Leita í fréttum mbl.is

Maður mundi alveg skilja það að öryrkjar vildu hafa kosningavor á hverju ári.

Það er helst á kosningavori sem ríkisstjórn vaknar og fer að taka til hendinni í málefnum öryrkja, ellilífeyrisþega og annarra sem minna mega sín. Félagsmálaráðherra hefur hennt út nokkrum trompum nú síðustu mánuði, eins heilbrigðis og tryggingarráðherra og nú kemur Geir Haarde og skipar nefnd til að gera tillögur um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar. Þó maður fagni framtakinu þá hafa jú margar nefndir verið skipaðar um svipuð mál rétt fyrir kosningar áður en gengið afleitlega að koma tillögum þeirra svo í famkvæmd.

Frétt af mbl.is

  Framkvæmdanefnd skipuð vegna endurskoðunar örorkumats
Innlent | mbl.is | 20.4.2007 | 15:16
Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa framkvæmdanefnd til að fylgja eftir tillögum nefndar um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu að tillögurnar miði að því að breyta núgildandi örorkumati þannig að það verði sveigjanlegra og taki fremur mið af starfsgetu einstaklingsins en örorku.


mbl.is Framkvæmdanefnd skipuð vegna endurskoðunar örorkumats
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skárra væri það nú ef að fólk hafi meira milli handanna í bullandi þennslu

Fyrirtækin eru í bullandi gróða og framkvæmdir alveg yfirgengilegar. Það er slegist um iðanaðarmenn og verkamenn og yfirborganir í gangi. Hverning mætti því annað vera en að meirihluti landsmanna hefði það betra nú. En inn í þetta koma auknar lántökur heimilina og þvi gæti orðið annað hljóð í strokknum þegar að um hægist hér.

Og svo má ekki gleyma að það eru ákveðnir hópar sem hafa setið eftir eins og láglauna fólk hjá t.d. ríki og öryrkjar og aldraðir. Þó þeir séu ekki meirihluti þjóðarinnar þá eru þeir stór hópur engu að síður.

Frétt af mbl.is

  Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað
Innlent | mbl.is | 20.4.2007 | 12:28
Mynd 303314 58% þjóðarinnar telur afkomu sína og fjölskyldu sinnar hafa batnað á síðastliðnum fjórum árum samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. 19,7% segja hana hafa batnað mikið en 38,3% segja hana hafa batnað nokkuð. 31,7% segja fjárhagslega afkomu sína hafa staðið í stað en 10,3% segja hana hafa versnað. Þar af segja 5,9% hana hafa versnað nokkuð en 4,45 segja hana hafa versnað mikið.


mbl.is Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandshreyfingin og Frjálslyndir slefa inn skv. könnun Mannlífs

Ekki glæsileg staða fyrir þá sem vilja breytingar hér:

Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin eru með næstum jafnmikið fylgi í könnun nýjasta heftis Mannlífs vegna þingkosninganna. Þó er Íslandshreyfingin með 0,4 prósentstigi meira eða 5,6 prósent á móti 5,2 prósentum. Frjálslyndra sem hafa sigið í fylgi frá því í nóvember þegar flokkurinn mældist með 12 prósenta fylgi. En það má þó lesa út úr kannanaröð Mannlífs að undanhaldi Frjálslyndra sé lokið og Guðjón A. Kristjánsson og félagar hans rétti´úr kútnum fyrir kosningarnar í vor. Önnur tíðindi er þau að Vinstri grænir missa flug og mælast nú með minna fylgi en Samfylkingin. Munurinn er þó örlítill þar sem Samfylking er með 20,4 prósenta á móti 19.8 prósentum VG .... (www.mannlif.is )

Veit reyndar ekkert meira um þessa könnun en ég las þarna. Skv. henni eru Samfylking og Vg með um 40% atkvæða Íslandshreyfing og Frjálslynidr með 11% saman og því 48% sem skiptast á stjórnarflokkana. Þeir gætu því kallað til Frjálslynda eða Íslandhreyfingu og haldið áfram.


O ég er viss um að Framsókn þyggur samstarf áfram við Sjálfstæðisflokkinn

Þrátt fyrir að allar líkur séu á þvi að framsókn verði örflokkur eftir kosningar þá er engin hætta á því að þeir þyggji ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef sú stað kemur upp. Enda næsta víst að það yrði eina leiðin fyrir framsókn að lifa af. Þegar flokkur er komin niður undir 10% þá er ljóst að helsta von þeirra til að lifa af og eiga sér viðreisnar von er að komaast í stjórn. Fyrir flokka sem eru svo litlir í dag er annað mál. Þeir eru að byggja sig upp innan frá. Og minna undir því hvort þeir lifa að lognast út af.  Þannig að fólk ætti nú ekki að rjúka til að kjósa Framsókn þrátt fyrir þessi orð Guðna Ágústssonar

Frétt af mbl.is

  Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Innlent | mbl.is | 20.4.2007 | 10:11
Fylgi Framsóknarflokksins mælist 7,9% samkvæmt nýrri fylgiskönnun sem Capacent Gallup og fær því aðeins fimm þingmenn verði niðurstaða kosninganna í samræmi við hana í stað þeirra 12 þingmanna sem flokkurinn hefur nú. Guðni Ágústsson, varaformaður framsóknarflokksins segir stöðuna erfiða fyrir framsóknarmenn og að ljóst sé að þeir þurfi að íhuga stöðuna vel að loknum kosningum


mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitlausar spurningar

Þegar verið er að spyrja fólk um hvort skattar séu hæfilegir eða of háir er nú líklegt a flestir væru á því að skattar séu of háir. Það vilja náttúrulega flestir borga minna. En ef fólk væri spurt hvort að það ætti að lækka skatta og fólk þá að borga meira fyrir þá þjónstu sem það fær frá ríkinu í staðinn væri ég ekki viss um að svörinn yrðu eins. En menn hljóta að gera sér grein fyrir því með því að lækka skatta en frekar kemur sá tími að kosnaðrhlutdeild almennnigs hlýtur að aukast. t.d. í skólum, heilbrigðisþjónustu, samgöngum (vegtollar).

Frétt af mbl.is

  Mikill meirihluti segir 35,72% tekjuskatt of háan
Innlent | Morgunblaðið | 20.4.2007 | 5:30
Um þrír af hverjum fjórum telja að 35,72% skattur sé of hár en um einn af hverjum fjórum segir að hann sé hæfilegur, samkvæmt nýrri símakönnun Capacent Gallup. 10% fjármagnstekjuskattur og 18% skattur á tekjur og hagnað fyrirtækja er hins vegar hæfilegur, að mati ríflega helmings svarenda.


mbl.is Mikill meirihluti segir 35,72% tekjuskatt of háan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband