Laugardagur, 13. janúar 2007
Þá er búið að taka þennan möguleika frá manni
OK þá er þetta ekki möguleiki í átakinu sem átti að byrja í Janúar.
Fyrst birt: 13.01.2007 18:59Síðast uppfært: 13.01.2007 20:12Tengsl Herbalife og lifrarbólgu skoðuð
Sex hafa greinst með svæsna lifrarbólgu og verið lagðir inn á Landspítalann eftir að hafa tekið inn vörur frá Herbalife. Verið er að rannsaka þessi tilvik en talið er að eitraðar jurtir hafi verið í þeim efnum sem veikindunum ollu. Svo gæti farið að Lyfjastofnun varaði við vörum frá Herbalife. Tíu slík tilvik hafa komið upp í Bandaríkjunum, segir læknir og prófessor við Háskóla Íslands.
Herbalife-vörur eru öruggar og óhætt að neyta þeirra, segir í yfirlýsingu frá Herbalife. Sérfræðingar fyrirtækisins hafi ekki fundið nein tengsl milli Herbalife-varnings og lifrarsjúkdóma.
Fjórir læknar sem fréttastofa Sjónvarps hefur rætt við staðfesta að fólk hafi verið lagt inn á Landspítalann síðustu 7 ár sem nær örugglega megi rekja til neyslu Herbalife. Lyfjastofnun rannsakar nú þessi sex tilfelli og segir Magnús Jóhannsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, að niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega. Hann segir að árið 2001 hafi könnun nemenda í Háskóla íslands fyrst vakið upp spurningar um gæði vörunnar en þeir hafi fengið upplýsingar um aukaverkanir af náttúruefnum hjá öllum læknum á Íslandi.
Magnús segir að fundist hafi þrjár tegundir af eitruðum jurtum í vörum frá Herbalife; það séu jurtir sem vitanlega geti valdið lifrarskemmdum. Þær vörutegundir séu hins vegar bannaðar á Íslandi. Íslensku læknarnir ráðgera að kynna þessi sex tilfelli sem vart hefur orðið hér á landi á evrópsku læknaþingi í vor.
![]() |
Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Við ættum að skammast okkar.
Hef verið að fylgjast með umfjöllun um málefni heyrnarlausra nú síðustu daga. Og þann hörmulega veruleika að um þriðjungur þeirra hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Þetta hefur aðalega gerst í þessum alræmdu heimavistarskólum sem börn voru send á frá 4 ára aldri til 18 ára. Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt. Að blessuð börnin fengu þá mynd að svona hegðun væri bara hluti af lífinu. Bendi á bloggið hennar Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur /nokkrar færslur /þar sem hún fjallar um þetta mál. Þar segir hún m.a.
Þetta þreifst í skjóli þess að táknmál var bannað og talmálsstefna við líði. Foreldrum ungra barna sem greinst höfuð heyrnarlaus var bannað að læra táknmál á forsendum þess að það væri börnunum ekkert til góðs, þá lærðu þau síður að tala, en hvernig læra börn að tala annars ef þau heyra ekki hvernig orðin hljóma? Þessu var haldið fram fyrir mörgum árum síðan og í 100 ár var táknmál bannað, það var ákveðið á svokölluðum Mílanófundi árið 1880 þegar kennarar heyrnarlausra hittust og ákváðu að vera samstíga í því að kenna heyrnarlausum að tala og því yrði ekkert táknmál viðhaft við kennslu heyrnarlausra framar. Þann dag sem þetta var ákveðið upphófst svokallað einangrunartímabil og talmálsstefnan hafði yfirhöndina í allri kennslu heyrnarlausra um gjörvalla Evrópu og íslendingar aðhylltust henni líka. Og afleiðingarnar blasa við nú. Ég ætla nú varla að fara að rekja upp söguna hérna, en sem betur fer vita menn betur í dag og táknmál er fullgilt mál..
En í dag eru líka fréttir af þeim hörmungum sem Sigurlín sjálf lenti í gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Þar sem að hún fékk ekki blóðprufu til að mæla blóðsykur. Og svo hélt þessi saga áfram á mörgum stöðum . m.a. heilsugæslunni, læknavaktinni og á fleiri stöðum.
Sbr: mbl.is
LANDLÆKNIR hefur skrifað Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um mál Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, varaþingmanns Frjálslynda flokksins og táknmálsþulu. Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sagði Sigurlín, sem hefur greinst sykursjúk, að hún hefði ekki fengið að vita niðurstöðu blóðprufu sem hún fór í á bráðamóttöku LSH. Niðurstaðan sýndi mjög há blóðsykursgildi eins og Sigurlín komst síðar að.
"Sé rétt eftir haft, sem ég dreg ekki í efa að óreyndu, hefur eitthvað brugðist," segir Matthías Halldórsson landlæknir. "Ég hef sérstaklega óskað eftir að þeir [LSH] geri grein fyrir verkferlinu þegar fram kemur afbrigðilegt prófsvar þótt skoðun kunni að vera eðlileg og sé ákveðið verkferli til, hvað þá hafi farið úrskeiðis."
Yfirlæknir ætlar að kalla Sigurlín á sinn fund
Sigurlín hafði áður verið neitað um blóðsykursmælingu á Heilsugæslustöðinni í Garðabæ á þeirri forsendu að læknir yrði að fyrirskipa slíka mælingu. Þurfti hún að bíða í 12 daga eftir tíma hjá lækni. Matthías segir yfirlækni heilsugæslunnar hafa tilkynnt landlæknisembættinu nýverið að lokað yrði fyrir nýskráningar á stöðina tímabundið vegna mikils álags en ekki hafi verið annars getið en að þeim sem þegar væru skráðir yrði sinnt.
"Í kjölfar fréttar um mál Sigurlínar ræddi ég við yfirlækninn," segir Matthías. "Hann sagði að þegar skráður sjúklingur hringdi og teldi sig þurfa tíma fljótlega og ekki væru lausir tímar hjá lækni, þá fengi viðkomandi símtal við hjúkrunarfræðing sem mæti þörfina. Þar kynni því að hafa komið upp misskilningur varðandi Sigurlín og talið að einungis væri spurning um blóðprufu, sem þá væri ekki sérstaklega aðkallandi. Þeir ætla hins vegar að fara ofan í málið, kalla Sigurlín á sinn fund með túlki og sjá hvort rétt sé að þetta sé skýringin. Þeir munu síðan senda mér skýrslu um sína niðurstöðu og ég mun kanna hvort hún telji þetta rétt eftir haft."
Við þurfum hið snarasta að gera bragarbót og tryggja heyrnarlausum þá þjónustu sem þeir þurfa þegar þeir þurfa.
![]() |
Tillögur um aukna ráðgjöf fyrir heyrnarlausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Ef hann er að auglýsa eftir tillögum þá eru hér nokkrar
Bush er að auglýsa eftir tillögum um aðrar aðgerðir heldur en að fjölga Bandarískum hermönnum í Írak.
- Að Bandaríkin feli Sameinuðuþjóðunum yfirumsjón með aðgerðum þarna.
- Að Bandaríkjaher láti Írökum eftir að sjá um sín mál sjálfir. Margir Írakar bent á að spennan í landinu sé að stórumhluta til vegna veru erlendra herja þar.
- Að Bandaríkin stuðli að því að Írakar sjálfir stofni Olíufélög þannig að tryggt sé að tekju af olíu renni óskiptar til Íraks
- Að Bandaríkin hætti að skamma og ögra araabaríkjum og stuðla að hatri þeirra gagnvart Bandaríkjunum og Vestrænum þjóðum.
- Að Bush sjálfur og þeir úr hans harðkjarna sem héldu af stað í þessa Helför feli öðrum t.d. Bandaríska þinginu að taka við málum þarna.
- Að peningar sem varið er til að auka hernaðarmát Bandaríkjana og Breta séu fremur notaðir til að skapa jákvæð samskipti við ríki heims og draga úr því hatri og tortryggni sem ríkir nú milli heimshluta.
- Að Bandaríkin fari nú frekar að skoða innanríkismál hjá sér í stað þess að reyna að móta heiminn í sinni mynd.
Frétt af mbl.is
Bush svarar gagnrýnendum stefnunnar í Írak
Erlent | AFP | 13.1.2007 | 16:00George W. Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag demókrata við því að draga úr fjárveitingum til hernaðarins í Írak og sagði að þeir sem gagnrýni nýja stefnu hans í Írak verði að leggja eitthvað annað til í staðinn, vilji þeir að málflutningur þeirra sé ábyrgur.
![]() |
Bush svarar gagnrýnendum stefnunnar í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Ætli 3 sætið hafi verið selt fyrir 2 milljónir
Ef að svo færi að Hallgrímur lenti þar væri framsókn endalega búin að kúka á sig. Og svo væri þess virði að skoða ef hann fengi ekki sætið, hvort hann fengi þá sæti í feitri nefnd.
Í framhaldi af því er þess virði að minna á orðróminn um að Kristinn H Gunnarsson fái forstjórastól í Tryggingarstofnun. Ég vona ekki. Kristinn á heima í stjórnmálum. Einn af þeim fáu sem alltaf er tilbúinn að rugga bátnum ef að hann hefur aðra skoðun á málum.
![]() |
Raðað á lista Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Fæðingarorlofssjóður á Hvammstanga
Var að lesa um að Fæðingarorlofssjóður var að flytja til Vinnumálastofnunar og þá um leið til Hvammstanga. Um leið var sagt að þetta yrði ekki neinn munur fyrir fólk þar sem að Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar tækju að sér að þjónusta þá sem þurfa þjónustu frá skrifstofu sjóðsins. Þetta í sjálfu sér hjómar ágætlega nema nokkur atriði:
- 1. Umsóknir um fæðingarorlof og öll gögn þarf maður að senda til Hvammstanga. (Nema skattkort). Þetta tel ég að sé nú alveg út í hött. Þarf að fara að treysta póstinum fyrir ýmsum persónulegum gögnum .sbr. úr frétt á http://www.raduneyti.is/
"Allir umsækjendur skila umsóknum sínum á Hvammstanga auk þess sem umsækjendur af landsbyggðinni skulu senda skattkort sín þangað kjósi þeir að nýta sér þau hjá Fæðingarorlofssjóði. Umsækjendur af höfuðborgarsvæðinu skila skattkortum sínum til Vinnumálastofnunnar, Engjateigi 11, 105 Reykjavík, en öll önnur gögn skal senda á Hvammstanga". - 2. Hvað með er vantar gögn og þessháttar. Þá verður þetta en meira mál að vera í samskiptum við sjóðinn. Ef að fólk vill ræða við þá sem taka ákvarðanir og þessháttar. Það verður að minnstakosti varla nema í síma. Og því erfitt að sýna gögn máli sínu til stuðnings. Nema að senda það í pósti áður en maður hringir.
- 3. Nú eru þessar þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar aðalega að sinna þeim sem eru atvinnulausir hélt ég. Og víst oft nóg að gera þar.
- 4. Mér finnst lágmark að fólk átti sig á að um 80% þeirra sem nýta sér þennan sjóð eiga heima á SV horni landsins. Hefði ekki verið hægt að flytja einhverja aðra starfsemi þangað.
Ekki það að ég er á því að ýmislegt má flytja út á land. Samt finnst mér vafasamt að flytja þjónustustofnun svona langt frá meirihluta þeirra sem nýta hana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 13. janúar 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson