Leita í fréttum mbl.is

Full mikil einföldun hjá Ómari.

Hef verið að velta fyrir mér málfluttningi Ómars nú þegar Íslandshreyfingin er komin á koppin. Og finnst að hann klæði málið í kannski fulleinfaldan búning. Hjá honum viriðist það vera að almenningur láti ráðst nær eingöngu af stöðu flokkanna í umhverfismálum. Nú held ég að þó vissulega fólk hafi áhyggjur af umhverfismálum þá eru önnur mál sem brenna eðlilega mikið á fólki. Þar horfir fólk t.d. mjög til samgöngumála og velferðarmála. Og einnig til framtíðarþróunar í efnahagsmálum.

Það er samt alltaf ákveðinn hópur kjósenda sem svona sveiflast eftir tískufylgi. Það fer eftir stöðu í skoðunarkönnunum velur skv. þeim.  EN svo þegar kemur að kosningunum sjálfum þá fer fólk að hugsa þetta nánar. Þá er horft í þá sem eru í framboði. Þá hlýtur fólk að horfa í þá sem stýra flokknum og hvaða reynslu það hefur af því að stýra hóp fólks.  Þar stendur Íslandshreyfingin ekki vel að vígi. Jú Margrét hefur verið framkvæmdarstjóri í örflokki þar sem að allt endaði í ósköpum. Jakob hefur jú stýrt stuðmönnum og staðið fyrir samkomum en ekki hægt að segja að þeir sem hafi starfað með honum í flokki hafi veitt honum brautargengi hingað til. Ómar hefur nú lengstum starfað sem einyrki. Jafnvel hjá Sjónvarpinnu. Þó allir séu sammála um að gott sé að vinna með honum þá er spurning um stjórnunarhæfileika.

Enginn efast um hugsjónir hans og eldmóð. En allar þessar góðu hugmyndir hans taka langann tíma í framkvæmd. Og spurning hversu lengi fólk vill bíða?

Ómar sagði í dag:

Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega.

Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum.

Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. (www.visir.is)

Mér finnst þetta full einfaldar skýringar á stöðu mála. En skv. www.jax.blog.is  er frétta að vænta um nýja menn í fylkingarbrjóst hreyfingarinnar tekið verður eftir og verður gaman að sjá hverjir þetta eru.


Stór nöfn á leið til Íslandshreyfingar!

Eitthvað spennandi í vændum.  Um leið og ég hendi hér inn tilvitnun í bloggið hans Jóns Axels Ólafssonar vil ég benda fólki á að kýkja þar reglulega. Hann virðist vera í góðum tengslum við það sem er að gerast og oft sér maður þar skúbb nokkru áður en þau birtast annarsstaðar. Nú í dag má lesa eftirfarandi:

Samkvæmt öruggum heimildum Litlu frjálsu fréttastofunnar er að vænta mikilla frétta í næstu viku frá Íslandshreyfingunni. Samkvæmt þeim munu ganga til liðs við hana "stór nöfn" frá hægri auk þess sem hin sömu nöfn munu gefa listanum (eða hreyfingunni) þungavigt og glæsta ímynd.

Spennandi verður að fylgjast með málum Íslandshreyfingarinnar á næstunni, en henni er spáð 3 til 9 einstaklingum á þing í komandi kosningum.


Nýjar áherslur hjá Bandaríkjunum - Von um betri framtíð í Palestínu?

Í famhaldi af þessari frétt um styrki ESB er þessi frétt sem ég las á www.visir.is kannski vonarneisti í málefnum palestínumanna. Og kannski merki um að Bandaríkin séu að breyta um aðferðir.

Rice: Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna forgangsatriði

Condoleeza Rice segir það að koma á tvíhliða viðræðum við stjórnvöld í Palestínu sé forgangsatriði í utanríkismálum Bandaríkjanna sem og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta sagði hún á blaðamannafundi eftir að hafa hitt Hosni Mubarak forseta Egyptalands á fundi í Kaíró.

Hún sagðist vonast eftir meiri stuðningi Arabaríkja í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og hvatti þau Arabaríki sem ekki hafa samið frið við Ísraela að sýna meiri sveigjanleika. Hún viðurkenndi að þetta væru erfiðir tímar sérstaklega eftir að þjóðstjórn Palestínumanna var mynduð með Hamas-samtökin í leiðtogahlutverki.

Frétt af mbl.is

  Rúm milljón Palestínumanna hefur notið aðstoðar ESB
Erlent | AFP | 25.3.2007 | 15:19
Palestínsk kona við dreifingarmiðstöð Sameinuðu þjóðanna í Gasaborg. Yfir milljón Palestínumenn hefur fengið fé í gegnum styrkjakerfi ESB sem komið var á laggirnar til að forðast að ríkisstjórn Hamas fái féð í hendur. Þetta kom fram í máli embættismanns ESB í dag. Yfir 150.000 heimili njóta fjárhagslegs stuðnings í gegnum kerfið


mbl.is Rúm milljón Palestínumanna hefur notið aðstoðar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer að færast fjör í leikinn.

könnun2503Frjálslyndiflokkurinn loksins að líða fyrir klofninginn. Íslandshreyfingin nýtur nú þess að hafa verið að kynna framboðið 2 dögum fyrir þessa skoðunarkönnun. En bendi á að samkvæmt frétt á www.visir.is eru vikmörk hjá flestum flokkum í þessari könnun +/- 3% þannig að þetta eru en mjög óljósar tölur.  Eins þá er svörun lítil eða um 59%  En ljóst að Samfylking er að rétta úr kútnum og Vg og Sjálfstæðisflokkurinn hafa dalað.

 

Nokkuð ljóst að ef kemur framboð Aldraðra og örykja þá hverfur Frjálslyndiflokkuinn alveg.

En fyrst verið er að tala um Íslandhreyfingunna þá leyfi ég mér að gera alvarlega athugsemd við atriði í stefnukrá hennar. En það er kafli sem ég las nú hér á bloggi hjá Sigurlín Margréti Sigurðardóttur en þar birtir hún brot úr stefnuyfirlýsingur hreyfingarinnar. Þar er atrið sem hljómar svona: „Áhersla verði lögð á að færa þjónustuna í auknum mæli til sveitarfélaga og einkaaðila" Sem dæmi um þetta hafa þau tekið hverning málum er háttað hjá tannlæknum. Ég get ekki séð að þetta sé kerfi sem fólk vill. Því hjá tannlæknum bera allir yfir 18 ára fullan kosnað. Og kosnaður vegna barna hefur vaxið vegna skertra endurgreiðslna. Það er ekki þannig að ég geti ekki séð þjónustu hjá einkaaðilum en þá verður að hugasa þetta örðuvísi og það sé full tryggt að þjónsutan sé ekki íþyngjandi fyrir þá sem leita þjónustunnar. Tannlæknakosnaður hefur jú margfaldasta síðusu áratugi og ég hef ekki áhuga á að það verði þróun í annarri þjónustu hér á landi.

Tel að þessi hægri slagsíða í málfluttningi þeirra staðsetji þau hægrameginn við Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband