Leita í fréttum mbl.is

Hvað þarf fólk að ræða svona lengi?

Hefði einhvernvegin haldið að flokkar sem voru búnir að ræða saman í vor, væru nokkurnvegin með á hreinu hvað þyrfit til að þeir gætu starfað saman. Vona fyrir þeirra hönd að það séu ekki laun og vegtillur sem draga viðræður á langin. Einhvernvegin finnst mér að flokkar eigi að vera að reyna að komast að í stjórnum sveitafélaga til að koma sínum stefnum og markmiðum í framkvæmd. EN ekki að vera tæki fyrir framapotara til að komast á jötu sveitarfélagsins.

Frétt af mbl.is

  Viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg munu standa fram á kvöld
Innlent | mbl.is | 3.12.2006 | 17:26
Jón Hjartarson, oddviti Vinstri grænna, segir viðræður enn standa yfir við oddvita Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins um myndun nýs meirihluta í stjórn sveitarfélagsins Árborgar. Þær muni standa fram á kvöld og ekkert hægt að segja frekar af þeim viðræðum.


mbl.is Viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg munu standa fram á kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarastríð í Írak

Var að lesa eftirfarandi á www.visir.is

Vísir, 03. des. 2006 17:48


Það geisar borgarastríð í Írak -Kofi Annan

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það geisi borgarastríð í Írak og að Írakar séu verr settir núna en þeir voru undir stjórn Saddams Hussein.

Í viðtali við BBC sjónvarpsstöðina, sem birt verður á morgun, segir Annan að átökin í Líbanon, og víðar hafi verið kölluð borgarastríð og ástandið í Írak sé miklu verra.

Framkvæmdastjórinn telur að hinn almenni íraski borgari hafi haft það betra undir stjórn Saddams Hussein. Víst hafi hann verið hrottalegur einræðisherra, en þeir hafi þó getað gengið um götur sínar. Þeir hafi getað farið út og sent börn sín í skóla án þess að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmu aftur.


mbl.is Lögfræðingar Saddams áfrýja dauðadómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er nóg komið?

Ég hef hér áður talað um skrítna forgangsröðunn í samgöngumálum okkar íslendinga. Það er verið í óða önn að borga í gegnum fjöll hér um allt land nema á SV horninu. Þar hafðist eftir áratugabaráttu að fara í tvöföldum Reykjanesbrautar og fer nú að sjá fyrir endan á því. En Suðurlandsvegur sem er einn af umferðamestu þjóðvegum landsins er búið setja sífellt í salt og ekkert gert. Jú það voru byggð mislæg gatnamót við Þrengslaveg og svo hefur smá hluti verið gerður 2x1. Annarstaðar í heiminum væri þessi vegur löngu orðinn 2x2 og kominn jarðgöng undir Hellisheiði. Það er með ósköpum að það þurfi að kosta mannslíf til að vekja ráðamenn. Og svo segir Vegagerðin að það þurfi ekki 2x2 heldur nægji að gera þetta með hangandi hendi og notast við eins ódýrar bráðabyrgða lausnir og hægt er.

Ég minni þessa karla á að hvergi er eins mikil umferð af vörubílum og þarna því að aðal malarnámur Höfuðborgarinar eru við Þrengslaveg. Þetta margfaldar líkur á framúrakstri og þar af leiðandi slysa hættu. Ég legg til að það verði engin jarðgöng byggð á landinu fyrr en að búið er að tvöfalda Suðurlandsveg til Selfoss og helst að gera göng undir Hellisheiði til að losna við Kambana. Suðulandsvegur eru búinn að taka allt of mörg mannslíf.

Frétt af mbl.is

  Telur að skilja verði að umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi
Innlent | mbl.is | 3.12.2006 | 12:43
Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að aðskilja verði umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi í ljósi tíðra umferðarslysa þar. Tvennt lést í banaslysi þar í gær hjá Bláfjallaafleggjaranum og fimm voru fluttir á sjúkrahús. R

Skil vel bæjarstjóran í Hveragerði.

Suðurlandsveg verður að tvöfalda

 
 
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir mikla reiði meðal bæjarbúa í kjölfar banaslyssins sem varð á Suðurlandsvegi í gær. Ekki sé hægt að búa við þetta ástand lengur, að vera ekki örugg á leið um Suðurlandsveginn yfir Hellisheiði. Tvöfalda verði veginn milli Reykjavíkur og Selfoss, annað verði ekki liðið af hálfu Sunnlendinga.

Aldís kveðst hafa orðið vör við mjög öflug viðbrögð meðal fólks eftir að slysið varð. Aldís segir að lokun vegasambands milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurlands í tvær klukkustundir vegna slyssins auki á reiði fólks.


mbl.is Telur að skilja verði að umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir

Þetta er nú bara sniðugt:

mynd
Vísir, 03. des. 2006 10:41

50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir

Í Cheyenne fjalli í Kólóradó, í Bandaríkjunum, er stjórnstöð bandaríska flughersins. Þaðan er auðvitað mikið um fjarskipti og meðal annars hefur herinn sérstaka tíðni sem hann notar til þess að láta æðstu embættismenn vita ef eitthvað er í uppsiglingu.

Gallinn er sá að á þessari sömu tíðni eru um 50 milljón bílskúrshurðir. Sem verða alveg brjálaðar þegar flugherinn sendir frá sér einhver skeyti. Opnast og lokast, opnast og lokast, opnast og lokast. Flugherinn er að reyna að finna lausn á vandanum.

Hvað er eiginlega að gerast?

Ég hef nú aldrei skilið hversvegna sumt fólk er að drekka. Menn sem eiga þetta til að rjúka upp í reiði og rugl ættu nú bara að láta það vera að drekka. Það hlýtur að vera leiðinlegt að vakna upp í fangaklefa og vera síðan mynntur á að áður en menn fengur fría gistingu í fangaklefa þá:

  • Bitu þeir eyrað af einhverjum í slagsmálum út af engu.
  • Stungu einhvern í slagsmálum sem byrjuðu út af litlu sem engu.

Ég held að það sé yfirleitt ljóst að þeir sem ganga vopnaðir ganga með það í maganum að ætla einhvernvegin að nota vopnið. Því finnst mér að árás með t.d. hníf eigi undir nær öllum aðstæðum að meðhöndlast sem tilraun til morðs. Alvarlegar barsmíðar eiga líka að meðhöndlast sem tilraun til morðs. Það á að taka hart á þessum mönnum. Það á ekki að skilorðsbinda dóma þó þetta sé kannski fyrstu brot. Það er oft heppni að fórnalömbin lifa af. Það þarf oft ekki nema eitt högg til að drepa mann.

Frétt af mbl.is

  Eyra bitið af manni í miðborg Reykjavíkur
Innlent | mbl.is | 3.12.2006 | 8:41
 Annasamt var hjá lögreglunni í Reykjavík fram eftir nóttu þrátt fyrir að ölvun var mun minni í nótt heldur en aðfararnótt laugardags, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Talsverður mannfjöldi í miðborginni í nótt. Sex líkamsárásir voru tilkynntar í nótt, flestar minniháttar nema ein en málavextir voru þeir að maður stöðvaði annan í Pósthússtræti til að spyrja til vegar viðskiptum þeirra lauk með áflogum þar sem hluti af eyra spyrilsins var bitið af.


mbl.is Eyra bitið af manni í miðborg Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Simma í Idol boðið öruggt þingsæti

Mér finnst þetta síðasta sort. Ef þetta er algengt þá skilur maður áhugaleysi sumra þingmanna sem bara aldrei sjást. AÐ draga menn í framboð sem hafa bara ekki ætlað sér það. Og um leið að drulla yfir alla þá sem hafa unnið á fullu um áraraðir í flokkunum.

En nú verður Framsókn að tjala öllu til og príða sig fjöðrum þó þær séu kennski svona hálf óekta.

Fréttablaðið, 02. des. 2006 16:00


Simma í Idol boðið öruggt þingsæti

„Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál," segir Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem grallarinn og spaugarinn Simmi í Idol.

Fréttablaðið hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að Simma hafi verið boðið öruggt þingsæti fyrir næstu kosningar. Simmi hefur látið til sín taka í tengslum við ýmis verkefni fyrir Framsóknarflokkinn í gegnum tíðina;


Bloggfærslur 3. desember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband