Leita í fréttum mbl.is

Hellisheiði lögð undir virkjanir og háspennumannvirki

Var að lesa frétt um fyrirhugaðar línulagnir á Hellisheiði í kjölfar virkjana bæði við Þjórsá og svo á Hellisheiði. Það er ljóst að það verður ekki svipur hjá sjón að fara um Hellisheiði.

preview

Þessi mynd er að www.ruv.is en betri myndir er að finna á vef Landsnet. Þar er líka hægt að lesa eftirfarandi:

Forsendur framkvæmda
Landsnet hf hyggst styrkja raforkuflutningskerfið á Suðvesturlandi, frá Hellisheiði að Straumsvík, vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík og áforma um virkjanir á Hellisheiði, þ.e. við Hverahlíð og á Bitru. Þessar framkvæmdir eru jafnframt áfangi í langtímauppbyggingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi, þ.m.t. 420 kV kerfis. Í þessu skyni verður ráðist í framkvæmdir við eftirtaldar háspennulínur:

  • Bitrulína 1, 245 kV (Bitra að Kolviðarhóli)
  • Hverahlíðarlína 1, 245 kV (Hverahlíð að Kolviðarhóli)
  • Kolviðarhólslína 1, 245 kV (Kolviðarhóll að Geithálsi)
  • Kolviðarhólslína 2, 245 kV (Kolviðarhóll að Sandskeiði, og breytingar við Helgafell og við Hafnarfjörð)
  • Búrfellslína 3, 420 kV (Sandskeið að Stórhöfða, Hrauntungum eða Straumsseli)
  • Hamraneslína 3, 245 kV (Stórhöfði, Hrauntungur eða Straumssel að Hamranesi)
  • Ísallína 3, 245 kV (Stórhöfði, Hrauntungur eða Straumssel að álveri Alcan)
  • Ísallína 4, 245 kV (Hamranes að álveri Alcan við Straumsvík)

Í þessu verkefni verða einnig metin umhverfisáhrif Bitrulínu 2 (245 kV) frá Bitruvirkjun að Hverahlíðarvirkjun, sem áformað er að reisa síðar ef virkjanir á Hellisheiði verða stækkaðar.

Síðar segir


Stefnt er að því að framkvæmdir við línurnar geti hafist vorið 2009 og að þeim verði lokið um mitt ár 2010. Framkvæmdatími Bitrulínu 2 hefur ekki verið ákveðinn.
Í tillögu að matsáætlun sem nú liggur fyrir er fyrirhugaðri framkvæmd, valkostum og framkvæmdasvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur matsvinnunnar. Jafnframt er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matið og hvaða gagnaöflun stendur yfir vegna mats á umhverfisáhrifum.

Þannig að þetta er bara að skella á. Er ekki viss um að fólk almennt sé sátt við að þessar línur liggi svona þvers og kruss um Hellisheið og svæin í kring. Hvet líka Hafnfirðinga til að skoða hversu nálægt bænum þessar línur liggja. Þær verða ekki bæjarpríði.


Jón Baldvin les yfir stjórnarandstöðunni.

Það var frábært að horfa á Jón Baldvin í Silfri Egils. Hann þrumaði yfir stjórn og stjórnarandstöðu.

  • Hann lagði áherslu á heilsstæða og markvissa stefnu sem miðaði að því að koma efnahagslífinu niður á það stig sem gerist í efnahagslífinu í kring um okkur
  • Hann eins og aðrir lofaði greiningu Guðmundar Ólafssonar í 10 liðum um ástandið hér á okurlandi.
  • Hann sagði að til að koma vöxtum og verðbólgu hér niður gæti komið sársaukafullur tími.
  • Hann sagði eins og fleiri að krónan væri handónýt og hér væri í raun komin annar gjaldmiðill sem héti verðtryggingar króna.
  • Hann sagði að ef Samfylkingin tæki sig ekki saman í andlitinu þá kæmi fram annað framboð þar sem færu saman umhverfissinnar og menn sem fylgja nýjum leiðum um framtíð Íslands eins og Ómar, Guðmundur Ólafsson, Andri, og Stefán Ólafsson gætu farið fram fyrir. Þetta væru menn sem töluðu af skynsemi og öfgalaust og kæmu lausnir á móti vandamálum Hann sagðist vera á móti því að flokkar væru sífellt að bregðast við umræðum í fjölmiðlum. Þeir þyrftu að vera með lausnir á þróun mála og standa fast á þeim.
  • Hann sagði fyrst og fremst þyrfti að koma þessari stjórn frá þar sem að stefna þeirra hefði beðið skipbrot
  • Hann sagði að alls ekki ætti að selja Landsvirkjun þar sem að einkaaðilar hefðu ekki sýnt að þeir létu okkur njóta þess að þeir hafi fengið bankanna gefins. (vaxtamunur upp á rúmlega 13%)
  • Stöðva allar risaframkvæmdir eins og virkjanir og álver til að kæla niður hagkerfið.

Það sem er dálítið gaman er að Ingibjörg Sólrún kom inn á margt af þessu í gær. En ég er sammála honum um að Samfylkingin má ekki verða svona upphrópanna flokkur sem ríkur í fjölmiðla við hverja frétt. Heldur að koma fram með tillögur að lausnum og halda þeim á lofti.

Og fleira og fleira


Margét ætlar að kæra framkvæmd kosninga í gær

Margrét Sverris er ekki hress með framkvæmd kosninga í Frjálslyndaflokknum og heldur fram að atkvæði hafi verið keyt. Þett kemur fram í frétt á www.ruv.is

FF: „Nýtt afl keypti atkvæði“

Liðsmenn Nýs afls keyptu atkvæði inn á landsþing Frjálslynda flokksins fyrir hundruð þúsunda króna segir Margrét Sverrisdóttir sem beið lægri hlut gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni í kjöri til varaformanns flokksins. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún segi sig úr flokknum.

Margrét ætlar að hitta nánustu stuðningsmenn á morgun og þá verður staðan metin. Hún segist þurfa að ígrunda margt, til dæmis það hvort hún fái að vera framboði fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margrét segir Frjálslynda flokkinn klofinn, Nýtt afl hafi tekið hann yfir.

Margrét segir að á nafnalistum sem stuðningsmenn Magnúsar Þórs hafi dreift áður en kjör í helstu embætti fór fram hafi helmingur nafnanna verið fólk úr Nýju afli. Sem dæmi um þetta nefnir Margrét að kona sem lengi hafi starfað fyrir Frjálslynda flokkinn hafi verið hafnað í kjöri til ritara. En kona sem hafi gengið í flokkinn fyrir viku hafi verið kosin.

Margrét segir ringulreið og glundroða hafa ríkt á landsþinginu í gær. Eftir að ljóst varð að hún hafði ekki náð kjöri til varaformanns gat hún ekki boðið sig fram til ritara. Þá hafi fólk enn verið að skrá sig í flokkinn og inn á þingið klukkan 17 en áður hafði verið ákveðið að loka húsinu klukkan 15 þegar atkvæðagreiðsla átti að hefjast. Margrét hyggst kæra framkvæmd kosninganna.


Vaxtaokrið hér á landi

Var að lesa pistil eftir Egil Helgason á Silfri Egils og þar er hann að vitna í Þorvald Gylfason varðandi vaxtamun hér á landi. En það var einmitt ein af ástæðum fyrir einkavæðinug banka hér á landi. Þ.e. að hagkvæmni í rekstri átti að leiða til þess að þörf bankanna fyrir vaxtamun átti að minnka en viti menn. Þetta línurit er sláandi.

vaxtamunur


Bloggfærslur 28. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband