Leita í fréttum mbl.is

Bíddu Bjarni Ármannsson er þér farið að langa í Landsvirkjun?

Ég verð nú að segja að maður trúir þessu rétt mátulega þegar bankastjóri talar sem er nýbúinn að stofna með öðrum orkufyrirtæki eða fyrirtæki til að fjárfesta í orkugeiranum hér og erlendis.. Og fer svona tala um að það að einkavæða orkugeiran yrði til þess að betra skikk kæmist á málin. Eins finnst mér að bankastjóri sem helti sér út í íbúðarlánabrjálæðið fyrir nokkrum árum og hjálpaði þessari verðsprengju á húsnæði af stað sem og verðbólgu sé í slæmri stöðu að ráðleggja varðandi stóriðjuframkvæmdir þó það sé eins og hann segir rétt að bíða.

“Bíða með stóriðjuframkvæmdir”

 
 
Forstjóri Glitnis efast um að tímasetning fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda sé rétt vegna mikillar þenslu í hagkerfinu. Hann telur rétt að færa orkugeirann til einkaaðila.

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir ljóst að hagkerfið þurfi að ganga í gegnum ákveðna aðlögun áður en hægt verði að fara út í miklar fjárfestingar í samfélaginu. Þetta sé eins og svo margt annað spurning um tímasetningar og hann telur tímabært að ræða það að færa orkugeirann meira í hendur einkaaðila.

Þannig verði ákvarðanir um fjárfestingar teknar afmarkað og sjálfstætt út frá þeirra forsendum og önnur sjónarmið blandist þar ekki inn í. Síðan sé það stjórnvalda og peningamálayfirvalda að vinna úr þeirri stöðu sem skapast.

Ahyglisverðar kosningar framundan á suðurlandi.

Nú er framundan annsi skrautleg kosningabarátta á Suðurlandi. Hvað ætla suðurnesjamenn að kjósa. Þeir eiga ekki marga fulltrúa í sætum sem líkleg eru til að verða þingsæti.´

  • Með því að greiða Sjálfstæðismönnum atkvæði sitt þá hjálpa þeir Árna Johnsen inn á þing.
  • Með því að kjósa Framsókn þá velja þeir 2 menn frá Árborg sem aðallega tala máli landbúnaðar og málefna dreifbýlis.
  • Vg þar er Reyknesingur í 3 sæti en gjörsamlega óreynd í stjórnmálum (Heiða í Unun)
  • Með því að sameinast um að kjósa Samfylkingu þá gæti náðst inn 4 maður þeirra sem er Guðný Hrund Karlsdóttir 35 ára viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ
  • Með því að kjósa Frjálslynda er verið að kjósa ? Flokk sem er samsafn af fólki sem ekki hefur fengið brautargengi í öðrum flokkum, Nýju afli, og flokk sem daðrar við að veiða atkvæði með hræðsluáróðri gegn útlendingum.

Frétt af mbl.is

  Frambjóðendur af Reykjanesi eiga erfitt uppdráttar að sögn Björns Inga Hrafnssonar
Innlent | mbl.is | 21.1.2007 | 21:32
Brotthvarf Hjálmars Árnasonar út úr stjórnmálum leiðir hugann að stöðu Reykjaness í hinu nýja Suðurkjördæmi. Frambjóðendur þaðan áttu erfitt uppdráttar í prófkjörum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og hið sama gerist nú hjá Framsókn, enda þótt Hjálmar hafi óspart hvatt sveitunga sína til dáða.


mbl.is Frambjóðendur af Reykjanesi eiga erfitt uppdráttar að sögn Björns Inga Hrafnssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmenn koma til með að losna við RUV nefskattinn

Var að lesa frétt á visir.is að til að nýja frumvarpið um RUV gerir ráð fyrir að þeir sem hafa eingöngu 163nefskatturtekjur í formi fjármagnstekna koma ekki til með að borga nefskattinn fyrirhugaða sem á að taka upp í tengslum við oHf væðingu RUV. Það er nú ekki hægt að láta þá borga of mikið. Þeir gætu flutt úr landi.

Fréttablaðið, 21. jan. 2007 05:15

Auðmenn borga ekki nefskatt


Fólk sem eingöngu hefur fjármagnstekjur verður undanþegið nefskattinum sem greiddur verður til Ríkisútvarpsins, samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra um RÚV ohf. Í því er aðeins gert ráð fyrir að greiðendur tekjuskatts borgi nefskattinn.
Um 2.200 manns töldu aðeins fram fjármagnstekjur samkvæmt skattskrám frá síðastliðnum ágústmánuði.
Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni benti á þetta í umræðum um Ríkisútvarpsfrumvarpið og hefur staðfestingu nefndasviðs Alþingis á þessum skilningi. „Mér finnst þetta skelfilega óréttlátt. Enn einu sinni er verið að ýta undir ójöfnuðinn í samfélaginu og hygla auðmönnum," segir Jóhanna og bendir á að hinir sömu 2.200 séu einnig undanþegnir greiðslum í Framkvæmdasjóð aldraðra sem nema um sex þúsund krónum á ári.
Miðað er við að nefskatturinn verði rúmar 14.500 krónur á ári. Samtals eru þetta því um 20 þúsund krónur á ári.
Skattleysismörk eru um 90 þúsund krónur og segir Jóhanna að þeir sem hafi örlítið hærri tekjur, til dæmis 95 þúsund á mánuði, þurfi að greiða RÚV-skattinn sem og í Framkvæmdasjóðinn af fullu. Í þessu felist fullkomið óréttlæti. „Fyrir þetta þarf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að svara áður en umræðum lýkur," segir Jóhanna.


Bloggfærslur 21. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband