Leita í fréttum mbl.is

Við þessi tæknivædda þjóð gerum svo byrjendamistök.

Boðkerfi símafyrirtækjanna hrundi þegar björgunarsveitir voru kallaður út í dag vegna öryggislendingar vélar Continental flugfélagsins. Fyrir mistök kom fyrst fram í boðum Neyðarlínunnar að flugvélin myndi lenda á Reykjavíkurflugvelli. Sjónvarpið sagði frá þessu í fréttum kl. 22.

Eins gott að björgunarsveitirnar voru ekki sendar til Akureyrar eða Egilsstaða.


mbl.is Boðkerfi símafyrirtækjanna hrundi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín grein hjá Agli í dag!

Langar að benda á fína grein eftir Egil Helgason sem inn á Silfri Egils. Þar er hann að tala um hvað pólitíkin ætti að snúasta þennan vetur þar segir hann m.a.

Það er til dæmis hægt að tala um ójöfnuðinn hér, það sjá allir að hann hefur aukist mikið á fáum árum. Hitt stéttlausa Ísland, sem menn stærðu sig af eitt sinn, er að hverfa. Er vaxandi misskipting kannski til marks um dýnamískt samfélag þar sem menn geta loks auðgast almennilega, þar sem miklir kraftar hafa losnað úr læðingi?

Eða er þetta vandamál? Getur ójöfnuðurinn eyðilagt samfélagið? Er hætta á að lítill hópur manna eignist allt landið? Af hverju hurfu litlu mennirnir - það sem í útlöndum er kölluð stétt smákaupmenna? Stefnir samfélagið í að verða eins og í Bandaríkjunum?

Eiga stjórnvöld að gera eitthvað í þessu - eða kemur þetta þeim kannski ekkert við?

Og síðar í greininni segir hann:

Svo mætti líka tala um hvað við ætlum að flytja inn margt fólk hingað til að vinna fyrir okkur láglaunastörf sem við kærum okkur ekki um að vinna sjálf, og hvernig ætlum við að koma fram við það ef til dæmis skellur á kreppa? Ætlum við að gera sömu mistök og þjóðirnar í kringum okkur? Leggjum við í að tala um innflytjendamál af öðru en steingeldri rétthugsun?

Eða heilbrigðiskerfið, þetta svakalega bákn sem sífellt þarf meira og meira fjármagn? Áræðir einhver að draga í efa hina ofboðslegu miðstýringu sem tröllríður kerfinu og er nú að finna sér birtingarmynd í nýjum 100 milljarða spítala - á kolvitlausum stað? Án þess að nokkur umræða hafi farið fram. Kannski finnst stjórnmálamönnum að málið sé einfaldlega of flókið?

En greinin í heild er hér


Ósköp skil ég þetta fólk. vel

  Frétt af mbl.is

  Mikill fjöldi Kaupmannahafnarbúa vill ekki fá fríblöð í sín hús
Erlent | mbl.is | 25.10.2006 | 21:09
Fyrsta forsíða Nyhedsavisen . Kaupmannahafnarbúar eru margir hverjir orðnir svo þreyttir á því pappírsflóði sem fylgir ókeypis dagblöðum að þeir hleypa ekki blaðberum að póstkössum sínum. Þrjú fríblöð eru nú borin út í borginni, Dato, 24timer og svo dagblað Dagsbrúnar,

Ég hugsa oft miður fallegar hugsanir til þessara blað hér á landi þegar maður þarf að koma þessu drasli í endurvinnslu. Maður les þessi blöð í vinnunni og þarf síðan að sjá um þar reglulega að koma heilu pokunum af blöðum í endurvinnslu.

Síðan kemur maður heim og þá er póstkassinn fullur af sömu blöðunum og svo allskyns ruslpósti í ofanálag.


mbl.is Mikill fjöldi Kaupmannahafnarbúa vill ekki fá fríblöð í sín hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru nú fleiri staðir en sjúkrahús og hjúkrunarstofnanir sem glíma við þetta.

Frétt af mbl.is

  Íslendingar sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru á sjúkrastofnunum
Innlent | mbl.is | 25.10.2006 | 13:30
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Í láglaunastörf víða í atvinnulífinu og innan velferðarþjónustunnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Íslendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögunum. Þetta kom fram í ræðu Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, við setningu 41. þings BSRB í dag. Segir hann það rangt sem stundum er sagt að Íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. „Hið rétta er að þeir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru og flýja þau þess vegna. Þetta er nú að gerast á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum."

Þetta á líka við í skólum og leikskólum. Þar gengur illa að ráða inn fólk vegna launa og vinnuálags. Þannig að annaðhvort sættum við okkur við að börnum og sjúkum sé sinnt af fólki sem ekki skilur þau og öfugt eða við grípum til aðgerða.

Eitt ráð væri til dæmis  að ráða inn á sjúkrahúsin og  í skóla meira af fagmenntuðu fólki sem vel getur sinn þeim störfum sem illa gegnur að ráða í. => Mun betri þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda.


mbl.is Íslendingar sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru á sjúkrastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi getur verið böl en bara ef menn leyfa því að vera það!

Alveg er makalaust hversu gjörsamlega sumir eru dómgreindarlausir. Það þýðir ekki að kenna áfenginu um:

Frétt af mbl.is

  Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum
Innlent | mbl.is | 25.10.2006 | 12:06
Tæplega fertugur karlmaður var tekinn fyrir ölvunarakstur um miðjan dag í gær í austurborg Reykjavíkur. Áður hafði hann ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi. Með góðri liðveislu ónefnds borgara tókst að ná manninum sem var ekki einn á ferð. Sonur mannsins, sem er 11 ára, sat í framsæti bifreiðarinnar í ökuferðinni.
Lesa meira
Auk þess var hann á ótryggðum bíl og ökuleyfislaus.

mbl.is Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttur vopnaframleiðenda

Það hefur alltaf verið mín bjargfasta trú að vopnaframleiðendur séu þeir sem komi af stað stríðum, sérstaklega í þróunalöndum. Þeir hafi þar vopnasölumenn og sendisveina sem greiði glæpamönnum til að koma af stað og viðhalda stríðum milli manna, þjóðarbrota, trúarhópa og jafnvel þjóða. Þar með tryggja þeir vopnasölur til langframa.

Þeir reka líka öfgasamtök í Bandaríkjum sem ráða miklu í stjórn landsins og talar máli vopna og vopnaeignar. Heitir Félag byssueiganda eða eitthvað svoleiðis. Og hefur mikil völd, sérstaklega í flokki Bush.

 

Frétt af mbl.is

  Stríðskostnaður álíka mikill og fjárframlög til þróunarmála
Erlent | mbl.is | 25.10.2006 | 7:58
Hópur uppreisnarmanna í Úganda. Kostnaðurinn við átök í einu þróunarlandi er nærri álíka mikill þeirri upphæð sem varið er til þróunarmála í heiminum að því er bresk þingnefnd heldur fram.

mbl.is Stríðskostnaður álíka mikill og fjárframlög til þróunarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona hjálpum við bönkunum að hagnast

Markaðurinn, 24. Október 2006 11:36
Skuldir heimilanna aukast

Skuldir heimila við bankakerfið hafa aukist um tæpan fjórðung frá
áramótum og námu alls 670 milljörðum króna í lok september samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabankanum. Greiningardeild Glitnis segir útlán banka til heimila hafa vaxið hratt frá miðju ári 2004 í kjölfar sóknar þeirra á íbúðalánamarkað.

Í Morgunkorni Glitnis segir að langstærstur hluti skulda heimilanna við bankakerfið sé í formi verðtryggðra langtímalána, eða um 74 prósent af heildarskuldum. „Þessar skuldir hafa hækkað töluvert vegna hárrar verðbólgu undanfarið en þó virðist sýnt að aukið hafi verið við lántökuna," segir í Morgunkorninu.

Þá er athygli vakin á því að gengisbundnar skuldir hafa tvöfaldast frá áramótum og námu 56 milljörðum króna í septemberlok en það eru 9 prósent af heildinni. Einhver hluti þessarar aukningar er tilkominn vegna gengisbreytinga en þó er ljóst að almenningur hefur aukið töluvert við erlendar skuldir sínar undanfarið enda hefurgengisáhætta minnkað nokkuð með veikari krónu.

Þá námu yfirdráttarlán heimila 69 milljörðum króna um síðustu mánaðamót sem jafngildir 10 prósentum af heildarskuldum heimilanna.

Þetta benti ég m.a. á í þessari færslu hér í gær. Bankarnir eru að græða á verðbólgu því þeir taka óverðtryggð lán í útlöndum með vöxtum sem eru undir prósenti. Bankarnir eru að græða á yfirdrætti þar sem þeir rukka um yfir 20% vexti. Þeir eru að græða á langtímalánum þar sem að verðtrygging er sífellt að hækka höfuðstólinn.


Bloggfærslur 25. október 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband