Fimmtudagur, 28. desember 2006
Þarf að breyta kosningalögum, stjórnarskrá?
Var að lesa grein eftir Svavar Garðarsson í Fréttablaðinu í dag. Greinin ber heitið: Hugleiðing um ástundun pólitísks hórdóms" og er þörf hugleiðing um kosningar og það þegar að þingmenn yfirgefa flokkinn sem þeir eru kosnir inn á þing fyrir. Í greininni segir m.a.
Þegar þingmaður misstígur sig í þrepum eigin sannfæringar svo illa að hann treystir sér ekki lengur til að vinna af heilindum fyrir sína kjósendur sem með atkvæði sínu lögðu allt traust sitt á skoðanir hans og stefnu, enda voru þær í fullu samræmi við þann flokk sem hann bauð sig fram til að vinna með þá á hann eðlilega að boða til fundar með kjósendum sínum og gera þeim grein fyrir sínum andlega krankleika í þeirra garð og draga sig í hlé, fara í andlegt orlof frá þingstörfum á meðan það stæði yfir þá kæmi varamaður hans inn á þing tímabundið.
Síðar í greininni koma svo áhugaverðar spurningar sem vert er að velta fyrir sér:
Er kosning til alþingis þá bara bráðabirgða niðurstaða þar til einhver hinna sextíu og þriggja sem kjörinn var, bugast af siðblindu og kýs að hrækja framan í kjósendur sína og ganga í lið með þeim sem veikleikinn dregur þá til?
Jafnvel þó það væru skoðanalega andstæðingar þeirra sem kusu viðkomandi þingmann til starfsins.
Eru ekki gefin út kjörbréf til verðandi þingmanna á grundvelli atkvæðafjölda þess flokks sem þingmannsefnið bauð sig fram til að starfa fyrir?
Getur þingmaður starfað fyrir hvaða flokk sem er þegar inn á þing er komið, án staðfestingar kjörstjórnar um hvaðan fylgi hans og réttur til þingsetu sé fenginn?
Er ekki neitt sem heitir að innkalla kjörbréf til þingmanns sem starfar ekki samkvæmt þeim skyldum sem fólust í útgáfu þess til hans?
Er engin leið að ógilda vanhelgað kjörbréf með dómi?
Ef þingmaður sem hefur svikið kjósendur sína og flokk með því að ganga til liðs við annan flokk, forfallast og varamaður hans samkvæmt niðurstöðu kosninga á að koma inn á þing, fyrir hvaða flokk starfar sá varamaður í þessu tilviki; er það bara hans frjálsi vilji?
Hvað ef sitjandi þingmaður sem svikið hefur kjósendur sína og flokk með inngöngu í annan flokk, deyr og ástæða þingsetu hans fyrir flokkinn var huglæg en ekki samkvæmt niðurstöðu kosninga og inn kemur varamaður hans er það þá sá huglægi, þess flokks sem sá hinn látni þingmaður fór yfir til eða sá réttkjörni þess flokks sem þingmaðurinn fór frá?
Er kannski mögulegt að líta svo á að niðurstaða kosninga til Alþingis Íslendinga geti stundum verið skrípaleikur án skuldbindinga?
Þegar þingmaður ákveður að svíkja alla sína kjósendur, flokk og framtíðarsýn þá boðar hann í mesta lagi til blaðamannafundar, til að láta vita hvaða flokk hann starfi fyrir þar til næst, eða verði utan flokka og starfi ekki fyrir neinn.
Þetta eru þarfar spurningar. Flestum finnst það með öllu óþolandi þegar við kjósum einhvern flokk og síðan tekur þingmaður upp á að yfirgefa flokkinn á miðju kjörtímabili. Þar sem að þingmenn eru ekki kosnir beint hér á landi heldur sem sem hluti af lista þá er þetta með öllu ólíðandi og verður að breyta. Þessir þingmenn bera skyldu til að starfa fyrir þá sem kusu þá. Hvort sem þeir klúfa sig úr flokknum og starfa einir eða ganga í annann flokk þá hafa þeir í raun ekki lengur nokkuð atkvæði á bak við sig og eru ekki fulltrúar neinna kjósenda.
Greinin í heild er hér og mjög kjarnyrt
Örlítil seinni tíma viðbót til skýringar tekið úr svari mínu hér í athugasemd við þessa grein.
Ýkt dæmi væri t.d. að menn sem sæju að Framsókn kæmi ekki manni á þing byðu sig fram fyrir annan flokk t.d. Frjálslynda og svo þegar þeir kæmust á þing þá klyfu þeir sig úr flokknum og héldu áfram á þingi undir merkjum Framsóknar. Þá væri búið að svindla illilega á kjósendum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Sogdæla fjármunanna
Verð að benda á frábæra grein um vaxtarokrið hér. Hún er skrifuð af Andrési Magnússyni sem er skv. upplýsingum greiðandi að íbúðarláni í Noregi.
Hann segir m.a. í Fréttablaðinu í dag:
Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti.
Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. "
Síðar segir hann:
Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin.
Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar."
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Guð er góður?
Alveg finnst mér svona fréttir sem vatn á millu okkar sem trúum ekki!
- Hvernig að prestar og kirkjuleiðtogar haga sér, hvernig að trúarhreyfingar haga sér
- hvernig að ríkisstjórnir haga sér gagnvart öðrum kirkjudeildum
- hvernig kirkjudeildir haga sér gegn stjórnvöldum.
- Og svo hvernig trúarbrögðum er beitt til að kúga fólk og ráðast á það.
Finnst þetta allt bera þess merki að trú sé sköpuð af mönnum til að vekja þá von að það taki eitthvað betra við þegar við verðum að ormafæðu og áburði.
Enda virðast allir sem komast til valda innan trúarbragða leitast við að maka krókinn. T.d. finnst mér það í engu samræmi við það sem ég las í Biblíunni forðum að prestar skuli vera í kjarabaráttu og þyggja vænar summur fyrir að framkvæma kirkjulegar athafnir.
Mér finnst alveg furðulegt að einstaklingar getir hver á eftir öðrum stofnað kirkjur og söfnuði um sína túlkun á bibliunni og mér finnst að ef þetta er Guðs orð þá sé hann allt of óskýr og láti allt of margt liggja á milli hluta sem og að hann leyfir sér að skipta nær algjörlega um skoðun fyrir 2000 árum. Var hann þá að gera mistök allann tíman sem Gamla textamenntið nær yfrir.
![]() |
Forsetinn fyrirskipaði íkveikju til að kenna kirkjuleiðtogum lexíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Gísli Tryggvason flottur. Gott aðhald hjá honum
Verð að segja það þó að Gísli sé framsóknarmaður þá hefur mér líkað vel hversu duglegur hann er í nýju embætti. Hann tjáir sig og ýtir við fyrirtækjum. Ég hef trú á honum og er feginn að hann fór ekki í framboð.
Frétt af mbl.is
Talsmaður neytenda óskar skýringa hjá Icelandair og Iceland Express
Innlent | mbl.is | 28.12.2006 | 11:44Talsmaður neytenda hefur sent bréf til flugfélaganna Icelandair og Iceland Express þar sem hann óskar eftir upplýsingum um tekjur félaganna af skattgreiðslum flugfarþega.
![]() |
Talsmaður neytenda óskar skýringa hjá Icelandair og Iceland Express |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Svikin loforð og gjöld hækka.
Hækkanir á eldri borgara
1. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu aldraðra hækkar um 8,8% (eina hækkunin sem dregin var til baka í umræðum um fjárhagsáætlun).
2. Gjaldskrá fyrir frístundastarf eldri borgara hækkar um 9,7%.
3. Gjaldskrá fyrir hádegis- og kvöldmat hækkar um 9,2-9,6%.
4. Kaffi, te, mjólk og drykkjarvörur hækka um 10%.
Hækkanir á barnafjölskyldur
5. Sundferðir fullorðinna hækka um 25% fyrir hvert skipti, 10 miða kort um 10% en árskort um 8,8%.
6. Gjaldskrá fyrir leikskóla hækkar um 8,8%.
7. Gjaldskrá fyrir frístundaheimili hækkar um 8,8% og hefur þá hækkað um 14,9% á árinu.
8. Gjaldskrá grunnnáms skólahljómsveita hækkar um 20%.
Hækkanir á sorphirðu og í stöðumæla í miðbænum
9. Gjaldskrá fyrir sorphirðu á að hækka um 22,8%.
10. Gjaldskrá í stöðumæla fyrir þriðju og fjórðu stund hækkar um 50-100%.
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Allt getur maður látið fara í taugarnar á sér

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Hann ætti að flytja sig til Íslands - Skattaparadís fjármála og eignamanna
Mér sýnist að Invar Kamprad eigandi IKEA borgi um 25% skatt af hagnaði sínum í Svíþjóð. Hér á landi þyrfti hann væntanlega aðeins að borga sem svarar 2,3 milljörðum sænskra króna en ekki 6 milljarða eins og þar.
![]() |
Kamprad talaði af sér í jólaboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Þeir eiga væntanlega báðir eftir að dvelja nokkra mánuði upp í sveit.
Heyrði í Íslandi í bítið að þessir menn sem réðust að lögreglunni hefðu ekki komist í kast við lögin áður. Árástin hefði verði án allra fyrirvara og mig minnir að þessir menn hefðu ekki verið þeir sem lögreglan var upprunalega að tala við. Alveg makalaust að fullorðið fólk skuli láta svona. Nú veit ég að það er farið að taka harðar á svona árásum á lögreglu og þessvegna mega þeir búast við að eyða góðum parti af næsta ári eða árum í fangelsi.
Vísir, 28. des. 2006 07:04Lögreglumenn slasaðir eftir árás
Tveir lögreglumenn meiddust og voru fluttir á Slysadeild, eftir að þeir urðu fyrir fólskulegri líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur um fjögurleytið í nótt. Þeir höfðu verið kallaðir að fjölbýlishúsi vegna hávaða af skoteldum, sem verið var að skjóta úr einni íbúðinni. Þegar þeir komu á vettvang réðust tveir menn skyndilega á lögreglulmennina, óviðbúna, og slógu annan þeirra í barkann.
Slík högg geta verið lífshættuleg og flokkast undir mjög grófa árás. Til harðra átaka kom uns lögreglumennirnir náðu að yfirbuga árásarmennina og kalla á liðsauka. Árásarmennirnir voru handteknir en lögreglumenirnir voru útskrifaðir af slysadeild, eftir að búið var að gera að sárum þeirra.Fyrst birt: 28.12.2006 08:02Síðast uppfært: 28.12.2006 08:03Ráðist á lögreglumenn í Rvk
Ráðist var á tvo lögreglumenn í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í morgun. Þeir voru kallaðir voru út vegna hávaða frá flugeldum. Árásarmennirnir voru tveir og taldir vera ölvaðir. Þeir voru báðir handteknir og bíða yfirheyrslu. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er málið litið alvarlegum augum.
![]() |
Ráðist á lögreglumenn í Reykjavík í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Biðlaunin kosta 200 milljónir
Getur einhver sagt mér hversvegna er nauðsynlegt að breyta Flugumferðastjórn (Flugmálastjórn) í hlutafélag?
Og eins afhverju það er svona illa undirbúið?
Fréttablaðið, 28. des. 2006 00:01
Biðlaunin kosta 200 milljónir
Íslenska ríkið er skyldugt til að greiða biðlaun helmingi þeirra flugumferðarstjóra, sem ekki ætla að starfa hjá Flugstoðum ohf. eftir áramót. Alls er um rúmlega 200 milljónir að ræða, sem þeir fá greiddar árið 2006, fyrir að gera ekki neitt," segir Loftur Jóhannsson, formaður íslenskra flugumferðarstjóra.
Ofan á þetta kemur síðan allt tap flugfélaganna [vegna óhagkvæmari flugleiða og tafa] og ég tala nú ekki um álitshnekki stjórnvalda og Flugstoða."
Félag íslenskra flugumferðarstjóra getur tryggt þeim flugumferðarstjórum, sem ekki eiga þennan biðlaunarétt, tekjur fyrstu tvo til þrjá mánuði ársins.
Loftur bendir á að flugumferðarsvæðið sem um ræðir sé gífurlega stórt. Þegar flugumferðarstjórar fóru í verkfall árið 2001, hafi allt flug lagst niður. Þá voru 32 flugumferðarstjórar að störfum. Nú eru enn færri og miklu færri ef þú telur bara þá sem hafa réttindi. Auðvitað verður gífurleg röskun á flugi," segir Loftur, en hann telur að þeir sem geti muni fljúga utan íslenska svæðisins. Aðrir fljúgi ekki.
Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og verðandi forstjóri Flugstoða, segir að allt önnur staða hafi verið árið 2001, því þá hafi flugumferðarstjórar á Keflavíkurflugvelli einnig farið í verkfall. Að auki hafi svo viljað til að verkfallsdaginn var óvenju vont veður.
Eftir því sem næst verður komist verða 26 flugumferðarstjórar að störfum í janúar hjá Flugstoðum. Engar viðræður eru milli deiluaðila.
Bloggfærslur 28. desember 2006
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson