og hallir en skilur ekki að fólk verði reitt þegar hann straujar yfir Heiðmörk með skurðum og röralögnum af því að honum datt í hug að byggja vatnsveitu. Sem minnir mig á að enn má sjá sár í Heiðmörk eftir rörin sem ég hélt að ætti að vera búið að laga.
Hér í nágreni við mig í Smárahverfi vill hann byggja turna og helst þá hæstu á landinu. Honum er fyrirmunað að skilja að fólk í nágreni við þetta vill ekki sjá þetta. Hann skilur ekki að hér er fólk búið að byggja og kaupa út frá því skipulagi sem var en af þvi að vinir hans í verktakabransanum vilja fá að byggja þá finnst honum það frekja að vera á móti því.
Ég gæti sagt margt fleira en það verður að bíða betri tíma og líka hægt að vitna í það sem ég hef skrifa hér um Gunnar og co
Valdboðið náði yfirhendinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Hvað með útsvarið í Kópavogi?
Mynddiski með upplýsingum um ársreikning Kópavogsbæjar dreift í hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Enn ein vandræði hjá Gunnari Birgissyni?
Var að lesa inn á www.mannlif.isslúður um hesthúsabyggðina frægu sem að Gunnar keypti af eigendum og verktökum fyrir ofurverð hér um árið. t.d. 110 fm hesthús á 35 milljónir. En nú segir Mannlíf frá eftirfarandi:
Enn vofa vandræði yfir Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, sem gæti þurft að sæta lögsókn ef ekki tekst að semja um Gustslandið umdeilda. Bærinn keypti hesthúsalandið í Glaðheimum á sínum tíma uppsprengdu verði, meðal annars af eiginkonu bæjarstjórans. Landið var síðan selt með myljandi hagnaði fyrirtækinu Kaupangri undir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Í kaupsamningi er kveðið á um að fyrstu lóðir verði tilbúnar frá hendi bæjarins þann 1. september næstkomandi. Heimildir herma að engar líkur séu á því að bærinn geti staðið við samningana og það geti orðið allt að árs dráttur á skilum. Það þýðir að eigendur gætu átt rétt á skaðabótum. Hermt er að þeir hafi þegar kannað stöðu sína í þeim efnum og bæjarstjórinn á því á hættu að þurfa að punga út háum fjárhæðum ...
Það er jú lítið farið að rífa þarna og ég hef heyrt að jafnvel sé talað um að fyrrum eigendur fái að vera þarna einn vetur í viðbót. Þetta stafaði m.a. af því að lóðir sem hestamenn áttu að fá upp á Heimsenda voru ekki tilbúnar í tíma. En þó að Mannlíf haldi þessu fram sem að ofan greinir þá held ég að Gunnar noti jú tengsl sín inn í byggingar- og verktakaiðnaðinn til að sleppa einhvern veginn frá þessu
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Ætlar meirihlutinn í Kópavogi aldrei að læra?
Heldur Kópavogur að það hjálpi bænum í viðleitni hans við að skapa sér gott orðspor, að ráðast að félagi eins og Skógræktarfélagi Reykjavíkur? Halda bæjaryfirvöld að fyrst að það voru bara um 557 plöntur sem þeir eyðilögðu eða fjarlægðu séu þessar framkvæmdir bara allt í lag? Mér finnst nú 557 tré næstum skógur útaf fyrir sig. Ef bæjarfélagið búið að gleyma að þeir framkvæmdu þetta áður en tilskilin leyfi voru komin? Síðan sem Kópavogsbúi þá er ég að velta fyrir mér hvenær þessi vatnsveita sem verið var að grafa fyrir fer að skila mér ódýru gæða vatni eins og á að skaffa Garðbæingum? En til þess var þessi leikur jú gerður að Kópavogur lofar að skaffa Garðbæingum vatn þar sem að bærinn er að skipuleggja framkvæmdir sem snerta vatnsból Garðbæinga.
Finnst meirihlutanum í Kópavogi bara eðlilegt að nú er verið að stofna íbúasamtök hvert á eftir öðru til að mótmæla skipulagi og framkvæmdum sem bærinn boðar og eru ekki nokkru með hagsmuni eða í samræði við þá sem búa í bænum
Er þetta framtíðin að það þurfi stöðug stríð við bæjarstjórn til að viðhalda lífsgæðum þeirra íbúa sem fyrir eru? Er bæjarstjórnin ekki apparat sem er kosin til stjórna bænum eins og fólk vill. Sífeld þensla er ekki endilega það sem bæjarbúar vilja. Sérstaklega ef það kostar aukna umferð í hverfum, umferðateppur í bænum, minni þjónustu fyrir íbúa og ópersónulegri og svo framvegis! Þensla er ekki merki um gæði bæjarins!
Kópavogsbær segir framkvæmdir í Heiðmörk í samræmi við lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Held reyndar að Gunnar hafi aldrei haft sérstakan áhuga á hvað bæjarbúum finnst!
Held að Gunnar hafi miklu meiri áhuga á stórum byggingum heldur en hvað núverandi bæjarbúum finnst. Þannig virðist hann hrifinn af háhýsum þó hann viti að að vegna þess hve sólin er lágt á himni hér á landi yfir veturinn þá verða heilu hverfin t.d. í Smárahverfi í skuggum af turnunum. Eins þá er honum ekkert umhugað um hversu greitt bæjarbúar geta farið um bæjarfélagið því að hann ræðst aðeins í vegabætur ef að lítið er að gera hjá Klæðningu og skildum fyrirtækjum eða ef að fjárfestar í stórbyggingum krefjast þess. Sjá framkvæmdir á Dalvegi. EN þær framkvæmdir held ég að eigi bara eftir að færa umferðahnúta til í bæjarfélaginu. Það er ekkert farið eftir skipulagi ef að einhver fjársterkur vill byggja þá finnst honum ekkert að því að umbylta skipulagi eins og á Nónhæð.
Honum finnst ekkert að því að Bykó fái stórskipahöfn og vöruhús sem hann veit þó að ásamt þeirri byggð sem hann vill troða á Kársnesið mun gera íbúum við Kársnesbraut, Borgarholtsbraut og Kópavogsbraut erfitt fyrir. T.d. hvað varðar börn í umferðinni sem þurfa að fara yfir miklar umferðagötur sem og hávaði sem umferðinni fylgir.
Nei Gunnar er ekki í tengslum við hvað bæjarbúar vilja og hefur aldrei ætlað sér það. Það eina sem fólk getur gert er að berjast og hafa hátt því það þvingar hann kannski til að fara að vilja bæjarbúa.
En nú er spurninginn afhverju heyrum við ekkert í öðrum í meirihlutanum? Hafa þau öll sömu skoðun eða þora þau ekki að láta heyra í sér.
Segja trúnaðarbrest hafa orðið milli íbúa og bæjarstjórnar í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Gunnar Birgisson með skítkast í allar áttir..
Gunnar Birgisson hefur alveg lag á því að þegar hann er kominn í vond mál þá ræðst hann að fólki með blameringum. Ég man þegar umræða var um Vatnsveitu Kópavogs og samning sem hún gerði við Garðabæ þar sem Garðbæingum er tryggt vatn í framtíðinni á lægra verði en Kópavogsbúum. Þá sagði hann um Guðríði oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi:
"Það mætti halda að hún væri að vinna fyrir Garðabæ en ekki Kópavog þessi manneskja. Hún verður að fara aftur í frumbernskuna og læra að segja satt áður en hún fer að taka þátt í pólitík."
Síðan í kvöld í Kastljósi ýjar hann að því að þessi umræða um Goldfinger og fleira í Mannlífi og Ísafold sé runnin undan pólitískum andstæðingum sínum sem er þá væntanlega Guðríður og co aftur. Fannst gott hjá Guðríði í Kastljósinu að neita að taka þátt í svona leik.
Síðan er hægt að rifja upp hvernig hann talaði um fulltrúa Reykjavíkurborgar í Heiðmerkurmálinu. Eins um Skógrækt Reykjavíkur og framkvæmdarstjóra þess. Maðurinn er auðsjáanlega en á því að hann eigi að reka Kópavog eins og verktakafyrirtæki sem fer með ofstofa að öllum sem hafa aðrar skoðanir en hann. Og eins að hann hafi fullt leyfi til að hygla sínu fyrirtæki [fyrirverandi] og öðrum vinum sínum í verktakastétt.
Enda kannski ekki skrýtið ef að rétt reynist að þeir hafi bjargað fyrirtæki hans frá gjaldþroti. Og fleira sem lesa má í nýjast hefti Mannlífs
Gunnar verður nú að átta sig á að hann er bæjarstjóri okkar allra í Kópavogi og svona framkoma er ekki okkur að skapi.
Frétt af mbl.is
Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold
Innlent | mbl.is | 14.6.2007 | 16:39
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, hyggst kæra nýlegar umfjallanir tímaritanna Mannlífs og Ísafoldar um hann og tengsl hann við staðinn Goldfinger og ýmis meint spillingarmál. Gunnar sagði í samtali við mbl.is að málið væri í vinnslu hjá lögmanni sínum
Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson